Eintak

Tölublað

Eintak - 04.08.1994, Blaðsíða 25

Eintak - 04.08.1994, Blaðsíða 25
1 febrúarlok verður West Side Story sýnt í fyrsta sinn á íslandi og verð- ur það á Stóra sviðinu. Karl Ágúst Úlfs- son er bæði þýðandi og leikstjóri upp- setningarinnar enhanner nú kominn heim ' 'að loknu tveggja ára námi í Bandaríkjunum. Danshöf- undur verður Kenn Oldfield sem vann einnig í uppfærslu My Fair Lady og sýndi þar vel hvers hann er megnugur. Síðasta frumsýningin á Stóra sviði Þjóðleikhússins verður Nýtt islenskt verk eftir Guðmund Steinsson. Leikrit hans Stundarfriður var sýnt tvö leikár í röð í Þjóðleikhúsinu fyrir 15 árum sem og sýnt í sjónvarpi. Nýja leikritið hans Guðmundar fjallar um sömu fjöl- skylduna og fara sömu leik- arar með hlut- verkin: Helgi Skúlason og Kristbjörg Kjeld leika hjónin en börn þeirra leika Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Sigurður Sigur- jónsson og Guðrún Gísladóttir. Einnig hafa 2 til 3 aðrar persónur bæst við. Stefán Baldursson leik- stýrir og Þórunn S. Þorgrims- dóttir hannar leikmynd en það gerðu þau einnig í Stundarfriði. í janúar verður sýnt á Litla svið- inu mestþýdda nútímaleikritið í heiminum í dag. Það er bandarískt og heitir Oleanna og er eftir David Mamet. Hann hefur skrifað mörg leikrit um dag- ana og hefur verk hans, Tilbrigði við önd, verið sýnt af Alþýðuleik- húsinu. Sagt er að Oleanna fjalli um kynferðislega áreitni en í raun og veru er það um mikið meira. Það segir frá samskiptum háskóla- kennara og stúlku sem er nemandi hans. Þórhallur Sigurðsson leik- stýrir verkinu en Hallgrímur H. Helgason þýddi það yfir á ís- lensku. Undir vorið sýnir Þjóðleikhúsið svo þýskt leikrit eftir Dorst sem í þýðingu Bjarna Jónssonar heitir Fernando Krapp skrifaðí mér bréf Leikritið verður sýnt á Litla sviðinu og fjallar um eina konu og tvo karlmenn og þær ólíku myndir sem ástin getur tekið á sig. Andrés Sigurvinsson leikstýrir verkinu. Einnig fyrirhugar Þjóðleikhúsið leiklestra, kabarett-sýningu og far- andsýningu fyrir börn. Jafnframt verður haldið áfram að sýna Gauragang eftir Ólaf Hauk Sím- onarson en það var sýnt 40 sinn- um fyrir fullu húsið á síðasta leikári. Einnig verður Gaukshreiðr- ið tekið upp aftur. © Hver? Tómas Tómasson er ungur bassasöngvari sem vakið hefur mikla athygli fyrir fagra og kraft- mikla rödd sína. Hér heima söng Tómas með Islensku óperunni í Rigoletto, Othello og Töfraflaut- unni en í vetur hefur hann numið söng við hinn virta skóla Royal College of Music í London. Auk söngnámsins kom Tómas fram víða á tónleikum í Englandi á und- anförnu ári. Hvað? Tómas lauk fyrra árinu af tveimur í skólanum í vor og er kominn í heimahagana í langþráð sumar- leyfi. „Þetta er búin að vera mikil vinna í vetur," segir hann. „Eftir að skólanum lauk í vor söng ég víða, meðal annars sem kórlimur í óperunni Aidu í Covent Garden en Kristján Jóhannsson söng aðal- hlutverkið í nokkrum af þeim sýn- ingum, sem voru mjög skemmti- legar." Hvernig? Tómas segist hafa fengið áhuga á að syngja í menntaskóla. „Ég hafði ekki opnað munninn fyrr en ég fór í inntökupróf í kór Menntaskólans við Hamrahlíð og ég hafði ekki hugmynd um að ég gæti sungið. Það var ekki fyrr en ég var að ljúka stúdentsprófi sem ég fór síðan í fyrsta söngtímann í Tónlistarskól- anum og þá var ekki aftur snúið," segir hann. Hvers vegna? Tómas ætlar ekki bara að hvíla sig á Islandi því í haust syngur hann eitt af aðalhlutverkunum í Valdi örlaganna eftir Verdi sem sett verður á svið í Þjóðleikhúsinu í uppfærslu Sveins Einarssonar. „Eg verð í hlutverki markgreifa sem er tveggja barna faðir en dóttir hans, Leonora, er aðalkvenhetjan í verkinu. Kristján Jóhannsson syng- ur hlutverk Alvaros sem er aðal tenórinn en hann er ástfanginn af Leonoru," segir Tómas. „Mark- greifinn deyr af voðaskoti og for- mælir dóttur sinni í andaslitrunum og út á það gengur óperan." Hvert? Tómas segir að lítið sé um tækifæri fyrir söngvara á Islandi og því stefni hann að því að komast í eitt- hvert óperuhús erlendis þegar hann hefur lokið náminu. © tjaldinj í einn og hálfan tíma áður en myndin byrjar fyrir alvöru. Stuttu síöar er hún búin. Píanó • •• Óskarsverðlaunaður leikur íaö- al- og aukahlutverkum. Þykk og góö saga. Kryddlegin hjörtu Como Agua Para Chocol- ate ••* Ástir undir mexíkóskum mána. STJÖRNUBÍÓ Bíódagar í raun er atriöiö þar sem bóndinn fer í sagnakeppni viö Kanann nægt tilefni til að sjá myndina. Stúlkan mín 2 My Girl 2 *** Mynd sem er um og fyrir gelgjur — og ágæt sem slík. Þeir sem eru komnir yfir hana eöa hafa aldrei oröiö fyrir henni geta meira aö segja haft' nokkuð gaman af. Dreggjar dagsins Remains of the Day ••••Magnaðverk. SÖGUBÍÓ Maverick •• Bíómynd byggð á sixtís sjón- varpslöggunni sem skaut allt í tætlur. Járnvilji Iron Will •• Ævintýramynd frá Wall Disney sem fær mann til aö velta fyrir sér hvers vegna leiknu myndirnar Irá fyrirtækinu eru svona miklu verri en teiknimyndirnar. Ef til vill eru þær búnar til í allt annarri deild. FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1994 25 4

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.