Vikublaðið - 19.11.1992, Qupperneq 8

Vikublaðið - 19.11.1992, Qupperneq 8
8 VIKUBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. nóvember 1992 Verkalýðshreyfingin getur ekki borið ábyrgð á ríklsvaldinn Kári Arnór Kárason, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og Alþýðu- sambands Norðurlands, er 36 ára gamall Húsvíkingur, fæddur í Hafnar- firði. Hann er giftur Kristjönu Skúladóttur bankastarfsmanni og eiga þau tvö börn, tíu ára stelpu og tveggja ára strák. Kári teflir og æfir fót- bolta í frístundum. Hann flutti sextán ára til Reykjavíkur og átti hcima þar í nokkur ár en þvældist svo út í lönd og lærði m.a. hagfræði í Svíþjóð en segist samt ekki - En hvernig er að búa á Húsa- vík? - Mér finnst gott að búa á Húsa- vík, segir Kári. - Það hefur þá kosti sem yfirleitt fylgja því að búa í litlu samfélagi. Það er mikil nálægð við annað fólk. Allt sem mann vantar er innan seilingar og maður þarf ekki að eyða tímanum í að þvælast á milli staða. Nálægðin hefur auðvitað sína ókosti líka en mér líkar þetta vel. Eitt það besta við svona staði er að geta bara opnað dyrnar og hleypt krökk- unum út. Atvinnumál - Var Húsavík á aftökulista sjávarútvegsráðherra? - Nei, þar var hún ekki, hvernig sem á því stendur. Þróunin á Húsavík hefur verið svipuð og víða annars staðar á landsbyggðinni. Fólki hefur að vísu ekki fækkað en íbúafjöldi hefur staðið í stað heilan áratug. At- vinnulífið var traust en hefur átt í vök að verjast upp á síðkastið, m.a. vegna þess að þjónusta við landbúnað og úrvinnsla landbúnaðarafurða hafa skipt miklu máli á Húsavík. Þar hef- ur ekki eingöngu verið byggt á sjáv- arútvegi en samdráttur þar og í land- búnaði ógnar okkur Húsvíkingum. Mjólkurbúið okkar lendir mjög lík- lega á einhverjum aftökulistanum. Þar er framleitt Baulujógúrt sem varð landsfrægt vegna viðskipta- átaka. Útgerðin hjá okkur mótast af þeirri kreppu sem er í greininni. Vegna kvótakerfisins er erfitt að auka hráefni og þar með veltuna í greininni. Fyrir áratug eða þar um bil voru sótt tíu þúsund tonn á smábát- um rétt út fyrir hafnarkjaftinn ef svo mætti segja. Núna eru menn komnir undir fimm þúsund tonn og smábáta- útgerðin er ekkert orðin. Það hafa orðið miklar breytingar á stuttum tíma og þær hafa auðvitað komið niður á þeim fyrirtækjum sem þarna eru þó að við komumst reyndar sæmilega af, miðað við það sem fréttist af öðrum stöðum. Það kemur upp á móti þessu að rækjuvinnsla hefur aukist og virðist fulll af rækju fyrir Norðurlandi, sennilega vegna þess að cnginn fisk- i ur er til að éta hana. Til dæmis er' komin rækja í Skjálfanda sem aldrei hefur verið þar. Það eru einhverjar breytingar á lífríkinu í gangi. Það hafa menn reynt að notfæra sér og byggt upp eina stærstu rækjuverk- smiðju landsins. Það hefur spornað gegn þróuninni en þó hefur störfum í sjávarútvegi fækkað um 50 - 60 eða þar um bil á sl. 3 árum. Það hafa fyrst og fremst verið heilbrigðisgeir- inn, skólakerfið og önnur opinber þjónusta sem hefur tekið við fólki í störf. Nú er farið að skera það niður líka en við höfum þó ekki enn lent í fólksfiótta. Verkalýðshreyfingin - Hvernig er að vinna í verka- lýðshreyfingunni um þessar mundir? - Það hefur bæði góðar og slæmar hliðar. Það skemmtilega er að því fylgja mikil samskipti við annað fólk. Verkalýðshreyfingin er líka að aðstoða fólk við að ná rétti sínum og bæta kjör þess og það gerir þetta við- fangsefni jákvætt. Hins vegar þarf oft að ganga inn í deilumál, gera kröfur sem jafnvel valda deilum. Það liggur líka ljóst fyrir að maður getur aldrei uppfyllt allar þær kröfur sem til manns eru gerðar. Verkalýðs- hreyfingin er auðvitað hagsmuna- samtök og í því á hún að vinna en fólk vill alltaf meira en það fær og það er ekki alltaf hægt að verða við því. Það er ekki hægt að ganga bara inn í fyrirtækin og koma þaðan með vita nákvæmlega hvernig á að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar. Skiln- ingur manna á honum er ærið misjafn, segir Kári Arnór sem kveðst vissulega hafa sínar skoðanir á því hvað beri að gera en segir að líklcga yrðu ekki allir sammála um sínar lausnir. Hann kom heim 1983 og fór þá strax að vinna fyrir Verkalýðsfélag Húsavíkur og hefur verið þar síðan í hinum og þessum verkefnum. stóra sekki, fulla af peningum. Á undanfömum árum hefur starf verkalýðshreyfingarinnar fyrst og fremst verið varnarbarátta og ýmis- legt af því sem gerist í dag er ný reynsla. Þar á ég við uppsagnir á starfsfólki og breytingar á kjörum þess. Mönnum er þá sagt upp og þeir endurráðnir á lakari kjörum. Það er verið að bjóða mönnum að minnka við sig vinnu, til dæmis úr 100% niður í 80% og gefið í skyn að ef þeir vilji ekki gera það verði þeim sagt upp. Hins veg- ar er ætlast til þess að & þessir starfsmenn ljúki sömu störfum og áður og auðvitað er þetta ekkert annað en launalækkun. Við vitum um þó nokkur dæmi þess að brotið sé á okkar félags- mönnum. Þeir njóta ekki umsamins veikindaréttar o.s.frv. en gagnvart slikum málum kemur fyrir að menn vilja ekki að við skiptum okkur af því. Það er ekki vegna þess að fólk viti ekki að það á þennan rétt og við - Já. Verkalýðshreyfingin hefur breyst úr fjöldahreyfingu í stofnun. Það þykir mörgum mjög slæmt en það hefur líka sínar góðu hliðar. Það er dálítil „nostalgía" eða fortíðar- dýrkun í því fólgin þegar menn ímynda sér að fyrr á öldinni hafi allir félagsmenn verið geysilega virkir. Allir hafi í stuttu máli sagt tekið þátt í öllu, alltaf verið gaman og hreyf- ingin sterk. Þetta er einfaldlega ekki rétt. Sá kjarni sem hefur stjórnað þessari hreyfingu hefur alltaf verið lítill eins og í öllum öðrum hreyfing- um. Fundasókn er minni núna en hún var vegna þess að fyrr á öldinni voru fundir ekki einungis haldnir til þess að ræða mál og taka ákvarðanir. * “í' Formaður Verkalýðsfélags Hiisavíkur fyrir framan Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf þar sem stór hluti félagsmanna hefur atvinnu sína. Ljósm. Víkurbl. getum varið hann, heldur er það hrætt við að missa vinnuna ef það krefst réttar síns. Það veikir stöðu verkalýðshreyfingarinnar við þessar aðstæður. - Kemur fámennið ekkert inn í þessa mynd? - Jú, vissulega. I fá- menninu hættir fólki til að taka allt persónulega. I starfi eins og mínu verða menn hins vegar að geta horft framhjá því hvaða persónur eiga í hlut. Þróunin - Hefur verkalýðs- hreyfingin breyst mikið á síðustu þrjátíu árum eða þar um bil? Þeir voru líka skemmtisamkomur. Nú hafa allir meira en nóg af afþrey- ingarefni og finnst fundir ekki fýsi- legt skemmtiefni. Þeir eru til þess að taka ákvarðanir og það er dálítið ríkt í fólki að vilja láta aðra gera það fyr- ir sig. Menn vilja horfa á sín mynd- bönd eða hvað það nú er sem fólk gerir þegar það á frí. Nú veita félögin margháttaða þjónustu. Aðstæður eru þannig gjör- breyttar og það er mikilvægt fyrir launafólk að eftirlit með réttindum þess sé vel virkt. Það er mikilvægt að fólkið geti leitað til einhvers þegar það á undir högg að sækja eins og til dæmis hefur sést í öllum þessum gjaldþrotum sem nýlega hafa átt sér stað. Þar hafa félögin staðið í því að verja hagsntuni sinna félagsmanna og ná út þeim fjármunum sent þeir eiga inni. i Við vitum um þó nokkur dœmi þess ciö brotiö sé á okkar félagsmönnum. Þeir njóta ekki umsamins veikindaréttar o.s.frv. en gagnvart slíkum málum kemur fyrir aö menn vilja ekki aö viö skiptum okkur afþví. Þaö er ekki vegna þess aö fólk viti ekki aö þaö á þennan rétt og viö getum variö hann, heldur er það hrœtt viö aö missa vinn- una ef það krefst réttar síns. Þaö veikir stööu verka- lýðshreyfingarinnar viö þessar aÖstœður.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.