Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 04.08.1994, Qupperneq 31

Eintak - 04.08.1994, Qupperneq 31
Ótrúlegt efni Valsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur leikið frábærlega með Valsmönnum og verður FH-ingum áreiðanlega erfiður íkvöld. Hann skoraði einmitt sig- urmark Valsmanna ífyrri umferðinni og verður því án efa vel gætt íkvöld. Fjórir leikir í Trópídeildinni á dagskrá í kvöld Tólfta umferð Trópídeildarinnar hefst í kvöld með fjórum leikjum. Henni lýkur síðan á sunnudags- kvöld með leik Pram og Þórs í Laugardalnum. 1 Keflavík taka heimamenn á móti KR-ingum. Bæði lið hafa leik- ið ágætlega að undanförnu og því verður áreiðanlega um skemmti- lega og spennandi viðureign að ræða. Bikardraumur KR-inga gæti sett strik í reikninginn hjá þeim, ólíkt Keflvíkingum sem dottnir eru út úr bikarkeppninni. Fyrri leikur liðanna endaði með m jafntefli í vesturbænum en í fyrra tóku KR- ingar ÍBK í bakaríið með stórsigri, 4:1, í Keflavík. í Eyjum fer fram sannkallaður baráttuleikur. Eyjamenn taka þá á móti Blikum úr Kópavoginum og þurfa bæði lið nauðsynlega að vinna leikinn. Eyjamenn hafa löng- um verið erfiðir heim að sækja og í síðasta heimaleik sínum völtuðu þeir yfir slaka Þórsara 6:1. Þeir eru hins vegar ótrúlega ójafnir í leik sínum og til marks urn það töpuðu þeir síðasta útileik sínum, gegn Val, 5:1. Blikar hafa verið að leika ágæt- lega úti á velli en hafa verið lánlaus- ir upp við markið og því ætla þeir örugglega að breyta. Á Kaplakrikavelli mætast síðan FH-ingar og Valsmenn. Hér gæti orðið um mjög spennandi viður- eign að ræða, bæði lið unnu sæta sigra í síðustu umferð og koma því full sjálfstrausts til leiks. FH-ingar, sem eru í öðru sæti deildarinnar, leika oftast af mikilli yfirvegun og hafa gefið fá stig á heimavelli. Vals- liðið sigraði þá hins vegar á heima- velli fyrr í sumar með marki Eiðs Smára Guðjohnsen og því hafa heimamenn harma að hefna. Fjórði leikurinn fer síðan fram á Stjörnuvellinum. Þar taka Stjörnu- menn, botnlið deildarinnar, á móti íslands- og bikarmeisturum Skaga- manna, sem reyndar eru einnig efstir í deildinni sem stendur. Lík- legt er að þessi leikur reynist heimamönnum erfiður. Marka- skorunin hefur verið mikill höfuð- verkur Garðbæinga og gegn sterkri vörn meistaranna er ekki líklegt að hann lagist. Þó er hugsanlegt að um vanmat Akurnesinga verði að ræða og því verða Stjörnumenn að taka á öllu sem þeir eiga til að dreifa. Skagamenn unnu sannfærandi sig- ur í síðustu umferð og koma því ör- ugglega grimmir til leiks og spila til sigurs. Síðasti leikurinn fer síðan fram á sunnudagskvöld. Þá taka Framarar á móti Þórsurum frá Akureyri. Bæði lið eiga við vandræði að etja og stöðugleiki hefur ekki verið eitt af þeirra einkennum í sumar. Þórs- arar hafa hins vegar alltaf haft mjög gott tak á Frömurum og skemmst er að minnast bikarleiksins fyrir tveimur vikum er þeir sigldu yfir liðið 4:1. Það er því ljóst að um spennandi umferð verður að ræða og viðbúið er að fólk flykkist á völlinn til að styðja sína menn. Eftir þessa um- ferð verða vatnaskil á Islandsmót- inu, lokaþriðjungurinn fer í hönd og baráttan um titla og sæti gerist greinilegri.0 Dómarar umférð- arínnar Dómarar í 1. deild hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Eins og venju- lega eru ekki allir á eitt sáttir um ágæti frammistöðu þeirra, en auðvitað geta þeir gert mistök eins og aðrir. í tólftu umferð dæma þessir dómarar. Þeir koma alíir frá stórum Reykjavíkurfélögum utan einn, sem kemur frá fé- laginu Hamri Hveragerði. Gylfi Þór Orrason Eyjólfur Olafsson Fram Víkingi Dæmir leik ÍBK og KR. Dæmir Sjörnuna og ÍA. Olafur Ragnarsson Kristinn Jakobsson Hamri KR Dæmir leik FH og Vals. Dæmir leik ÍBV og UBK. Gísli Guðmundsson Val Dæmir leik Fram og Þórs. SPAIR Eggert Magnússon formaður KSÍ er spámaður tólftu umferðar. Hann er, eins og gefur að skilja, mikill áhugamaður um íþróttina og er öllum hnútum kunnugur um hérlent tuðruspark. ÍBK - KR....2:2 „Þetta verður hörkuleikur tveggja jafngóðra liða. Bœði lið leika ágœtan sóknarleik og því verða mörg mörk skoruð. FH - Valur—.1:1 FH-ingar skora ekki mikið af ittörk- um og breyta því varla í þessutn leik. Valsmenn eru á uppleið ogþví skipta liðin stigum. l'BV - UBK....1:0 Hér er utn verulega mikilvœga við- ureign að rœða. Þctta er svokallaður „sex stiga“ leikur þar setn nauðsyn- legt erfyrir bæði lið að bera sigur lir býtum. Þetta geturfarið á hvorn veginn sem er en líklega vegur heimavöllurinn þungt. Stiarnan - ÍA....1:3 Þetta verður erfitt fyrir Garðbœinga. Skagamenn eiga besta lið landsins, eins og er, og að satna skapi hafa Stjörnumenn ekki verið sannfœr- andi. Fram - Þ6r....6:3 Hér verður um galopinn leik að rceða. Varnir liðanna hafa ekki verið sterkar og liðin afskaplega rokkandi. Þess vegna verður þetta örugglega tnjög skemmtilegur leikur á að horfa. “ Leikbönn vegna áminninga Fimm leikmenn íbann Fimm leikmenn 1. deildar voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aganefndar á þriðjudag. Bönnin eru vegna áminninga. Fyrir fjórar eða sex áminningar fengu þeir Drazen Poduna- vac, FH, Zoran Miljkovic íA, Goran Micic Stjörnunni, Þórir Ólafsson ÍBV og Rastislas Lazorik hjá UBK leikbönn. 1. deild Staðan IA 11 18:4 24 FH 11 11:6 21 ÍBK 11 20:12 18 KR 11 15:8 15 Fram 11 17:18 14 Valur 11 16:20 13 ÍBV 11 13:16 13 UBK 11 11:25 11 Þór 11 17:21 10 Stjarnan 11 9:17 8 Markahæstir: Bjarni Sveinbjörnsson.Þór: 9 Óli Þór Magnússon, ÍBK: 8 Sumarliði Árnason, ÍBV: 7 Mihajlo Bibercic, ÍA: 7 Helgi Sigurðsson, Fram: 6 31 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 >port

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.