Vikublaðið - 16.07.1993, Síða 15
VIKUBLAÐIÐ 16. JÚLÍ 1993
15
Rithöndin
Vilt sjá betri heim
Skrifrin þín lýsir persónu sem
er hógvær, róleg hversdags-
lega og vill sýna sanngimi. Þú
hefur samt mikið skap og tilfinn-
ingar en beygir það - oftast - undir
mikinn sjálfsaga. Viljastyrkur er
óvenju mikill og honum beitirðu
þegar þinn innri maður gerist
óstýrilátur.
Það virðist einkennandi fyrir þig
að segja ekki meira en þú gemr
staðið við. Þetta hefurðu líklega
lært af bimrri reynslu því þú ert
bjartsýn og áköf að eðlisfari.
Innra með þér leynist dálítið
skáld, eins og með mörgum Islend-
ingum. Það skáld vill sjá betri heim
en þann sem við erum kunnugust.
Þú hefur góða greind og átt
óvenju létt með að tengja líf þitt í
eina heild - vinnu, heimili og
áhugamál. Þú munt eiga góða
möguleika í listrænu starfi sem
unnið er með höndum - eða í
íþróttum.
Tilveran sýnist dálítið sveiflu-
kennd hjá þér, smndum gerist ekk-
ert en smndum gerist allt á sama
tíma. Þú gerir ekki mikið veður út
af heimili þínu en rekur það eins og
fyrirtæki, ásamt öðrum áhugamál-
um þínum - sjónarmið sem er yfir-
leitt algengara hjá karl-
mönnum. Ef þú átt böm
em þau yfirleitt ffjáls og
líður ágætlega þó þú fylg-
ist ekki alltaf með því hvað þau em
að gera.
Ef þú ættir að varast eitthvað
væri það helst að yfirhlaða þig ekki
af vinnu.
Gangi þér vel.
RSE
J.
Dagskráin
„Mikið þrái ég Þorstein Ö...“
antekningarlítið sama enska og
ameríska slagaravælið á þeim öll-
um. Um að gera að auka á fjöl-
breymina og valfrelsið, segja menn
svo.
Smndum er sagt að þessi eða
hinn muni tímana tvenna. Eg
tel að það eigi við um kynni
mín af Ijósvakafjölmiðlunum. Ut-
varpstæki - viðtæki - kom á heimili
mitt, Eyhildarholt, skömmu upp úr
1930. Og þó að ég fylgdist ekki
mikið með því sem þar var flutt
meðan ég enn var barn og ungling-
ur, þá man ég vel að eldra fólkið
mátti ekki af neinu missa. Flytjend-
ur talaðs orðs sem tóna urðu eins-
konar heimilisvinir.
Það gám víst margir tekið undir
með Olínu Jónasdóttur skáldkonu:
„Ekki er klukkan orðin sjö, / ennþá
hefur birtan völdin, / mikið þrái ég
Þorstein O. / þegar fer að skyggja á
kvöldin“.
En nú er öldin önnur. Ríkisút-
varpið er, góðu heilli, enn á sínum
Magnús A. Gíslason blaðamaður.
stað. En jafnframt því hafa svo ris-
ið á legg hinar og aðrar útvarp-
stöðvar sem ég kann naumast eða
ekki að nefha og hefur ekki öllum
auðnast langlífi. Og sjónvarps-
stöðvamar em tvær - eða em þær
kannski orðnar fleiri? Og minna
má ekki gagn gera en að útvarps-
stöðvarnar séu að allan sólarhring-
inn. Ég er ekki frá því að þannig sé
búið að gera það sem þótti hátíð að
gráum og sviplausum hversdags-
leika.
Nú kann einhver að halda að
mér sé lítið gefið um þessar út-
varpsstöðvar. Svo er ekki. Eg átta
mig bara ekki á því hvaða erindi
þær eiga við fólk. Eg hef smndum
gert það af einskonar fikti að stilla
viðtækið mitt á þessar stöðvar, eina
af annarri. Og hvað heyri ég? Und-
Og hvað er það svo, sem ég reyni
einkum að fylgjast með af því sem
flutt er í útvarpi og sjónvarpi? Fyrst
og fremst eru það fféttírnar. Vegna
áhugaleysis á afruglara fer annað
efni Stöðvar tvö fram hjá mér.
Sjónvarpskvikmyndirnar læt ég
oftar en ekki lönd og leið nema þá
helst náttúrulífsmyndir eða sagn-
ffæði. Og svo til þess að minnast
aðeins á eitthvert það annað efhi í
útvarpinu, sem ég reyni að fylgjast
með, þá vil ég nefna þætti IUuga
Jökulssonar, Ævars Kjartanssonar,
Gunnars Stefánssonar, Svavars
Gests, Sumarvöku, Laufskálann,
Hermann Ragnarsson, Kvöldgestí
Jónasar og á fleira mætti drepa svo
sem ýmsa góða tónlistarþætti. Rík-
isútvarpið stendur svo sannarlega
fyrir sínu nú sem ætíð áður.
AfÍMi 06 fÚÁNi s íjarni IfmriUvoh
noldcn«« doojjwi. £f 09 kílci Ifiiins
vecpr í Iwhd^iliinn wiwi ú %
ófc IwniK rvfíh «lk etki taekldX
Það má á mörgu sjá að kosið
verður tíl bæjar- og sveitar-
stjórna næsta vor. Mikið
skolli eru menn nú meðvitaðir um
að þetta er síðasta sumarið áður
þeir þurfa að standa reikningsskil
gerða sinna. Nú á að gera allt í einu.
Um allan bæinn hamast ungling-
arnir við að tyrfa, mála, bóna, slípa
og týna rusl. Fólk, sem farið er að
daprast sjón, ratar varla heim til sín.
Dóttir mín vorkennir sárlega þess-
um unglingum og kvíðir því veru-
lega að lenda einhvern tíma í þeirra
hópi. Hún heldur að þetta sé refs-
ing fyrir að fólk sé með unglinga-
veikina sem hún hefúr aðeins ffæðst
um í bókum Guðrúnar alþingis-
manns um tvíburana Jón Odd og
Jón Bjarna.
Mikið óskaplega verður nú bær-
inn smart þegar sumri lýkur. Svo er
bara að vona að hann komi vel und-
an vetri og þá vænkast nú kosninga-
hagur manna. Og að sjálfsögðu
fagna bæjarbúar þessu frumkvæði
og allir eru með. Meira að segja
forseti bæjarstjórnar sem hingað til
hefur ekki mælt tvö orð þannig að
annað væri ekki malbik og hitt
steypa, lætur nú mynda sig í bak og
fyrir með blóm, tré og runna í fang-
inu. Og bæjarstjórinn hleypur tind-
ilfættur á eftír, plantar trjám, kyssir
kornabörn og fær stundum að vera
með á myndunum.
Auðvitað gera allir sér grein fyrir
því að þetta stafar af komandi kosn-
ingum. Og þá er um að gera að not-
færa sér möguleikana. Einstakir
húseigendur og húsfélög hringja í
skrifstofur bæjarins og kvarta um
flest mögulegt og margt ómögu-
legt. Og viti menn, það er varla
búið að leggja tólið á þegar ung-
lingahjarðir eru mættar og girða,
mála, slá og skipta um perur, allt
eftir óskum manna. Eg ffétti af ein-
um sem fékk bæjarstjórnarmeiri-
hlutann til að syngja ættjarðar-
söngva fyrir utan gluggann hjá sér
að morgni afmælisdags konunnar.
Ekki mun það nú hafa orðið eigin-
manninum tíl framdráttar.
Það eina sem ég hef enn heyrt að
hafi verið hafhað var þegar einn
garðeigandinn vildi fá fólk tíl að
vakta tré hjá sér. Ástæðan var að þar
var hreiður og kattakvikindi hverf-
isins sátu um að ná í ungana. Raun-
ar var meirihlutínn búinn að fallast
á að leggja til mann úr ungliðahóp
sínum þegar garðeigandinn fór þess
á leit að vaktarinn henti líka stein-
völum í glugga nágrannans til að
hindra svefn hans. Þegar leitað var
skýringar á þessu kom í ljós að
ungaverndarinn hafði áhyggjur af
því að hrotur nágrannans héldu
vöku fyrir ungunum. Vildi hann því
koma í veg fyrir að maðurinn sofn-
aði. Þetta þótti nú fúll langt gengið
og er það atkvæði trúlega tapað.
Þó hefúr verið reynt að bæta fyr-
ir neitunina með því að manninum
var sendur uppblásanlegur plast-
hundur sem setja má fyrir neðan
tréð í von um það fæli kettina ffá.
Og tíl að bæta enn um betur fylgdi
einnig segulbandsspóla þar sem
forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri
höfðu gelt til skiptis og ýlfrað.
Þessu fylgdi vinsamlcgt bréf um að
hægt væri að leika upptökuna í ná-
grenni við plasthundinn og myndu
kettirnir þá líklega láta blekkjast.