Eintak

Tölublað

Eintak - 04.08.1994, Blaðsíða 32

Eintak - 04.08.1994, Blaðsíða 32
Baldur Bragason er óðum að ná sér eftir mótorhjólaslys „Er búinn að leggja hjólinu" „Þetta var auðvitað gríðarlegt sálrænt áfaU. Ég var kominn í landsliðið í fótbolta og framtíðin var nokkuð björt," segir Baldur Bragason knattspyrnumaður sem nú býr á Ólafsfirði. Baldur lenti í hræðilegu mótorhjólaslysi á síðasta ári og hefur ekkert spilað síðan. Hann þótti einn besti leikmaður landsins, lék frábærlega fyrir Vals- menn og var nýbúinn að tryggja sér sæti í landsliðinu. Þá kom áfallið, mörg rifbein brotnuðu, hálsinn brákaðist og krossbönd slitnuðu í hné. „Mér var sagt að þetta væri búið. Ég mætti þakka fyrir ef mér tækist að labba aftur, en hvað fótboltann snerti væri slíkt útilokað," segir hann. Baldur eyddi mestum hluta síðasta tímabils á sjúkrastofnunum og fór í mjög flókinn uppskurð fyr- ir átta mánuðum. Sá uppskurður, sem fram fór í Svíþjóð, tókst þokkalega og Baldur viðurkennir að batinn hafi verið meiri og skjót- ari en hann þorði að vona. „Ég er farinn að geta hlaupið nokkuð og fyrir mig skiptir það mjög miklu máli. Ég var mjög langt niðri ef ég hugsaði um fótbolta, og sú tilhugs- un að geta ekki sparkað aftur var mér afar þungbær. Kærastan mín vinnur á Siglufirði og ég ákvað að fylgja henni þangað í sumar. Síðan atvikaðist það að mér gafst tækifæri til að æfa hjá Leiftursmönnum á Ólafsfirði og því tók ég auðvitað fegins hendi." Baldur skipti yfir í Leiftur á dög- unum og vakti það undrun margra. Sögusagnir fóru af stað og menn 'töluðu um að stjórn Vals hefði samið af sér. Baldur segir þetta vit- leysu. „Ég er bara í láni frá Valsmönn- um og skipti aftur þangað að loknu tímabilinu. Leiftursmenn hafa ver- ið mér gríðarlega hjálpsamir í meiðslunum og ég fæ það seint fullþakkað. Einar Einarsson sjúkraþjálfari hefur haft mig í sér- stakri meðferð og ég hef lagt mig allan fram. Þetta er í raun eins og atvinnumennska hjá mér, því égæfi tvisvar á dag auk kvöldæfinga með Leiftri, og ég ætla mér að verða góður á ný." Erþað raunhœft markmið? „Ja, læknar segja ekki og telja mig alls ekki færan um að leika á næst- unni. Ég er hins vegar staðráðinn í að sanna mig fyrir þeim og svo er ég nú líka mjög óþolinmóður að eðlisfari. Það er aldrei að vita hvernig þetta fer, ég er reyndar mjög þreyttur eftir æfmgar og finn að ég gæti aldrei leikið heilan leik eins og er en koma tímar, koma ráð. Eru ekki gamlir og meiddir leikmenn alltaf settir í vörnina? Kannski verður það gert við mig, kannski verð ég í vörn Leifturs undir lok tímabilsins." Ertu búinn að leggja mótorhjól- inu? „Já, það er alveg á hreinu. Þetta var bara tímabil í mínu lífi og kannski alveg nauðsynlegt að láta gamla drauminn rætast. Auðvitað fylgir þessu mikil áhætta og því fór sem fór. Annars er ég líka búinn að uppgötva fleira en fótboltann. Við unnustan eigum von á barni eftir mánuð og eins og er kemst fátt annað að í huganum. Við flytjum síðan suður í haust og ég fer að kenna. Síðan vonast ég til að geta leikið með Valsmönnum strax á næsta ári."© Glæsilegt hlaup Morcefís Alsírmaðurinn Noureddine Metið setti hann á Grand Prix-mót- ins Moses Kiptanui um tæpar fiór- sunnudagstökkhannaðeins5,7omá með af áform um að keppa á Evr- Morceli setti glæsilegt heimsmet í inu í Mónakó og bætti þar með ar sekúndur. Sergei Bubka átti ekki mótinu og sagðist, að því loknu, ætla ópumeistaramótinu sem fram fer í 3000 metra hlaupi á þriðjudagskvöld. tveggja ára gamalt met Kenýamanns- góðan dag, eftir glæsilegt heimsmet á að taka sér örlitla hvfld og blés þar Helsinki í næstu viku.© Nú styttist í handboltavertíðina Fer Geir íVál? Nú eru allar líkur taldar á því að Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, leiki með Islandsmeisturum Vals á næsta keppnistímabili. Geir lék með spænska félaginu Avidesa á síðasta keppnistímabiii ásamt Júlíusi Jónassyni en litlar líkur eru taldar á því að um endur- nýjun-samnings verði að ræða. Júlí- us mun Ieika í þýskalandi á kom- andi tímabili og mun það ráða nokkru um ráðahag Geirs í málinu. Geir hefur æft með Valsliðinu að undanförnu og herma heimildir blaðsins að einungis sé eftir að ganga frá nokkrum lausum endum varðandi félagaskiptin. Ljóst er að um gríðarlegan liðsstyrk er að ræða fyrir Valsmenn og að þeir mæta til leiks sem líklegir meistarakandídat- ar í haust. Heimildir EINTAKS herma einnig að hornamaðurinn Sigurpáll Árni Aðalsteinsson sé á leiðinni í KR. Sigurpáll, sem lék með Selfyssing- um á síðasta tímabili, er mjög marksækinn leikmaður og hefur oftar en ekki verið í hópi marka- hæstu leikmanna deildarinnar. Hann hefur áður leikið með Akur- eyrarliðunum KA og Þór, enda fæddur og uppalinn fyrir norðan, en vegna náms í Iþróttakennarahá- skólanum á Laugarvatni ákvað hann á síðasta ári að leika með liði Selfoss. Fari svo að Sigurpáll skipti yfir í KR er hann annar leikmaður liðsins sem gerir það. Hinn fyrri er markmaðurinn góðkunni Gísli Felix Bjarnason.O Landsleikir Sigur aði Norðmenn með tveimur mörk- um gegn einu í gær. Þetta var fyrsti leikur liðsins á Norðurlandamóti drengjalandsliða sem fram fer í Danmörku þessa dagana. Mörk liðsins gerðu Árni Ingi Pjeturs- son, KR og Haukur Ingi Guðna- son, UMFG. Landslið kvenna, skipað leik- mönnum yngri en 20 ára, tapaði hins vegar fyrir Svíum, 5:1, á opna Norðurlandamótinu í gær. Leikur- inn fór fram í þýskalandi og skoraði Margrét Ólafsdóttir mark ís- lands i leiknum.©

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.