Vikublaðið - 19.11.1992, Side 5
Fimmtudagur 19. nóvember 1992
VIKUBLAÐIÐ
5
KvenmannslaiLst framtíðarrflá SUS
Stefnir, blað Sambands ungra
sjálfstæðismanna, kom út á dögun-
um. Að þessu sinni fjallar það um
forsendur franrtíðar á íslandi. í átján
mikið myndskreyttum greinum, senr
allar eru unr og eftir karla og ýmist
með myndum af greinarhöfundum
(körlum) eða viðmælendum (körl-
um), eru framtíðinni gerð skil, svona
eins og ungir sjálfstæðismenn sjá
hana. Eins og segir í inngangsgrein
blaðsins þá fjallar það um „at-
vinnuþróun, hagvöxt, neyslu, heilsu-
far. Með öðrum orðurn er það vel-
sældin sem við viljum vera örugg
um fyrst og fremst."
Það þarf ekki að fletta mörgum
síðum í þessu blaði til að átta sig á
því að í þessari framtíð er annað
hvort búið að afnema konur með
öllu, læsa þær inni eða setja þær á
safn. I framtíðarsýn þessara ungu
rembukarla eru engin heimili, engar
fjölskyldur, engar konur, engin börn,
engir aldraðir, ekkert rúm fyrir um-
hverfismál. Bara vald, vélar og pen-
ingar, samankomið í fáum karla-
höndum.
Forsíðan á Stefni, blaði Sam-
bands ungra sjálfstœðismanna,
þar sem lýst er kvenmannslausu
framtíðarþjóðfélagi.
Það þarfekki að fíetta
mörgum síðum íþessu
bkiði íií að átta sig á
þvíað íþessari framtíð
er annað hvort búið að
afnema konur með
öllit, lœsa þœr inni eða
setja þœr á safn. I
fmmtíðarsýn þ essara
ungu rembukarla eru
engin heimili, engar
jjölskyldur, engar kon-
ur, engin börn, engir -
aldraðir, ekkert rúm
fyrir umhverfismáL
Bara vald, vélar og
peningar, samankomið
ífáum karlahöndum.
Tippadekrið - afsakið orðbragðið
- er algert. Kenningar um að turnar
og önnur slík fyrirbrigði væru tippa-
tákn þóttu broslegar. En hvað á að
halda þegar flett er heilu blaði þar
sem allar myndskreytingar falla eins
og flís við rass þeirrar kenningar? A
forsíðunni, sem er kapítuli út af fyrir
sig, er útkýldur sterabolti á sund-
skýlu tilbúinn að stinga rafmagnssn-
úru í samband. Reyndar í vitlausu
landi, því eftir myndinni að dæma
eru Islendingar komnir á fremsta
hlunn með að kaupa orku í Bret-
landi. Karlar að klífa stiga, karlar á
einhverjum tindum út og suður, tum-
ar, súlur og pýramídar. Karlar í hlut-
verki Guðs almáttugs. Eina myndin
sem sýnir einhvers konar vinnu innta
af hendi er af vélmenni.
I blaðinu eru reyndar myndir af
tveimur konur. Önnur er af Vigdísi
forseta með biskup til annarrar hand-
ar og forsætisráðherra til hinnar á
leið inn í Alþingishúsið og löggur á
heiðursverði í forgrunni. Hin er
teiknuð mynd af karli og konu hlið
við hlið í sósíalrealískum stíl og
fylgir myndin grein um SÍA- skjölin
og skuggalega fortíð ungra sósíalista
á Islandi. Sú fortíð er frá sjónarhóli
greinarhöfundar blessunarlega liðin
og eina konan í blaðinu - að Vigdísi
undanskilinni - því fortíðarvandi
vinstrihreyfingarinnar. Svona af-
hjúpa ungir sjálfstæðismenn ósk-
hyggju sína. Þeir virðast nefnilega
vona innst inni að konur hverfi af
sjónarsviði stjórnmálanna á svipað-
an hátt og alheimskommúnisminn
sjálfur!
Það kemur ekki á óvart að svo gott
sem engar konur hafa komið nálægt
þessum óskapnaði og þær fáu sem
nefndar eru í tengslum við útgáfuna
eins og statistar í aukahlutverkum. í
fimm manna stjórn SUS er ein kona
og í hópi meðstjórnenda, sem eru
tuttugu, er sömuleiðis ein kona. í út-
gáfuráði er engin kona en við
vinnslu blaðsins virðast tvær konur
hafa komið við sögu, önnur sem
prófarkalesari og hin í auglýsingum.
Hvað skyldi Freud hafa sagt?
USS-suss-SUS.
Borland kynnir
EINSTAKT TILBOD
ó töflureiknum!
Sameinaðu kostina
Núna getur þú gert mjög góð kaup
á töflureiknum frá Borland. Þú getur
fengið frábæran töflureikni fyrir DOS
og Windows á verði annars þeirra.
Þetta einstaka tilboð kallar Borland
WinDOS.™
Nýjung: Quattro Pro fyrir
Windows með minnis-
blokkum
í Quattro Pro fyrir Windows er hægt að
gera fjölmargt sem er ómögulegt með
öðrum töflureikni. Frumlegar minnis-
blokkir (Notebooks) með flipum sem
gefa má nöfn gera þér auðveldara en
nokkru sinni að skipuleggja töflumar
þínar og halda þeim við. Hlutaskyggnir
(Object Inspector) opnar valseðla sem
veita með nýjum hætti aðgang að við-
eigandi möguleikum. Og í Quattro Pro
er rómuð grafík sem jafnast á við sjálf-
stæð grafíkforrit. Auðvelt er að sækja
gögn í gagnagrunna og nota ný og öflug
verkfæri við að greina samhengi hlut-
anna. Auk þess er allt sem þarf til að
búa til sérsmíðuð notendaforrit. Allt
þetta og margt fleira gerir Quattro Pro
fyrir Windows öflugra og aðgengilegra
en áður hefur þekkst.
fiáaösiáEi
os* l
QUATTROPRO
il||
otwisorcofCBWiíocws
B 0 R l A N D
oiwnodtoiDfCROos
B O R l A N D
Quattro Pre
fyrir
Windows og DOS
Tvöfoldur pokki
ó einföldu verði
Tímabundið tilboð,
gríptu tœkifœrið!
Hofðu sombond,
þú færð hvergi
öflugri
töfiureikni!
Medfylgjandi er
„Quattro Pro 4.0...
hinn fullkomni
DOS töflureiknir"
InfoWorld, apríl 1992
Enginn annar töflureiknir hefur unnið til
jafn margra viðurkenninga og Quattro
Pro fyrir DOS. Milljónir notenda hafa
þegar valið Quattro Pro því í honum
samejnast á einstæðan hátt öflugir
þrýstihnappar og gröf sem laga sig eftir
breytingum gagnanna.
Frábær samhæfni við
Lotus og Excel
Það er ekki nóg að Quattro Pro lesi og
visti skrár með Lotus og Excel sniði auk
margra annarra heldur getur forritið líka
notað fjölva og umbrot úr öðrum forritum.
Af hverjv WinDOS?
Með WinDOS tilboðinu er mun auð-
veldara en áður að flytja sig milli DOS
og Windows. Hægt er að nota bæði
DOS og Windows ef það hentar t.d.
Windows í vinnunni og DOS á fartölv-
unni eða heima. Þú hefur alveg einstakt
tækifæri til að fá þér Quattro Pro
WinDOS núna. Gríptu tækifærið strax í
dag og fáðu þér fullkominn töflureikni
fyrir DOS og Windows á tilboðsverði.
ORTOLVUTÆKNI
Tölvukaup hf • Skeifunni 17 • Sími 687220 • Fax 687260