Eintak - 04.08.1994, Síða 8
-EINTA-K
Gefið út af Nokkrum íslendingum hf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Framkvæmdastjóri: Árni Benediktsson
Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson
Dreifingarstjóri: Pétur Gislason
HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI
Alda Lóa Leifsdóttir, Andrés Magnússon,
Björn Ingi Hrafnsson, Björn Malmquist, Bonni, Davíö Alexander,
Gauti Bergþóruson Eggertsson, Glúmur Baldvinsson,
Gerður Kristný, Hallgrímur Helgason, Huldar Breiöfjörð, Jói Dungal,
Jón Óskar Hafsteinsson,, Jón Kaldal, Loftur Atli Eiríksson,
Óttarr Proppé, Ragnar Óskarsson, Sigurjón Kjartansson
og Sævar Hreiðarsson.
Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf.
Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi.
Verð í lausasölu kr. 195.
Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði fyrir tvö blöð í viku.
Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 10 prósenta afslátt.
Kunningkapur eða
við skiptasj ónarmið ?
í EINTAKI í dag er borin saman þau skilyrði sem Davíð Scheving
Thorsteinssyni og gömlu hluthöfunum í Sól hf. voru sett af íslands-
banka, Iðnlánasjóði og öðrum helstu lánardrottnum fyrirtækisins
til að halda fyrirtækinu og því kaupverði sem hópur undir forystu
Páls Kr. Pálssonar fékk fyrirtækið á. I þeim samanburði kemur
fram að Páll Kr. og félagar þurftu að yfirtaka 550 milljónir af skuld-
um fyrirtækisins á meðan Davíð og gömlu hluthöfunum var gert
að yfirtaka 630 milljónir. Páll Kr. og félagar geta greitt þessar skuld-
ir niður á sautján árum og með 6,3 prósenta vöxtum á meðan Dav-
íð og gömlu hluthöfunum var gert að greiða þær niður á tíu árum
og með 10 prósenta vöxtum. Páli Kr. og félögum var gert að leggja
inn 100 milljónir í hlutafé inn í fyrirtækið á meðan Davíð og gömlu
hluthafarnir áttu að leggja inn 120 milljónir. Fleiri dæmi um mis-
mun á kaupverði Páls Kr. og félaga og skilyrðum þeim sem gömlu
hluthöfunum voru sett eru tilgreind í frétt EINTAKS. Öll bera þau
að sama brunni. Söluverð fyrirtækisins var mun hagstæðara kaup-
endum en þau skilyrði sem gömlu eigendunum voru sett til að
halda því.
Þetta vekur upp spurningar. í fyrsta lagi vegna þess að lánar-
drottnarnir eru ekki einkaaðilar sem er frjálst að tapa þeim fjár-
munum sem þeir vilja. Þetta eru allt aðilar sem eru að fara með fé
skattborgara annars vegar og fé hluthafa hins vegar. Þegar þeir á
skömmum tíma ákveða að skera niður kröfur sínar um endur-
greiðslu upp í lán sín til Sólar um 200 milljónir eða meira, er eðli-
legt að spyrja hvaðan þeir fái umboð til þess. Og þessi spurning
verður enn áleitnari þegar forsvarsmenn verðbréfafyrirtækis upp-
lýsa að þeir hafi forvitnast um á hvaða kjörum þetta fyrirtæki væri
falt en engin svör né nokkrar upplýsingar fengið. Þær fullyrðingar
ýta undir vangaveltur um að ekki sé allt með felldu með söluna. Að
ekki hafi einungis verið gagnrýnisvert að lánardrottnar hafi skyndi-
lega séð að hægt var að slá 200 milljónir af kaupverðinu heldur hafi
þeim ekki verið sama um hverjir fengju fyrirtækið með þessum
stóra afslætti.
í sjálfu sér er engin ástæða til að harma það þótt menn sem hafa
kafsiglt fyrirtæki sitt skuli missa það í hendur raunverulegra eig-
enda — það er þeirra sem hafa lánað til þess meira fé en það getur
staðið undir. Til langs tíma var það eitt helsta vandamál í íslensku
atvinnulífi að menn fengu að kafsigla fýrirtæki sín reglulega en var
síðan aftur og aftur tryggð yfirráð yfir þeim af lánastofnunum.
En það réttlætir ekki að menn sem hafa byggt upp fyrirtæki sín
sitji ekki við sama borð og aðrir þegar kemur að því að endurfjár-
magna fyrirtækin og koma undir þeim fótunum að nýju. Og þrátt
fyrir að í þessu tilfelli hafi ekki verið um raunverulegt útboð að
ræða þá er ekkert eðlilegra en að gera þá kröfu til opinberra og hálf-
opinberra aðila sem stóðu að þessari sölu að þeir sýni sanngirni við
söluna. Bæði gagnvart gömlu hluthöfunum sem reyndu að halda
fyrirtæki sínu og eins þeim aðilum sem sýndu fyrirtækinu áhuga en
fengu engar upplýsingar um stöðu þess eða hugmyndir seljenda
um kaupverð.
Þetta mál — ásamt nýlegum og sérkennilegum tilburðum einka-
væðinganefndar við að koma eignum ríkisins í verð -— benda til að
kunningskapur ráði meiru í íslensku viðskiptalífi en viðskiptasjón-
armið.
Það eru sorgleg tíðindi. Ekki einungis fyrir þá sem eru hlunn-
færðir í slíkum viðskiptum heldur fyrir almenning allan. Viðskipta-
h'f sem byggir ekki á viðskiptasjónarmiðum mun aldrei verða þrótt-
mikið né standa undir þolanlegum lífskjörum. 0
Ritstjórn og skrifstofur
Vesturgata 2,
101 Reykjavík
sími 1 68 88 og fax 1 68 83.
Már Pétursson óskar eftir
gjaldþrotaskiptum á Blaði hf.,
útgáfufyrirtæki Pressunnar
(,7
Ingólfstorg hefur reynst til margra hluta nytsamlegt, meöal
annars til hljómleikahalds á síðkvöldum og ekki hefur það verið
sfðra tii fsneyslu á hlýjum sumardögum. Einir eru þeirþó, sem
öðrum fremur stunda torgið nótt sem nýtan dag og f öllum
veörum, en það eru hjólabrettakappar höfuðborgarinnar.
Tröppur og brautir torgsins hafa reynst ákjösanlegar til æfinga
og veitir ekki af.
Már Pétursson héraðsdómari í
Hafnarfirði hefur falið lögmanni
sínum að leggja fram beiðni um
gjaldþrotaskipti Blaðs hf. sem gefið
hefur út vikublaðið Pressuna. Eftir
dóm sem féll í meiðyrðamáli Más
gegn blaðinu í vor, var útgáfufyrir-
tækinu, Blaði hf., gert að greiða
skaðabætur til Más. Forráðamenn
Blaðs hf. áfrýjaði málinu til Hæsta-
réttar. Már fór fram á svokallaða
löggeymslu í júlí, en löggeymsla er
hliðstæð íjárnámi og er gerð til
tryggingar dómsskuld, ef máli er
áfrýjað. Eigendum Blaðs hf. tókst
hins vegar ekki að benda á eignir
sem komið gætu til greiðslu, falli
dómur Hæstaréttar þeim í óhag og
í framhaldi af því hefur Már farið
fram á gjaldþrotaskipti félagsins. „-
Þetta mál mun síðan ganga sína
eðlilegu leið fyrir skiptaráðenda og
ef ekki tekst að innheimta skuldina
hjá fyrirtækinu, verður þrautalend-
ingin að snúa sér að þáverandi rit-
stjóra Pressunnar, sem var dæmdur
til greiðslu fjárhæðarinnar ásamt
útgefanda. Málið er einnig snúnara
en sýnist í fyrstu, þar sem útgáfufé-
lag Pressunnar hefur skipt um nafn
og heitir ekki lengur Blað hf., held-
ur Pressan hf. Nafnbreytingin mun
að sjálfsögðu koma til skoðunar í
tengslum við gjaldþrotaskiptameð-
ferð á Blaði hf. og hvort hér sé um
riftanlega gerninga að ræða,“ segir
Már.
Málið snýst um grein sem birtist
í Pressunni fyrir tveimur árum
þar sem því var haldið fram að
Má Péturssyni hefðu orðið á stór-
felld mistök sem skiptaráðanda í
dánarbúi. Niðurstaða dómsins,
sem féll í febrúar síðastliðnum, var
að svo hefði ekki verið og var Blaði
hf. og ritstjóra Pressunnar gert að
greiða samtals á sjöunda hundrað
þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs,
skaðabætur og birtingar- og máls-
kostnað.
Samkvæmt upplýsingum frá
Héraðsdómi Reykjaness, þar sem
málið verður tekið fyrir, hefur
formleg beiðni um gjaldþrotaskipti
Blaðs hf. ekki enn borist réttin-
um.O
Neskaupstaður
Nauðg-
un kærð
16 ára stúlka kærði 21 árs
gamlan mann fyrir nauðgun í
Neskaupstað aðfaranótt sunnu-
dags. Samkvæmt þeim gögnum
sem liggja fyrir á atburðurinn að
hafa gerst í beituskúr á bryggj-
unni.
Hvorki stúlkan né maðurinn
eru frá Neskaupstað en þau eru
bæði af Austurlandi. Síðustu
helgi fór fram hátíðin Neistaflug
‘94 í Neskaupstað af tilefni versl-
unarmannahelgarinnar og var
því afar gestkvæmt í bænum.
Júlíus Magnússon, sem sett-
ur var sýsluntaður í Neskaupstað
um síðustu helgi, segir rannsókn
málsins vera langt komna. ©
Vinnuslys tíð
það sem af er án'nu
Þijú
dauða-
slys
Það sem af er þessu ári hafa orðið
þrjú vinnuslys sem leitt hafa til
dauða. Snemma í vor féll maður af
nýbyggingu í Kópavogi með þeim
afleiðingum að hann dó. Fyrir
skömmu féll svo bóma á tvo menn
á Vík í Mýrdal sem unnu að bráða-
birgðabrú og létust þeir samstund-
is.
Ólafur Hauksson aðstoðar-
deildarstjóri hjá Vinnueftirliti ríkis-
ins segir að á síðasta ári hafi orðið
fjögur dauðaslys.
„1994 er ekki enn liðið og við eig-
um því enn eftir að bera þessi tvö ár
saman,“ segir hann.
Alvarleg vinnuslys hafa einnig
orðið í sumar. I gær fékk rnaður
nokkur raflost og brenndist á
höndum við vinnu sína og fyrir fá-
einurn vikum varð mjög alvarlegt
slys á Siglufirði þegar maður missti
meðvitund eftir að hafa verið ofan í
rotþró. Hann hefur enn ekki kom-
ist til meðvitundar.
„Það er alltaf verið að hringja inn
slysatilkynningar til okkar og þær
eru orðnar nokkuð margar það sem
af er árinu,“ segir Ólafur.©
8
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994