Eintak

Útgáva

Eintak - 09.06.1994, Síða 23

Eintak - 09.06.1994, Síða 23
þetta er fyrsts ferð okkar um Evr- ópu. Viö eigum að spila á nokkr- um hátíðum í sumar, hér og þar og þetta er allt að fara meira í gang. Svo fljótlega veröum við alls staöar." Hafiö þið ferðast um alla Evrópu í þessari rútu? „Já, við erum sextán sem höfum búið þarna og sofið I rúmlega hálfan mánuð. Maður gæti hugsað sér aö búa við betri aðstæður," segir Sara. Þar sem ímynd, útlit og klæðaburður, hef- ur alltaf spilað stórt hlutverk í framkomu Saint Etienne, glamúr útlit er mjög samofið hugsuninni á bakviö tónlist hljómsveitarinn- ar, er viö hæfi aö næsta spurning sé: Gengur ekki hálf illa að viðhalda gla- múrnum á svona feröalagi? „Það er mjög erfitt eins og þú sérö en viö reynum að klæða okkur í samræmi við feröamátann og rútulífiö" segir Pete. Þau eru öll þrjú ósköp hversdagslega klædd í stuttermabolum og gailabuxum. Af hverju þessi áhersla á ímyndina? „Þaö er ekki eins og viö setjumst I kringum borö, líkt og gert er á stjórnarfundum, og ákveöum hvernig ímynd hljómsveitarinnar eigi að vera," segir Bob og Sara botnar þetta fyrir hann:“Mér finnst þaö mjög mikil- vægt aö klæða sig upp þegar maður er að fara aö koma fram á tónleikum. Fólk er að borga fyrir að koma og sjá mann og þá á maður að líta eins vel út og mögulegt er." Spilið þið allt læf á tónleikunum? „Viö erum meö marga aðstoðarmenn þegar viö spilum á tónleikum sem allir spila læf en viö notum líka samplera," segir Pete. „Við viljum hafa sem mestan kraft í tónlist- inni þegar við spilum læf, þess vegna erum við meö svona stóra hljómsveit," bætir Sara við. Bob, þú ferð ekki nema stund- um á svið með hljómsveitinni, af hverju er þaö? „Þaö var fyrir ári síöan sem ég hætti eiginlega alveg að spila meö læf. Ástæðan fyrir því er aðallega sú að ég kann best við að horfa framan I eitt andlit í einu." Hverjir eru helstu áhrifavaldar ykkar, hvaða tónlist hafið þið veriö að hlusta á? „Ef við tejum nokkra upp má til dæmis nefna The Fall, David Essex, Bee Gees, Be- ach Boys og Blondie. Svo höfum við líka gaman af ýmsu sem er að gerast hérna á meginlandinu. Viö hittum Stakkaboo í Sví þjóð hann er skemmtilegur og hann er líka miklu hærri en mann grunaöi." Hver er stefnan hjá ykkur? „Við sjáum fyrir okkur lög í efstu sætum vin- sældalista út um allan heim," segir Sara og þar sem þaö var farið aö styttast ískyggi- lega í aö tónleikarnir hæfust létum viö þetta vera lokaspurninguna svo þau gætu nú komist í baö og skipt um föt í rólegheit unum. Um kvöldiö fórum viö félagarnir að sjálf- sögðu á konsertinn, drukkum meiri bjór og skemmtum okkur konunglega.

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.