Vikublaðið


Vikublaðið - 16.07.1993, Qupperneq 2

Vikublaðið - 16.07.1993, Qupperneq 2
2 Viftborf VIKUBLAÐIÐ 16.JÚLÍ 1993 Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson og Ólafur Pórðarson Auglýsingar: Ólafur Þórðarson Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf. Mótsagnir í áliti Ríkisendurskoðunar Það er vandi að skrifa texta fyrir opinbera stofhun þeg- ar óvandaðir menn eiga í hlut. Ríkisendurskoðun kaus að skrifa málefhalegan silkihanskatexta. Afleiðingin er sú að Hrafn Gunnlaugsson heldur því nú ffam að hvergi sjáist blettur eða hrukka á hans embættisferli. Ekki í Kvikmyndasjóði þar sem hann hefur verið stjórnarmaður um árabil með sérstök tengsl við formann sjóðsstjórnarinnar, Knút Hallsson. Ur sjóðnum hefur hann fengið nærri 100 miljónir króna. Ekki í sjónvarpinu þar sem hann hefur þó verið dag- skrárstjóri um árabil eða þangað til hann var rekinn. A sama tíma hefur sjónvarpið keypt af þessum starfsmanni sínum þjónustu og tæki fyrir 25 miljónir króna. Ekki í menntamálaráðuneytinu þar sem Knútur Halls- son ráðuneytisstjóri skrifaði bréf eftir pöntun Hrafhs til Norrræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Ekki heldur þegar menntamálaráðherra keypti af hon- um þrjár kvikmyndir án samráðs við Námsgagnastofhun og borgaði fyrir myndirnar með skuldayfirlýsingu ríkis- ins sem hann leitaði ekki fjárlagaheimildar fyrir. Ekki heldur þegar menntamálaráðherra ákvað að kaupa myndirnar á meira en tvöfalt hærra verði hverja um sig en síðast hafði verið greitt fyrir mynd í mennta- málaráðuneytinu er ráðuneytið keypti mynd Guðnýjar Halldórsdóttur - sem var auk þess keypt í samráði við Námsgagnastofnun. Ekki heldur þegar menntamálaráðherra ákvað að skipa Hrafh ffamkvæmdastjóra þess sama sjónvarps og hann hafði nýlega verið rekinn ffá. Ekki heldur þegar hann sótti um lán í Vestnorræna sjóðnum til að byggja kvikmyndaver á Laugarnestanga sem þó er engin heimild fyrir enda Laugarnestanginn ffiðlýstur. Hvergi. Maðurinn er algjörlega misfellulaus í sínum embættisrekstri. Ríkisendurskoðun segir að hann hafi ekki brotið lög. En því var heldur aldrei haldið fram þeg- ar um málið var rætt á alþingi sl. vetur. Og úr því að Rik- isendurskoðun segir að hann sé ekki lögbrjótur er það honum nægilegt tilefni til að berja sér á brjóst. Ráðast gegn pólitískum andstæðingum sínum og Davíðs með heiftarorðum. Því Hrafn Gunnlaugsson er pólitíkus sem mun nota og misnota aðstöðu sína hjá Sjónvarpinu í þágu Sjálfstæðisflokksins en gegn þeim flokkum sem aðallega hafa gagnrýnt veitingu embættis framkvæmdastjóra sjón- varpsins. Og þega allt kemur til alls þá verður að benda á það að Ríkisendurskoðun er ekki sjálffi sér samkvæm. Hún segir að Hrafn sé saklaus af því að hann hafi ekki dregið sér fé. í leiðinni segir stofnunin að hagsmunatengslin séu varasöm. Og í raun segir stofnunin að Hrafh hafi brotið gegn anda nýju stjórnsýslulaganna með því að vitna í álit Lagastofhunar Háskólans og þar með að allir hafi brotið lög sem hafa komið nálægt Kvikmyndasjóði - en samt ekki Hrafh Gunnlaugsson. Það fær vitaskuld ekki staðist og því ber að líta svo á að í raun saki Ríkisendurskoð- un Hrafh um að hafa brotið hæfisreglur laga. Eftir stendur því margt ósvarað og því verður að gera ráð fyrir því að menntamálanefnd alþingis og alþingi láti þessi mál til sín taka er þingið kemur saman í haust. Málinu er ekki lokið. Sjónarhorn SV(R) hf: Hlutafélag eitt hundrað þúsund Reykvíkinga Nýlega samþykkti borgar- stjóm Reykjavíkur að frumkvæði Sjálfstæðis- flokksins að breyta Strætisvögnum Reykjavíkur í hlutafélag. Að sögn Markúsar Amar Antonssonar, borgarstjóra og Sveins Andra Sveinssonar, stjórnarformanns SVR, fylgja þessari breytingu ein- tómir kostir en ekki nokkur einasti galli: Allir munu halda sínu hvort sem það em starfsmenn fyrirtækis- ins eða notendur vagnanna en samt munu sparast peningar og útgjöld Reykjavíkurborgar minnka ffá ári til árs. Þeim kumpánum hefúr hins vegar gengið ffemur illa að færa rök fyrir þessu önnur en þau að þannig virki bara hlutafélög. Osjálfráður sparnaður? Það sér hver maður að peningar sparast ekki af sjálfú sér. Það getur ekki verið nóg að setja tvo bókstafi (í þessu tilfelli h og f) fyrir aftan nafh fyrirtækis til að stórfelldur spamaður verði án nokkurra að- gerða. Sveinn Andri benti á það rogginn í grein í Morgunblaðinu fyrir skömmu að á undanförnum ámm hefði sparast stórfé í rekstri strætisvagnanna og að sú þróun myndi halda áfram. Sveinn gleymdi í því samhengi að taka fram að á þessum sama tíma hefúr ferðum vagnanna fækkað um eina á klukkustund og einstök fargjöld hækkað um helming. Þess vegna hafa sparast peningar, ekki af sjálfú sér. Og þess vegna munu ekki halda áfram að sparast peningar nema ef ferðunum verður fækkað enn meira og fargjöldin hækkuð! Þetta em þeir hræddir um að borg- arbúar fatti og fella því tillögur minnihlutans um að fresta ákvörð- un þar til eftir borgarstjórnarkosn- ingar á komandi vori. Notendur vagnanna fá því ekki tækifæri til að kjósa um breytingarnar. Þeir fá þær yfir sig hvort sem þeir vilja eða ekki. Pjónusta við borgarbúa Á höfuðborgarsvæðinu býr nú um helmingur landsmanna og íbú- um borgarinnar fjölgar stöðugt. Það er augljóst að borgaryfirvöld- um ber skylda til að sjá til þess að allur þessi fjöldi komist á milli staða. Til þess eru tvær leiðir, ann- ars vegar að byggja upp sterkt og öflugt kerfi almenningssamgangna sem getur þjónað þörfúm borgar- búa með sóma hvar í borginni sem þeir kjósa að búa og hvert sem þeir þurfa að fara. Hins vegar að leggja um borgina þvera og endilanga margra akreina hraðbrautir með tilheyrandi umferðarljósum, slauf- um og brúm. Fyrri kosturinn er vissulega rándýr fyrir borgarsjóð enda hefur núverandi meirihluti alla tíð hafnað honum og séð eftir peningum í hann. Það sem þeir átta sig ekki blessaðir er að seinni kost- urinn, sá sem þeir velja trekk í trekk og nú síðast með ákvörðun sinni að breyta SVR í hlutafélag, er miklu dýrari, bæði fyrir Reykjavík- urborg og borgarbúa, svo ekki sé talað um slysahætmna sem fylgir honum eða skaðann sem hann veldur líffíki borgarinnar. Opólitísk stjóm Ein rökin fyrir stofnun hlutafé- lagsins eru þau að þannig verði hægt að minnka pólitísk áhrif á stjórn fyrirtækisins sem borgar- stjóri telur neikvæða. Og þarna er- um við ef til vill sammála Markúsi. Það þarf ekkert að vera að pólitík- usum gefist best að stjórna fyrir- tæki eins og SVR. En í staðinn fyr- ir núverandi stjórn ætlar borgar- stjórinn einn og sjálfúr að skipa nýja stjórn fyrirtækisins. Allsendis ópólitíska, eða hvað? Síðast þegar ég vissi var borgar- stjórinn ekki ópólitískt sameining- artákn borgarbúa, hvað þá Sveinn Andri Sveinsson, stjómarformaður SVR og borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Samkvæmt mínum skiln- ingi á hlutafélögum eiga hluthafar að taka allar stefnumarkandi ákvarðanir, og hluthafar í hinu nýja SVR hf. eruin við, eitthundraðþús- und Reykvíkingar. Því ætm það að vera fúlltrúar okkar, ekki fulltrúar borgarstjórans og flokks hans, sem skipa sæti í nýrri stjórn fyrirtækis- ins. Stjórn Markúsar Arnar mun ef- laust reyna hvað hún getur að hag- ræða innan fyrirtækisins til að minnka „taprekstur" vagnanna en hún mun ekki bæta þjónustuna við borgarbúa því það kostar. Stjórn eitthundraðþúsund Reykvíkinga mundi ekki minnka tilkostnað við reksmr vagnanna því hún yrði skip- uð fólki sem skilur nauðsyn strætó og tilgang hans. Fólki sem sér að það er hag- kvæmara þegar til langs tíma er lit- ið, bæði fyrir borg og heimili, að reka dýrar almenningssamgöngur en að ota hverjum og einum inn í sína mengandi blikkdós. Fólki sem kýs að nota strætó, ekki bíl. Höfundur er varamaður í stjóm SVR.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.