Vikublaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. nóvember 1992 VIHUBLJKÐIÐ Útgefandi: Alþýðubandalagið Ábm: Einar Karl Haraldsson Ritstjóri: Hildur Jónsdóttir Blaðamaður og augl.: Ólafur Þórðarson Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjóm: (91) - 17 500. Fax: 17 5 99 Áskriftarsími: (91) - 17 500 Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf. Áskriftarverð kr. 1000 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 250. Markaðurinn tæki en ekki trúarbrögð í stefnuskrá Alþýðubandalagsins segir að nýta beri kosti markaðsbúskapar á margvíslegum sviðum, en þó ætíð með það að leiðarljósi að markaðurinn sé þjónn en ekki herra, tæki en ekki trúarbrögð. Á síðasta áratug náði blind trú á óheftan aðsbúskap víða fótfestu í stjómkerfum okkar- hluta og nú var það ekki lengur alfaðir sem réð held- ur markaðurinn. Allt sem aflaga fer hefur nú eina skýringu: Mark- aðurinn ræður. Það er svarið þegar frystihús eða annað fyrirtæki fer á hausinn: Markaðurinn ræður. Það er svarið þegar eignir einstaklinga verða að engu undir fjallþykkum haugum innheimtuseðla og lögfræðihótana: Markaðurinn ræður. Það er svarið þegar atvinnuleysið ræðst inn á heimilin: Markaðurinn ræður. Og umfram allt er það svarið þegar vextirnir hækka - eða lækka ekki: Markaðurinn ræður eða: Markaðslögmálin verða að hafa sinn gang, segja spekingarnir hver við annan og dæsa. En nú er að renna upp Ijós; ekki fyrir ríkisstjórn íslands - sem enn heldur dauðahaldi í kenningar frjálshyggjunnar - en flestum öðrum og til dæmis formanni finnska jafnaðarmannaflokksins. Hann segir í viðtali við Morgunblaðið nýlega að í Finn- landi séu átökin um stefnu jafnaðarmanna eða stefnu ríkisstjómarinnar „sem er sú að láta atvinnuleysið bara hafa sinn gang og skapa þannig enn verri vanda. Ég tel að við verðum að fá aukna fjárfestingu og við verðum að koma vöxtunum niður til að hleypa lífí í atvinnureksturinn, og við verðum að efla menntun til að standa klárir að breyttum aðstæðum." Semsé: - Aukin fjárfesting. - Lækkun vaxta. - Bætt menntun. Og er það nema von að blaðamaðurinn spyrji Ulf Sundquist: „Finnst ykkur jafnaðarmönnum að stjómvöld eigi að ákveða vexti með handafli?“ Sundquist svarar þessu ekki beint en segir í lok viðtalsins: „. . . trú mín á algerlega sjálfstæða peningastefnu og sjálfstæðan Seðlabanka er brost- in. . .“ Hér talar maður sem genginn er af ofurtrú á mark- aðsöfl, peningafrelsi og óháðan miðbanka. Stað- reyndirnar hafa talað. Þjóðir okkar heimshluta hafa fyrir löngu hafnað yfímáttúmlegum skýringum á hungri, ranglæti og misskiptingu. Þær eru nú að hafna nýguðfræði mark- aðarins. Eftir sitja nokkrar hægri stjórnir, til dæmis á Islandi, sem hefur dagað uppi sem nátttröll væru. Það þarf að víkja þeim til hliðar um leið og mark- aðinum og hefja manninn til öndvegis. Það er unnt að auka atvinnu með pólitískum að- gerðum eins og Alþýðubandalagið hefur sýnt fram á. Það er unnt að lækka vexti með handafli. Maður- inn á að ráða; ekki markaðurinn. Úr Samúelsblokk Réttlátra aðgerða er þörf Fáum blandast lengur hugur um að frjálshyggjustefna að- gerðaieysis í efnahags- og at- vinnumálum gengur ekki upp hér á landi fremur en í Banda- ríkjunum og Bretlandi á sín- um tíma. Nú hafa Bandaríkja- menn snúið við blaðinu og því enn minni rök til að ís- lendingar séu bundnir á klafa úreltrar kreddu. Sá vandi sem við er að glíma í efnahags- og atvinnu- málum og birtist hvað skýrast í ört vaxandi atvinnuleysi, kallar á aðgerðir hér og nú og stefnubreytingu til lengri tfma. Þingflokkur Alþýðu- bandalagsins kynnti í byrjun október tillögur í efnahags- og atvinnumálum sem mið- uðu að því að draga úr at- vinnuleysinu og varðveita á sama tíma þann stöðugleika sem náðst hefur í verðlags- málum. Um leið lagði þing- flokkurinn áherslu á nýja leið í atvinnuþróun sem byggist á samhæfmgu og samvinnu í nýsköpun og framfarasókn sem nái jafnt til atvinnulífsins og hins opinbera. Hér er um að ræða þá leið sem náð hefur árangri í löndum eins og Jap- an og Þýskalandi, en hafnað er afskiptaleysisstefnu frjáls- hyggjunnar svo og því að hlutverk hins opinbera sé fyrst og fremst að bjarga fyrirtækj- um og atvinnugreinum í erfíð- leikum. Sú leið sem þingflokkur Alþýðubandalagsins lagði til gagnvart aðsteðjandi vanda felst í vaxtalækkun, föstu gengi, bættri samkeppnis- stöðu atvinnulífs með til- færslu skattbyrði frá fyrir- tækjum til einstaklinga og at- vinnuskapandi aðgerðum á vegum hins opinbera. Þessar tillögur fela í sér aukinn jöfn- uð meðal einstaklinga og heimila þar eð skattahækkanir myndu lenda með meiri þunga á hinum tekjuhærri í formi hátekjuskatts, fjár- magnstekjuskatts og hærri álaga á stærri bifreiðir. Einnig var gert ráð fyrir sérstökum jöfnunaraðgerðum. En það að fara þessa leið er einnig rétt- látara og felur í sér meiri jöfn- uð en hinar tvær sem standa til boða, þ.e. annars vegar af- skiptaleysisleiðin og hins vegar gengisfellingarleiðin. Afskiptaleysisleiðin felur það í sér að vaxandi her atvinnu- lausra ber kostnaðinn af að- lögun efnahagslífsins að verri skilyrðum en gengisfellingar- leiðin skerðir kaupmátt allra, ekki síður þeirra sem lægst hafa launin. Þess vegna ber að leita allra leiða til að forðast þessa kosti. Að undanfömu hafa farið fram viðræður á milli ASÍ og VSI um úrræði í efnahags- og atvinnumálum. Þessu frum- kvæði ber að fagna. Margar af þeim tillögum sem heyrst hafa úr þessum viðræðum eru í anda þeirra tillagna sem Al- þýðubandalagið kynnti í byrj- un október. Það er þó heldur lágt að miða hátekjuskatt við 160 þ.kr. tekjur á mánuði hjá einstaklingi. í hugum fólks eru það ekki hátekjur. Eðli- legra væri að mörkin lægju á bilinu 200-250 þ.kr. Einnig ber að leggja áherslu á að vaxtalækkun verði hluti af væntanlegum aðgerðum. Öðruvísi verða þær ekki rétt- látar og öðruvísi ganga þær ekki upp. Þegar verðbólga er engin, samdráttur er í fram- leiðslu og atvinnuleysi fer vaxandi eru öll efnahagsleg skilyrði fyrir lækkun raun- vaxta. Því þarf að skapa skil- yrði á lánamarkaðinum fyrir því að sú lækkun geti átt sér stað. Það er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Farsæl millileið Fyrir mánuði birti þingflokkur Alþýðubandalagsins ftarleg- ar tillögur í efnahags- og atvinnumálum undir heitinu „Ný leið Islendinga“. Jafnframt lagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður flokksins, fram umræðugrundvöll þar sem auk ís- lenskrar haglýsingar var farið yfir ýmsa kosti í efnahagsmál- um og reifuð gagnrýni á þær efnahagskenningar sem mótuðu efnahagsstefnu margra landa á sl. áratug og ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur haldið í. Tillögur Alþýðubandalagsins snerust ekki síst um atvinnu- sköpun og var sýnt fram á hvernig skapa mætti 1200 til 1800 störf á næstu mánuðum. Ennþá, mánuði síðar, eru þetta einu heillegu tillögurnar sem komið hafa fram opinberlega. Alþýðubandalagið setti tillögur sínar ekki fram í formi krafna heldur hugmynda sem það vildi ræða við ríkisstjómar- flokka jafnt sem aðra flokka í stjórnarandstöðu. Flokkurinn hvatti til þess að allir þingflokkar kæmu saman að stóm um- ræðuborði þangað sem einnig væru kvaddir fulltrúar þeirra hagsmunaaðila sem stóðu að þjóðarsáttinni 1990. Davíð Oddsson hefur kosið að vinna þröngt og ekki átt efn- islegar umræður að gagni nema við örfáa aðila. En í gær, mán- uði eftir að Alþýðubandalagið lagði fram tillögur sínar, kveð- ur forsætisráðherra fulltrúa allra stjórnmálaflokka á sinn fund til viðræðna. Inn á þann fund kom ekki annað en tillögur Alþýðubandalagsins. Og út af þeim fundi var farið án þess að nokkuð lægi á borðinu nema tillögur Alþýðubandalagsins. Að lokum skal það harmað að tillögur flokksins hafa litla efnislega umfjöllun hlotið í fjölmiðlum, enda þótt frumkvæði hans í stjórnarandstöðu hafi vakið athygli. Það er skoðun Vikublaðsins að tillögurnar verðskuldi frekari umfjöllun og geti reynst farsæl millileið.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.