Eintak

Tölublað

Eintak - 04.08.1994, Blaðsíða 26

Eintak - 04.08.1994, Blaðsíða 26
Er óhjákvæmilegt að flokka list eftir kyni? Er það eðlilegt, jafnvel nauðsynlegt? Skiptir máli að kvenfólki var almennt fyrirmunað að stunda annað en heimilisstörf fram á þessa öld, eða er hér um eðlislægan kynjamun að ræða, einhverja tiktúrukennda vessa sem valda frávikum í tjáningarmáta? Hvaða þættir bjóða upp á raunhæfan samanburð? Efnismeðferð, litaval og formskynjun mótast of mikið af hefð og persónuleika viðkomandi til að vera nothæfur prófsteinn. Ekki svo að ýmsir þykist ekki geta greint karllega og kvenlega eiginleika í sundur jafn auðveldlega og svart og hvítt, enda flestir færir um að „rökstyðja“ mál sitt með tilvísunum í „ávalar línur“, „kröftugar áherslur“, „fíngerða drætti“, og svo framvegis. En slík flokkunarfræði byggist meira á fyrirframgefnum hugmyndum, sprottnum úr þjóðfélagsvitundinni, um hvernig munurinn birtist, en hlutlausri athugun, í þeirri trú að það sé yfirleitt einhver munur. Af hverju ætti bogin lína eitthvað frekar að búa yfir „kvenlegri merkingu“ en sú beina? Af því konur hafa yfirleitt mjórra og bognara mitti en karlar? Hannes Sigurðsson veltir þessu fyrir sér í tilefni af sýningu Canolee Schneemann sem hangir uppi á Mokka. Þegar kvenfólk lét fyrst að sér kveða þótti það sjálfgefið að þær gengu út frá sömu forsendum og karlar, temdu sér sömu aðferðir og tileinkuðu sér sömu þemu og miðla. Allt sem minnti á persónu- lega reynslu þeirra sem kvenna var fellt út úr myndinni. Landslag, kyrralífsuppstillingar, goðsöguleg minni og lýsing sögulegra atburða var meðal þess efnis er konum þótti sæmandi, það nákvæmlega sama og körlum, að ógleymdri nektarfýrir- sætunni í alls konar hlutverkum. Henni var hossað sem líf- og nær- ingargjafa, skrúfuð upp til skýjanna í formi ósnertanlegrar gyðju, eða þá útmáluð í holdbúningi tálkvendis og frillu, öðrum til varnaðar, - eft- irlát, óseðjandi og alltaf til í tuskið. Kvenmódel listasögunnar eru iðu- lega sýnd sem annað hvort eða; annað hvort fjarlægar og himnesk- ar, eða jarðneskar og opnar, bless- unarlega lausar við einhvern leið- inda mótþróa, lausar við (mót- sagnakenndan) persónuleika. Þetta á ekki síst við formæður íslenskrar myndlistar, frá Kristínu Jónsdóttur, Nínu Sæmundsson og Gerði Helgadóttur til Guðmundu Andrésdóttur og Louisu Matthí- asdóttur. Ekkert í myndlist þeirra, hvorki viðfangsefnið né úrvinnsla þess, gefur til kynna að þar hafi konur frekar en karlar staðið að verki. Þær sáu enga ástæðu, datt einfaldlega ekki í hug að varpa vafa á það myndmál sem feðraveldið hafði hannað og rétt þeim upp í hendur. Að vísu bera málmskúlp- túrar Gerðar vott um óvenjulegt áræði, þar sem hún varð að seilast inn í sjálfa manndómssmiðjuna eftir áhöldum við gerð þeirra - Schneemann hefur aldrei hvikað í baráttu sinni gegn hinum „kúg- andi karlrembuöflum“, þessum ógnandi vofum sem virðast scekja að henni úr öllum áttum, margarþeirra ósýnileg- ar nema óferskumfem- ínistum. Hugmyndin um að hið persónu- lega og líkamlega jafngilti hinu pól- itíska var fædd. Og afkvæmið orgaði: „Við erum ekki hórur, kynferðislegir hlutir, gyðjur eða einhver óræð upphafn- ing. Við erum ekki leikföng sem hægt er að fleygja út í horn þegar öðrum þóknast. Það er ekki hægt að takmarka okkur við staðnaðar hugmyndir um hvað sé kvenlegt. Hvers vegna stendur á því að þegar konur reistu sinn eigin sköpunar- heim, rannsökuðu hann og skil- greindu, þá neitaði þjóðfélagið að líta á það alvarlegum augum, að einungis karlmenn fengu að leggja steinana í ráðandi menningu? Af hverju skrifuðu Bronte, Eliot og Sand undir karlkyns leyninöfnum? Af hverju glataðist framlag kvenna, ipti sem þær voru teknar vanalega síðar i sög- Svarið: „Vegna þess að karlmenn bjuggu til tröppustig- ana og viðmiðunarkerfið. Þeir innrættu kvenlistakonum meðvituð og ómeðvituð við- horf: ykkar list getur aldrei orðið jafh merkileg og áhrifa- rík og okkar.. .en þið getið al- ið börn.“ Með því að sýna á sér „skömmina" á almannafæri, vildi Schneemann glenna upp niðurbæld svið kvenlegrar kynhneigðar og ryðja út kyn- órum og fóbíum karla. Píkan er sjaldan sýnd opinskátt. En það er þeim mun meira oftar látið að henni liggja, á „listrænan hátt“ að sjálfsögðu. Hún er aðeins brúkleg fyrir eitt. Það sem ekki passar inn í ímyndina um hið ávala form og íbjúgu línu, túrverkir og tíðir, forð- ast menn eins og heitan eldinn. Blæðingar samsvara einhverri ógeðslegri slímkirtlastarfsemi sem best er að vita sem minnst um, þær eru hjúpaðar þagmælsku. Við þurf- um aldrei að vera vitni að subbu- skapnum, lof sé búkhreinsunar- mætti dömubindanna, sem gerir kvenfólki kleift að hoppa skælbros- andi allra sinna ferða án minnstu óþæginda, að minnsta kosti í aug- lýsingum. Schneemann neitar að skammast sín fýrir „blygðin11. Hún vill „end- urreisa helgidóm móðurlífsins“, sem hún telur feðraveldið hafa saurgað. Eitt af verkefnum hennar, þegar hún var við nám í málaralist í New York, varð þess valdandi að „skuðrýmið“ („vulvic space“) fékk nýja vídd fyrir henni. Schneemann sá það meðal annars sem upp- töngum, klippum, borum og log- suðutækjum hinum megin á hnett- inum við allt ilmpúður og sápur. En verkin hrófla hins vegar hvergi við þeirri hetjulegu karlímynd sem í tækninni býr. Kyn hennar er jafn dulið og Jóhönnu af Örk heppn- aðist að villa á sér heimildir undir brynjunni forðum. Að sama skapi má segja að mótíf á borð við abst- rakt form- og litasamspil (Guð- munda), kyrralífsuppstillingar (Kristín) og rollur á beit (Louisa), bjóði ekki upp á aðgreiningu í skynjun eða túlkun; annars mætti allt eins búast við að sauðfé hefði fimm leggi í augum kvenna. Öllu kyndugri er túlkun sumra formæðranna á nektarfyrirsætunni. Gifsstytta Nínu Sæmundsson, Dauði Kleópötru (1925), sýnir nakta kvenveru styðja sig á olnbogana með höfuðið reigt aftur. Yfir and- litinu hvílir sami frygðarsvipurinn og finna má hjá fyrirsætum Co- ver Girl auglýsinganna. Ekkert í skúlptúr Nínu gefur til kynna að Kleópatra sé í þann mund að deyja kvalafullum dauð- daga af völdum slöngueiturs, að þetta sé yfirhöfuð Kle- ópatra, nema titillinn. Þessi kvenvera sýnist þvert á móti við hestaheislu þar sem hún liggur niðursokkin í erótíska sæluvímu, gjörsamlega ómeð- vituð um áhorfandann, líkt og við hana gæli hulinn máttur. Vera má að Nína hafi viljað sleppa atriðum úr frásögninni um kvalafullan dauðdaga Kleópötru til að beina athyglinni að „formræn- um hrynjandi'* líkamans. En hvað sem allri mótun líður er allt inntak verksins, bæði leynt og Ijóst, ekki dauði, heldur uppáför; effirlát við- brögð kvenpersónunnar við augn- strokum hins ósýnilega aðalleikara, karláhorfandans. Hvernig stendur á því að túlkun Nínu sker sig í engu frá verkum ítölsku barrokmálaranna? Hver er afstaða hennar sem listakonu gagn- vart viðfangsefninu? Hún hafnar að tjá sig um það. Líkt og samtíma- menn hennar, tekur hún það sem sjálfsagðan hlut að konur sjái kyn- systur sínar með sömu augum og karlar. Nektarfígúran var Nínu jafn hugleikið þema og Rubens, Munch og Gunnlaugi Blöndal. Hún gerði því skil trekk í trekk undir yfirskini formrænna hugleið- inga, þar sem líkami fyrirsætunnar er meðhöndlaður með svipuðum hætti og skurðlæknir beitir sofandi sjúkling. Upp úr sjötta áratugnum tóku listakonur að ranka við sér. Vakningin átti sér aðallega stað í Bandaríkjunum. Þeim var ljóst að bróðurpartur vestrænnar listasögu, sem þær höfðu verið svo gjörsamlega samdauna, hunsaði viðhorf þeirra. Innvortisrolla eftir Carole Schneemann er kvenna- list á þann hátt sem verk gömlu ís- lensku kvennanna er það ekki. Ekki nauðsynlega vegna þess að hún notar sinn eigin líkama, heldur hvernig hún notar hann. í inn- ganginum að bók- inni L e deuxi- eme Sexe, sem kom út ár- ið 1949 og hafði ómæld áhrif á hvernig kvenfólk sá og hugsaði um sjálft sig, segir Simone de Beauvoir að hún hefði viljað komast að þvi hver hún væri. „Og það sló mig að það fyrsta sem ég þurfti að taka fram, var að ég er kona.“ Á eftir fýlgdi fylgdi 740 blaðsíðna krufning á líkömum og sálfræði kvenna, sem og félags- og efnahagslegum hlutverkum þeirra í gegnum tíðina. Innvortisrolia er ámóta uppgjör. Schneemann lætur sér ekki nægja að gefa nektarhefð- inni langt nef, hún ræðst að sjálfum grundvelli vestrænnar listsköpunar í þeirri viðleitni að endurheimta sína persónulegu og erótísku vit- und á „hinar Pýþagórísku aðferðir og sjónrænu reglur“ sem hún álítur að standi feðraveldinu fyrir þrifum. Einkum beinir hún spjótum sírium að stafrænum þankagangi míní- malismans, sem þá var í andarslitr- unum eftir að hafa farið sigurför um heiminn, en fulltrúar hans höfðu ímugust á öllu því sem ekki var hægt að mæla út og stjórna undir sótthreinsuðum sýningarað- stæðum. Hvaðeina er snerti tilvilj- un og margbreytni, holdlegar kenndir og tilfinningalegar þver- stæður - í stuttu máli það sem við köllum lífið - var út- hýst. Það má með sanni segja að eng- i n 1 i s t - hreyfing hafi séð sig knúna til að hafha jafn mörgu til að hasla sér völl. I ljósmyndum frá gjörningnum sem fram fór á kvikmyndahátíðinni „Konur hér og nú“ á Long Island að viðstöddum fjölda áhorfenda, sést Schneemann draga áritaðan strimil úr sköpum sínum, er hún las jafnharðan á. Þar segir frá við- skiptum hennar við „strúktúralísk- an kvikmyndagerðarnáunga“ er hraus hugur við „tilfmningalegri ringulreið, snertikenndri skynjun, malerískum subbuskap, frum- stæðri tækni...Veitið gagnrýnu og hagnýtu tungumáli kvikmyndar- innar athygli," leggur Schneemann áherslu á, „það þrífst og mælir fyrir munn aðeins annars kynsins." Við þurfum aldrei að vera vitni að subbu- skapnum, lofsé búk- hreinsunarmætti dömubindanna, sem gerir kvenfólki kleift að hoppa skœlbrosandi allra sinnaferða án minnstu óþæginda, að minnsta kosti í auglýs- ingum. sprettu frumþekkingar, skúlptúr- ískt form, menningarlega tilvísun, sæluhlið, fæðingargöng og miðstöð lífrænna umbreytinga, sem hálf- gegnsætt holrúm umritað af ytri ásýnd slöngunnar. Fjörguð leið hennar liggur frá hinu ósýnilega til hins sýnilega, hlykkjuð löngunum og leyndardómi æxlunar. Hún boðaði kynkraft bæði kvenna sem karla. Innvortisrolla hefur með sjálfsforræði og eignarráð þess að geta nefnt. Rollan/slangan afvindur sig frá (innri) þönkum til (ytri) op- inberunar, áþreifanlegra upplýs- inga, líkt og prentborði, nafla- strengur eða samanvöðluð tunga. Enda þótt Scheemann sé ef til vill kunnust fyrir gjörninga sína og innstillingar, lítur hún fyrst og fremst á sig sem málara. Og hefur alla tíð gert. „Ég var málari, ég er ennþá málari og ég mun deyja sem málari," segir hún í myndbandinu Imaging her Erotics (1982). „Allt sem ég geri byggist á því að framlengja sjónræna eiginleika strigans. Eg er málari sem ferðast út í rýmið og virkjar tímann. Málari þarf ekki á pensli að halda; það get- ur verið myndavél, varalitur, skó- járn...ég teygi mig út í orkuflæmið. Fóbía þjóðfélagins við völd kvenna, er leitt hefur til klofinnar kynferðis- vitundar í 2000 ár, neyðir mig til að gera hluti sem ég myndi helst vilja sleppa...Að setja líkamann þar sem hugur minn er, rekur í sundur mótsagnir í menningu okkar. Það hefur ætíð verið eitthvað óbugandi við verk mín - hið algjöra traust á innsæi mínu, á líkamanum. Ég sporna við félagslegum, erótískum og fagurfræðilegum hömlum, -skora á hólm og opna niðurbæld 26 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.