Vikublaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19. nóvember 1992 VIKUBLAÐIÐ araiaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið“ Trúin á stöðuga framþróun er líf- seig á Vesturlöndum. Oft er hún sett fram með líkingum úr múrverki. Það er verið að leggja stein við stein eða múra þrep í stiga framfaranna. Á hagvaxtartímum er gjaman talað á þann veg að öll þrep sem á undan eru komin í þróuninni séu grunnmúruð og verkefni stjórnmálamanna og hugsuða sé að múra næsta þrep, benda á nýja fótfestu fyrir hamingju- sókn mannsins. Ekki alls fyrir löngu gat að líta umfjöllun í blaði þar sem því var haldið fram að þessi hugsýn væri fölsk. Réttara væri að lýsa dagskrá dæmi má taka að á Ríó-ráðstefnunni var samþykkt að nauðsynlegt væri að auka þróunarhjálp til þess að ná tökum á umhverfis- og mengunar- vandamálum heimsins. Við af- greiðslu fjárlaga nú í haust á frnnska, sænska og norska þinginu voru framlög til þróunarhjálpar samt sem áður skorin niður. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Deilur stjórnmálaflokka og hags- munasamtaka, samstarf þeirra og samráð, hefðbundin stjórn og stjórn- arandstaða taka umbreytingum eftir því hvar í stiganum við erum stödd og hvort við erum á niðurleið eða Deilur sijórnmálaflokka og hagsmunasamtáka, samstarf þeirra og samráð, hefðbundin stjórn og stjórnarandstaða taka umbreytingum eftir því hvar í stiganum við erum stödd og hvort við erum á niðurleið eða uppleið. stjórnmálanna sem einskonar Mas- low-stiga. Abraham Maslow er bandarískur sálfræðingur sem kom á framfæri hugtakinu „mikilvægisröð þarfanna". Þaríír mannsins segja til sín í mikilvægisröð. Manneskjan getur ekki sinnt þörf sinni fyrir ör- yggi og ást fyrr en hún hefur full- nægt grundvallarþörfinni fyrir mat, drykk og skjól. Og án öryggis og ást- ar lætur sjálfstraustið bíða eftir sér, en á sjálfstrausti byggist það að mað- ur geti orðið sinnar gæfu smiður. Og það fylgir sögu að við getum bæði verið á leiðinni upp eða niður þarfa- stiga Maslows. Menn hafa gert sér það að leik að búa til Maslow-stiga stjómmálanna þar sem friður og lýðræði eru neðstu þrepin en síðan kemur efnahagur, náttúra og loks velferð. Með þessu er verið að leiða huga okkar að því að víð rífumst um velferðarmál og nátt- úruvemd meðan við teljum okkur standa traustum fótum á lægri þrep- unum. Eldgos í nágrenni Reykjavík- ur, hmn þorskstofnsins, yfirvofandi stríðsátök eða valdníðsla innanlands myndu á hinn bóginn umsvifalaust knýja stjórnmálamenn til þess að einbeita sér að gmndvallarþrepum stigans. Efnahagskreppur þrengja sjón- deildarhringinn og tímasviðið. Sem uppleið. Flokkar sem deila hart um markað og lífskjarajöfnun geta náð saman um björgunaraðgerðir í at- vinnulífi þegar illa árar. Þegar vá er fyrir dyrum geta andstæðingar þurft að snúa bökum saman til þess að verja þjóðarhag. Kröfupólitík sem kann að eiga við í efstu þrepum verð- ur hjárænuleg þegar málið snýst um lýðræði og frið. Enginn ágreiningur er um það að stöðnun og samdráttur hefur ein- kennt íslenskt atvinnulíf síðustu misseri. Við blasir stórfellt atvinnu- leysi og landauðn í sumum byggðar- lögum. Hvort heldur sem litið er á ástandið sem skammvinna eða langæja efnahagslægð er vá fyrir dymm Islendinga. I ljósi þess verður að líta á tillögugerð Alþýðubanda- lagsins í efnahags- og atvinnumál- um. Þar var á ferðinni óvenjulegt fmmkvæði af hálfu stjórnarand- stöðuflokks. Hið sama má í raun segja um framgöngu Ásmundar Stefánssonar í viðræðum við at- vinnurekendur og ríkisvald. Hugsun- in er sú að atvinna og réttindi launa- manna og staða samtaka þeirra sé betur tryggð með því að eiga frum- kvæði og hlut að efnahagsaðgerðum, heldur en að láta stjómmálastefnuna yfir sig ganga. Betra að ýta frjáls- hyggjurausinu út af borðinu fyrir- Halli og skuldsetning hins opinbera minni hér á landi en víða □ Halli hins opinbera I hlutfalli viö landsframleiðslu 1991 Heildar skuld hins opinbera I hlutfalli viö landsframleiöslu 1992 fram heldur en að berjast gegn laga- boðum íhaldskrata eftirá. Mat á efnahagsaðgerðum fer sjálf- sagt eftir því hvar í Maslow-stiga stjómmálanna við teljum að íslend- ingar séu staddir. Ef við metum það svo að komnir séu þverbrestir í und- irstöðuþrepin þá kallar það á þjóðar- samstöðu, sérstaklega nú þegar gangast á undir EES- og EB-kvaðir sem reyna mun á þolrifin. Annars fer fyrir okkur eins og gerðist á öðm hnignunarskeiði fyrir margt löngu og lýst er ágætlega í skýringum við Sturlungaútgáfu Svarts á hvítu sem Ömólfur Thorsson ritstýrði: „Höfðingjar Sturlungu sóttust eft- ir völdum yfir bændum og búaliði á tímum þegar efnahag landsmanna fór hnignandi, afrakstur vinnunnar rýmaði í verði, erlendar nauðsynjar urðu torfengnari og sífellt um minna að tefla og yfir minni hlut að ráða. Þetta hefur enn hert sókn einstakra manna og hvatt þá til að knésetja aðra sem einnig ásældust það sem fyrir var; búnyt héraðsbænda. Landsmenn hafa að lokum verið orðnir langþreyttir á ófriði og þess gætir í sögunni að bændur sem virð- ingar nutu töldu friði best borgið ef enginn væri höfðingi í héraði." Okkur er mikil nauðsyn réttsýnna og raunsærra stjómmálaforingja á þeim tímum sem nú fara í hönd. Og undir það skal tekið hjá bréfritara Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins að það þarf mikla lipurð og lagni til þess að ná fram víðtæku samkomu- lagi um meðferð efnahags- og at- vinnumála á næstunni. Er slíka eig- inleika að finna í Stjórnarráðinu? Eða ráða þar ójafnaðarmenn einir? ÞettaerEdda Húnereinaf 78 þjónustu&illtrúum í Landsbankanum. Þjónustufulltrúinn veit allt um Vörðuna, -víðtæka fjármála- þjónustu Landsbankans fyrir fólk á öllum aldri. Þjónustufulltrúinn í Landsbankanum er persónulegur fjármálaráðgjafi þinn og trúnaðarmaður og gætir fjárhags- legra hagsmuna þinna í hvívetna. Hann gefur þér ráð og svarar spurn- ingum þlnum um hvaðeina sem lýtur að fjármálum og bankaþjónustu. Ef þú ert þátttakandi í Vörðu, Námu eða RS, Reglubundnum sparnaði, færðu þinn eigin fasta þjónustufulltrúa. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.