Vikublaðið - 19.11.1992, Qupperneq 15

Vikublaðið - 19.11.1992, Qupperneq 15
\*ir\u iö i i-o Fimmtudagur 19. nóvember 1992 VIKUBLAÐIÐ 15 BÓKMENNTIR UM ÞJÓÐFÉLA GID Sérkennilega heillandi Grágás MYND IV — VERÐEININGAR Loksins hefur Grágás verið sýnd sú ræktarsemi sem henni ber. Mál og menning hefur gefið hana út í aðgengilegu formi með öllum þeim skýringum sem með þarf til þess að hennar sé hægt að njóta á heimilum sem í skólum. „Grágás er Iíka auð- ugur texti, nokkuð erfiður í fyrstu en sérkennilega heillandi við endur- tekinn lestur," segir Gunnar Karls- Mörður Arnason son í formála en hann sá um útgáf- una ásamt Kristjáni Sveinssyni og Merði Ámasyni. Vikublaðið átti spjall um Grágás við þann síðastnefnda og bar þar meðal annars þetta á góma: Hér eru komin lög samfélags sem við höfum mikinn áhuga á. Laga- safn þjóðveldisins sem var í gildi frá landnámi til ofanverðrar 13. aldar. Þetta eru að mestu tilvikalög (reynslulög) eins og í engilsaxnesk- um rétti en ekki rökleiðslulög eins Einn Guð - úr Kristinna laga þætti: Á dögum feðra vorra voru þau lög sett að allir menn skulu kristnir vera á landi hér og trúa á einn Guð, föður og son og anda helgan. Þá systir sammœðra - úr Erfðaþætti: Sonur á að taka arf að föður sinn og móður, frjálsborinn og arfgengur. Nú er eigi sonur til, þá skal dóttir. Þá og tíðkaðist í Napóleonskóda og við fengum með Dönum í seinni tíð. Þessvegna er Grágás samansafn af smámyndum úr daglegu lífi fólks á fyrstu öldum íslands byggðar. Við sjáurn fólk í illdeilum sem enda með sárum, drápi og vígaskap. Þó sjáum við meira af fólki sem brenn- ir sinu, heggur skóg eða gengur á hvalreka, en af slíku hafa alla tíð spunnist deilur á íslandi. Við lesum um farmenn og hvernig þeir hafa sett sér reglur í siglingum. í Festaþætti má lesa að hjóna- bandið er blanda af guðlegu sakra- menti og gagnkvæmum réttindum. Hjónaskilnaðir eru ekki leyfðir, en samt er þar á fjöldi undantekninga sem háður er samþykki biskups. Margt getur orðið til skilnaðar og hafi maður til að mynda ekki sam- rekkt konu sinni í sex misseri telst það skilnaðarsök. Hjónabandið er skal faðir. Þá skal bróðir samfeðri. Þá skal móðir. Þá skal systir sam- feðra. Þá skal bróðir sammæðri. Þá skal systir sammæðra. Hinn níundi maður skal arf taka sonur launget- inn og honum næst dóttir laungetin. Þá bróðir samfeðri laungetinn. Þá systir samfeðra laungetin. Þá bróðir sammæðri laungetinn. Þá systir sammæðra laungetin. Eftir firnari menn eru skírgetnir menn til arfs og til ómegðar, ef eigi taka systkin. Þá eru næstir arfi föðurfaðir og móður- faðir, sonarsonur og dóttursonur. Þeim næst eigu arf að taka föður- móðir og móðurmóðir, sonardóttir og dótturdóttir. Þá eru föðurbróðir og móðurbróðir, bróðursonur og systursonur. Síðast skal taka föðurs- ystir og móðursystir, bróðurdóttir og systurdóttir. þó fyrst og fremst fé-lag og sú sýn kemur skýrt fram að hjónin séu vörslumenn ættarfjárins fremur en eigendur þess. í Ómagabálki er að finna þau lagafyrirmæli sem kölluð hafa verið hreppaákvæðin og eru um samhjálp innan hreppsins og vilja sumir sjá þar fyrsta vísinn að norrænni vel- ferðarhugsun. Grágás er lagasafn sjálfstæðra bænda, og í vandaðri atriðaorða- skrá, sem opnar nýjar dyr að þessu verki, er orðið bónda hvergi að finna, sjálfsagt vegna þess að sjón- arhóllinn er bóndans, sem horfir upp fyrir sig til kóngs og Guðs goða og niður fyrir sig til hjúa og göngu- manna. Hér eru birtar upphafssetningar úr nokkrum hinna tólf lögþátta sem geymdir eru í Grágás. Nú má hann betur - úr Ómagabálki: Svo er mælt að sinn ómaga á hver ntaður fram að færa á landi hér. Móður sína á maður fyrst fram að færa, en ef hann orkar betur, þá skal hann færa fram föður sinn. Nú má hann betur, þá skal hann böm sín. Nú má hann betur, þá skal hann systkin sín fram færa. Nú má hann betur, þá skal hann færa frarn þá menn er hann á arf eftir að taka, og þá ntenn er hann hefur arftaki tekna. Nú má hann betur, þá skal hann fram færa leysing sinn, þann er hann gaf frelsi. Þar fastnar kona konu - úr Festaþætti OF ÞAÐ HVER RÉTTUR ER FASTNANDI KONU. Sonur sex- tán vetra gamall eða eldri er fastn- andi móður sinnar, frjálsborinn og arfgengur, svo hygginn að hann kunni fyrir erfð ráða. En ef eigi er sonur, þá er dóttir sú er gift er, og á þá búandi hennar að fastna mág- konu sína. En þá er faðir fastnandi dóttur sinnar. En þá skal bróðir samfeðri fastna systur sína. En ef eigi er bróðir þá skal fastna móðir dóttur sína. Þar aðeins fastnar kona konu. 10% árs- vextir - úr Um fjárleigur: OF SÖLU LEIGUFJÁR. Maður skal eigi selja fé sitt dýrra á leigu en tíu aurar sé leigðir eyri til jafn- lengdar, hvatki fé sem er. Ef hann selur dýrra, og á hann eigi til meira heimting en slíkra aura sem hann seldi, og lögleigu með. En honum varðar þriggja marka útlegð, hvort sem er að hann selur dýrra fé sitt að leiga, eða metur hann dýrra en að lögum. Sá á sök þá er hann selur féið dýrra eða metur við, ef sá vill, en ef sá vill eigi sækja, þá á sá er sækja vill. Fimm eru frumhlaup - úr Vígslóða: UM LÖGMÆT FRUMHLAUP. Fjörbaugsgarður varðar ef ntaður hleypur tii ntanns lögmætu frum- hlaupi. En þau eru fimm hlaup, ef maður höggur til manns eða drepur eða leggur eða skýtur eða kastar. Þá varða öll fjöbaugsgarð ef eigi kem- ur á, en skóggang ef á kemur. (í skýringum neðanmáls má Iesa að fjörbaugsgarður er þriggja ára útlegð úr landi, en skóggangur ævi- löng útlegð úr samfélaginu.) Full goðorð ogforn - úr Þingskapaþætti: Það er mælt í lögum vorunt að vér skulum fjóra eiga fjórðungs- dóma. Skal goði hver nefna mann í dóm er fornt goðorð hefur og fullt, en þau eru full goðorð og forn er þing voru þrjú í fjórðungi hverjum en goðar þrír í þingi hverju, þá voru þing óslitin. Ef goðorð eru smærra deild, og skulu þeir svo til skipta er hlut hafa af fornunt goðorðum að svo sé nefnt sem nú er talið. Þá eru fjórðungsdómar fullir. Lögréttu skulum vér eiga - úr Lögréttuþætti: Lögréttu skulum vér og eiga og hafa hér hvert sumar á alþingi, og skal hún sitja í þeim stað ávallt sem lengi hefir verið. Þar skulu pallar þrír vera umhverfis lögréttuna, svo víðir að rúntlega megi sitja á hverj- um þeirra fernar tylftir manna. Það eru tólf menn úr fjórðungi hverjum er lögréttusetu eigu, og lögsögu- maður umfram, svo að þar skulu ráða lögum og lofunt. Þeir skulu all- ir sitja á miðpalli, og þar eigu bisk- upar vorir rúm.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.