Eintak

Tölublað

Eintak - 04.08.1994, Blaðsíða 11

Eintak - 04.08.1994, Blaðsíða 11
Jóhönnuarmurinn óhræddur við sérframboð Kanna grundvöll víðtæks samstarfs á vinstri vængnum Krístín Ástgeirsdóttír, þingmaðurKvennalistans, segirauKvennalistinn bjóðifram einn og óskiptur, Finnur Ingólfsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sýnir sam- starfi lítinn áhuga en Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins telur hljómgrunn fyrir samfylkingu félagshyggjufólks. Jóhanna Sigurðardóttir dvelur í Reykjavík þessa dagana eftir að hafa ferðast um Norðurland, Aust- urland og vesturhluta Suðurlands. Á næstunni heldur hún ferð sinni áfram og fer um Vesturland og á Vestfirðina. Jóhanna hefur á þess- ari ferð sinni verið að reyna að afla sér stuðnings og kannað grundvöll fyrir sérframboði eða „samfylkingu jafnaðarmanna." „Hljómgrunnurinn fyrir máli hennar hefur verið mjög góður hér á Austurlandi," sagði Hermann Ní- elsson, varaþingmaður Alþýðu- flokksins sem býr á Egilsstöðum. Hann sagðist styðja Jóhönnu heils- hugar og útilokaði ekki að fara fram með henni fari hún í sérfram- boð. „Jóhanna er með áherslur sem mér líkar vel. Annars er þetta frekar óljóst ennþá hvernig fer með fram- boð hennar, hvort farið verði í sér- framboð eða boðið fram á breiðari grundvelli. Þetta skýrist allt á allra næstu dögum." Meðal helstu stuðningsmanna hennar eru einnig Lára V. Júlíus- dóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Þorlákur Helgason og Pétur Sig- urðsson. Pétur er formaður Al- þýðusambands Vestfjarða. „Jóhanna hefur ekki ennþá kom- ið til Vestfjarða og ég hef ekki haft tækifæri til að tala við hana. Ég fer ekki leynt með að ég er stuðnings- maður hennar skoðana." Þorlákur Helgason, sem hefur verið einn helsti skipuleggjandi ferðar Jóhönnu um landið, segir að það sé mikið af fólki sem muni ganga til liðs við Jóhönnu fari hún í sérframboð. „Það er gífurlega margt fólk búið að gefa sig fram við Jóhönnu. Það verður úr miklu að moða ef til sér- framboðs kemur," sagði hann og taldi útilokað að hún færi fram undir merkjum Alþýðuflokksins. „Ég tel það algerlega vonlaust. Jón Baldvin Hannibalsson er búinn að mála Alþýðuflokkinn út í horn með afstöðu sinni til ESB. Það verður fullt af fólki í framboði með Jóhönnu sem vill sækja um, en líka fólk sem er á móti því. Það er ekki hægt að njörva Jóhönnu við ein- hvern flokk sem ætlar að hafa eitt mál á dagskrá í kosningunum." Samvinna með Kvennalista og Alþýðubandalagi? Það er mikill áhugi fyrir því hjá Jóhönnu og stuðningsmönnum hennar að fara út í víðtækt samstarf á vinstri vængnum og mynda „samfylkingu jafnaðarmanna." Þetta virðist vera hugmynd um samvinnu Kvennalista, Alþýðu- bandalags, Jóhönnuarms Alþýðu- flokksins og óflokksbundinna. Jó- hanna sagði í samtali við EINTAK í gær, sem birtist á þessari síðu, að hún hafi átt óformlegar viðræður við bæði Alþýðubandalag og Kvennalistann um samstarf. Fram- sóknarflokkurinn virðist út úr þess- ari mynd. Ekki virðist þó vera mikill áhugi fyrir samstarfi innan Kvennalistans ef marka má orð Kristínar Ást- geirsdóttur, þingmanns Kvenna- listans, í samtali við EINTAK á þriðjudaginn. Hún taldi ákaflega ólíklegt að til samstarfs kæmi á vinstri vængnum og það lægi í það minnst skýrt fyrir að Kvennalistinn byði fram einn og óskiptur. Það væri nú þegar búið að ákveða. „Það þarf miklu lengri tíma og umræðu ef til einhvers samstarfs á að koma," sagði hún. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, sagði í gær að hann hefði ekki átt fund með Jóhönnu að undanförnu og ætti því erfitt með að fjalla ítarlega um málið. „Mér er kunnugt um óformlegar viðræður. Það hafa margir af mín- um félögum rætt við hana og hún ^m-^' -Infa '"'^jy*1 m* HH Kristín ástgeirsdóttir, „Kvennalistinn býð- ur fram einn og óskiptur." Ólafur Ragnar Grímsson „Það er Ijóst að það er mjög mikill áhugi fyrir því að mynda víðtæka breiðfylkingu félags- hyggjufólks." Finnur Ingólfsson „Ég tel mjóg ólíklegt að til nokkurs sam- starfs komi á vinstri vængnum." rætt við marga. Annars er þetta víð- tækara en bara þessar tvær eining- ar." Verða formlegar viðrœður við )ó- hönnu á nœstunni um sameiginlegt framboð? „Ég get ekki metið það á þessu stigi. Við höfum ekki tekið neina slíka ákvörðun. Fyrst verður Davíð Oddsson að ákveða að rjúfa þing. Það er ekki hundrað prósent víst þótt ég telji að hann geti ekki bakk- að út úr því eftir síðustu yfirlýsing- ar sínar." Þegar Ólafur var spurður að því hvaða líkur hann teldi á að Alþýðu- bandalagið og Jóhanna Sigurðar- dóttir og hennar fólk byðu sameig- inlega fram sagði hann: „Málið er miklu víðtækara en svo að það sé hægt að láta það rúmast innan slíkrar flokkunar og þess vegna snýst það á næstunni um hvort nægilega ríkur pólitískur vilji sé fyrir því að margvíslegir aðilar taki höndum saman. Jóhanna og henn- ar stuðningsmenn eru aðeins hluti af þeirri mynd. Það er ljóst að það er mjög mikill áhugi fyrir því að mynda víðtæka breiðfylkingu fé- lagshyggjufólks sem væri bæði mynduð af stjórnmálaflokkum en ekki síður af miklum fjölda einstak- linga sem hafa staðið til hliðar og utan við flokkakerfið." Kvennalistinn œtlar að bjóðafram einn og óskiptur sem og Framóknar- flokkurinn. Erekki bara um Jóhönnu og Aiþýðubandalagið að rœða? „Það hefur engin stofnun tekið þetta mál til umfjollunar í Kvenna- iistanum. Og mér fyndist það slæmt ef einhver 50 til 100 manna hópur í Kvennalistanum ætlar á allra næstu dögum að segja sig frá framþróun íslenskra stjórnmála." Finnur Ingólfsson þingmaður Framsóknarflokksins sýndi sam- starfi lítinn áhuga í samtali við EIN- TAK á þriðjudag og sumir þing- menn flokksins hafa tekið sterkara til orða og nánast útilokað að Framsóknarflokkurinn taki þátt í neinu samstarfi. „Ég tel ákaflega litlar líkur á að til einhvers samstarfs komi á vinstri vængnum," sagði hann. „Til þess er tíminn of knappur og auk þess er samstarf ólíkra stjórnmálaafla til Alþingis ilJframkvæmanlegt." © „Þrýstingur á að menn finni samfýlkingargrundvöll" Segir Ögmundur Jónasson formaður BSRB sem hefur átt fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur undanfarið um samfylk- ingu jafnaðarmanna. Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB, hefur undanfarið átt fundi með Jóhönnu Sigurðar- dóttur og ýmsum öðrum aðilum á vinstri væng stjórnmálanna um hugsanlegt framboð til næstu al- þingiskosninga. „Ég hef verið að ræða við hana og ýmsa aðra um hvernig megi þjappa mönnum kringum jafnaðarstefnuna. Það er mikil gerjun í gangi og menn fylgj- ast spenntir með því hvað er að ger- ast. Meðal annars vegna þeirrar ferðar sem Jóhanna hefur lagt upp í íslenskum stjórnmálum." ögmundur segir að engin niður- staða sé enn komin eftir þessar þreifingar. „Þetta er allt mjög óljóst ennþá. Ég held hins vegar að það sé mikill þrýstingur á að menn finni einhvern samfylkingargrundvöll. Annað hvort með flokkunum, eða þvert á alla stjórnmálaflokka. Menn standa frammi fyrir mörgum spurningum sem þeir svara þvert á alla flokka," segir Ögmundur. Að- spurður útilokar hann ekki að fara í framboð fyrir næstu alþingiskosn- ingar. „Ég hef ekki íhugað það enn- þá. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því sem er að gerast í íslensku samfélagi og mér finnst það skipta miklu máli hvernig pólitíkin skip- ast. Við höfum sannarlega fengið að finna fyrir því að pólitísk viðhorf á Alþingi skipta miklu máli. Ég nefni Evrópustefnuna, þjónustu- gjöld, menntakerfið og viðhorf til velferðarkerfisins í heild." Þegar ögmundur var spurður að því hversu einarður stuðningsmað- ur Jóhönnu hann væri, svaraði hann: „Ég tek ekki afstöðu til ein- stakra stjórnmálamanna heldur til stjórnmálastefnu og hef eins og margir aðrir verið að ræða það hvernig hægt sé að vinna jafnaðar- stefhunni framgang. Það á að reyna að stuðla að sem víðtækastri sam- fylkingu fólks úr fleiri en einum stjórnmálaflokki. Það er mín skoð- un." © JÓHANNA SlGURÐARDÓTTIR „Það er mjóg fjarlægt að ég fari íframboð fyrir Alþýðuflokkinn. Eg hef fengið mikla hvatningu um sérframboð hvert sem ég hef komið. Samfylking jafnaðarmanna ereinnig uppiá borðinu." „Eg er óhrædd við að fara í sérframboð" segir Jóhanna Sigurðardóttir en hefur einnig átt íóformlegum viðræðum við Kvennalista og Alþýðubandalagið. Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB „Það á að reyna að stuðla að sem viðtækastri samfylkingu fólks úr fleiri en einum stjórn- málaflokki." Jóhanna Siguðardóttir sagði í samtali við EINTAK í gær að hún væru alls óhrædd við að fara í sérframboð. „Ég hef fengið mikla hvatningu um sérframboð hvert sem ég hef komið," sagði Jóhanna sem heíur undanfarna daga verið að ferðast um landið til að sjá hvernig „landið liggur," að eigin sögn. Hún taldi sig einnig hafa nægan tíma til að undirbúa sér- framboð ef af yrði, jafnvel þótt til haustkosninga komi. Þegar hún var spurð hvort úti- lokað væri að hún færi fram fyrir Alþýðuflokkinn, svaraði hún: „Ég tel það mjög fjarlægt." Jóhanna sagði að hugsanlega yrði sérframboðið á landsvísu. Hvaða vonir gerir þú þér um fylgifarirþú ísérframboð? „Ég geri mér ekki nákvæmlega grein fyrir fylginu ennþá. Undir- tektirnar hafa verið gífurlega góð- ar en ég get ekki nefnt neinar pró- sentutölur. Ég hef fengið miklu betri viðtökur en ég átti nokkurn tíma von á." Átt í óformlegum við- ræðum við Kvennalista og Alþýðubandalag Jóhanna sagði að það væri uppi á borðinu að stofha samfylkingu jafhaðarmanna. Aðspurð sagðist hún hafa átt óformlega fundi með bæði Kvennalistanum og Alþýðu- bandalaginu. Þegar hún var spurð hverja hún hefði hitt sagði hún: „Ég vil ekki nefna nein nöfh." Mun samfylking jafnaðarmanna innihaida Alþýðuflokkinn? „Ég er náttúrlega að tala um alla jafnaðarmenn og félagshyggju- fólk, hvar sem þeir standa." Jóhanna kvaðst fylgjandi haust- kosningum. „Ég held að það sé allt í lagi að fá haustkosningar." Hún sagðist telja mögulegt að mynda samfylkingu jafnaðar- manna þrátt fyrir þröng tíma- mörk. Heldurðu að ef af haustkosning- u m verði séþaðtilað gera þér erfið- ara fyrir varðandi sérframboð og koma öllum sameiningaráformum í uppnám? „Eg vil ekki vera að gera nein- um upp skoðanir í þessu máli. Sjálfsagt er þetta einn liðurinn í haustkosningunum sem flest bendir til að verði." Getur þú hugsað þér að starfa eitthvað með Alþýðuflokknum eftir kosningar í ríkisstiórn? „Ég vil ekki svara þessari spurn- ingu. Við verðum fyrst að sjá hver niðurstaðan verður." Jóhanna sagðist ætla að gera grein fyrir framboðsmálum sín- um strax og Davíð Oddsson for- sætisráherra hefur gert grein fyrir því hvort af haustkosningum verði eða ekki. © FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1994 11

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.