Vikublaðið


Vikublaðið - 16.07.1993, Page 4

Vikublaðið - 16.07.1993, Page 4
4 VIKUBLAÐIÐ 16.JÚLÍ 1993 Nýja róttæka hugmyndafræði - fyrir nýja öld Tæki en ekki trúarbrögð / Eg vil í upphafi þakka Garð- ari Vilhjálmssyni stjórn- málafræðingi fyrir grein hans „Einkavæðingin, markaður- inn og stjórnmálin" í síðasta tölu- blaði. Eg hafði einmitt hugsað mér að taka fyrir í næsta pistli hlutverk markaðar og samkeppni í velferð- arsamfélagi nútímans og framtíð- arinnar. Greining Garðars á við- fangsefninu fellur í öllum aðalat- riðum vel að mínum viðhorfum. Eg er þannig alveg sammála því að ekki má einblína á formið eitt, þ.e. „einka“ eða „ríkis“ heldur verður að skoða uppbyggingu og skipulag þess rekstrar sem í hlut á. Veldur hver á heldur á væntanlega við hvort sem hann eða hún er „einka“ eða „ríkis“. Jón Jónsson, lágt settur skrifstofumaður í mörg hundruð manna fyrirtæki, er væntanlega nokkuð samur við sig hvort sem kompaníið er hluti hins opinbera eða kolkrabbans. Ekki er heldur allt sem sýnist. Dapurlegt dæmi um einkavæð- ingu (eða einkavinavæðingu) í öf- uga átt, átt til aukinnar flokkspóli- tískrar stýringar, gefur að líta þessa dagana þegar nýstofhuðum hluta- félögum um sementsverksmiðju og sfldarverksmiðjur í eigu ríkisins eru settar stjórnir af viðkomandi ráð- herrum. I stað þingkjörinna stjórna ríkisfyrirtækjanna samkvæmt eldri lögum, sem tryggðu öllum eða flestöllum flokkum rétt til að til- nefna fulltrúa, handvelja nú ráð- herrar flokksgæðinga sína auk full- trúa frá samstarfsflokki í ríkis- stjórn. (Reyndar hefur einn ffam- sóknarmaður fengið að fljóta með í báðum ofangreindum tilvikum það best verður séð, en það er önnur saga). En aftur að aðalviðfangsefninu sem að þessu sinni er, eins og áður sagði, hlutverk markaðar og sam- keppni í hinu lýðræðislega, nægju- sama og innihaldsríka velferðar- samfélagi sem við ætlum að byggja. Félagshyggja - mark- aður og samkeppni Flestir gera sér ljóst að hug- myndin um tvö gerólík kerfi í efna- hagsmálum og viðskiptum er geng- in sér til húðar. Annars vegar mið- stýrt kerfi þar sem verðlag er á- kveðið með stjórnvaldsákvörðun- um og ffamleiðslu og dreifingu á vöru stýrt að ofan í smáatriðum. Hins vegar inarkaður og óheft samkeppni og algjör ffjálshyggja á öllum sviðum. Hvorug þessara leiða dugar til að skila manneskju- legu velferðarsamfélagi. Utkoman hefur orðið sú á borði og í reynd að án undantekninga búa menn við einhvers konar útgáfu af blönduðu hagkerfi. Jafnvel í hinum hörðusm miðstýringarrikjum kommúnism- ans eða einræðisríkjum herstjórna þreifst ákveðið einkaframtak, svarmr eða grár markaður og sam- keppni ríkti á vissum sviðum. 1 for- ysturíkjum kapítalismans hefur reynst óhjákvæmilegt að byggja að hluta til á miðstýrðum ákvörðun- um, opinberum afskipmm og inn- gripi í markaðinn. Efnahagskerfi Sovétríkjanna og nánustu fylgiríkja þeirra var eins og flestir vita að þromm komið fyrir daga stjórn- málalegrar upplausnar á því svæði, en ýmsar undirstöður velferðar- ríkjanna hafa einnig veikst á liðn- um áramgum, t.d. í Bandaríkjun- um. Gróðahyggjan sem drifið hef- ur áfram þessa stærsm efnahagsvél heimsins - sem eys upp meiri auð- ævum á hvern landsmann en nokk- urri annarri þjóð í sögunni hefur tekist að gera - hefur reynst illilega blind. Oll þessi hráefna- og auð- lindanotkun kemur fyrir ekki gagnvart ýmsum þeim ágöllum kerfisins sem mönnum eru nú að verða ljósari. Milljónir Bandaríkja- manna eru húsnæðislausar, án at- vinnu og undirstöðuheilbrigðis- þjónusm. Þeim fjölgar - talið í milljónum en ekki hundruðum þúsunda - á síðustu ámm sem færst hafa undir fátæktarmörk í þessu auðugasta ríki heims. Jafnvel sjálfar undirstöður eða innviðir (inffastrúktúr) hins þróaða velmegunarríkis hafa látið á daglegu viðskipmm þar sem mis- munandi smekkur manna tryggir fjölbreytta eftirspurn og fjöldi ein- inga tryggir samkeppni. Við slíkar aðstæður er reksmrinn augljóslega best kominn í höndum einkaaðila sem starfa á grundvelli heilbrigðrar samkeppnislöggj afar. A hinn bóginn þar sem um er að ræða starfsemi sem í eðli sínu býð- ur ekki upp á samkeppni eða vand- séð er að henni verði komið við - eins og t.d. við reksmr fjarskipta- neta eða orkudreifingu svo ekki sé talað um félagslega þjónusm, mennmn eða heilsugæslu og því um líkt - gegnir allt öðru máli. Reynslan hefur sýnt að það er ekki að ástæðulausu að flestar þjóðir hafa með einum eða öðrum hætti rekið slíka starfsemi annaðhvort beint eða á ábyrgð opinberra aðila, ríkis eða sveitarfélaga. Reynsla Það er löngu tímabært að losa umræðuna frá úreltum forsendum og beina henni þess í stað aðþví að ná saman um grundvallarmarkmið og skynsam- legar leikreglur. sjá, eins og þeir geta best borið vimi um sem heimsótt hafa t.d. austurströnd Bandaríkjanna og skoðað hrörlegt ástand samgöngu- mannvirkja og fleiri slíkra undir- stöðuþátta þar. Niðurstaðan hlýmr því að verða sú að nýta verði kosti blandaðs hagkerfis og láta samkeppni, mark- að og frjálsræði í viðskipmm leysa þau vandamál sem það er best fært um - án þess þó að missa sjónar á því hvert slíkt leiðir okkur. Þróun- in hefur orðið í þá átt að vinstri menn (stjómir sósíalista og sósí- aldemókrata á Vesturlöndum og kommúnista í Kína t.d.) hafa víðast hvar horfið frá trú á ríkisreksmr sem almennri reglu og í ljósi reynslunnar hafa slíkar áherslu- breytingar reynst skynsamlegar. A hinn bóginn er jafnfráleitt að taka upp þau trúarbrögð að einka- reksmr sé allsherjarlausn mála, eins og hægri menn sitja því miður fast- ir í. Staðreyndin er sú að það fer fyrst og ffemst eftir eðli rekstrarins og umfangi hvernig skynsamlegast er að haga rekstrarformi. Sjálfsagt er að einstaklingamir sjálfir reki t.d. biffeiðaverkstæði eða greiða- sölu þar sem þeir em í beinum samskipmm og daglegum við not- andann, notandinn greiðir sjálfur aila þjónusmna og hún er hluti af þeirra þjóða sem einkavætt hafa slíkar fákeppnisgreinar eða hiuta velferðarþjónusmnnar er vægast sagt blendin. Það er samdóma álit þeirra sem fylgst hafa með hinni ffægu einkavæðingarherferð hægri manna í Bretlandi, sem offast er kennd við Margréti Thatcher, að þar hafi öfgarnar keyrt úr hófi og að sú reynsla hafi orðið Bremm æði dýrkeypt. Einkavæðing, einokun- arstarfsemi eða fákeppnisstarfsemi - eins og veima, samgöngukerfa eða fjarskipta - hefur leitt til eins konar einkavæddrar einokunar með tilheyrandi okri, verri og dýr- ari þjónusm og óheyrilegrar auð- söfhunar þeirra sem hnepptu hnossið. Sjálfhær þróun og varanleg velferð Uinhverfismálin em viðbótar- vídd sem hlýmr að koma inn í öll þessi mál og bemr verður rætt um síðar. í ljósi umhverfishagsmuna er það enn síður raunhæft að mark- aðshyggjan ein, ffjálshyggjan og santkeppnin geti valdið því verk- efhi að leysa með farsælum hætti úr öllum þörfum mannsins í nútíma þjóðafélagi - án þess að ganga á rétt komandi kynslóða. Opnara og upplýstara þjóðfélag hlýmr einnig og á einnig að hafa sín áhrif á þróunina á komandi ámm. Greið- ur aðgangur almennings að upplýs- ingum um verð og gæði vöro og þjónusm er mikilvæg trygging fyrir því aðhaldi sem verður að vera til staðar þar sem samkeppni ríkir og ffjáls markaður ræður verðlagi. Hversu gott eftirlit sem opinberir aðilar vilja viðhafa keinur það aldrei í staðinn fyrir virkt aðhald notendanna. Baráttan gegn fá- keppni og duldum yfirráðum ein- okunarhringja eða risa á markaðn- um, sem em sem óðast að gera all- an heiminn að einum leikvelli, er ekki hvað veigaminnsti þátmrinn í öllu saman. Hinu kapítaliska hagkerfi einka- gróðans hefur einnig mistekist í því efni að skapa varanlegar forsendur velferðarsamfélags til langs tíma litið. Mönnum verður æ bemr ljóst að hagkerfi Vesmrlanda ráða illa við að framfylgja langtíma mark- miðum um varanlega velferð og ffamþróun á kosmað skammtíma gróðasjónanniða ef svo ber undir. Sjálfbær hugsun er einfaldlega ekki gjaldgeng hugmynd í hinni hörðu samkeppni gróðahyggjunnar, þar sem ekki aðeins ffamleiðslustarf- semi og markaðsstörf, auglýsingar og áróður o.s.frv. byggjast á því hvemig hægt sé að hámarka gróð- ann á sem stystum tíma, heldur einnig hlutir eins og rannsókna- og þróunarstörf í vemlegum mæli. Rannsóknir beinast að því að finna nýjar framleiðsluvörur sem slegið geti fr amleiðslu keppendanna út af markaðnum og skilað sem mestum gróða á sem stystum tíma. Þolinmæði fjármagnsins em einfaldlega mjög mikil takmörk sett og verður sífellt minni, fjár- magnsmarkaðurinn verður alþjóðlegri og hraði viðskipt- anna meiri. Leikreglur markaðarins Aðalatriðið er að menn viðurkenni að markaðurinn á að vera tæki en ekki trúar- brögð. Einungis með því að viðurkenna takmörk hans, blindni og skammsýni og sjá við þessum ágöllum með skynsamlegum leikreglum er hægt að nýta kostina. Slíkar leikreglur þjóna um leið þeim tilgangi að draga landamæri milli opinberra afskipta og reglna og markaðarins og einkaffamtaksins. Gmndvöllur slíkra reglna og verkaskiptingar getur í að- alatriðum verið eftirfarandi: 1) Markaðurinn er tæki en ekki trúarbrögð, þjónn en ekki herra og verður því að lúta æðri markmiðum og gildum í samfélaginu. Þar sem árekstrar verða milli gmndvallarmarkmiða um jöfnuð og velferð eða vemd- un umhverfis ráða þau, en drifkraftar markaðarins, skammsýn gróðasjónarmið, verða að víkja. 2) Markaðurinn er ófull- kominn og ekkert til sem heitir fullkomin samkeppni eða markaður. Því er nauð- synlegt að setja markaðnum leikreglur og hafa með hon- um efrirlit: Steingrímur J. Sigfússon Niðurstaðan hlýtur því að verða sú að nýta verði kosti blandaðs hagkerfis og láta samkeppni, markað og frjáls- ræði í viðskiptum leysa þau vanda- mál sem það er best fært um - Til að hindra valdasamþjöpp- un, fákeppni eða dulbúna einokun og hvers kyns hringamyndun. Þetta er þeim mun mikilvægara sem hagkerfin em minni. - Til að ákveða hvenær nauðsyn ber til að grípa inn í þar sem mark- aðurinn bregst. - Til að ákveða landamæri mark- aðarins og þeirra sviða þjóðlífsins og viðskiptanna þar sem aðrar regl- ur gilda. (T.d. má ákveða það í lög- um eða í reynd að samkeppni eigi ekki við, og einkarekstri í ágóða- skyni sé hafhað í undirstöðuþátmm velferðarþjónustunnar.) 3) Markaðurinn er skammsýnn, blindur á önnur gildi en sín eigin og ófær um að tryggja sjálfbæra þróun. Markaðurinn einn getur því ekki ráðið ferðinni hvað snertir rannsóknir og þróunarstarf, lang- tímastefnumörkun, nýtingu auð- linda og umgengni við náttúmna. Það er löngu tímabært að losa umræðuna frá úreltum forsendum tveggja kerfa sem hvomgt mun nokkum tíma ganga upp eitt og sér - og beina henni þess í stað að því að ná saman um grundvallarmark- mið og skynsamlegar Ieikreglur. Fyrir vinstri menn fylgja því ótví- ræðir kostir að viðurkenna og skil- greina hlutverk markaðarins, séu honum um leið settar skýrar reglur og takmörk hans viðurkennd. Róttæk vinstristefha þarf því feimnislaust að skilgreina þátt markaðar og samkeppni í þjóðfé- laginu, en samkvæmt eigin for- sendum og gildismati. Það er maðurinn en ekki markaðurinn sem kemur fyrst. Höfundur er þingmaður Alþýðubandalagsins og varaformaður sama flokks. Húsbréf Innlausnaiverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 Innlausnardagur 15. júlí 1993. 1. flokkur 1991 Nafnverð: 10.000 100.000 1.000.000 Innlausnarverð: 12.788 127.877 1.278.772 3. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 11.379 100.000 113.786 500.000 568.930 1.000.000 1.137.860 1. flokkur 1992 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 11.207 100.000 112.070 1.000.000 1.120.703 5.000.000 5.603.516 2. flokkur 1992 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 11.031 100.000 110.312 1.000.000 1.103.115 5.000.000 5.515.577 Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. cSg HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS I 1 HÚSBRfFADEILD • SUOURLANDSBRAUT 24 • 108 REVKJAVÍK • SlMI 69 69 00

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.