Vikublaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 12
12 VIKUBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. nóvember 1992 Verkaskipting á heim- ilum hefiir lítíð breyst Vinnuframlagið er nœstum því það sama nema hvað stœrri hluti vinnu kvenna er ólaunaður og ósýnilegur, gefur lítil sem engin réttindi og reiknast hvergi inn í þjóðhags- reikninga. mmBm Raunverulegt jafnrétti kvenna og karla verður aldrei að veruleika nema því aðeins að sambýlisfólk og foreldrar ungra barna skipti með sér ábyrgð og verkum á heimilunum. Þetta má lesa úr viðhorfum fólks eins og þau koma fram í Lífsgilda- könnun Félagsvísindastofnunar Há- skóla íslands frá 1990. Meira en helmingur svarenda taldi það nauð- synlega forsendu fyrir farsælu hjónabandi að hjón skiptu með sér heimilisverkunum. En hvernig lítur raunveruleikinn út í ljósi þeirra takmörkuðu upplýs- inga sem til eru um verkaskiptingu og samvinnu um heimilisstörf og umönnun bama. í lífskjarakönnun Hagstofu Is- lands og Félagsvísindastofnunar frá 1990 kemur fram að karlar eyddu að jafnaði 6 klukkustundum á viku í heimilisstörf en konur 19. Með til- komu barna verður framlag kvenna í sambúð með börn að meðtaltali 27 stundir á viku en karla í sambúð með börn 8 stundir. Konan bætir við sig átta tímum en karlinn tveimur. Karlar vinna lengri vinnutíma ut- an heimilis en helmingur giftra kvenna skilar fullum vinnudegi á vinnumarkaðinum. Á skýringarmyndinni er sýndur samanlagður heildarvinnutími karla Stefanía Traustadóttir og kvenna annars vegar í launa- vinnu utan heimilis og hinsvegar í ólaunaðri vinnu við heimilisstörf. Eins og sjá má er munurinn næsta lítill. Vinnuframlagið er næstum því það sama nema hvað stærri hluti vinnu kvenna er ólaunaður og ósýnilegur, gefur lítil sem engin réttindi og reiknast hvergi inn í þjóðhagsreikninga. Það sem kannski er athyglisverð- ast við þessar niðurstöður er sú staðreynd að upplýsingar úr eldri könnunum, t.d. frá 1975, gefa lítið sem ekkert tilefni til bjartsýni um breytingar. Það sem hefur breyst á undanförnum árum er að konur hafa aukið vinnuframlagið á fyrstu vakt- inni, það er í launavinnunni, dregið að einhverju leyti saman seglin á annarri vaktinni, það er í heimilis- störfunum, og aukið framlag sitt á þriðju vaktinni, það er með þátttöku í félagsstörfum og stjórnmálum í takt við kröfuna um jafnrétti á öll- um sviðum. Það er ekkert skrítið þótt eitthvað láti undan þegar stjórnvöld, at- vinnulíf og karlar koma ekki meira til móts við konur en raunin er á. Meira um það síðar. Stefanía Traustadóttir Samanlagður vinnutími kvenna og karla innan og utan heimilis 80 70 60 50 40 30 20 10 Konur Karlar launavinna heimavinna Morgunkaffi ABK Alþýðubandalagið í Kópavogi mun í vetur verða með opið hús í Þinghóli, Hamraborg 11, alla laugardaga kl. 10-12. Þar munu bæjarfulltrúar flokksins, Valþór Hlöðversson og Elsa S. Þorkelsdóttir, verða til viðtals ásamt lykilfólki félagsins í ráðum og nefndum á vegum Kópavogskaupstaðar. Kópavogsbúar eru eindregið hvattir til að líta inn, fá sér kaffísopa og koma erindum á framfæri við bæjarfulltrúana. Bæjarmálaráð ABK Fundur bæjarmálaráðs verður haldinn mánudaginn 23. nóvember kl. 20:30 í Þinghóli, Hamraborg 11. Nefndafólk er hvatt til að mæta. Stjórnin Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Kyöldverðarfimdur með Andile Yawa Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins verður með kvöldverðarfund næsta laugardag, 21. nóvember, að Laugavegi 3, 5. hæð. Til okkar kemur Andile Yawa, sem er forseti WFDY og fulltrúi Æskulýðs- samtaka Afríska þjóðarráðsins. Hann mun ræða um æskulýðsmál og ástandið í Suður-Afríku. Eftir umræðurnar um þessi mál og önnur verður síðan kvöldvaka með óvæntum atriðum fram eftir nóttu. Húsið verður opnað klukkan átta og er áætlað að borðhaldið hefjist hálf- tíma síðar. Maturinn kostar 600 krónur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Opinn í'undur um Suður-Aíríku Félag stjórnmálafræðinema í Há- skóla íslands heldur opinn fund um Suður-Afríku og æskulýðs- mál í Odda, stofu 101 (á móti Norræna húsinu), laugardaginn 21. nóvember nk. kl. 17:00. Frummælandi er Andile Yawa forseti WFDY (World Federation of Democratic Youth) og fulltrúi Æskulýðssamtaka Afríska þjóð- arráðsins, ANC. Opið hús Málfundafélag alþjóðasinna og aðstandendur vikublaðsins Militant halda OPIÐ HÚS með Suður-Afríkumanninum Andile Yawa, forseta World Federation of Democratic Youth, og John Cox frá Young Socialists í Bandaríkjunum. Fundarstaður: Klapparstíg 26, 2. hæð t.v. Fundarími: Laugardaginn 21. nóvember kl. 12:00 - 14:00 Kaffiveitingar. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 Innlausnardagur 15. nóvember 1992. 1. flokkur 1989 Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000 7.107 50.000 71.075 500.000 710.751 1. flokkur 1990 Nafnverð: 5.000 50.000 500.000 Innlausnarverð: 6.275 62.751 627.506 2. flokkur 1990 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 12.379 100.000 123.795 1.000.000 1.237.949 2. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 11.507 100.000 115.070 1.000.000 1.150.703 Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands r Suðurlandsbraut 24. C&l HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS l LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 - 108 HEYKJAVlK ■ SÍMI 696900 5

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.