Vikublaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 6
6
v ir\u 10 i i- i- i /
VIKUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 19. nóvember 1992
Miklum
fagnað
„Þegar þekktasta akademía heims veitir Thor Vilhjálms-
syni verðlaun sem eingöngu hafa fallið nokkrum úrvals lista-
mönnum í skaut og ganga næst nóbelsverðlaunum, er ástæða
fyrir þjóðina alla til þess að fagna þeim sóma.“
Eitthvað á þessa leið fórust Sigurði Pálssyni rithöfundi orð
í hófí sem Norræna húsið, sænski sendiherrann og Mál og
menning héldu rithöfundinum í Norræna húsinu sl. föstu-
dagskvöld. Þar var samankominn fjöldi manns til þess að
samfagna skáldinu sem fyrir nokkru voru afhent Norrænu
verðlaun Sænsku akademíunnar við hátíðlega athöfn í Stokk-
hólmi.
Auk Sigurðar fluttu ávörp Einar Kárason rithöfundur, Göte
Magnusson sendiherra og Halldór Guðmundsson útgáfu-
stjóri. Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona söng við
undirleik tónskáldsins Hjálmars H. Ragnarssonar. Thor þakk-
aði fyrir sig með nokkrum orðum.
Á myndunum sem hér fylgja úr fagnaðinum má greina
Auði Laxness og Margréti Indriðadóttur, Thor eiginmann
hennar, Jakob Benediktsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Áma
Bergmann, Bjöm Th. Bjömsson, Halldór Guðmundsson,
Örnólf Thorsson, Gísla Sigurðsson og Þómnni Valdimars-
dóttur svo nokkrir séu nefndir.
tíðíndum
... hlýtt, mjúkt
og notalegt...
Þessi litla glaðlega dama er heldur
betur ánægð í nýju kápunni, enda er
hún hlý, mjúk og notaleg. Kápan er úr
ull og fóðruð með 100 % polyester. í
slaufu, kraga og í líningum framan á
ermum er silkimjúkt svart flauel. Tölurn-
ar eru líka fóðraðar með flauelinu
svarta. Húfan er svört alpahúfa.
Kápan hlýja og mjúka fæst í stærð-
unum 86 - 152 og kostar aðeins
9.500 krónur. Tilvalin yfirhöfn um jól-
in og í byrjun nýs árs.
Kápan fæst í versluninni X og Z á
Laugavegi 12
. . . þýsk-ítölsk föt
eins og við viljum . . .
Hann er franskur, fötin eru þýsk-ítölsk
og skórnir breskir. Evrópusamruninn
fuílkomnast svo þegar Islendingar af öll-
um stærðum og gerðum eru komnir í föt-
in hans Bieser Claude sem eru frá B.
Baumler. Þetta eru 100 % ullarföt sem
halda einstaklega vel brotum. Buxurnar
eru fóðraðar og allur frágangur eins og
við Islendingar viljum hafa það - allt
gegnumvandað og ekkert fúsk.
Jakkafötin frá B. Baumler eru til í öll-
um stærðum, allt frá no. 46, sem eru fyr-
ir stráka og maraþonhlaupara, og uppí
no. 72, sem eru fyrir fullvaxna karl-
menn.
Hægt er að fá þessi fallegu jakkaföt í
mörgum litum svo sem dökk lilluð, blá-
græn, dökkblá, svört, milligrá og dökk-
grá og hvort heldur sem er einhneppt
eða tvíhneppt, en þau fást aðeins í
Herrahúsinu-Adam, Laugavegi 47, og
kosta 29.500 krónur.
Silkibindi eins og Bieser Claude er
með um hálsinn fást í fjölbreyttu úr-
vali og kosta 2.900 krónur.
Og ekki má gleyma
skónum. Þeir eru frá
hinu heimsþekkta fyr-
irtæki K-SHOES í
Lundúnum.