Vikublaðið - 19.11.1992, Page 14
14
VIKUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 19. nóvember 1992
MYNDLISTARMAÐUR VIKUNNAR
Ausur Hannesar
Hannes Lárusson
er fæddur í Reykjavík 1955.
Hann stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla
íslands eftir stúdentspróf, og var síðan í fram-
haldsnámi í myndlist í Vancouver í Kanada árin
1977/79. Eftir námsdvöl á Ítalíu var hann í New
York árin 1982/83 á svokölluðu Whitney-prógrammi. Hann lauk B A-prófi í heimspeki frá Há-
skóla íslands 1986, og dvaldi síðan við framhaldsnám í Halifax á Nova Scotia í tvö ár, þar sem
hann útskrifaðist frá Nova Scotia College of Art & Design 1988.
Verk: „Nafnlaust 33 einingar"
Efni: linditré og akrýlmálning
Stærð: hver eining er 33 sm. á hæð
og 6 sm. þykk. Breidd er örlítið
mismunandi.
Eins og nafnið gefur til kynna er hér
um 33 útskomar einingar úr tré að
ræða. Einingamar hafa formlíkingu
við hefðbundna tréausu. Einingam-
ar em staðlaðar hvað varðar hæð og
þykkt, auk þess sem efsti hluti
hverrar einingar, „haldið", hefur
sama form, sem er eins og lokuð
bók þar sem kjölurinn veit að áhorf-
andanum. Einingamar em gerðar til
þess að hanga á vegg.
Einingamar era einlitar, og engin í
sama lit. Litimir em blandaðir fyrir
sérhvert verk á ókerfísbundinn hátt
eða án þess að stuðst sé við fyrir-
framgefinn litaskala.
Þetta eru heldur ekki
brúklegar ausur til
eldamennsku. Né
heldur er hér um
hefðbundna skraut-
muni að ræða í lík-
ingu við minjagrip
eða „souvenir".
Þetta em hlutir sem
standa einhvers staðar
mitt á milli þess að
vera hefðbundnir
skúlptúrar og nytjahlutir.
„Ausur“ Hannesar
hafa heldur ekki táknræna
merkingu, er vísar til dulvit-
undarinnar eða óljósra hug-
mynda um „frumgerð" eða
„eðli“ fyrirbærisins ausa.
Þessar útskomu og sér-
kennilegu ausur
em sjálfstæð
fyrirbæri og
Meginviðfangsefni myndlistar 20.
aldarinnar hefur falist í því að finna
merkingarbært myndmál. I þeirri
viðleitni hefur myndlistin verið í
stöðugri baráttu við sjálfa sig og
fortíðina. Hver myndlistarmaður
hefur í raun þurft að endurskoða
listasöguna og skilgreina forsendur
myndlistarinnar upp á nýtt.
Hannes Lámsson er í hópi þeirra
listamanna sem tekist hafa á við
þetta erfiða verkefni af hvað mestri
alvöru, og þetta nafnlausa verk hans
er um leið athyglisverðasta niður-
staðan sem frá hans hendi hefur
sést. Verkið vekur áleitnar spum-
ingar um myndmálið og merkingu
þess.
Hugmyndin sem verkið byggir á
virðist í fljótu bragði vera hefð-
bundin útskorin tréausa. En ef betur
er að gáð, þá em þessir hlutir ekki
„myndir af ausum" á sama hátt og
portrettmynd er mynd af manni.
eiga sér sjálfstæða tilvist á sama
hátt og orðin í daglegu tali okkar
eiga sér sjálfstæða tilvist gagnvart
því sem þau vísa til.
Með þessu verki er Hannes að
leggja áherslu á það, að myndlistin
eigi sér sjálfstætt viðfangsefni sem
er hennar eigið tungumál. Með því
að staðla viðfangsefnið að hluta til
og binda það innan ákveðins ramma
hvað varðar stærð og formgerð
skapar hann bæði ákveðna innri
nauðsyn og svigrúm til viss frelsis í
formgerðinni. Rammi verksins
skapast einnig af þeim handverks-
legu kröfum sem það gerir, og
tengja það við gamla hefð þótt inni-
haldið sé nýtt.
„Ausur“ Hannesar bera það með
sér, að hann afneitar því að það sé
hlutverk myndlistarinnar að fjalla
um fmmspekileg vandamál eins og
samband mannsins við náttúmna og
aimættið. Eða að tjá persónulega til-
finningaspennu og tilvistarkreppu.
Myndlistin er ekki lengur tæki til
þes að veita okkur altæka þekkingu
á veröldinni og stöðu mannsins í
veröldinni eða veita svör við spum-
ingunni um tilganginn með lífinu.
Öllum þessum stóm spumingum,
sem myndlistarsagan hefur velt á
undan sér í gegnum margar aldir,
hefur Hannes einfaldlega varpað frá
sér. Fyrir honum er myndlistin ekki
lengur tæki til þess að komast að al-
gildum og endanlegum sannleika.
Myndlistin þarf ekki á þessum stóm
vandamálum að halda til þess að
halda virðingu sinni að mati Hann-
esar. það er henni fullverðugt verk-
efni að fjalla um sjálfa sig. Og í
rauninni á hún ekki annan valkost ef
hún ætlar að taka sig alvarlega í því
viðfangsefni sem upphaflega var
nefnt: að skapa merkingarbært
myndmál.
Ólafur Gíslasoti
Forsíðumynd Tolla á textahefti sem fylgir nýjum geisladiski Bubba
Morthens.
Þmgmannagæla Bubba
Á nýjum geisladiski Bubba Morthens er meðal annars eftirfarandi texti sem
hann nefnir Þingmannagælu:
Er nokkuð skárra að lifa úti á landi?
Eða er lömunin betri hér?
Er það praktískt að sjúga mjólk úr sandi?
Er hægt að syngja í frjósandi hver?
Þingmaður og svarið er já já.
Þingmaður og svarið er nei nei.
Mig langar að trúa þér
trúa trúa trúa.
Em orð þín ætluð mér,
trúa trúa trúa.
Er sólin víxill sem vaknar hjá Denna?
Er vorið misnotað bam?
Er Jónas Hallgríms á himnum að brenna?
Er Hitler að vefa þar gam?
Þingmaður og svarið er já já.
Þingmaður og svarið er nei nei.
Er helvíti Dantes Islands óður?
Allt hafið bleik klósettskál?
Var Neró hinn ljúfi á lýmna góður?
Hafa lögfræðingar sál?
Þingmaður og svarið er já já.
Þingmaður og svarið er nei nei.
. .. aflvekjandi skór ...
Nú er tími inniíþróttanna runninn upp og mikiS skóslit í íþróttahús-
unum. Þeir sem vilja fó betri vi&spyrnu ættu a& líta ó þessa laglegu
NIKE innanhússkó. Þeir eru me& sérlega góðum sólum, loftpú&um i
hæl og veita góðan hliðarstuðning. Þetta eru alhliða skór sem henta
vel í handbolta, tennis, skvassi, badminton, innanhússfótbolta, leik-
fimi og hverskyns líkamsrækt. NIKE skórnir fóst i stærðunum 6-15
og vega aðeins 375 grömm í stærð 9.
Fallegir og aflvekjandi skór sem kosta 8.800 krónur og fóst í versl-
uninni Frísport ó Laugavegi.
SPORT