Vikublaðið - 19.11.1992, Qupperneq 4
VIKUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 19. nóvember 1992
Stóra ASÍ-tilraimin
og Ma byltíngin
Fréttaskýring
eftir Pál
VUhjálmsson
í fáeinar vikur hefur fámennur hópur
forystumanna ASÍ og VSÍ fundað
stíft um aðgerðir í efnahagsmálum.
Engar heildstæðar tillögur hafa verið
lagðar fram þegar þetta er skrifað og
reyndar tvísýnt um að þessir aðilar
komist að sameiginlegri niðurstöðu
til að leggja í hendur ríkisstjórnar
Davíðs Oddssonar. En sú staðreynd
að forysta ASÍ ræðir í fullri alvöru
við fulltrúa vinnuveitenda um víð-
tækar aðgerðir í efnahagsmálum
staðfestir þróun í íslensku samfélagi
sem án efa mun leiða til áþreifan-
legra þjóðfélagsbreytinga. Ef ASI-
tilraunin heppnast hefur viðteknum
gildum í íslenskri efnahagsstjórn
endanlega verið kollvarpað og ára-
tuga hefð í stjórnmálum sniðgengin.
Það gæti farið svo að þjóðin stæði
frammi fyrir lítilli byltingu forystu-
liðs ASÍ, VSÍ og ríkisstjórnarinnar.
Asmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, er sannfærður um að stöðug-
leiki í efnahagsmálum sé meginfor-
senda fyrir eðlilegri þróun atvinnu-
lífsins. Þessi sannfæring lá til grund-
vailar þjóðarsáttinni fyrir tveim árum
þegar ákveðið var að kveða niður
verðbólguna með samræmdu átaki.
Víðtæk samstaða hefur náðst um það
markmið að halda þessum stöðug-
leika. Það hefur hinsvegar lítið verið
rætt um þann fórnarkostnað sem
þjóðfélagið verður að taka á sig til að
halda stöðugu gengi og stöðugu
verðlagi.
Það er aðeins útgerðin sem hefur
skorast undan samstöðu um stöðug-
leika og Kristján Ragnarsson, for-
maður LIÚ, hefur krafist gengisfell-
ingar til að rétta við stöðu sjávarút-
vegsins. Útgerðarmenn vita hverjum
klukkan glymur þegar stjórnmála-
menn segjast vilja halda í fast gengi
og stöðugt verðlag. Útgerðin, sá
fjórðungur hennar sem verst er sett-
ur, verður þó aðeins fyrsta fórnar-
lambið; atvinnuleysi og byggðarösk-
un koma í kjölfarið.
Ef þær hugmyndir ná fram að
ganga, sem forysta ASÍ og VSÍ ræða
þessa dagana með vitund og vilja
rílcisstjórnarinnar, mun kostnaðurinn
við það að halda stöðugleikanum
leggjast af fullum þunga á íslenskt
samfélag. í meginatriðum mun það
þýða að mikil grisjun verður í sjávar-
útvegsfyrirtækjum, atvinnuleysi
stóreykst og nokkur pláss úti á landi
komast á kaldan klaka. Þetta er fórn-
arkostnaðurinn. Hugmyndin sem
liggur til grundvallar er að of mörg
fyrirtæki starfi við íslenskan sjávar-
útveg og þeim þurfi að fækka til að
þau fyrirtæki sem eftir standa skili
arði og geti borgað sæmilegt kaup.
Verkalýðshreyfingin, atvinnurek-
endur (mínus útgerðin) og ríkis-
stjórnin virðast ætla að ná saman um
aðgerðir sem boða stórfelldar breyt-
ingar á stærstu atvinnugrein þjóðar-
innar. I þessu ljósi verður að skoða
„aftökulista sjávarplássa" sem Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
lagði fram á þingi LÍÚ á Akureyri
nýverið. Þetta var ekki mælskubragð
ráðherrans, eins og forsætisráðherra
hélt fram, heldur örvæntingaróp full-
trúa útgcrðarinnar í ríkisstjórn ís-
lands. Útgerðin veit sem er að eina
von hennar er að tengja hagsmuni
sína við framtíð landsbyggðarinnar
og virkja þannig þingmenn dreifbýl-
iskjördæma á Alþingi.
Meðaltalið og byggðasjónarmið
fyrir bí
Þjóðarsáttin frá 1990 breytti einu
mikilvægu atriði í íslenskri efna-
hagsstjórn: Stjórnvöld geta ekki
lengur notað verð-
bólguna sem hag-
stjórnartæki, eins og
þau hafa löngum
gert. I „gamla daga“
var hægt að lækka
gengi krónunnar
þegar fiskverð lækk-
aði í Bandaríkjunum
og Evrópu eða
minni afli barst að
landi. Þannig fengu fiskvinnslan og
útgerðin fleiri krónur fyrir fiskinn;
fólkið hélt vinnunni en þurfti að
borga hærra verð fyrir vörur og þjón-
ustu, meðal annars vegna þess að
verð á innfluttum vörum hækkaði, í
krónum talið. Við næstu kjarasamn-
inga var reynt að hækka kaupið til
samræmis við dýrtíðina, en það var
oftast skammgóður vermir því að
gengið var jafnan lækkað þegar
vinnsla og útgerð þurftu á því að
halda.
A þessum árum var það viður-
kennt að viðmið fyrir afkomu út-
gerðar og fiskvinnslu ætti að vera
meðaltalið. Jafnvel þó að í gildi væri
gengisskráning sem miðaði við af-
komu meðaltalsins voru alltaf ein-
hver pláss sem áttu í vandræðum
með sína útgerð og vinnslu. Þá var
gripið til sértækra ráðstafana þar
sem opinbert fé var látið í reksturinn
með einum eða öðrum hætti. Fyrir-
tækið hélt áfram og fólk þurfti ekki
að yfirgefa heimahagana til að leita
að vinnu annarsstaðar. Þannig héld-
ust í hendur hagsmunir útgerðarinn-
ar og sjónarmið landsbyggðarþing-
manna á Alþingi sem töldu það hlut-
verk sitt að sjá til þess að hið
opinbera kæmi fyrirtækjum í þeirra
kjördæmum til aðstoðar þegar á bját-
aði.
Eftir að ríkisstjóm Davíðs Odds-
sonar tók við völdum fyrir hálfu
öðru ári hefur forsætisráðherra oftar
en einu sinni lýst því yfir að rangt sé
að miða við meðaltalsafkomu veiða
og vinnslu. Jafnframt hefur Davíð
sagt að ekki komi til greina að bjarga
Fyrir og eftir Asmund
Stóra tilraunin stendur og fellur með Asmundi Stefánssyni,
forseta ASÍ. Umboðið sem hann fékk frá miðstjóm ASÍ og
formönnum landssambanda og svæðasamtaka síðasta
sunnudag sýndi hversu mikið traust er borið til hans. Ekki
síður undirstrikaði fundurinn að enginn aðili innan ASI get-
ur lagt fram áætlun eða stefnu sem valkost við hugmyndir
forsetans. Andófið sem Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Dagsbrúnar, hafði uppi var einangrað og jafnvel þeir
sem tortryggnir voru á tillögurnar sem hafa verið til um-
ræðu vildu ekki hætta viðræðum ASÍ og VSÍ.
Þegar Ásmundur bauðst til jtess að fresta yfirstandandi
viðræðum fram yfir þing ASI, sem hefst á mánudaginn,
vildu fundarmenn ekki heyra á það minnst. Menn vita sem
er að ef Ásmundur lætur af embætti forseta ASÍ án þess að
viðræður hafi verið til lykta leiddar, eru litlar líkur á að nið-
urstöður fáist. Ovissan um það hvað við tekur þegar Ás-
mundur lætur af embætti, hefur orðið til þess að sumir láta í
ljós þá ósk að hann gefi kost á sér, þrátt fyrir yfirlýsingar
um að hann ætli að hætta. Mjög ólíldegt er að Ásmundi snú-
ist hugur.
Þeir menn sem líklegastir eru taldir í forsetaembættið eru
Grétar Þorsteinsson, formaðurTrésmiðafélags Reykjavíkur,
Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, Pétur Sigurðsson,
formaður Alþýðusambands Vestfjarða, og Öm Friðriksson,
varaforseti ASI og formaður Málm- og skipasmiðasam-
bandsins.
Ekki er talið að Grétar Þorsteinsson hafi áhuga á emb-
ættinu og hafi hann undirstrikað það með því að standa að
samþykkt Trésmiðafélagsins þar sem samráðsviðræðum var
andmælt.
einstökum fyrirtækjum með sértæk-
um aðgerðum.
Það hefur ekki farið hátt en for-
ysta ASI hefur tekið undir þau sjón-
armið að ekki komi lengur til greina
að „bjarga fyrirtækjum upp á gamla
mátann" eins og Öm Friðriksson,
varaforseti ASÍ, sagði í umræðuþætti
í útvarpinu fyrir viku og bætti við að
menn þyrftu að komast út úr þeim
vítahring að fyrirtæki færu á hausinn
til þess eins að nýir aðilar hæfu
rekstur von bráðar í sama húsi. Þetta
þýðir að ríkisvaldið og verkalýðs-
hreyfingin eru orðin sammála um að
gjaldþrot sjávarútvegsfyrirtækja séu
nauðsynlegur þáttur í endurreisn
efnahagslífsins. Engin furða er að
Kristján Ragnarsson hjá LÍÚ vilji
gengisfellingu.
Þegar grisjað verður í útgerð og
vinnslu mun það hafa röskun byggð-
ar í för með sér. Seyðisfjörður er
ágætt dæmi um það hvemig þróunin
gengur fyrir sig. Á undanförnum ár-
um hafa vinnsluhúsin misst togarana
sína í hendur manna sem eingöngu
gera út. Útgerðarmennirnir hafa talið
hag sínum best borgið með því að
sigla með aflann og vinnslan fær
ekki hráefni og hefur ekki heldur
bolmagn til að kaupa skip og kvóta.
Fólki fækkar á staðnum þegar at-
vinnuframboð er lítið. Frá því að erf-
iðleikarnir hófust hefur íbúum fækk-
að um I0 prósent. Ásmundur Stef-
ánsson heimsótti Seyðfirðinga á
liðnum vetri og hann greindi vand-
ann þannig í Vinnunni, tímariti ASÍ:
„Það blasir við að haldi íbúum á
Seyðisfirði áfram að fækka er hætt
við að fyrr eða síðar
verði þeir svo fáir að
þeir beri ekki lengur
uppi þá miklu þjón-
ustu sem þar er veitt.
Það hefði aftur í för
með sér að botninn
dytti úr þjónustunni
og íbúum fækkaði
verulega mikið á
skömmum tíma.“
Alþingi úr leik
Davíð Oddsson á undir högg að
sækja í þingflokki sjálfstæðismanna.
Hann hefur ekki náð þeim óskoruðu
völdum sem hann hafði- í borgar-
stjórn og menn bjuggust við að hann
myndi taka sér í þingflokknum.
Þvert á móti hafa þingmenn á borð
við Matthías Bjamason, Eyjólf Kon-
ráð Jónsson og Inga Björn Alberts-
son staðið uppi í hárinu á Davíð og
komist upp með það, kannski ekki
síst fyrir þær sakir að í kringum Þor-
stein Pálsson sjávarútvegsráðherra er
valdakjarni sem án fyrirvara er tilbú-
inn að taka við forystu flokksins.
Við þessar kringumstæður er
næsta vonlaust að Davíð fái þing-
tlokkinn til að samþykkja efnahags-
aðgerðir sem bitna munu harkalega á
kjördæmum öflugra þingmanna. Af
sömu sökum á Davíð einnig óhægt
um vik að þiggja boð Alþýðubanda-
lagsins um að stjómarandstaðan
komi að viðræðum um efnahagsað-
gerðir. Það gengur ekki að forsætis-
ráðherra eigi í viðræðum við stjóm-
arandstöðuna á meðan stjórnarþing-
flokkurinn er úti í kuldanum. Davíð
metur stöðuna þannig að best sé að
sem allra fæstir komi nálægt yfir-
standandi viðræðum og hefur fengið
ráðherra Alþýðuflokksins til að sam-
þykkja þessa málsmeðferð. Þessi af-
staða hefur skapað vandræði því að
nieðal þingmanna Alþýðuflokksins
gætir vaxandi óánægju með það að
þeir fái ekkert að heyra um þær hug-
myndir sem em á borðum ráðherr-
anna.
Þingmenn hafa fundið fyrir því að
það er ekki niðri við Austurvöll sem
ráðum þjóðarinnar er ráðið, heldur í
höfuðstöðvum ASÍ við Grensásveg
og VSÍ við Garðastræti. Þess vegna
hafa þingflokksformenn og formenn
stjórnarandstöðuflokkanna lagt leið
sína á Grensásveg í leit að fréttum
um framgang viðræðnanna.
Það hentar forsætisráðherra að
forystumenn ASÍ og VSÍ komi sér
saman um efnahagsaðgerðir sem
síðan yrðu lagðar fram til samþykkt-
ar eða synjunar í þingflokkum
stjórnarinnar. Með þeim hætti er
hugsanlegt að knýja fram aðgerðir
sem undir venjulegum kringumstæð-
um gengi ekki. Mikið verk er þó
óunnið og ekki síst þarf að sannfæra
önnur stór launþegasamtök um ágæti
samráðs. Það þýðir þó ekki að hafa
samband við BHMR, BSRB og
Kennarasambandið fyrr en ASÍ hef-
ur gefið sitt samþykki. Alþýðusam-
bandið er stefnumótandi fyrir alla
verkalýðshreyfinguna.
Pétur Sigurðsson hefur hug á embættinu en hefur lítinn
stuðning. Kemur þar tvennt til: í fyrsta lagi er hann talinn of
flokkshollur Alþýðuflokknum, en hann er varaþingmaður
flokksins, og í öðru lagi hefur hann tekið þátt í og verið tals-
maður þess á undanförnum árum að Alþýðusamband Vest-
fjarða dragi sig úr samfloti ASÍ í kjarasamningum. Þessi
háttur Vestfirðinga er lúlkaður sem sérviska og gikksháttur.
Guðmundur Þ. Jónsson er vel látinn og margir treysta
honum vegna þeirrar hógværðar og stillingar sem hann þyk-
ir sýna. Ef stemmningin á ASI-þinginu verður þannig að
menn vilja hætta við stóra samráðið er lfklegt að Guðmund-
ur eigi nokkra möguleika.
Öm Friðriksson er varaforseti ASI og hefur það orðspor
að vera röggsamur og tilbúinn að grípa til róttækra ráða ef
annað dugir ekki. Það sýndi hann með því að setjast að Búr-
fellinu, skipinu sem átti að fara til Póllands til viðgerða, og
fá því framgengt að það yrði tekið í slipp hér heima. Örn
hefur fylgst náið með viðræðum ASÍ og VSÍ og stutt þetta
vinnulag. Þegar það var fyrst nefnt við hann að fara fram
var Örn því afhuga. En þegar frá leið breyttist afstaða hans
þótt hann vilji ekki ganga fram fyrir skjöldu og sækjast eftir
forsetaembættinu. Mjög líklegt er að Öm njóti stuðnings
Ásmundar og það eykur líkumar á því að hann bjóði sig
fram og hljóti kosningu ef viðræðurnar ganga upp.
Ef ekki verður komin niðurstaða í viðræður ASÍ, VSÍ og
ríkisstjórnarinnar fyrir þing ASÍ verður að finna eðlilegt
framhald án Ásmundar Stefánssonar. Það verður afar erfitt
því að nýr forseti ASÍ mun hvergi nærri hafa það traust og
þá pólitísku þyngd sem fráfarandi forseti ASÍ hefur áunnið
sér á liðnum I2 árum. Litla byltingin gæti runnið út í sand-
inn.
Páll Vilhjálmsson