Vikublaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. nóvember 1992 ERLENDIR ÁHRIFAMENN A toppiim í norskrí pólitík „Maður tekur ekki að sér Norska verkamannaflokk- inn upp á eitt til tvö ár,“ seg- ir Torbjörn Jagland og gefur þar með til kynna að hann ætli sér langt líf á toppnum í norskum stjórnmálum. Óvænt afsögn Gro Harlem Brundtlands sem formanns ruddi brautina að for- mennskunni fyrir Jagland sem síðastliðin sex ár hefur verið framkvæmdastjóri flokksins. Ahugann á stjórnmálum hefur Torbjöm Jagland haft með í farteskinu frá unga aldri. Faðir hans var virkur í félagsstörfum og íþrótta- hreyfingu og fimmtán ára að aldri var Torbjörn fyrst kos- inn til trúnaðarstarfa. Hann er nú 42 ára að aldri og síð- ustu 15 ár hafa stjórnmálin tekið allan hans tíma. Hann var formaður sam- taka ungra jafnaðarmanna 1977 til 1981 og eftir það var honum falið að undirbúa nýja stefnuskrá Verka- mannaflokksins. Þegar Ivar Leveraas hætti sem fram- kvæmdastjóri og gerðist bankastjóri íHusbanken 1986 var komið að Torbjöm Jag- land að setjast í það sæti sem valdamiklir menn eins og Martin Tranmel og Hákan Lie höfðu skipað áður. Há- punkturinn á valdaferli þeirra var einmitt framkvæmda- stjórastaðan en Jagland gengur feti lengra inn í völundarhús norskra stjómmála. Hann er fimmti leiðtogi Verkamannaflokksins frá því 1945 svo að því má gera skóna að hann gegni for- mennskunni um tíu ára skeið að minnsta kosti. Eins og vænta má af fyrr- verandi framkvæmdastjóra heldur hann því fram að flokksvélin sé vel smurð, þó Hinn nýi formaður Verkamannaflokksins í Noregi þarf að ausa hálfsokkinn bát því fylgi flokksins hefur ekki mœlst minna frá því á þriðja áratug aldar- að stuðningur almennings við Verkamannaflokkinn hafl ekki mælst minni frá því á þriðja áratug aldarinnar. Um 25% landsmanna lýsa nú stuðningi við flokkinn og um- ræðan um aðild Noregs að Evrópubandalaginu hefur reynst honum erfið, enda þótt fylgismenn aðildar að EB hafi haft ömggan meirihluta á flokksþinginu. Nýi formaður- inn telur að það muni reynast erfítt að hífa flokkinn mikið uppfyrir 30% í næstu kosn- ingum meðan hann er í ríkis- stjóm og atvinnuleysi og EB- deilur setja svip á þjóðlífið. Viðfangsefni hans verður að snúa fylgiskúrvunni upp- ávið. Boðskapur formannsins er þó ekki neinn fagnaðarboð- skapur. I bók sem hann átti hlut að og kom út fyrir þremur árum undir nafninu „Noregur eins og við viljum“, sagði þá- verandi framkvæmdastjóri að ekki væri rúm fyrir umbætur nema miðaldra fólk léti af kröfupólitík sinni, sætti sig við minna en það hefði og léti meira renna til smábarna- fjölskyldna og eldra fólks. Thorbjöm Jagland heldur því enn fram að þeir sem hafi vel borgaða- vinnu verði að sýna samstöðu með öðmm en sjálfum sér og sínum líkum þegar minna sé orðið til skipt- anna. Norskt samfélag sé ekki þannig vaxið að hægt sé að ná svo miklu af hinum ríku að það skili umtalsverðu í kass- ann til þess að deila út til þeirra sem hafa það skítt eða hafa orðið undir. Hann er sannfærður um að hinn breiði fjöldi vilji sýna samstöðu og sætta sig við minna ef byrðar séu lagðar á fólk á réttlátan hátt. Fyrir sex ámm sagði Tor- bjöm Jagland, sem er giftur og faðir tveggja sona, að hann gæti ekki hugsað sér að lifa lífí þingmanns á Stórþinginu. Nú hefur Gro Harlem Bmndtland skorað á kjör- nefnd Verkamannaflokksins í Buskerud að stilla Jagland upp í fyrsta sæti við næstu þingkosningar. Torbjörn segir skoðanir sínar hafa breyst á 6 ámm og ekki sé hægt að gegna flokksfor- mennskunni án þess að vera á þingi. Sjálf hefur Gro Har- lem Brundtland sagt að það sé óhjákvæmilegt fyrir for- sætisráðherra í Noregi að hafa reynslu frá setu á Stór- þinginu. Og Torbjöm Jagl- and slær því föstu opinber- lega að hann ætli sé ekki að verða hreppapólitíkus á þingi heldur vinna með hagsmuni landsins alls að leiðarljósi. Einkalífið ber nýi for- maðurinn ekki á torg en hann hefur ekki komist und- an að greina frá því að uppá- haldsmatur hans er lútfiskur og þorskhausar með öli og genever. ( Byggt á grein eftir Reidar Rotevatn Drammens Tidende - Buskemds Blad.) Thorbjörn Jagland heldur því enn fram að þeir sem hafi vel borgaða vinnu verði að sýna samstöðu með öðrum en sjálfum sér og sínum líkum þegar minna sé orð- ið til skiptanna. O n o 11 o Verðlaunagáta Verkefni ykkar, lesendur góðir, er að lesa texta út úr myndagátunni. Lausnir sendist Vikublaðinu, Laugavegi 3, 101 Reykjavík. Skilafrestur er tvær vikur. Verð- laun eru bók Thors Vilhjálmssonar, Raddir í garðinum, sem nýkomin er út hjá Máli og menningu.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.