Vikublaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. nóvember 1992 VIKUBLAÐIÐ 7 ÍVAF Bjargaðu mér, Brynjólfur! Það var viðtalstími hjá ráðherra landbúnaðar- og samgöngumála í landbúnaðarráðuneytinu um dag- inn. Hópur fólks settist inn á skrif- stofu Halldórs Blöndals og ekki leið á löngu uns ráðherrann snarað- ist út á gang og kallaði til Brynjólfs Sandholt yfirdýralæknis: „Brynj- ólfur, þú verður að bjarga mér, það er komið til mín fólk frá Hunda- og kattavinafélaginu og ég veit ekker um þau mál.“ Yfirdýralæknir brást vel við og er þeir komu aftur inn á ráðherraskrifstofuna sagði Halldór ákveðinn: „Hér er ég nú kominn með yfirdýralækni mér til trausts og halds, og segið mér hvað ykkur er á höndum." Það varð vandræðaleg þögn en loks sagði formælandi hópsins: „Ja við erum komin hér frá Félagi leið- sögumanna og vildum ræða okkar málefni við samgönguráðherra." Framleiðsla á sannleika Stefán Olafsson, prófessor og fulltrúi Alþýðuflokksins í stjórn Járnblendiverksmiðjunnar, ritaði grein í Morgunblaðið í þann mund sem greiða átti atkvæði á Alþingi um þingsályktunartillögu þar sem gert var ráð fyrir að þjóðin fengi að játa eða neita EES-samningnum. Prófessorinn hafði allt á hornum sér í sambandi við þjóðaratkvæða- greiðslur og kosningar yfirleitt og taldi auðsæilega best að úrvalssveit gáfuntanna tæki ákvarðanir með vissri hliðsjón af skoðanakönnun- um meðal pöpulsins, sem gæfu betri mynd af raunverulegum vilja hans heldur en kosningar þegar bú- ið væri að æsa lýðinn og rugla með hverskyns áróðri. Rifjaðist þá upp það sem rithöfundurinn Milan Kundera hefur sagt um málið: „Skoðanakannanir hafa orðið að þingi sem er óslitið á fundi í þeim tilgangi að framleiða sann- leikann. “ Sannleikurinn fæst semsagt hjá Fé- lagsvísindastofnun HÍ og kostar víst. Halli hagfræðingur - Á sjálfshóli er mark takandi því það kemur frá hjartanu. Ráðherrastfllinn „Erfiðir tímar fara í hönd. At- vinna og heill þúsunda er í veði. Það er því vægast sagt ömurlegt að sjá einn forkólfa ríkisstjórnarinnar og brautryðjanda bjórs á íslandi veifa lítrakönnu af bjór á nýjasta uppátæki innifólksins - október- fest! Það vantaði bara! Einn af for- ystumönnum atvinnurekenda hélt því raunar fram nýlega, að hlutverk stjómvalda ætti að vera að kenna fólki að lifa við atvinnuleysið. Hætt er við að stíll utanríkisráð- herra, vina hans og viðhlæjenda sé venjulegu fólki, hvað þá atvinnu- leysingjum, ofviða.“ (Jóhann Tómasson læknir í Morgunblaðinu 14. nóvember) Tóti tappi - Málið er einfalt: Til þess að hægt sé að lifa við atvinnuleysi þarf að deila út bjór í staðinn fyrir atvinnuleysisbætur. Allt nema frjáls samkeppni „Nú höfum við markaðsbúskap um allan heim. En það er orð, sem hefur afar mismunandi merkingu. I Austur-Evrópu þýðir markaðs- búskapur, að fólkið sem þar býr eigi að vera markaður fyrir okkar vörur. Hjá Evrópubandalaginu er með markaðsbúskap átt við heimsins viðamestu tilraun til þess að stjórna hagkerfum aðildarlandanna með aðferðum skrifræðisins. I þróunarríkjunum hefur orðið markaðsbúskapur þá meiningu að íbúar þar eiga að halda kjafti, hlýða tilskipunum Alþjóðabankans og vera góðir. Það er bara eitt sem orðið mark- aðsbúskapur þýðir hvergi nokkurs- staðar í heiminu — og það er FRJÁLS SÁMKEPPNI." (Ame Herlöv Petersen rithöf- undur í SALT , 1992) Konni kaupmaður - Við höfum frjálst samráð um að hafa ekki franskt verð á vörunni. Vald og vígaferli í Noregi I norskum stjómmálum er heitt í kolunum. Þannig segir um Gro Harlem Bmndtland í nýútkominni bók sem nefnist „Makt og manne- fall“ að „hún hafi orðið stjórnmála- maður af tilviljun, fræg fyrir slysni og forsætisráðherra vegna mis- skilnings.“ Ekki nema von að ann- ar norskur krati, útvarpsstjórinn Einar Förde, láti hafa eftir sér: „Meðan maður þolir að lesa um það að maður sé þorskur á þutru landi, þá gengur alveg ágætlega að vera útvarpsstjóri." Þura þögla Ég ætla að biðja ykkur fyrir það, en mér er sagt að Gunnlaugur guðsmaður sé farinn að efast um EES. Hvaða stoð er í EES ef kratar ætla að setja útgerðarfyrirtækin í prestakallinu á hausinn? Atkvæði hans verður dýrt í EES málinu. PINGMÁL I engslaleysi er vandi skóla og atvinnulífs í mörg ár hafa átt sér stað miklar um- ræður um nauðsyn þess að auka samvinnu skóla og atvinnulífs. Þrátt fyrir almennan vilja um aukna sam- vinnu hefur árangurinn ekki verið sem skyldi. Einn höfuðvandi fslenska framhaldsskólakerfisins í dag er að ekki hefur tekist að skapa nægjanleg tengsl við atvinnulífið, en þetta er ekki síður vandi atvinnulífsins. Þetta kemur fram í greinargerð við tillögu til þingsályktunar um sér- stakt tilraunaverkefni framhalds- skóla á Austurlandi, sem Einar Már Sigurðarson flutti á Alþingi þar sem hann sat í fjarveru Hjöleifs Gutt- ormssonar. I greinargerðinni segir ennfremur að á Austurlandi séu tengsl skóla og atvinnulífs með þeim hætti að búast megi við að auðvelt verði að koma á l greinargerðinni segir enn- fremur að á Austurlandi séu tengsl skóla og atvinnulífs með þeim hœtti að búast tnegi við að auðvelt verði að koma á góðu samstarfi milli aðila, staðið að skipulegan markvissr hátt. góðu samstarfi milli aðila, verði staðið að því á skipulegan og mark- vissan hátt. Framhaldsskólar á Aust- urlandi hafa haft með sér náið sam- starf um margra ára skeið, m.a. í stjórnunamefnd framhaldsnáms á Austurlandi, sem starfað hefur á annan áratug. Með tilkomu Farskóla Austurlands, sem var fyrsti skóli sinnar tegundar á landinu og er sam- starfsverkefni Verkmenntaskóla ver þv Austurlands og Atvinnuþróunarfé- lags Austurlands, hefur samstarf skóla og atvinnulífs aukist verulega. Menntaskólinn á Egilsstöðum hefur skipulagt skógræktarbraut í sam- vinnu við Skógrækt ríkisins og Hér- aðsskóga, og fjarkennsla hefur verið stunduð við skólann í tilraunaskyni um nokkurt skeið. Þá má nefna að nýlega hefur Verkmenntaskóli Aust- urlands fengið heimild, í tilrauna- skyni til fimm ára, til að þróa nýtt fyrirkomulag við gerð iðnnáms- samninga, þar sem skólinn er milli- líður milli iðnnema og meistara. Einar Már vill að tilraunin nái til starfsnáms, verkmennta og fullorð- insfræðslu og í þingsályktunartillög- unni er gert ráð fyrir að menntamála- ráðherra verði falið að undirbúa mál- ið í samráði við framhaldsskóla og fulltrúa aðila vinnumarkaðarins. Einar Már Sigurðarson vill að Austurland verði vettvang- ur Jyrir sérstakt tilrauna- verkefni í sambandi við tengsl skóla og atvinnu- tífs. Aðalfundur miðstjómar Hafmrfirði 28. - 29. nóvember 1992 Aðalfundur miðstjórnar Alþýðubandalagsins verður haldinn í Veitingahúsinu Firðinum, Strandgötu 30, laugardag 28. nóvember og sunnudag 29. nóvember næstkomandi. Efnahags- og atvinnumál, flokksstarf og viðhorf vinstri manna til umhverfis og hagvaxtar eru helstu mál miðst jórnarfundarins að þessu sinni. DAGSKRÁ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER: Kl. 09:30 Setning Almennar stjórnmálaumrœður * Stjórnmálaviðhorfið Framsögumaður Ólafur Ragnar Grímsson * Tillögur í efnahags- og atvinnu- málum. Framsögumenn Ragnar Amalds og Steingrímur J. Sigfússon * Umræður Kl. 12:00 Hádegisverðarhlé Kl. 13:00 Almennar umrœður, fram- hald Kl. 17:00 Starfshópar Kl. 20:00 Kvöldverður/ Kvöldvaka * Sameiginlegur kvöldverður og skemmtidagskrá í umsjá heima- manna. SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER: Kl. 09:00 Starfshópar Kl. 10:30 Umhverft og hagvöxtur: Viðhorf vinstrí manna * Álfheiður Ingadóttir, Björn Guðbrandur Jónsson, Einar Valur Ingimundarson, Hjörleifur Gutt- ormsson og Már Guðmundsson segja álit sitt og svara spumingum Kl. 13:00 Álit starfshópa, umrœður og afgreiðsla mála Kl. 16:00 Önnur mál Kl. 16:30 Fundarslit Grímsson Ragnar Amalds Steingrímur J. Sigfússon

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.