Vikublaðið - 16.07.1993, Side 12
12
Viðhorf
VIKUBLAÐIÐ 16.JÚLÍ 1993
Eru viðskiptafrœðingar
verri en annað fólk?
A íslandi er mikið af við-
/ \ skiptaffæðingum. Fjöldi
J- Vþeirra hefur vaxið í öfugu
hlutfalli við afkomu þjóðarbúsins.
Spurningin sem fyrir liggur er:
Hefur öll þess menntun komið að
einhverju haldi og ef ekki, þá hvers
vegna? Svarið kemur úr ólíklegustu
átt, nefnilega úr vikuritinu The
Economist. Nafh blaðsins þýðir
hagfræðingurinn, en hagfræðin er
einmitt náskyld viðskiptaffæðinnni
þó að auðvitað sé þarna nokkur
munur á.
Þeir sem læra hagfræði fá að læra
fleiri kenningar en viðskiptaffæð-
ingar og hagffæðingum er líka
kennt hvernig á að stjóma efnahag
heilu ríkjanna. Viðskiptafræðingar
læra á hinn bóginn meira um rekst-
ur og stjórnun fyrirtækja, t.d
hvernig á að fara að því að stofna
myndbandaleigu, loðdýrarækt,
fiskeldi eða eitthvað enn gróða-
vænlegra. Þeirra nám á að vera
meira svona, þið vitið, hagnýtt. Það
er kannski þess vegna sem það hef-
ur verið svona vinsælt. Islendingar
eru eins og allir vita ákaflega
Ingibjörg
Stefánsdóttir
praktíst fólk og ungir íslendingar
voru til skamms a'ma alveg sérstak-
lega mikið svoleiðis. Það ku reynd-
ar vera að breytast. Allt nám er lík-
lega jafn gagnlegt eða gagnlaust á
tímum sem þessum, a.m.k. við at-
vinnuleit.
Hefur viðskiptafræðin
reynst hagnyt?
Það skrítna er að allt þetta fólk
sem hefur klárað þetta ofboðslega
hagnýta nám hefur ekki getað stýrt
þjóðarskútunni ffam hjá þeim
boðafölllum og skerjum sem hún
hefur nú lent í. Það úir og grúir af
sérffæðingum í fyrirtækjarekstri og
stjórnun og hver er árangurinn?
Meirihluti fyrirtækja í landinu á
hausnum, allt á niðurleið. Og
Leiðrétting fra iðnaðar-
og viðskiptaráðuneyti
Iblaði yðar birtist samantekt ffá
Alþingi í vetur eftir Svavar
Gestsson alþingismann. Þar eru
24 stjórnarfrumvörp eignuð Jóni
Sigurðssyni, öll sem viðskiptaráð-
herra en ekkert sem iðnaðarráð-
herra. Þetta er rangt. Hið rétta er
að sem viðskiptaráðherra flutti
Jón Sigurðsson 24 stjómarffum-
vörp og 19 þeirra urðu að lögum.
Sem iðnaðarráðherra flutti hann
6 stjórnarfrumvörp og 5 þeirra
urðu að lögum. Samtals em þetta
30 stjórnarfrumvörp og af þeim
urðu 24 að lögum. I samantekt-
inni segir einnig að stjómarffum-
vörp vetrarins hafi verið 139. Skv.
upplýsingum ffá Alþingi vom
flutt 154 stjórnarffumvörp í vetur
og 97 þeirra urðu að lögum.
Onnur atriði í þessari saman-
tekt hafa ekki verið sannreynd.
Þess er vænst að þér leiðréttið
ofangreindar rangfærslur.
F.h.r.
Finnur Sveinbjömsson.
spillingin blómstrar sem aldrei
fyrr. Flvernig getur staðið á þessu?
Og af hverju hefur hagvöxmr
ekki vaxið í réttu hlutfalli við fjölg-
un viðskiptafræðinga? Svars er að
leita á viðskiptasíðum The
Economist. Þar er grein sem lýsir
því hve miklu verra fólk hagfræð-
ingar (og ömgglega viðskiptafræð-
ingar líka) em heidur en hinn al-
menni óhag/viðskiptafræðilega
menntaði borgari. Oll þessi hjörð
hugsar ekki um neitt annað en að
ota eigin tota, ef marka má The
Economist.
Að hugsa um eigin hag
Sannanir? Já, þá komum við aft-
ur að grein hagfræðitímaritsins.
Þar er nóg af sönnunum og hver og
ein þeirra byggð á ffæðilegum og
vísindalegum rannsóknum.
Fyrsta sönnun: Rannsókn
tveggja sálffæðinga og eins hag-
ffæðings við Cornell Uni-
versity í Bandaríkjunum.
Tilraunin fór þannig fram
að háskólanemar á fyrsta
ári fengu ákveðna upphæð
og áttu að skipta henni í
tvennt. Annar hlutinn
skyldi fara inn á einkareikning
þeirra, hinn í sameiginlegan sjóð.
Við lok tilraunarinnar fékk hver og
einn nemandi peningana af sínum
reikningi til baka, en peningunum
af almenna reikningnum var skipt
jafnt milli allra nemenda í skólan-
um effir að summan hafði verið
margfölduð með tölu, sem var
alltaf hærri en einn. Sú tala var
mishá. Það var því best fyrir heild-
ina að sem flestir legðu stóran
hluta af peningunum, sem þeir
fengu, inn á almenna reikninginn
en fyrir hvern og einn var auðvitað
hagstæðast að setja sem minnst inn
á almenna reikninginn.
Utkoma tilraunarinnar var at-
hyglisverð: Að jafnaði settu nem-
endurnir helming fjárins í sameig-
inlega sjóðinn, en nemendur í hag-
ffæði settu yfirleitt ekki meira en
tuttugu prósent. Þegar hagffæði-
nemarnir voru beðnir að réttlæta
gerðir sínar virtust þeir, ólíkt öðr-
um hópum, ekki hafa velt því neitt
fyrir sér hvort gerðir þeirra væru
sanngjarnar. Meira en einn þriðji
þeirra neitaði meira að segja að
svara spurningunni en aðrir gáfu á-
kaflega flókin og nær óskiljanleg
svör. Þeir sem svöruðu á annað
borð voru líklegri en aðrir hópar til
þess að segja að lítið eða ekkert
framlag til heildarinnar væri sann-
gjamt.
Þeir sem framkvæmdu könnun-
ina komust að þeirri niðurstöðu að
þessir tilvonandi hagfræðingar
skildu varla hugtakið sanngirni,
a.m.k ekki ef hugtakið var notað í
tengslum við peninga.
Lærð eigingimi?
Þetta vom nemendur á fyrsta ári.
Spurningin er því hvort sá mikli
munur sem þarna kemur ffam felst
í því að öðruvísi fólk sæki í hag-
fræði, þ.e. þeir sem fyrst og fremst
hafi áhuga á því að skara eld að eig-
in köku, eða að þegar á fyrsta ári
hagfræðinámsins hafi verið búið að
innprenta fólkinu þennan hugsun-
arhátt.
Til þess að svara þessari spurn-
ingu voru athugaðir nemendur í
þremur ólíkum kúrsum. Fyrsti
hópurinn lagði stund á rekstrar-
hagffæði, annar hópurinn líka en sá
sem kenndi þeim var sérfræðingur
í þróun mála í Kína undir stjóm
Maós formanns. Þriðji hópurinn
lærði stjömufræði. Þessir nemend-
ur tóku þátt í tilraun þar sem
reyndi á heiðarleika þeirra við til-
búnar aðstæður. Tilraun var gerð á
nemendunum bæði fyrir og eftir
námskeiðin. Og útkoman? Jú, í
fyrsta hópnum urðu flestir óheið-
arlegri, töluvert færri þeirra sem
lærðu hjá sérffæðingi í Maó urðu
óheiðarlegri og sanngjamast og
heiðarlegast var það fólk sem hafði
horft til stjarnanna og lært stjörnu-
ffæði. Niðurstaðan er því sú að
rekstrarhagfræðinám (einmitt það
sem viðskiptaffæðingar læra)
geri fólk óheiðarlegra, ali
upp í því ósanngirni og
eigingimi. Þetta var sön-
nun númer tvö.
Nískir prófessorar
I annarri tilraun var farið í
leik með tveimur spilurum. Sá sem
gaf fékk tíu dollara og var beðinn
um að skipta þeim milli sín og hins
spilarans. Hann mátti ráða hvern-
ig-
Hvað gerir hinn eigingjarni
spilamaður? Að þessu myndi við-
skiptaffæðingur aldrei spyrja. Auð-
vitað gefur hann sjálfum sér 9,99
dollara og hinum eitt sent. Nema
hvað.
Hvert par spilaði leikinn aðeins
einu sinni þannig að sá sem gaf
þurfti ekki að hugsa um að vera
sanngjarn svo að hinn yrði sann-
gjarn við hann. Það sem þér viljið
að aðrir geri yður skuluð þér og
þeim gjöra. Þetta höfðu hinir am-
erísku hagffæðinemar líklega aldr-
ei heyrt því að þeir breyttu yfirleitt
í samræmi við fordæmi hins eigin-
gjarna, gáfu sjálfum sér meirihluta
peninganna og létu hinum lítið
sem ekkert eftir. Að þessu leyti var
stór munur á þeim og öðrum nem-
endum sem tóku þátt í tilrauninni.
Aðrar rannsóknir hafa sýnt sam-
bærilega niðurstöðu. Prófessarar í
ýmsum fögum voru spurðir hve
mikið þeir gáfu til góðgerðarstarf-
semi. Það þarf líklega ekki að taka
það fram hverjir gáfu minnst. Níu
prósent hagffæðiprófessora gáfu
ekki neitt, á bilinu eitt til fjögur
prósent prófessora í öðrum fögum
voru jafn nískir og hagfræðipró-
fessorarnir.
Hálsaskógaheimspekin
Þó eigingirnin virðist geta borg-
að sig þá gerir hún það aldrei lengi.
Það vill nefnilega enginn vera með
þeim sem bara hugsar um sjálfan
sig. Þetta vita börnin, sá sem aldrei
vill lána leikföngin sín verður fljótt
óvinsæll og einmana. Spurningin
er bara hvort viðskipta- og hag-
ffæðingar hafa gleymt þessari ein-
földu en mikilvægu staðreynd.
Ef sú er raunin þá væri kannski
rétt að viðskipta- og hagfræðideild
tæki upp breytta kennsluhætti - í
samvinnu við sálfræðideild. Þetta
er spurning um alveg nýjan hugs-
unarhátt. Þá væri gaman að fylgjast
með því hvernig þessi samvinna
gengi og hvort hún leiði ekki af sér
betri tíð með blóm í haga. Þá verði
bæði viðskiptaffæðingar, hagffæð-
ingar og aðrir búnir að átta sig á því
að það borgar sig að vera góður -
og hugsa um hag heildarinnar.
Heimspeki Dýranna í Hálsa-
skógi í örlítið breyttri mynd: Allir
menn eiga að vera vinir. Sætt - og
Iíka hagkvæmt.
(Frjálslega byggt á hagfræðitíma-
ritinu The Economist)
Sagt med mynd
Höf. Hjörtur Gunnarsson og
Puríður Hjartardóttir
Verðlaunagáta 33
Lausnir sendist Vikublaðinu, Laugavegi 3, 101
Reykjavík, merkt VERÐLAUNAGÁTA.
Skilaffestur er tvær vikur. Verðlaun fyrir mynda-
gátu 33 er bókin Grónar götur, eftir Knut
Hamsun.
Verðlaunahafi fyrir nr. 31
Þegar dregið var úr réttum lausnum kom upp
nafnið ÓlafurH. Bjömsson, Illíðarvegi 61, 625
Olafsfirði. Hann fær bókina Fjarri hlýju hjóna-
sængur, Oðruvísi íslandssaga, eftir Ingu Huld
Hákonardóttur.
Ráðning 31 myndagátu:
„Mœlirinn er fullur segir Jóhanna en Rannveig
þcegist Jóni formanni. “
ATH: Nokkur brögð eru að því að lausnir berist
of seint og eru þær þá ekki með í útdrætti. Því
hvetjum við lesendur tíl að senda lausnir inn sem
fyrst.