Vikublaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 13

Vikublaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 19. nóvember 1992 VIKUBLAÐIÐ 13 Sjávarútvegs- og fískveiðisamningur Islands og Evrópubandalagsins Uppgjöf í sjónmáli? Eftir hlé frá því í júní berast nú loks fréttir af því að haldinn verði um næstu mánaðamót fundur í samn- ingaviðræðum íslands og EB um samskipti á sviði sjávarútvegs. Hannes Hafstein, samningamaður fslands, hefur undanfarnar vikur átt óformlegar einkaviðræður við full- trúa EB. Niðurstaða þessara þreif- inga er að EB heldur fast við upphaf- legar kröfur sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og samtök sjáv- arútvegsins á íslandi hafa í hálft ár neitað að fallast á. Málið er að komast í eindaga. Sjávarútvegssamningur íslands og EB verður að liggja fyrir áður en 2. umræða um EES-samninginn fer fram á Alþingi. Evrópubandalagið setur það sem skilyrði af sinni hálfu að áður en EES-samningurinn gangi í gildi hafi tvíhliða samningur tekist milli íslands og EB um samskipti á sviði sjávarútvegs. Jón Baldvin Hannibalsson hefur undanfarna daga tekið upp þá línu að íslendingar verði nú að fallast á ifiskveiðikröfur EB til þess að EES-samningurinn nái fram að ganga. Þessu hefur Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra neitað. OPORTO-yfirlýsingin Rætur vandans eru þær að með ónákvæmu orðalagi í Oporto-yfir- lýsingunni samdi Jón Baldvin í raun af sér. Þar stendur að EB eigi að fá heimild til að veiða 3000 tonn af karfa en Islendingar heimild til þess að veiða 30 þúsund tonn af loðnu. Gallinn er bara sá að Evrópubanda- lagið getur gengið að því vísu að veiða karfann en loðnan er eins og allir vita dutlungafullur fiskur. Is- lendingar hafa enga tryggingu fyrir því að ná loðnunni á móti. Þess vegna var það krafa sjávarútvegsráð- herra og hagsmunasamtaka í sjávar- útvegi á Islandi að í sjávarútvegs- samningnum yrði tryggt að fiskur kæmi á móti fiski en ekki bara heim- ild á móti heimild. Kveðið yrði á um það að íslendingar fengju sinn hluta og þá gæti Evrópubandalagið veitt karfann. Fulltrúar Evrópubandalags- ins segja hinsvegar hart nei við þess- ari kröfu. Ef Islendingar geti ekki veitt loðnuna þá sé það bara þeirra vandamál og Evrópubandalagið geti ekki gert að því þótt íslendingar fari heim með „öngulinn í rassinum". Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, hefur bent á að hin svokölluðu „gagnkvæmu skipti á veiðiheimildum" séu blekking vegna þess að 30 þúsund tonna loðnukvóti sé „pappírsloðna". Gildandi samn- ingur Islendinga við Grænlendinga og Norðmenn um skipti á loðnukvót- anum er nefnilega þannig úr garði gerður að sá hluti kvóta Grænlend- inga sem ekki er veiddur fyrir vertíð- arlok fellur sjálfkrafa í hlut íslend- inga og reyndin er sú að EB, sem hefur keypt þennan kvóta, hefur sáralítið getað nýtt sér hann. DRÖGIN TALIN SIGUR FYRIR EB Evrópubandalagið hefur útbúið drög að fiskveiðisamningi sem felur í sér almennar heimildir Evrópu- bandalagsins til að veiða innan ís- lenskrar fiskveiðilögsögu. í þeim drögurn er ekki eitt einasta orð um gagnkvæmar veiðiheimildir sem tryggja að Islendingar nái sínum afla á móti afla Evrópubandalagsins. Hannes Hafstein, samningamaður íslands, mun í reynd hafa fallist á þessi drög í einkaviðræðum. Verði kröfur Evrópubandalagsins samþykktar eins og Jón Baldvin vill nú, fela þær í sér að bandalagið hefur í tengslum við EES-samninginn náð fram hreinum fiskveiðiréttindum í íslenskri lögsögu eins og það hefur farið fram á síðan 1976. Samnings- drögin eru því í Brússel talin mikill sigur fyrir samningamenn EB. í Oporto-yfirlýsingunni stendur að loðnuréttindi Islendinga séu ein- ungis bundin við árið 1993, en rétt- indi EB til þess að veiða 3000 tonn af karfa séu hinsvegar ekki tíma- bundin. 3000 tonna veiðiheimild innan íslenskrar fiskveiðilögsögu sé í reynd framlag íslendinga til EES- samningsins. MIKILL TITRINGUR Mikill titringur er í herbúðum Sjálfstæðisflokksins vegna þessa máls. Þorsteinn Pálsson og forystu- menn sjávarútvegsins neita að hverfa frá fyrri kröfum. Þær voru í surnar kynntar í sjávarútvegsnefnd Alþingis sem einróma studdi þær. Guðmund- ur H. Garðarsson, sem lengi var full- trúi Sjálfstæðisflokksins í landhelg- isnefnd, situr nú á þingi. Hann hefur ítrekað að ekki komi til rnála að Sjálfstæðisflokkurinn fari nú að samþykkja kröfur frá EB sem ætíð var neitað að samþykkja meðan Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra. En klukkan gengur. Jón Baldvin neitar að láta EES-samningana falla á tíma. Þess vegna berst hann nú harðri baráttu bak við tjöldin fyrir því að íslendingar fallist á fiskveiði- kröfur Evrópubandalagsins. Bogni stjómarflokkarnir í þessu máli má öllum ljóst vera að íslend- ingar hafa borgað tollaívilnanir á EB-markaði með veiðiheimildum fyrir EB á íslandsmiðum. Þar með væri fallið frá mikilvægasta grund- vallaratriði íslenskrar utanríkisstefnu í fiskveiðiréttindamálum frá fyrstu dögum þorskastríða og stækkun landhelginnar. OÐ AVOXTUN Á UNDANFÖRNUM ÁRUM SÝNIR AÐ VERÐBRÉFASJÓÐIR KAUPÞINGS ERU TRAUSTSINS VERÐIR Þegar þú kaupir veröbréf skiptir meginmáli,hve örugg veröbréfin eru og hve góöa ávöxtun þau gefa, þegar til lengri tíma er litiö. Á tíu ára starfsferli Kaupþings hefur reynslan kennt spari- fjáreigendum aö þeir geta treyst okkur þegar þeir leita aö góöum kosti á íslenskum veröbréfamarkaöi. Veröbréfasjóöir Kaupþings eru dœmi um fjárfestingarleiö sem hœgt er aö reiöa sig á um leiö og þeir gefa mjög góöa ávöxtun. :: SPARISJÓÐIRNIR ®BÚNAÐARBANKINN -Traustur banki KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Kringluntii 5, stmi 689080 í eigu Búnadarbatika íslands og sparisjóðanna KAUPÞING HF. - FRAMTÍÐARÖRYGGl í FJÁRMÁLUM

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.