Eintak - 04.08.1994, Side 28
Femínisminn er at-
vinnugrein. Háskólarn-
ir og listaakademíum-
ar unga árlega út úr sér
tugþúsundum nem-
enda sem hafa verið
sérhœfðir í því að af-
hjúpa valdastrúktúra
feðraveldisins og koma
auga áfallískar til-
hneigingar er dúkka oft
upp á ótrúlegustu stöð-
from The Notebooks
1963
1966
um.
grímskirkjuturn og styttan af Jóni
Sigurðssyni séu dulbúnar lof-
gjarðir til reðursins, í rauninni flest
sem eitthvað stendur upp úr.)
Hinn samjórtraði orðaforði veitir
aðgang að stöðum. Nefnilega tekju-
tryggingu. Og samfara því verður
kúgun kvenna æ ískyggilegri, aldrei
verri en núna.
En þetta var eftir að Schnem-
ann, Judy Chicago, Elenor
Anitn Lynda Benglis og
Hannah Wilke sáluga létu fyrst að
sér kveða. Scheemann var í byrjun
mest ein síns liðs, hún hafði ekki
herskara jásystra á bak við sig. Kon-
ur voru ekki komnar í meirihluta í
listaskólunum, þær voru jafn sjald-
gæfar og þernur á freigátu og kven-
fólk í gamla menntó. (í vor útskrif-
uðust 47 nemendur frá Myndlista-
og handíðaskóla Islands, þar af 40
konur.) Hennar helstu sálufélagar
voru því upp til hópa karlar. Hún
umgekkst Erró, Ciaes Oldenburg,
Allan Kaprow, Andy Warhol, Ro-
bert Rauschenberg og Robert
Morris, er hún átti stundum í sam-
starfi við og meðlimi flúxus- hreyf-
ingarinnar: hún er (nakta) fyrirsæt-
an í hinum sögufræga gjörningu
Site (1964) eftir Morris, sem fram
fór í hinu ennþá sögufrægara „Jud-
sons Dans Theatre“. Hún starfaði
einnig með Yvonne Rainer,
Merce Cunningham og tónskáld-
inu John Cage. En meðan þetta
fólk skaust upp á stjörnuhimin
listaheimsins, sat Schneemann eftir
með sárt ennið og budduna yfirleitt
tóma. Hún vann hluta úr degi á
dýrasnyrtistofu og mátti láta sér
það lynda að þerra hunda, til ann-
ars þurfti víst prófgráðu. Schnee-
mann lét þó ekki deigan síga, tók
virkan þátt í listalífinu og gerði allt
hvað hún gat til að koma sér áfram.
Bréfaskipti dregur upp kald-
hæðna mynd af viðskiptum hennar
við umheiminn á tímabilinu frá
1968 til 1986, af bilinu milli hins
persónulega og opinbera rýmis, frá
því að hlutirnir eru ræddir og þar
til þeir birtast fyrir almennings-
sjónum. Schneemann fettir sig og
grettir framan í myndavélina,
mylkjar tittling og glennir á sér
sköpin, milli þess sem hún sækir
um prófessorstöðu í fagurlistum,
afsakar sig frá mætingu í verka-
vinnu og tekur við beiðnum,
smjaðri, átakanlegu kvabbi og fyr-
irspurnum afvegaleiddra einstak-
linga: „Ég heyrði að þú gætir elskað
konur bæði líkamlega og rómant-
ískt. Ég veit að ég gæti orðið elsk-
„í tjósi þess hve nauðg-
anir eru algengar og
hvað þjóðfélagsstrúkt-
úrinn ýtir mikið undir
kynferðislega árásar-
girni og ofbeldi gegn
konum, œttum við
kannski að spyrja karl-
menn sem aldrei hafa
nauðgað, því í ósköp-
unum ekki?“
á lítið þjóðháttasafn í Arnhem. I
kjallara þess var múmía i glerlagðri
steinkistu, sem reyndist vera blauð-
legrar ættar. Semsagt kvenkyns.
Upp úr dúrnum kom að hún var
hluti af merkum fornleifafundi í
þýsku mýrarfeni, sennilega frá járn-
öld. Allar karlmúmíurnar höfðu
verið sendar á virðulegustu söfnin,
„hitt“ hafnaði ofan í kjallara eins og
þessum, innan um sundurlausan
samtíning. Schneemann rann sam-
stundis blóðið til skyldunnar, hóaði
í vinkonu sína og þegar vörðurinn
brá sér frá, reif hún sig úr fötunum.
Vinkonan dældi á hana myndum
meðan hún velti sér fram og til
baka ofan á glerinu til að votta
dauðingjanum ást sína og samúð,
lafhrædd um að það brysti. Schnee-
mann matreiddi síðan negatífúrnar
og umbreytti þeim í bleik-græn
silkiprent Forboðinna athafna
(1979)-
Hér þarf greinilega áræði, svo
ekki sé talað um trú á málstaðinn.
Eða ákaflega sterka sýnihneigð.
Hvort heldur sem er, þá væri jafnt
sögulega vafasamt að kalla Vatna-
liljur Monets „konfektkassamál-
verk“, séu menn á annað borð gjör-
sneyddir hinu listræna næmi, og að
væna Schneemann um útþynnta
klisju. Schneemann er brautryðj-
andi, einn af frumkvöðlum femín-
ískrar myndlistar. Þegar hún fram-
kvæmdi sína fyrstu gjörninga í
byrjun sjöunda áratugarins var ekki
einu sinni til orð yfir fýrirbærið. Ef
verk Schneemanns virðast kunnug-
leg, hluti af ríkjandi stefnu, er það
vegna þess að Annie Sprinkle,
Janine Antoni, Karen Finley og
mýgrútur annarra íkveikjusinnaðra
gjörningalistakvenna hafa fylgt í
kjölfarið og gert uppreisn gegn
kynferðislegum geðklofa samfélag-
ins, arðráni kvenímyndarinnar og
sífelldri nauðgun hennar á opin-
berum vettvangi. Gjörningar Finl-
ey, sem makar á sig súkkulaði til að
sýna hvernig henni finnst feðra-
veldið gefa skít í kvenfólk, væru
næstum óhugsandi án fordæmis
Schneemanns. Líkamsverk hennar
opnuðu nýjar dyr með því að af-
neita fórnfæringum og sadómasók-
isma hinnar vestrænu, kristilegu
listhefðar, er gat ekki horfst í augu
við nakið holdið nema í gegnum
blygðun, sektarkennd, viðbjóð og
kvalafulla sjálfsniðurlægingu. Finl-
ey misþyrmir oft Iíkama sínum til
að „við“ munum fá óbeit á slíkri
meðferð.
Þrátt fyrir að Schneemanns sé
hvarvetna getið sem braut-
ryðjanda í bókum og grein-
um um femínismann, hefur hún
mest lifað á kennslu, ólíkt mörgum
arfþegum hennar, er taka risa-
summur fyrir að rakka niður kerf-
ið, og selja grimmt - staðfesting
þess að femínisminn er orðinn að
stofnun. Enda þykir jafn sjálfsagt
núna að limlesta Barbídúkkur eða
duffa niður Playboy-blöð, vigta og
setja í krukkur og að mála abstrakt.
Fulltrúar femínismans hafa lagt
undir sig stóran hluta gallerístarf-
seminnar og eru fyrir Iöngu búnir
að marka sér bás innan musteris
listasafnanna. Þeir hafa komið sér
upp öflugum samtökum og stofn-
unum, til dæmis „Woman Artists
in Revolution“, „Guerilla Girls“ og
„American Association of Univers-
ity Women“, og gefa út ómælt
magn lesefhis, þar á meðal listtíma-
ritin „Women and Art“, „Feminist
Art Journal“ og „Heresis“. Um van-
metið framlag kvenna og gegnum-
vaðandi karlrembu listasögunnar -
þökk sé hinum fræðilegum kyn-
systrum Lucy Lippard, Lindu
Nochlin Moiru Roth og grilljón
öðrum - hefur þegar meira verið
skrifað en um mínimalisma, abst-
rakt expressjónisma, súrrealisma,
„Earth works“, Bauhaus og Miche-
langelo samanlagt. Og þær halda
sennilega fleiri ráðstefnur á ári um
sitt eymdarhlutskipti, kynjamis-
réttið og kvenfyrirlitninguna sem
þær mega hvarvetna þola, en
stærstu fjölþjóðafýrirtæki Japans.
Þó óvinurinn virðist í dauða-
teygjunum halda yfirlýstir femín-
istar áfram að djöflast á honum
eins og þeir eigi lífið að leysa. Hvers
vegna? Femínisminn er atvinnu-
grein. Háskólarnir og listaakadem-
íurnar unga árlega út úr sér tugþús-
undum nemenda sem hafa verið
sérhæfðir í því að afhjúpa vaida-
strúktúra feðraveldisins og koma
auga á fallískar tilhneigingar er
dúkka oft upp á ótrúlegustu stöð-
um. (Hér á íslandi hefur til að
mynda verið „sýnt fram á“ að Hall-
hugi þinn eftír fimm ár, væri ég
staðráðin og reyndi nógu mikið. Ég
er 19 ára, þá yrði ég 24. Ég ætla að
hella mér út í kvikmyndagerð,
söJtkva mér niður í verk þín, leita
þig uppi og verða ambáttin þín,“
skrifar leynilegur aðdáandi. „Við
höfum kynnt kvikmynda- og
myndbandslistamenn í yfir tvö ár
og vonumst til að þú fremjir gjörn-
ing hjá okkur,“ segir í bréfi frá einu
nýlistagalleríi. „Við stefnum að
12.500 króna heiðursverðlaun-
um...Við höfum ótakmarkaðan
aðgang að ljósritun...“ Nemandi
einn frá Naíróbí, sem hún þekkir
hvorki haus né sporð á, biður um
meðmælabréf og kanadískur list-
fræðingur setur sig í samband: „-
Þakka þér fyrir að falast eftir efni til
að kynna verk mín í tilvonandi bók
þinni um gjörningalist," svarar
Carolee Schneemann honum um
hæl. „Ég heiti ekki Carolyn...“
Schneemann tilheyrir engu gall-
eríi og seldi ekki eitt einasta verk,
að eigin sögn, fyrr en 1992. Sama ár
fóru vindar að blása og yfir hana
tók að rigna virðulegum tilboðum
um leið og salan tók kipp. Nútíma-
listasafnið í San Francisco hélt
einkasýningu með henni og sömu-
leiðis Nútímalistamiðstöðin í Cle-
veland, Ohio, fyrir utan fjölmargar
samsýningar sem henni hefur verið
boðin þátttaka í (t.d. sú um flúxus-
hreyfinguna í Whitney-safninu árið
1993-) Hún hefur sýnt í galleríum
víða um Bandaríkin og Evrópu
(ekki færri en fjórar á síðasta hálfa
ári) og nýverið festi Museum of
Modern Arts kaup á stóru verki eft-
ir hana. Þá hefúr hún fengið boð
um að sýna í Kunstverein, Munc-
hen og Pompidou-safninu á næst-
unni, auk þess sem væntanlegar eru
tvær veglegar bækur um hana á
næsta ári ffá tveimur af virtustu há-
skólaforlögum Bandaríkjanna.
Þessar skyndilegu vinsældir hennar
stafa sumpart af leit fræðimanna að
sögulegum bakgrunni fyrir þá
miklu áherslu sem lögð er á líkam-
ann í dag sem þungamiðju pólit-
ískra átaka. Og í rannsóknum sín-
um hafa þeir „grafið niður“ á
Schneemann. Hin hliðin á málinu
er öllu snúnari.
Aköfustu fylgismenn femín-
ismans, sérstaklega svokall-
aðir lesbískir theoristar, sjá
karlmönnum allt til foráttu og vilja
helst hreinan aðskilnað. Þeir eru
uppspretta græðgi, stríðs og ofbeld-
is, gjörsamlega óforbetranlegir að
þeirra mati. Þær púa heiftugar á
hvern þann sem ekki er þeim hjart-
anlega sammála og er þá kvenfólk
ekki undanþegið. Schneemann hef-
ur oftar en einu sinni verið hrópuð
niður úr ræðupúlti og þurft að
hverfa af fundi með skottið milli
lappanna fyrir að nota líkamann í
verkum sínum. Gagnkynhneigð
hennar virðist fara jafnvel ennþá
meira fyrir brjóstið á þeim, svo ekki
sé minnst á að hún skuli dirfast að
flagga þessari „kynvillu" á al-
mannafæri. Ræðumáti þeirra getur
verið svo ofstækisfullur á stundum
Tónlistarfrœðingurinn
Susan McClary við
Minnesota-háskólann
hefur til að mynda
opnað glænýjan skiln-
ing á Níundu sinfóníu
Beethovens: „ítrekun
grunnstefsins ífyrsta
kafla þeirrar níundu er
einn af ógeðslegustu
tilburðum í saman-
lagðri tónlistarsögunni.
Vandlega smíðuð ka-
densan tekur að ókyrr-
ast, safnar upp gremju
og springur svo út í
kæfandi, morðóðri
reiði sáðstíflaðs naugð-
ara.“
að menn missa málíð, en samt
heldur Schneemann við þær trú og
tryggð; þetta eru líka hennar her-
búðir, þangað sem hún sækir eld-
móð sinn og sannfæringu.
Undirritaður var einhverju sinni
á rölti um Manhattan í fylgd eigin-
konu sinnar þegar hann gekk ffam
á tvær konur sveiflandi spjöldum er
sýndu lappalangan kvenmannsbúk
ofan í hakkakvörn. Þær voru að
mótmæla klámritum. Mér lék for-
vitni á að vita hvað þær höfðu að
segja og hugðist fræðast frekar um
málið, en áður en mér heppnaðist
að hreyfa mig úr spori, gjóaði önn-
ur þeirra hvasst á mig augum og
spurði hvern fjandann ég vildi. Ég
stóð hvumsa í nokkra stund. Þá
öskraði hin þeirra, og beindi greini-
lega orðum sínum til eiginkonunn-
ar: „Drullaðu þér í burtu! Og taktu
helvítis tippið með þér!“ Það var ég.
Mér leið eins og einhverjum pylsu-
hundi í bandi, vissi ekki í hvorn
fótinn ég átti að stíga, hvor ég átti
að hrökklast af hólmi eða vaða í
þær. Það sauð í mér bræðin.
Ég bar þessa lífsreynslu undir
Schneemann og bað hana að ráða
mér heilt. Ég vildi skilja. Þær vildu
stríð. Schneemann hvatti mig ein-
dregið til að skella mér á bókasafn-
ið og kynna mér betur hvernig
kvenfólk hefði verið undirokað
öldum saman. Ég væri síður en svo
saklaus, ég væri partur af forrétt-
indakyninu og konur ættu fullan
rétt á að álasa mér og mínum líkum
fýrir allt það sem forfeðurnir hefðu
gert á hlut formæðranna. Konur
hefðu orðið fyrir óbætanlegu sál-
rænu tjóni og væru langt frá því að
vera búnar að ná sér. Eg yrði bara
að taka þessu, hvort sem mér líkaði
betur eða verr.
Harðsoðnustu fylgismenn
femínismans álykta svo að
hvers konar vitnisburður
um kvenlíkamann jafngildi ógagn-
rýnni eftiröpun á þeirri myndsýn
sem veiti feðraveldinu töglin og
hagldirnar. Innan þessa myndkerfis
er aðeins hægt að ímynda sér kven-
líkamann sem vettvang karllegra
langana, hiutgervingu karllegrar
„standblínu" og fantasía. Án þess
að ráðast gegn hinu fallíska skipu-
lagi getur konan því ekki „orðið“
nema fjarlægjast sína eigin löngun.
Byltingarstjórnir reynast vana-
lega litlu skárri en það harðræði
sem bolað er frá völdum. I stað
gömul kredduleppanna er reynt að
þröngva á okkur nýjum. Er réttlæt-
artlegt að breyta líkamanum í abst-
rakt vettvang fýrir fræðilega og pól-
itíska umfjöllun í nafni frelsunar?
Hinir „lesbísku theoristar11 hafa
ekki einungis óbeit á staðlaðri
kroppaímynd fjölmiðlanna, þess-
um viljalausu slaufuborðum utan
um tilboð dagsins, þeir berjast með
„blæjum og dúkum“ við að hylja
kvenlíkamann. En í viðleitni sinni
við að byrgja karlstörunni sýn, hafa
þeir takmarkað möguleika kvenna
til að tjá sína eigin kynferðislegu
löngun, að vera það sem þeim sjálf-
um sýnist.
Schneemann er boðberum nýja
kvenhyggjuskólans þyrnir í augum
vegna þess að hún hefur neitað að
láta kenninguna um hinn klofna
hugveruleik standa sér fyrir dyrum.
Hún hefur sömuleiðis neitað að að-
laga verk sín að boðum og bönnum
þess pólitíska rétttrúnaðar sem
hamlar orðið tjáskiptum. Sem
dæmi komust fulltrúar samtakanna
„Konur á blábrúninni" (blábrún
hvers fýlgir ekki með) nýlega á
snoðir um glæpsamlega svívirðu á
íþróttafréttastofu dagblaðsins Bost-
on Globe, „matsjó-deildinni" eins
og þær kalla hana. Gamalreyndur
blaðamaður á þeim bæ, David Ny-
han, hafði haft á orði við einn karl-
vinnufélaga sinn, þegar hann
nennti ekki að fara með honum á
körfuboltaleik, að hann hlyti að
vera algjörlega „pussulúinn“.
Kven-kollegi heyrði óvart þennan
dónaskap og gaf skýrt til greina að
hún væri móðguð. Nyhan sem vissi
ekki að einhver hefði verið að
hlusta, bað samstundis afsökunar.
Hann skynjaði að hann var kominn
í klandur og límdi því miða á hurð
sína, þar sem hann bað allar konur
á blaðinu innilegrar velvirðingar á
þessari yfirsjón sinni. En það var of
seint í rassinn gripið. Blábrúnar-
konur hlupu upp til handa og fóta
og fengu því til leiðar komið að Ny-
han var sektaður um 87.000 krón-
28
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994