Eintak

Eksemplar

Eintak - 04.08.1994, Side 18

Eintak - 04.08.1994, Side 18
Stefán Jónsson frá Möðrudal setti svip sinn á bæjarlífið undanfarna áratugi. Hann málaði hesta og kindur á naívan hátt og lék á harmonikku niðri í bæ. Hann lést á heimili sínu fyrir viku síðan. Einni pensilstrokunni er færra í málverki mannhafsins. eintak fékk fáeina vini Stefáns til að segja sögur af honum. Hilmar Einarsson í Morkinskinnu „Stefán kom svo oft til okkar í Morkinskinnu. Einhverju sinni var hann þar til að hirða gamla ramma. Þá bauðst maður nokkur sem var þar staddur til að keyra hann heim og Stefán þáði. Daginn eftir kom hann aftur til okkar og ég spyr hvort heimferðin hafi ekki gengið vel. Þá svarar Stefán: „Jú, hún gekk vel en mikið óskaplega ók maður- inn hratt með mig, svona verðmæt- an manninn.“ Stefán geymdi myndirnar sínar að Korpúlfsstöðum og varð heldur fúll þegar Erró gaf borginni mynd- irnar sínar. Stefán varð sár og tal- aða illa um Erró. Þegar hann var spurður hvað yrði um myndirnar hans þegar myndunum hans Erró yrði komið þar fyrir svaraði hann: „Ég fæ allt húsið en Erró verður í haughúsinu." Stundum voru af- köstin meiri en gæðin hjá Stefáni og myndirnar hans Errós voru nokkur þúsund talsins. Ætli Stefán hafi ekki bara kunnað illa við að einhver ætti svo margar myndir. Stefán var alltaf að heyja í gamla daga og var með hross rétt fyrir ut- an borgarmörkin. Hann heyjaði á eyjunum og torgunum í bænum. Eitt haustið var hann kominn með myndarlegan galta í Vesturbænum. Þegar líða tók á veturinn tók Hreinsunardeildin galtann og henti honum. Stefán var ekkert að klaga fyrir lögreglunni eða borgarstjórn. Hann hringdi bara beint í forsetann Kristján Eldjárn. Hann svaraði að bragði að hann skyldi hafa hestana. Ég held að þessi saga sé sönn, alla vega voru hestar Stefáns að Bessa- stöðum. Málið leystist því mjög far- sællega“. Gylfi Gíslason myndlistarmaður „Stefán fékk slag fyrir tveimur mánuðum og lamaðist öðru megin. Þegar hann fór að hressast, sem var furðu fljótt, varð hann sér úti um málningu. Líklega fékk hann þá af barnadeildinni. Hins vegar hafði hann enga pensla til að mála með. En Stefán var ekki lengi að bjarga því. Hann hafði nefnilega tann- burstann sinn og málaði 24 myndir með honum. Hálfum mánuði eftir slagið var hann kominn í fermingarveislu og tíu dögum siðar fór ég að líta eftir honum. Ég kom þá að litla húsinu hans við Hverfisgötuna þar sem alltaf var svo fínt hjá honum. Þar var Stefán, þessi 86 ára gamli mað- ur, að helluleggja bak við húsíð sitt. Hann rogaðíst um með allra stærstu hellumar sem venjulegir menn eiga erfítt með að bera. Þetta er það síðasta sem ég sá af Stebba. Hann var ekki gerður úr kleinu- deigi“. Sigmar Ó. Maríusson gullsmiður „Eitt sinn var Stefán í kaupstað- arferð í Tangakaupstað. Kom hann þar að þar sem hestur hafði fælst fyrir kerru og lá hann með kerruna mölbrotna niðri í fjöru. Stefán gerir sér lítið fyrir og kaupir góss þetta fyrir lítið. Til að valda ekki meira tjóni spretti Stefán upp saumunum á aktygjunum og náði hestinum. Hann var lítið meiddur fyrir utan að vera stertbrotinn voðalega. Hestur þessi nefndist Gráni og reyndist Stefáni afar vel. Eitt sinn var hann á ferð með heyband á Grána og lá leið hans yfir Hofsá í Vopnafirði. Svo mikil fiskigegnd var í ánni að laxar og silungar spýtt- ust undan hófum hestsins langt upp á bakka. Við þetta fældist hrossið í annað sinn og fannst ekki fyrr en að tveimur dögum liðnum. Var þá allur búnaður týndur af klárnum nema volkinn en hann var fastklemmdur undir stertstúfn- Rikki (Jóhann Hinrik Gunnarsson) hand- verksmaður „Ég var i sveit sem barn á Gríms- stöðum á Fjöllum. Þangað kom Stefán á um það bil tveggja ára fresti. Menn .hættu bara í heyskap og fóru að hitta málarann þegar hann bar að garði. Það var slegin upp veisla. Stefán var hvers manns hugljúfi. Hann málaði ekki þegar hann var í þessum heimsóknum. Hins vegar lék hann á nikkuna. Svo hitti ég hann hér fyrir sunn- an. Við gátum alltaf talað saman um Fjöllin. Við ræddum bara um Fjöllin. Hann gat endalaust sagt sögur um hestana, hundana og mennina. Og um Blesa sinn. Ég held að Stefán sé bara á fjöllunum Geors Guðni myndlistarmaður Ég var einu sinni staddur fyrir utan Sundhöllina í Reykjavík um vetur. Það var snjór og kalt og gam- almenni ekki úti við. En allt í einu sé ég Stefán koma gangandi til mín í jakkafötunum og skónum sem hann var einatt í. Eini munurinn á klæðnaði hans á veturna og svo að sumri til, var sá að hann hafði lopa- sokkana girta utan um buxurnar og lopapeysuna innan undir jakkan- um. Stefán var öðruvísi en aðrir borgarbúar“. Guðný Guðjónsdóttir á Molcka „Stefán hélt sína fýrstu opinberu sýningu í Mokka. Hann bjó rétt hjá okkur á Skólavörðustígnum og ég sá hann gjarnan rogast fram hjá okkur með ramma. Stefán hafði gaman af að fá góða ramma enda var lítið mál fyrir hann að mála inn í þá.“ © Sösoir af Stefáni frá Möðrudal 18 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.