Eintak

Tölublað

Eintak - 04.08.1994, Blaðsíða 6

Eintak - 04.08.1994, Blaðsíða 6
Páll Kr- Pálsson og félagar fengu Sól á mun betra verði og hagstæðari kjörum en Davíð Scheving Thorsteinssyni stóð til boða 200 milljónir slegnar af hf. Salan á Smjörlíki/Sól hf. í síðustu viku til nokkurra aðila undir for- ystu Páls Kr. Pálssonar hefur vakið mikla athygli. Lánardrottnar fyrirtækisins, Islandsbanki og dótt- urfyrirtæki hans, Glitnir hf, Iðn- lánasjóður og Iðnþróunarsjóður, tóku yfir rekstur fyrirtækisins fyrir ári undir nafninu Rekstrarfélagið Sól. Þessir aðilar hafa neitað að gefa upp kaupverð fyrirtækisins en raddir eru uppi um að betra verð hefði verið hægt að fá fyrir það. Sólbaðsdýrkendur eiga nú á hættu að missa sína helstu vin; þakið á Sundhöllinni í Reykjavík. Þar hefur fólk getað sól- að sig allsnakið með allt á útopnu enda veggur sem skilur á milli kvenna og karla. En nú stendur fyrir dyrum að brjóta vegginn niður. Ástæðan er ekki einungis sú að fjölskyldufólk vill fá að liggja saman í sólbaði, heldur uppgötvaði ein- hver hvílíkt geigvænlegt útsýni hægt er að njóta úr Hallgrímskirkju- turni niður á sólskinsparadísina... Ieðan eitt prósent íslenskra kvenna veður á hvern fyrir- lesturinn á fætur öðrum í Turku er að minnsta kosti ein finnsk kona hér á landi. Það er hún Ritva Puotil sem sýnir gólfteppin sín í Gallerí Úmbru. Þetta eru engin venjuleg teppi heldur pappírsteppi. I þau notar Ritva sterkan þráð sem snúinn er úr lituðum pappír. Þetta er ef til vill eitthvað sem fólk getur lært af Ritvu og nýtt þannig gömul dagblöð til einhvers gagnlegs í stað þess að fleygja þeim bara í ruslið... N Ieyðarlegt ástand skapaðist í veiðiskálanum við Norðurá, dýrustu veiðiá íslands, um verslunarmannahelgina því þar komu saman fulltrúar meirihluta og minnihluta í stjórn Stöðvar tvö án þess að vita hvor af öðrum og mitt á milli var Jakob Frí- MANN MAGNÚSSON, núverandi forstöðu- maður sendiráðs (s- lands í London. Jak- ob var þarna í boði SlGUHJÓNS SlCHVATS- sonar sem pantað |. \ yH hafði veiðileyfi í ánni fyrir ári síðan, sem sé löngu áður en gamli meiri- hlutinn varð minnihluti og minni- hlutinn meirihluti. Vitað er að raf- magnað andrúmsloft var í skálan- um í upphafi helgarinnar en ekki er vitað hvernig fór á með mönnum þegar fram liðu stundir... . Einnig hefur Edda Helgason, framkvæmdastjóri Handsals hf., gagnrýnt hvernig staðið var að söl- unni. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum EINTAKS fengu Páll Kr. og félagar Smjörlíki/Sól hf. á töluvert lægra verði og mun betri kjörum en Davíð Scheving Thorsteinssyni, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, stóð til boða þegar hann reyndi að halda fyrirtækinu. Hinir nýju eigendur Sólar hf. eru: Nesskip hf, Hans Petersen hf., Þróunarfélag íslands hf., Stjörnu- egg hf. og hópur einstaklinga sem Páll Kr. fer fyrir. Á hver hópur um 20 prósent í hinu nýja hlutafélagi. í byrjun vikunnar tók Páll við stöðu forstjóra fyrirtækisins. Ákveðið í byrjun júlí hverj- ir áttu að fá fyrirtækið Raddir hafa verið uppi um að hægt hefði verið að selja Smjör- líki/Sól hf. á nokkuð hærra verði en lánardrottnar þess fengu fyrir það. Vitað er að ýmsir fjárfestar höfðu áhuga á fyrirtækinu sem þykir eiga sér mjög bjarta og trausta framtíð fyrir höndum eftir að leyst hefur verið úr núverandi vandræðum þess. Nokkrir af þessum aðilum leituðu til verðbréfafyrirtækisins Handsals og fólu því að afla nauð- synlegra upplýsinga með tilboð í huga. Eddu Helgason, fram- kvæmdastjóra Handsals, gekk hins vegar erfiðlega að verða við þessum óskum skjólstæðinga sinna því hún kom alls staðar að „lokuðum dyr- um", eins og hún orðar það. „Ég fór af stað að leita upplýsinga um þetta mál fyrir tveimur vikum en fékk hvergi svör. I byrjun síð- ustu viku náði ég sambandi við Geir A. Gunnlaugsson, stjórnar- formann Iðnlánasjóðs, en hann sagðist ekkert vita um málið. Það var óneitanlega furðulegt því fyrir- tækið var selt tveimur dögum síð- ar," segir Edda. íslandsbanki, viðskiptabanki Rekstrarfélags Sólar, tók fyrirtækið handveði í byrjun júlí og hefur EIN- TAK fyrir því heimildir að þá þegar hafi verið búið að ákveða að Páll Kr. og félagar fengju Smjörlíki/Sól hf. Bragi Hannesson, forstjóri Iðnlánasjóðs, staðfesti að þetta væri rétt. Hann segir jafnframt að ein- hugur hafi ríkt meðal lánardrottna Smjörlíkis/Sólar um að selja Páli Kr. og félögum fyrirtækið og að til- boð þeirra hafi uppfyllt öll sett skil- yrði. „Það var þrennt sem við lögðum megin áherslu á þegar fyrirtækið var selt. Að það yrði selt í einu lagi, kaupendurnir væru traustir og ekki þyrfti að auka afskriftir lána. Þessi skilyrði voru öll uppfyllt," segir Bragi. Það er hins vegar athyglisvert að þau skilyrði sem Páli Kr. og félög- um var gert að uppfylla voru mun viðráðanlegri á alla kanta en Davíð Scheving þurfti að gera ef hann vildi halda fyrirtækinu. Nlun hagstæðari skilyrði en lánadrottnar höfðu áður sett Eins og áður hefur komið fram, meðal annars í EINTAKI, var Davíð ætlað að selja fyrirtækið á um 750 milljónir ef hann vildi halda því. Sú tala skiptist þannig: nýtt hlutafé átti að vera 120 milljónir og skuldir sem átti að taka yfir voru 630 milljónir. Lánardrottnar áttu að fá strax 40 milljónir af hinu nýja hlufé, en 80 milljónir áttu að koma inn í rekst- urinn. Þessar 120 milljónir átti að greiða á borðið. Annar kostur sem Davíð gafst var að safna 80 milljóna hlutafé en lánardrottnarnir myndu breyta 40 milljónum af skuldum í hlutafé í fyrirtækinu. Skuldirnar átti að greiða í tvennu lagi, 80 milljónir á fimm árum, en restina, 550 milljónir, á tíu árum. Allar skuldir áttu sem sagt að vera greiddar tíu árum eftir söluna. Ef ekki tækist hins vegar að greiða 80 milljónirnar á fimm árum gátu lánardrottnarnir breytt eftir- stöðvunum í hlutafé og þar með aukið enn hlut sinn í fyrirtækinu. Enginn frestur var gefinn á af- borgunum skuldanna, þær áttu að hefjast strax og vextir áttu að vera á bilinu 8 til 10 prósent. Það er mikilvægur punktur í ljósi síðustu atburða að gosdrykkja- og plastumbúðaverksmiðjan var ekki innifalin í þessum sölupakka. Kaupsamningurinn sem Páll Kr. og félagar gerðu í síðustu viku er mun hagstæðari. Skuldirnar voru lækkaðar um 30 milljónir, í 600 milljónir, þær á að greiða á sautján árum með jöfnum afborgunum og vextirnir eru í kringum 6,3 prósent. Hinir nýju eigendur glíma sem sagt við lægri skuldir, fá sjö ár til viðbót- ar til að greiða þær og vextirnir eru nokkuð lægri. Það mikilvægasta er þó að þeir þurfa ekki að hefja af- borganir fyrr en eftir tvö ár. Páll Kr. og félagar fá sem sagt tvö ár til að koma fótunum vel og vendilega undir fyrirtækið áður en afborganir hefjast. Að auki fylgdi gosdrykkja- og plastumbúðaverksmiðjan með í kaupunum, ólíkt því sem var í skil- málum Davíðs. Verksmiðjan hefur þegar verið seld til Hagkaups og Bónusar fyrir 50 milljónir og skuld- irnar hafa þar með lækkað sem því nemur. Páll Kr. hefur látið hafa það eftir sér að vegna lægri skuldastöðu sem hann og aðrir nýir eigendur taka yf- ir, beri að taka tillit til þess að lánar- drottnarnir hafi tekið ákveðin verðmæti út úr fyrirtækinu og að einnig þurfi að uppfylla starfsloka- samninga fráfarandi stjórnar- manna. Þau verðmæti sem Páll tal- ar um að hafi verið tekin út úr fyr- irtækinu eru sumarbústaður starfs- manna í Skorradal, sem metinn er á um 5 milljónir, og listaverk sem metin er á um 10 milljónir. Hvort tveggja eru verðmæti sem ekki nýt- ast við rekstur fyrirtækisins og lán- ardrottnar leysa til sín á mjög góðu verði fyrir hina nýju eigendur. Hlutaféð sem hinir nýju eigend- ur leggja fram er 100 milljónir. Þar sæta þeir einnig öðrum skilmálum en lánardrottnarnir höfðu áður sett. í stað þess að greiða allt hluta- féð á borðið við undirskrift kaup- samnings, lögðu hinir nýju eigend- ur fram 40 milh'ónir við undirskrift en restina munu þeir greiða á einu ári. Ef þessi skilyrði eru borin saman við þau sem Davíð Scheving voru sett sést að Páll Kr. og félagar greiddu að minnsta kosti 200 millj- ónum króna lægra verði en Davíð var gert að útvega fyrir fyrirtækið. Erfitt er að meta ýmsa liði milli þessara skilyrða í beinhörðum pen- ingum, til dæmis mismunandi greiðslutíma skuldanna, en það liggur í augum uppi að það er mun auðveldara að greiða skuldir upp á löngum tíma en stuttum. Svo ekki sé talað um þegar að vextirnir eru hærri á skammtímagreiðslunum en langtímagreiðslunum. Engar upplýsingar að fá frá seljendum Þegar þessi atriði voru borin undir Braga Hannesson, forstjóra Iðlánasjóðs, vildi hann hvorki neita þeim né játa. Hann sagði að það hefði verið samkomulag allra aðila sem stóðu að sölunni að ekki yrði greint frá því hvert kaupverð Smjörlíkis/Sólar hefði verið eða með hvaða hætti það yrði greitt. Það eina sem hann vildi segja um þetta mál var að lánardrottnárnir teldu allir sem einn að um mjög sambærileg kjör væri að ræða. „Okkar mat var að miðað við all- ar aðstæður var þetta tilboð mjög hliðstætt því sem Davíð var boðið." Þegar Bragi var spurður að því hvort það væri stefna Iðnlánasjóðs, Iðnþróunarsjóðs og annarra lána- stofnana að þeir eigendur sem fara með fyrirtæki sín í vond mál þurfi að leggja meira á sig og sæta verri skilyrðum en þeir sem vilja kaupa viðkomandi fyrirtæki og reisa þau við, svaraði hann: „Mér er ekki kunnugt um neinar þannig reglur. Hins vegar er hvert mál skoðað og metið fyrir sig." Davíð Scheving Thor- steinsson, fyrrverandi forstjóri Smjörlíkis/sólar HF. Þau skilyrði sem hann þuríti að uppfylla til að halda fyrirtækinu voru erfiðari og óghagstæðari en hinir nýju eigendur þess þurftu að uppfylla. Bragi Hannesson, for- stjóri IðnlAnasjoðs „Okkar mat var að miðað við allar aðstæður varþetta tilboð mjög hliðstætt þvísem Davíð varboðið." Páll Kr. PAlsson, nýr forstjóri sólar hf. íslandsbanki, viðskiptabanki Rekstrarfélags Sólar, tók fyrir- tækið handveði í byrjun júlí og hefur EINTAK fyrir því heimildir að þá þegar hafi verið búið að ákveða að Páll Kr. og félagar fengju Smjörlíki/Sól hf. Edda Helgason, fram- kvæmdastjóri verðbréfa- fyrirtækisins handsals „íbyrjun síðustu viku náði ég sambandi við GeirA. Gunn- laugsson, stjórnarformann Iðn- lánasjóðs, en hann sagðist ekk- ert vita um málið. Það var óneitanlega furðulegt þvi fyrir- tækið var selt tveimur dögum síðar." FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.