Eintak - 04.08.1994, Blaðsíða 9
Framboðshugleiðingar í Norðurlandskjördæmi vestra
Pálmi óráðinn
Fari hann ekki fram stendur baráttan milli Vilhjálms Egilssonar og séra Hjálmars Jónssonar. Kristján Möller, Jón Hjartarson og ÖssurSkarp-
héðinsson mögulegir frambjóðendurAlþýðuflokksins.
Það gæti stefnt í breytingar á lista
Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands-
kjördæmi vestra. Pálmi Jónsson
sem skipað hefur íyrsta sæti lista
flokksins um langa hríð sagðist í
samtali við EINTAK vera óviss hvort
hann gæfi kost á sér áfrarn. Næsti
maður á eftir Pálma er Vilhjálmur
Egilsson, formaður Verzlunarráðs
íslands, en sú hugmynd hefur legið
í loftinu um hríð að hann flytji sig
um set og fari í framboð í Reykja-
vík. Vilhjálmur hefur hins vegar
neitað því og segist ætla að halda sig
í sama kjördæmi. Hætti Pálmi, er
líklegt að Vilhjálmur sækist eftir
fyrsta sætinu. Heimildir innan
Sjálfstæðisflokksins telja stöðu hans
þó ekki sterka í kjördæminu enda
er pólitík Vilhjálms ekki í líkingu
við annarra landsbyggðarþing-
manna eins og síðustu yfírlýsingar
hans um ESB-málið bera glöggt
vitni.
Annar hugsanlegur arftaki Pálma
hefur verið nefndur til sögunnar en
það er séra Hjálmar Jónsson,
sóknarprestur á Sauðárkróki. Hann
þykir nokkuð vinsæll í kjördæminu
og flestir telja að hann myndi sigra
Vilhjálm hvort sem það væri í bar-
VlLHJÁLMUR EGILSSON
Fer ekki suður heldur stefnir á
fyrsta sætið ef Pálmi hættir.
áttu um fyrsta eða annað sætið.
Hjálmar hefur þó ekkert gefið út á
hvort hann hyggi á framboð.
Alþýðuflokkurinn missti sinn
mann í kjördæminu í síðustu kosn-
ingum en sá var Jón Sæmundur
Sigurjónsson. Hann er hættur í
pólitík og búist er við að Jón
Hjartarson, skólameistari á Sauð-
árkróki eða Kristján Möller, for-
seti bæjarstjórnar á Siglufírði, leiði
PÁLMI JÓNSSON
Segir óvíst hvort hann muni
gefa kost á sér áfram.
lista Alþýðuflokksins í kjördæm-
inu. Einnig hafa verið vangaveltur
um að Össur Skarphéðinsson
umhverfismálaráðherra bregði sér
norður en vitað er að formaðurinn,
Jón Baldvin Hannibalsson, er
ekki fráhverfur þeirri hugmynd.
Vilji Össurar er þó ekki jafn ljós.
Staðfest hefur verið að Ragnar
Arnalds mun áfram bjóða sig fram
í fyrsta sætið fyrir Alþýðubandalag-
Össur Skarphéðinsson
Jón Baldvin ekki fráhverfur því
að Össur fari norður.
ið en sögusagnir um að hann sé að
hætta í pólitík hafa lengi verið á
kreiki.
Páll Pétursson mun áfram gefa
kost á sér í fyrsta sætið hjá Fram-
sóknarflokknum og næsta víst er að
Stefán Guðmundsson verði áfram í
öðru sæti. Að sögn Páls verður lík-
lega raðað upp á listann þar sem lít-
ill tími gefist til að hafa prófkjör.©
Framboðsmál á Suðurlandi
Hættir Jón Helgason?
Eggert Haukdal hefur ekkert
látið uppi um áform sín um fram-
boð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suð-
urlandskjördæmi, komi til kosn-
inga í haust. Talið er næsta víst að
þeir Þorsteinn Pálsson og Árni
Johnsen rnuni bjóða sig fram og
líklegt er að Drífa Hjartardóttir
muni hugsa sér til hreyfings, ef Egg-
ert ákveður að hætta, en hún hefur
verið varaþingmaður flokksins í
kjördæminu.
Ekki er búist við átökum f her-
búðum Framsóknarflokksins, en að
sögn Jóns Helgasonar hafa haust-
kosningar ekkert verið ræddar inn-
an kjördæmisráðs flokksins enn
sem komið er.
„Ég vil hins vegar ekkert segja
um mín áform, komi til kosninga,"
segir Jón. „Ég mun fyrst ræða við
mína flokksfélaga, áður en ég gef út
yfirlýsingar um það í fjölmiðlum.“
öruggt er talið að Guðni Ág-
ústsson muni bjóða sig fram, en
þriðji maður á lista Framsóknar er
Þuríður Bernódusdóttir í Vest-
mannaeyjum.
Stjórn kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins á Suðurlandi heldur
fund í kvöid, og að sögn Margrétar
Frímannsdóttur, alþingismanns
flokksins í kjördæminu, verður
fjallað urn framboðsmál og tilhög-
un þeirra á fundinum.
„Ég hef ákveðið að bjóða mig
fram og veit að í kjördæminu er
fullt afhæfu fólki sem vill starfa fyr-
ir Alþýðubandalagið.“ Annar mað-
ur á lista flokksins er Ragnar Ósk-
arsson í Vestmannaeyjum.
Framboð
með Jóhönnu
Margrét segir möguleikann á
sameiginlegu framboði hafa verið
ræddan innan flokksins og óform-
lega á öðrum vettvangi.
„Við vorum á fundi með Jó-
hönnu Sigurðardóttur í gær,“
segir Margrét. „Þar var ntöguleik-
inn á sameiginlegu framboði
vinstri flokkanna ræddur og ég
verð að segja að mér líst öllu betur á
þær hugmyndir en tilkomu nýs
flokks á þeim vængi stjórnmálanna.
Hins vegar hafa engar formlegar
viðræður farið fram milli flokka, en
ég er sannfærð um að sameiginlegt
Jón Helgason
,Ég vil ekkert segja um mín
áform, komi til kosninga. “
framboð er eitthvað sem yngra fólk
lætur sig dreyma um að verði að
veruleika," segir Margrét Frí-
mannsdóttir. ©
Margrét FrImannsdóttir
„Við vorum á fundi með Jó-
hönnu Sigurðardóttur í gær.
„Þar var möguleikinn á sameig-
inlegu framboði vinstri flokk-
anna ræddur.
Framboðsmál á Vestfjörðum
Þiýstá
EinarOdd
Hann segirhvorki afnéáog vill engar
kosningar. EinarK. Guðfinnsson hyggst
taka sæti Matthíasar Bjamasonar. Óbreytt
ástand i öðrum flokkum.
Einar Oddur
Kristjánsson
Játar hvorki né neitar
framboði.
Ljóst er að fyrsti maður á lista
Sjálfstæðisflokksins um langt
skeið, Matthías Bjarnason, gef-
ur ekki kost á sér á ný. Því má bú-
ast við hörðum slag þar vestra um
fýrsta sætið. Einar K. Guðfinns-
son, sem skipaði annað sætið síð-
ast, hefur lýst því yfir að hann ætli
sér fyrsta sætið. Hvort aðrir sjálf-
stæðismenn eru sammála honum
er vafamál. Vitað er að Einar
Oddur Kristjánsson, fýrrverandi
formaður Vinnuveitendasam-
bandsins, hefur verið beittur
þrýstingi um að bjóða sig fram í
fyrsta sætið. Hann hefur áður ver-
ið hvattur til að bjóða sig fram
fýrir flokkinn þar vestra en hann
hefur jafnharðan hafnað því. f
samtali við EINTAK vildi hann
ekki útiloka neitt í þessu sam-
bandi og benti á að engin ástæða
væri til að huga að þessu nú þar
sem hann sæi engin rök fýrir að
kosið yrði í haust.
Ekki er búist við neinum rót-
Einar K. Guðfinnsson
Ætlar sér sæti Matthíasar.
tækum breytingum á framboðs-
lista Alþýðuflokksins. Sighvatur
Björgvinsson mun skipa fýrsta
sætið líkt og síðast, en framboðs-
mál þar eru ekki svo langt á veg
komin að vitað sé hverjir manna
munu næstu sæti fyrir neðan. Allt
verður líklega með kyrrum kjör-
um hjá Alþýðubandalaginu. Á
þeim bæ verður kjördæmisráð-
stefna um næstu mánaðamót þar
sem ákveðið verður hvort fara
skal fram vorval eða hvort stillt
verði upp í sæti á listanum. Ailt
bendir til þess að Kristinn H.
Gunnarsson bjóði sig aftur fram
í fyrsta sætið og ekki er búist við
mótframboði. Sömu sögu er að
segja af Kvennalistanum og Fram-
sóknarflokknum. Jóna Valgerð-
ur Kristjánsdóttir mun leiða
Kvennalistann áfrarn og Ólafur
Þ. Þórðarson býður sig fram í
fyrsta sæti hjá Framsóknarmönn-
um líkt og síðast. ©
Framboðsmál á Vesturiandi
Sjálfstæðismenn í startholum
Sjálfstæðismenn eiga tvo þing-
ntenn á Vesturlandi, þá Sturlu
Böðvarsson og Guðjón Guð-
mundsson. Sturla sagði í samtali
við EINTAK í gær að þessi mál
hefðu ekkert verið rædd innan
flokksins, en hann telur líkurnar
miklar á haustkosningum. „Það er
ekki víst að til prófkjörs myndi
koma, enda var það ekki haldið síð-
ast. Þá var skoðanakönnun innan
flokksins og það er allt eins líklegt
að sú verði raunin nú.“ Ekki er bú-
ist við ntiklum átökum innan
flokksins með uppröðun á listann
og bæði Sturla og Guðjón ætla að
gefa kost á sér. í þriðja sæti er Elín-
björg Magnúsdóttir bæjarfulltrúi
á Akranesi og talið er líklegt að hún
muni gefa kost á sér aftur.
Ekki búist við átökum
í Framsókn
Ingibjörg Pálmadóttir, eini
þingmaður Framsóknarflokksins í
Vesturlandskjördæmi, segir að hún
telji haustkosingar meira en líklegar
og að flokkurinn hafi gert sérstakar
ráðstafanir, til að flýta prófkjöri,
verði ákveðið að kjósa í haust.
Hvert fiokksfélag í kjördæminu
mun tilnefna kandídata og síðan
verður kosið um þá á sérstöku kjör-
dæmisþingi, þar sem verða tvöfalt
fleiri fulltrúar en venjulega,“ segir
Ingibjörg. Þessa dagana er ekki bú-
ist við neinum mótframboðum
gegn Ingibjörgu í efsta sætið, en tal-
ið er að margir muni bítast um sæt-
ið þar fýrir neðan, sem gæti mögu-
lega orðið að baráttusæti.
Ekki er að búast við átökum í
herbúðum Alþýðubandalagsins á
Vesturlandi. Sveinn Kristinsson
formaður kjördæmisráðs flokksins
segir að framboðsmál hafi enn sem
kontið er ekki verið rædd innan
flokksins, en næstu daga muni
rnenn fara að huga að þessu. Ekki
er búist við að uppröðun manna á
iistanum muni breytast, en Al-
þýðubandalagið á nú einn mann
inni á þingi í kjördæminu, Jóhann
Ársælsson frá Akranesi.
Titríngur í krötum
Nokkur titringur hefur undan-
farið verið í krötum á Vesturlandi,
en sögur hafa gengið þess efnis að
Össur Skarphéðinsson umhverf-
isráðherra ætlaði að fara fram í
kjördæminu. Nú hefur hins vegar
dregið úr þessum vangaveltum,
sérstaklega eftir að Jóhanna Sig-
urðardóttir hefur lýst yfir að hún
muni ekki bjóða sig fram undir
nterkjum krata. Gísli Einarsson er
þingmaður Alþýðubandalagsins á
Vesturlandi og ekki er að búast við
því að hann láti sæti sitt af hendi.
Pólitískur styrkur Gísla verður að
teljast all nokkur, enda hrapaði Al-
þýðuflokkurinn í sveitarstjórnar-
kosningunum, eftir að Gísla naut
ekki lengur við á þeim vettvangi.©
Q
w
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994