Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 04.08.1994, Qupperneq 2

Eintak - 04.08.1994, Qupperneq 2
HefðiGuð- mimdur ekki frekar áttaðbjóða körlumí kokkteil frekaren kellingun- umíTurku, Hafliði? „Ja, ég veit það ekki en það er hins vegar aldrei að vita nema konan hans bjóði okkur íkokkteil í staðinn. “ Ertu farinn að sækja i skyndi- bitastaðina? „Nei, ég hugsa að konan mín sé á finnskum skyndibitastöðum. Ég elda sjálfur, hvort sem hún er heima eða ekki. “ Geturþú mulið úr sokkunum þínum sjálfur? „Efég hefði hamar við hendina, þá væri það ekkert mál. “ Hvernig er ástandið i eldhús- inu? „Mjög frjálslegt. “ Ertu búinn að lita mikið af skyrtum? „Nei, ég nota þær til þess að lita hinn þvottinn, nærföt og annað tau.“ Ætlarðu út með strákunum um næstu helgi? „Nei, ég er að hugsa um að fara út og hitta kerlingarnar i Turku. Þar ætla ég að skemmta mér konunglega með 15.000 konum og er alveg einfær um það. “ Heldurðu að þær séu að láta lappa upp á sig i Turku? „Ég veit það ekki, en þá er lika eins gott að þeim standi á sama. “ HaiUfli-Helqasonpr.qraspkkill---- þessa dagana, þar sem konan hans, Ragnhildur Vigfúsdóttir, rit- stjóri kvennablaðsins Veru er að skemmta sér með rúmlega fimm- tán þúsund öðrum konum á kvennaráðstefnu í Turku í Finn- landi. Leiksigur Maríu Ellingsen © Árni Johnsen öruggur Eyjajarl © Páll Magnússon tók drcemlega í framboðsbeiðni íhaldsins í Reykjaneskjördcemi \ gær frumsýndu Sambíóin mynd- ina D2 - The Mighty Duck. Pað væri svo sem ekki í frásögu færandi nema vegna þess að hin upprennandi íslenska leik- kona, María Ellingsen, fer með aukahlutverk í myndinni. Eins og landsmönnum er í fersku minni fór hún einmitt með hlutverk í hinum góðkunnu Santa Barbara sápuþátt- um. Það er hins vegar engin smá- mynd sem er hérna á ferðinni og er það enginn annar en hjartaknúsar- inn Emilio Estevez sem fer með aðalhlutverkið í myndinni. Emilio leikur íshokkíþjálfara en myndin fjallar um bandarískt íshokkílið sem ætlar að vinna heimsmeistara- keppni unglinga og mætir hinu víð- kunna ískhokkílandi, íslandi, í úrslit- um. María leikur þjálfara íslenska landsliðsins sem er að sjálfsögðu ekkert lamb að leika sér við. Ekki leikur María neitt gríðarlega mikið en hún á þó eina setningu í mynd- inni: Emilio Estevez: /s it cold in lceland? María Ellingsen: On Greenland it is a lot of ice, but in lceland it is very nice. Þetta myndi útleggjast einhvern veginn þannig á íslensku: Emilio: Er ekki kalt á ís- landi? María: Á Grænlandi er mikill ís en á íslandi er paradfs... Þó að Arni Johnsen sé umdeildur per- sónuleiki í Vest- mannaeyjum, þykir hann hafa þar svo mikið pólitískt fylgi að enginn treystir sér í prófkjörsslag gegn honum þar í bæ. Árni er sennilega bæði einn dáðasti og hataðasti Eyjamaðurinn, og þó andstæðingar hans finni honum flest til foráttu, telja þeir þó að hann sé ómissandi forsöngvari í Brekkusöngnum á Þjóðhátíð og sögur frá hátíðinni um síðustu helgi herma að þeir hafi flestir mætt í Brekkuna til að taka lagið með þingmanninum lag- egar Páll Magnússon lét af 'störfum sjónvarpsstjóra hjá Stöð 2 leitaði forysta Sjálf- stæðisflokksins til hans um að koma í framboð fyrir flokkinn fyrir næstu þingkosningar. Hugmyndin var sú að hann færi fram í Reykja- neskjördæmi. Páll vará árum áður orðaður við Alþýðuflokk- inn enda er faðir hans, Magnús Magnús- son, fyrrverandi varaformaður Al- þýðuflokksins og ráðherra. Páll mun ekki hafa tekið já- kvætt í málaleitan sjálfstæðismanna... TÆKI VIKUNNAR Wl nuddari Jóhann Matthíasson er með umboðsmann í útlöndum T'viðJam es Bond LOF Tæki þessarar viku er kannski ekki það best hannaða sem í dálkinum hefur birst, en það hefur vissulega sérstætt útlit og mikið notagildi. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning hjálpar það sjón manna út af fyrir sig ekki neitt, en það get- ur gert kraftaverk fyrir þreytt fólk og úttaugað. Þetta er nefnilega andlitsnuddtæki, sem nuddar svæðið umhverfis augun. í apparatinu er öflugur mótor, sem sendir hátiðni- bylgjur til sérstakra nuddpúða en þeir snerta nokkra vel valda taugabletti við augun. Nuddið kemur taugahnúðum augans á hreyfingu, eykur blóðstreymi og léttir á streitu og ennis- holuspennu. Tækið er knúið af einni rafhlöðu og kostar tæpar 2.000 krónur. Tækið er pantað með því að nefna krítarkorta- númer og vörunúmerið ULS501 í síma 901 415 344 4444. Þegar Jóhann Matthíasson lauk leiklistarnámi frá Art Educati- onal Drama School í London tókst honum að útvega sér umboðsmann þar í borg og þykir það vel af sér vikið þar eð margir eru um hituna. jóhann hefur farið í tvö viðtöl STELLINQ VIKL7NNAR Stellingu vikunnar á enginn annar en gamanleikarinn frægi Harold Lloyd, sem hér hangir í klukkunni góðu. Menn þurfa reyndar ekki að fara alveg út á þekju til þess að nota þessa stellingu, það er í raun hægt að hanga í hverju sem er, svo framarlega sem sjálfri stellingunni er náð. Sá sem notar stellinguna er maður á nippinu, en þrátt fyrir að hann hafi ekki fullt vald á aðstæðum er hann samt sem áður með fullt vald á sjálfum sér. Þetta er stelling manns sem ekki brotnar á örlagastundu. Þvert á móti heldur hann ró sinni og reynir að finna lausn á vandanum. Andlitssvip- urinn spillir ekki heldur, því það er horft stíft á áhorfendur með ekkert-mál-þetta-er-aö-koma-augnaráðinu. síðan og annað þeirra var hjá að- standendum nýju James Bond- myndarinnar sem tökur hefjast á í október. „Þá vantar menn til að leika Rússa en það er alls óvíst um að ég hreppi hlutverk því eflaust hefur fjöldi manns sótt um það,“ segir Jó- hann. Hann á von á að fá svar í byrjun september. „Ein ástæða þess að mér tókst að fá umboðsmann var sú að ég fékk gott hlutverk í skólanum en þar lék ég Drakúla greifa," segir Jóhann. „Ég skrifaði bréf til nokkurra umboðs- manna og bauð þeim á sýninguna og meðal þeirra var, Andrew Manson sá sem er nú orðinn umboðsmaður minn.“ Jóhann segir Manson meðal annars hafa valið sig vegna þess að hann er frekar hávaxinn en hann er 1.91 cm að hæð. Man- son hefúr nolckra útlend- inga á skrá hjá sér en hann hefur aðallega sér- hæft sig í umboðs- ■ mennsku fyrir Amerík- ana. Jóhann hefur ákveðið að dvelja í Englandi um sinn og er ástæðan hálf- partinn sú að hann verð- ur að vera til taks ef eitt- hvað rekur á fjörur um- boðsmannsins. „Mig langar til að geta liaft annan fótinn á ís- landi en það á eftir að koma í ljós hvort það er mögulegt,“ segir Jóhann. „Leikarar sem læra í út- löndum eiga sér gjarnan þann draum að reyna þar fyrir sér. Fyrst ég var það heppinn að fá umboðs- manninn ætla ég að reyna fyrir mér hér í Eng- landi. Það væri líka mun auðveldara að koma heim ef ég hefði þegar náð árangri hér.“ Eins og flestir aðrir leikarar þigg- ur Jóhann þau störf sem bjóðast þangað til stóra tækifærið býðst. Nú vinnur hann til að mynda við garðyrkjustörf. En hann kemur brátt til íslands til að taka þátt í gerð heimildamyndar um sögu læknislistarinnar. Að þeirri vinnu lokinni heldur hann strax utan þar sem vonandi bíður hans hlutverk Rússa í James Bond-mynd. O ...fær Davíð Oddsson fyrir að setja kosningabaráttu fyrir haustkosningar á fullt núna i miðri gúrkunni og leiðindunum. Um tíma var maður farinn að halda að maður sæti uppi með fréttir af hestum sem spörkuðu í magann á Svíum, af um- sóknum um myndlyklastörf á Stöð 2 og óvenju fáum nauðgunum um verslunar- mannahelgina. Þrátt fyrir að kosningabaráttan hafi byrj- að dauflega — aðallega með yfirlýsingum um hversu þarfar kosningarnar séu — er nokkuð víst að það muni hitna í kolunum innan skamms. LAST ...fær Guðmundur Árni Stefánsson fyrir að læða sér til Turku — einn islenskra karlmanna — og reyna að hella 1.200 íslenskar konur, sem þar eru, fullar. Og það um sjálfa verslunarmanna- helgina og í þann mund að Davíð boðaði til kosninga. ÞAÐ VÆRI TILQANQSLAUST... að fara fijótt yfir Sögu r / o z o o 2 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.