Eintak

Tölublað

Eintak - 04.08.1994, Blaðsíða 29

Eintak - 04.08.1994, Blaðsíða 29
ur. í kjölfarið var verðlista dreift um vinnusvæðið: „gella" kostar kr. 24.500, „grybba" kr. 63.000 og „pussulúinn" kr. 87.000. Nokkrir samúðarfullir samstarfsmenn hafa stofnað hjálparsjóð David Nyhans. Það þarf minna til. Donald Silv- ia prófessor við New-Hamshire há- skólann vildi leiða nemendum fyrir sjónir nauðsyn þess að vera hnit- miðaður. Því miður varð honum á að nota samfaralíkingu til þess að koma lexíunni til skila. „Fókus í skrifum er eins og kynlíf. Þú finnur takmarkið, þú stillir sigtið inn á viðfangsefnið, þú vaggar þér til hliðar. Þú kemur viðfangsefninu betur fyrir og rammar það inn. Fókusinn tengir saman reynslu og tungu. Þú og viðfangsefnið verða eitt." Þetta nægði til að fylla mæl- inn. Sex kvenstúdentar lögðu fram kæru á hendur honum fyrir kyn- ferðislegt áreiti. KÁF (Stofnun fyr- irbyggjandi nauðgana og kynferðis- legs áreitis við skólann) tók mál þeirra upp og heimtaði að skólaráð tæki til sinna ráða. Silvia var fund- inn sekur. Honum var fyrirskipað að biðjast formlega afsökunar á því að hafa skapað „fjandsamleg og særandi akademískt umhverfi" og Og ekki stoðar að beita rökum. Femínistar hafa nefnilega komist aðþví að rökleiðsla ogþekkingsé karllegtfyrirbæri. gert skylt að greiða 140 þúsund krónur í skaðabætur. Þar að auki þarf hann að sækja tíma hjá sál- fræðingi og gefa yfirmanni deildar- innar mánaðarlega skýrslu um framförina. Slíkar siðferðisaftökur eru næsta daglegt brauð. Útsendarasveitir kvennatrúboðsins, nemendurnir sjálfir, hafa vakandi eyru og láta yf- irklerkana strax vita, verði ein- hverjum á í messunni. Menn þurfa ekki einu sinni að hafa brotið af sér til að teljast refsingarverðir. I fyrra voru nokkrir karlkyns nemendur við Vassar-háskólann ranglega sak- aðir um nauðganir á stefnumótum (date rape). Aðstoðardeildarfor- stjóri skólans, Catherine Comins hafði eftirfarandi um eldraun þeirra að segja: „Þeir hafa kvalist mikið, en það er kvöl sem ég hefði ekki endilega þyrmt þeim við. Ég held að þetta fái þá til að líta í eigin barm og hugleiða viðhrof sín til kvenna: Hvernig lít ég á konur? Ef ég beitti hana ekki ofbeldi, hefði ég getað gert það? Hef ég tilhneigingu til að hegða mér eins og þær sögðu? Þetta eru gagnlegar spurningar." Diana Scully, höfundur bókarinnar „Understanding Sexual Violence", tekur óbeint undir skoðanir Com- ins, þegar hún skrifar: „í ljósi þess hve nauðganir eru algengar og hvað þjóðfélagsstrúktúrinn ýtir mikið undir kynferðislega árásargirni og ofbeldi gegn konum, ættum við kannski að spyrja karlmenn sem aldrei hafa nauðgað, því í ósköpun- um ekki?" Iútíma femínismi og trúar- brögð eiga ýmislegt sameig- inlegt. Hugmyndin um erfðasyndina lifir í það minnsta jóðu lífi hjá predikurum kvenna- íyggjunnar, nema hvað þeir hafa 'eitt söfnuði sínum aflausn allra nála og skellt skuldinni eins og lún leggur sig yfir á óþokka-kynið. -linn guðhræddi játar syndir sínar. íhangendur femínismans bera íins vegar vitni um það hvernig ;egn þeim hefur verið syndgað. ?eir eru krónískt móðgaðir. Það er ekki nóg með að kennarar og nemendur þrufi að vera sérlega orðvarir. Ef þeir breyta ekki í anda femínismans vofa ásakanir um örg- ustu afturhaldssemi yfir þeim. Og það getur leitt til brottrekstrar eða komið í veg fyrir að menn fái inn- göngu. Áður en kennari er ráðinn verður hann að svara ýmsum spurningum frá Bandalagi amer- ískra háskóla (AAC), meðal annars: „Hefur þú veitt málefnum kvenna tilhlýðilega athygli í núverandi stöðu þinni? Hvert er samband þitt við kvennamiðstöðina? Hvernig tengir þú ný fræðiskrif á sviði fem- ínismans inn í námsskrána? Hvern- ig hjálpar þú kollegum þínum að gera það? Hvernig fæst þú við baks- lag og afneitun á femínismanum?" Fáir malda í móinn því það myndi stofna atvinnuöryggi þeirra í hættu. í sístækkandi paradís femín- ismans vaxa forboðnir ávextir á hverju strái og háskólarnir eru þétt- skipaðir trúboðsstöðvum, fólki til vamaðar. Til dæmis hefur Minnes- ota-háskólinn, fyrir utan Kvenna- rannsóknardeild, Miðstöð fyrir framhaldsnám í femíniskum fræð- um, Miðstöð fyrir alþjóðleg þróun- armál kvenna, Miðstöð kvenna, Samband ungra kvenna, Aðsetur kvenna í framhaldsnámi og Rann- sóknardeild Humphreys um konur og opinber stefnumál. Á þeim stað er einnig ritstjórn femíníska tíma- ritsins „Signs" til húsa og bók- menntablaðið „Hurricane Alice" sem gefið er út af enskudeildinni. Þá er þar Stofnun gegn kynferðis- legu áreiti og Stöðuveitingaeftirlit kvenna. Með þessar „leyniþjónustur" að bakhjarli eiga sökudólgarnir litla undankomuleið. Menn fá það óþvegið ef femínistum mislíkar. engum inn nema þeir séu vissir um að það sé pottþétt.. .Sé tilgáta borin undir þá, reyna þeir strax að finna eitthvað að henni - glufu, stað- reyndavillu, rökfræðilega þver- stæðu, úrfellingu gagnstæðra sönn- unargagna." „Aðskilin þekking" er borin sam- an við æðra stig „samtengdrar þekkingar" sem höfundarnir telja kvenræns eðlis. Af hverju, spyrja þeir, einbeita skólarnir sér svona mikið að fólkinu á toppnum - „að fjallavígum hins hvíta karlmanns" - þegar við þurfum að gefa gaum að „dalbótagildum" kvenna og minnihlutahópa? Andstætt „lóð- réttu hugsuðunum" er takmark „láréttu hugsuðuanna" ekki að vinna, heldur að vera í auðmjúku sambandi við höfuðskepnurnar. Sandra Harding hefur gert vísinda- heimspeki femínismans að sérgrein sinni. Hún segir femíníska gagn- rýni á „karl-vísindin" hafa leitt til kvenlegra úrbóta. „Þegar við byrj- uðum að mynda kenningar um reynslu okkar, vissum við að verk- efni okkar yrði erfitt. En ég efa að við hefðum, jafnvel í villtustu draumum okkar, getað ímyndað okkur að við þyrftum að endur- við og hræra saman." Samkvæmt Buch verður að raðast að rótum vandans með því að „umturna karlmenningunni" og „endur- byggja heiminn út frá sjónarmið- um kvenna." Við verðum með öðr- um orðum að hafna þeim stöðlum sem skipað hafa evrópskum körl- um á borð við Michaelangelo og Shakespeare í efsta sæti og falið systur þeirra á vit gleymskunnar. Ieð tilkomu póststrúktúr- alismans, manna eins og Derrida, Foucaults og Althussers, er nú sprautað inn í nemendur að ekki sé til hlutlægur mælikvarði á nokkurn skapaðan hlut. Allt er afstætt, þar með talin listræn gæði. Meistaraverk (bann- orð) bókmennta og lista þjóna að- eins þeim tilgangi að viðhalda yfir- ráðum feðraveldisins. Hormóna- femínistar líta miklu hornauga á hugmyndina um „mikla list", „miklar bókmenntir" og „mikil vís- indi". Trúin á „mikilfengleika" og „meistaraverk" felur í sér flokkun eftir ákveðnu tröppukerfi, sem er ótækt vegna þess að það niðrar hina tignarminni. Hugmyndin um „snillinginn" vekur sömuleiðis tímabilið, þegar skilningur og við- horf manna til umheimsins tók stakkaskiptum. Látum það eiga sig. En úthúðun þeirra á „karlhefðinni" er komin út í þvílíkar öfgar að óþvinguð skoðanaskipti og menn- ingararfleifð liðinna kynslóða eru í veði. í könnun sem gerð var árið 1970 kom í ljós að mannkynssögubækur vörðu minna en einu prósenti í umfiöllun um konur; að flest lista- sögutímarit höfðu ekki að geyma neinn kvenlistamann og að í bók- menntakúrsum voru aðeins átta prósent höfundanna að meðaltali konur. Staðreyndin er hins vegar sú, jafh sorgleg og hún kann að þykja, að karlmenn voru næsta ein- ráðir um pólitík, menntun og list- sköpun langt fram á okkar öld. Við því er ekkert að gera, þó flúxus- hreyfingin hafi teygt svo mikið úr sköpunarhugtakinu að þeim þótti kökubakstur listgrein. Eigum við að hætta að stúdera Sixtínsku kap- elluna og einbeita okkur að vatter- uðum rúmábreiðum, lögun brauð- hleifa og stöguðum sokkum? Leita logandi ljósi að kvenfólki sem eitt- hvað fékkst við myndlist og taka þær fram yfir Rembrandt? Svo vill Hins vegar eiga þeir afskaplega bágt með að taka gagnrýni sjálfir. Þeir hafa hvort eð er aíltaf á réttu að standa. Viðkomandi er álitinn þjást af kvenhatri, kynþáttafordómum, hómófóbíu og bældum komplex- um í garð samhygðar og fjölbreytni ef hann vogar sér að vera á öðru máli. Og ekki stoðar að beita rök- um. Femínistar hafa nefnilega komist að því að rökleiðsla og þekking sé karllegt fyrirbæri. Þekk- ing snýst einungis um að dylja yfir- gang karla: „Þeir urðu að yfirheyra passíva náttúruna, fletta hana klæðum, bora sig inn í hana og neyða hana til að afhjúpa leyndar- mál sín," kveður femíníski theorist- inn Elizabet Fee. Aðrir, Mary Ellman og Catherine McKinn- ono, staðhæfa að karlar nálgist náttúruna á sama hátt og nauðgari nálgast konu, þeir fái nautn út úr því að „rannsaka og þjösnast á henni." Gagnrýni á hefðbundna menningu er því komin út í stórskotaárás á reglur og aðferðafræði skynsemishyggjunn- ar, sem verið hefur aðaleinkenni vísindalegra framfara. Höfundar bókarinnnar „Woman's way of knowing", skilgreina þekkingu sem ópersónulega röksemdafærslu, leik sem tilheyrt hefur körlum öld fram af öld: „Aðskilin þekking [separate knowledge] grundvallast á smá- smugulegri aðfinnslusemi. For- mælendur hennar eru eins og dyra- verðir við einkaklúbb. Þeir hleypa Aðrir staðhœfa að karl- ar nálgist náttúruna á sama hátt og nauðgari nálgast konu, þeirfái nautn út úrþví að „rannsaka ogþjösnast á henni." uppgötva bæði vísindi og kenni- myndun til að gera félagslega reynslu kvenna skiljanlega." Það væri forvitnilegt að vita hvort fem- ínískar flugvélar geti haldið fem- ínískum verkfræðingum á lofti. Sú jafnræðishugsjón sem var femínistum að leiðarljósi í byrjun aldarinnar hefur á síðustu tveimur áratugum vikið fyrir einhvers kon- ar hormóna-femínisma, róttækri uppstokkun á skipulagi og náms- dagskrá æðstu menntastofnana landsins. Tugum milljóna dollara er varið árlega til þessara breytinga. (I fyrra fékk Kvennamiðstöðin við Wellesley-háskólann 270 miUjónir króna til að spUa úr.) Bókmenntir, listir, vísindi, heimspeki og sagn- fræði eftir (og aðallega um) karla, með öðrum orðum hinar venjulegu kennslugreinar, eiga undir högg að sækja. Eins og umbyltingarsinninn Charlotte Buch hefur lýst yfir, þá er „ekki bara hægt að bæta konum **#*£i*m * .....ifT^S grunsemdir. Hún markast af dilka- drætti og því karllegrar náttúru. Á bókmenntaráðstefnu sem haldin var í Boston árið 1991 voru háskólakennarar beðnir að nefna hvaða fimm bandarískir rithöfund- ar væru mikilvægastir tU að nem- endur fengju góða menntun. John Steinbeck, Emest Hemingway og Walt Whitman höfnuðu neðar- lega, Hermann Melville, höfund- ur „Moby Dick" og Henry James komust ekki einu sinni á listann. Séu verk karla á annað borð tekin fyrir í kennslu, er það ósjaldan tU að brýna fyrir nemendum að ekki sé aUt sem sýnist - né heyrist. Tón- listarfræðingurinn Susan Mc- Clary við Minnesota-háskólann hefur til að mynda opnað glænýjan skilning á Níundu sinfóníu Beet- hovens: „Itrekun grunnstefsins í fyrsta kafla þeirrar níundu er einn af ógeðslegustu tflburðum í saman- lagðri tónlistarsögunni. Vandlega smíðuð kadensan tekur að ókyrr- ast, safnar upp gremju og springur svo út í kæfandi, morðóðri reiði sáðstíflaðs naugðara." McClary varar okkur einnig við karUegum sjálfsfróunar-þemum í tónlist Rí- chard Strauss og Gustavs Ma- hler. Iauðganir og ofbeldi karla er alvarlegt mál, því miður of algengt. Samkvæmt femín- istum mætti þó halda að ekkert annað kæmist fyrir í hausnum á þeim. Femínistar líkja gjarnan framlagi sínu við endurreisnar- Peggy Mclntpsh, einn helsti leið- togi hormónafemínismans, meina. Aðspurð hvort hún væri virkilega á því að rúmteppagerð væri sam- bærileg við, eða jafnvel betri, en myndlist Rembrandts og Michae- langelos svaraði hún játandi tU: „Karlmenn eiga flestir erfitt með að kyngja þessu. En er þetta ekki það sem öll listasagan snýst um; að hrófla við hefðbundinni skynjun?" Mclntosh er ekki ein á báti. Fyrir skömmu sendi menntamálaráðu- neyti Kaliforníu frá sér nýja reglu- gerð í sambandi við undirbúning kennsluefnis, en þar segir: „Þegar kennsluefni fjallar um sögulega þróun eða yfirstandandi atburði, eða nýnæmi á sviði vísinda og lista, er kennurum skylt að kynna fram- lag kvenna og karla nokkurn veg- inn tU jafns." Margt í útsaumi verður að flokka til glæsilegrar listar, eins og til dæmis refilsaumaða altarisklæðið frá Hólum í Hjaltadal (ca.1550) á Þjóðminjasafni Islands. Hver veit nema snilligáfa Rembrandts hafi blundað í einhverri konunni, sem þar átti hlut að verki. Engu að síður voru það karlar, ekki konur, sem bjuggu til meginþorra myndlistar- innar. Að brytja niður þetta fram- lag sviptir nemendur ekki einungis dýrmætum sjóði, það gefur þeim brenglaðan skUning á sögunni. Femínistar hafa fallið í þá gryfiu að aðgreina konur frá körlum líkt og þetta væru tvær gjörólíkar dýrategundir. Rök- Eigum við að hœtta að stúdera Sixtínsku kap- elluna og einbeita okk- ur að vatteruðum rúm- ábreiðum, lögun brauðhleifa og stöguð- um sokkum? Leita log- andi Ijósi að kvenfólki sem eitthvað fékkst við myndlist og takaþær fram yfir Rembrandt? hugsun, þörfin að flokka og skilja, er ekki aðeins á valdi karla. Það er sammannlegur hæfileiki. Sam- kvæmt Matsstofu bandarísku landsprófsnefndarinnar (NAEP) standa konur á háskólastigi sig næstum jafn vel og karlar á prófum í stærðfræði, efnafræði og eðlis- fræði, einu greinarnar þar sem þær eru í minnihluta, og mun betur í lestri og skrift. Og í grunnskólun- um skara þær fram úr á öUum svið- um. Fimmtíu og fimm prósent bandarískra háskólanema er kven- fólk og í húmanískum greinum eins og listfræði og myndlist hefur hlutfaU karla og kvenna gjörsam- lega snúist við. Árið 1989 hlutu konur 52 prósent B.A. gráða, 52 prósent M.A. gráða og 36 prósent allra doktorsgráða. Þessar tölur fara hækkandi. Samt halda femínistarn- ir hverja könnunina á fætur annarri tU að sýna hvað kvenfólk stendur illa að vígi. Hvenær verða þær ánægðar? Þegar þær eru orðnar 65 prósent háskólanema, 85 prósent? Þegar þær hafa sölsað undir sig fleiri ráðastöður en karlar? Ein- hvers staðar á leiðinni gleymdi femínisminn að hann var að berjast fyrir jafnrétti, ekki forréttindum. Ofríki og hleypidómar hafa í aukn- um mæli sett mark sitt á stefnu hans, sami yfirgangurinn og feðra- veldinu er sífellt núið um nasir. Grátbrosleg umskipti? Að minnsta kosti vitum við nú að frekja, græðgi og valdafíkn hefur ekkert með kyn- ferði að gera. Mannskepnan er söm við sig. Hvernig snertir þetta myndlist Schneemanns, kann einhver að spyrja að lokum? HeU- mikið. Verk hennar endurspegla þá hatrömmu menningarlegu og pól- itísku baráttu sem átt hefur sér stað á mUli kynjanna á síðastliðnum 30 árum. Þau hafa átt stóran þátt í að brjóta upp myndsýn karla, dregið athyglina að þjóðfélagslegri virkni hennar og veitt kvenfólki áður óþekkta möguleika til að tjá sig. Á sama tíma einkennast verkin af vissri hugmyndafræðilegri stöðn- un, kreddublindu. Andi hippatím- ans svífur yfir vötnum. Það er stundum eins og Schneemann sitji föst einhvers staðar aftur í sjöunda áratugnum. Hins vegar má hún eiga að hafa aldrei látið ofstækina troða á sinni eigin kynferðistilfinn- ingu og verið sjálfri sér samkvæm í bæði hegðun og verki. Getur kven- maður lakkað á sér neglurnar, gengið í háhæluðum skóm og stuttu pilsi, og samt litið á sig sem gallharðan femínista? Ekki í augum Vatikans kvennahyggjunnar. Kannski að myndlist Schneemanris búi yfir einhverjum svörum sem geta vísað okkur veginn að meira jafnræði og persónulegu valfrelsi í framtíðinni. Hitt er víst að barátta kynjanna verður seint til lykta leidd. © Getur kvenmaður lakk- að á sér neglurnar, gengið í háhæluðum skóm og stuttu pilsi, og samt litið á sig sem gallharðan femínista? r FIMMTUPAGUR 4. ÁGÚST 19#4. 29

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.