Vikublaðið


Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 14. JANÚAR 1994 Mðhorf 3 Tilraun sem má ekki mistakast s Atakalírill landsíundur er lið- inn hjá. Þar ríkti sátt en sundurlyndi. Yfirborðið fínpússað en alkalískemmdir undir. Skyldi styrkur steypunnar harðna við fagurlega pússað yfirborðið? Um árabil hefur ríkt slíkt sund- urlyndi innan Alþýðubandalagsins að líkja má við krabbamein. Þar hafa annars vegar stangast á sjónarmið þeirra sem hafa byggt upp flokkinn um áraraðir og svo hinna sem vita betur. I krafri naín- giftar flokksins, sem er bandalag, rúmast þar inni fólk með svipaðar lífsskoðanir - en þó gjörólík sjónar- mið. Fólk sem er svo skoðanaríkt að það kann sig lítið að hemja. Ein- staklingshyggjan blómstrar. Þetta er, eins og fyrr segir, ekki óeðlilegt út frá nafngift flokksins. Ut frá þessu skipulagi spretta svo sérhags- munahópar sem virðast ekkert hafa með Alþýðubandalagið að gera annað en stofna til vígaferla. Framundan er svo stofnun eins slíks hóps sem hugsaður er sem lít- ils háttar mótvægi við Kvennalist- ann en verður þó ekkert annað en eitt aflið enn til þess að auka á sundurlyndið. Agaleysi Agaleysi sextíu og átta kynslóð- arinnar einkennir þennan flokk. I hvaða flokki öðrum myndi það t.d. líðast að formaður flokksins færi á eigin spýtur í fundaherferð með formanni annars flokks með það markmið að leggja eigin flokk nið- ur - án nokkurs einasta samráðs við eigin flokksmenn? Einungis einn maður í öllum þingflokknum hafði eitthvað við þetta að athuga opin- berlega. Það er trúlega eini þing- maður flokksins sem hefur þing- störf fyrir hugsjónir en ekki ein- göngu atvinnu. Þó svo að ég sé sjálfur nokkuð hlynntur skoðunum formannsins um að leggja þurfi Alþýðubanda- lagið niður í núverandi mynd, þá eru vinnubrögð hans í þessu máli með öllu óviðunandi. Þetta er ein- ungis eitt dæmi um það stjóm- málalega agaleysi sem viðgengst og ríkir á mörgum sviðum innan flokksins. Hertur agi og þar af leið- andi beinskeyttari vinnubrögð er það sem flokkurinn þarfnast. Þeir sem hafa að markmiði að siðbæta aðra flokka og jafnvel heilt þjóðfé- lag verða að byrja í eigin flokki. Að mínu mati er brýnt að huga að því fyrir næsta landsfund að breyta eða afnema þau lög flokks- ins sem heimila stofnun alls konar undirflokka innan Alþýðubanda- lagsins þar sem fólk getur starfað án þess að vera einu sinni félagar í flokknum. Hugsunin með þessum lögum hefur sjálfsagt verið sú að auka lýðræðislegt yfirbragð flokks- ins út á við - en veikir hins vegar alla starfsemi inn á við. Annað er það sem veikir stöðu flokksins, en það eru hin stöðugu átök milli þeirra tveggja arma sem myndast hafa innan flokksins. Meðan þau átök fá að blómstra óá- reitt verður stefna flokksins niður á við og fylgið flyst jafnt og þétt yfir á Kvennalistann hvort sem mönn- um líkar bemr eða verr. Þessi átök voru með minnsta móti á afstöðn- um landsfundi, en hætt er við því að þau eigi eftir að blossa upp í kring um skipan lista flokksins í Reykjavík fyrir næsm borgarstjóm- arkosningar. Borgarstjómarkosn- ingar Hugsanlega em greinar þeirra Marðar Amasonar og Garðars Mýrdal, sem birmst í Vikublaðinu fyrir nokkm, forsmekkur að því sem koma skal. Vonandi þó ekki. Geta menn virkilega gert kröfu um samfylkingu margra flokka til þess að fella íhaldið í Reykjavík samtímis því að leyfa sundurlyndis- púkanum, sem oft hefur verið nærri lagi að kljúfa Alþýðubanda- lagið, að leika lausum hala? Geti Alþýðubandalagið ekki komið sér saman um fólk á lista í sæmilegum friði er vart hægt að telja þann flokk vel til þess fallinn að axla það hlutverk að halda sam- an félagshyggjuflokkunum - en það er jú það hlutverk sem mér finnst að flokkurinn ætti að hafa fyrir og.eftir þessar kosningar. Eg get verið Merði sammála um það atriði sem fram kom í grein hans að æskilegast væri að finna mann, sem báðar fylkingar gætu sætt sig við, til þess að leiða listann. Annað atriði þykir mér þó mikil- vægara og reyndar mikilvægast, en það er að til starfans veljist fólk sem hefur mikla reynslu af borgarmál- um þó svo að það fólk tengist af einhverjum ástæðum öðrum hvor- um armi flokksins. Það að vinna borgina í kosningum er bara hálfur sigur. Eftir er að vinna sigur á öllu því embættismannakerfi borgar- innar sem þar hefur hreiðrað um sig undanfama hálfa öld. Ef við ætlum að fela viðvaningum það verkefni er verr af stað farið en heima setið. Þær forsendur sem Mörður gaf sér til þess að útiloka Guðrúnu A- gústsdótmr frá því að leiða listann eru barnalegar og átti ég satt að segja ekki von á slíkri röksemda- færslu frá þokkalega greindum manni. Það er ákveðin list að kunna að þegja. Sú list er hvurgi eins vandmeðfarin og í stjómmál- um þar sem mörg orð falla. Listin er hins vegar sú að kunna að þegja á réttum tíma - hafa örlitla tilfinn- ingu fyrir því hvað vinnst og hvað tapast með stóryrðum. Megimnálið er að ná sem breiðastri samstöðu um að fella íhaldið í Reykjavik. Hvað svo sem það fólk heitir er til þeirra starfa velst, skiptir ekki öllu máli, svo fremi að það sé góðum hæfileikum búið og hafi góða innsýn í málefini borgarinnar. Kostir sameiginlegs framboðs Kostir sameiginlegs ffamboðs em margir. M.a. þeir að vinstri- menn hafa nú tækifæri til þess að sýna Reykvíkingum ffam á að þeir séu tilbúnir til þess að láta að vilja fólksins í stað þess að vinna þvert gegn hagsmunum þess - eins og oft hefur gerst hjá stjórnmálaflokkum þegar hagsmunapotið hefur verið látið hafa forgang. Tiltrú fólks á stjómmálaflokka hefur verið að dvína að undanförnu. Oflugt vinstra ffamboð myndi efla þessa tiltrú að nýju og skila þeim flokk- um sem að því stæðu ríkulegum á- vexti í næstu alþingiskosningum. Að auki myndi þetta fella glund- roðakenningu stuttbuxnadeildar- innar. Allur tilkostnaður sem kosn- ingastarfi er samfara myndi minnka til muna, s.s. útgáfukostn- aður kosningablaða, dreifingar- kostnaður auglýsingakosmaður, skrifstofuhald ofl. Aróður og upplýsing yrði mark- vissari þó svo að segja megi að við ofurefli sé að etja þar sem hægri- pressan er annars vegar. Reikna má með að slíkt ffamboð gæti skapað svipaða stemmingu í borginni og varð á sínum tíma þeg- ar Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin forseti. Þá reis alþýða lands- ins upp gegn yfirstéttinni og emb- ættismannaveldinu. Málefni - uppstilling Verði af sameiginlegu framboði þeirra fjögurra flokka sem staðið hafa í viðræðum að undanförnu er mikilvægast að fólk geti komið sér saman um algjöra breytingu ffá þeirri stefnu sem ríkt hefur hjá nú- verandi meirihluta í stórum mála- flokkum, s.s. atvinnumálum, fjöl- skyldumálum, skólamálum og sam- göngumálum. Aldraðir, atvinnu- lausir og öryrkjar bíða í röðum eft- ir því að geta sparkað í frjáls- hyggjupostulana. Foreldrar í borginni bíða eftir öðru úrræði en leikfangageymslu fyrir börn á grunnskólaaldri. Fólk bíður eftir stefnu sem byggir á öðru en yfirborðslegri glæsihallarsýndarmennsku og margra milljarða blikkbeljugeymsl- um. Skipan lista er mikilvæg og vissulega er skipting sæta milli lista á annan veg en ég hefði helst kosið, ef marka má nýjustu fréttir af þeim málum. Reikna má með að mörg- um Alþýðubandalagsmanninum þyki hlutur síns flokks heldur rýr. Það má hins vegar ekki hafa það í för með sér að menn fari í fýlu einn ganginn enn. Mér þykir jaðra við kraftaverk að það skuli hafa tek- ist að spyrða þessa flokka saman um það málefni að endurheimta Reykjavíkurborg úr tröllshöndum. Kann ég þeim sem unnið hafa ötul- legast að því verki bestu þakkir. Við slík tímamót verða allir flokkar að gefa nægilega eftir til að saman náist, Alþýðubanda- lagið líka. Það eru hinir mannlegu. þættir, sem hægrimenn hafa traðk- að niður í svaðið, sem vinstra ffarn- boðið mun hefja til vegs og virð- ingar á ný. Þess vegna má þessi til- raun undir aungvum kringumstæð- um mistakast. Þar verða allir, sem setja velferð lifandi fólks á hærri stall en dauðra montbygginga, að taka saman höndum. Vinstrimenn, þetta gæti orðið fyrsta skrefið sem taka þarf til að sameina vinstri öflin í Iandinu meira en verið hefur tdl þessa. Höfundur er kennari. Rauðir blúndusokkar Ifljótu bragði mætti ætla að blessað Ríkissjónvarpið sé loksins að vakna af þymirós- arsvefni sínum. Síðastliðinn mánuð hafa nefnilega verið á dagskrá þrír umræðuþættir þar sem fjallað var um hið víð- feðmna efni jafnréttismál! Hví- líkt og annað eins, skyldi það vera nýi framkvæmdastjórinn sem er svona víðsýnn eða er gagnrýni útvarpsráðs að skila sér? Eru konur loksins að kom- ast þangað sem hátalararnir og myndavélarnar eru? Skyldi þetta vera enn einn afrakstur kvenna- baráttu síðustu áratuga? Hefur ríkisfjölmiðillinn Sjónvarp gert sér grein fyrir að jafhréttismál eru þungaviktarmál rétt eins og landbúnaðarmál (svo ég steli ffasa ffá Rannveigu Sigurðar- dóttir hagfræðingi BSRB)? Fyrsti þátturinn, Síðdegisum- ræða á sunnudegi, fjallaði um kynferðislegt ofbeldi og karla- skýrsluna. Svo helguðu Ingó og Vala einn þátta sinna stríði kynj- anna. Og í Síðdegisumræðu síð- asta sunnudags var umræðuefn- ið hvað kvennabarátta síðustu áratuga hefði fært konum. Eg missti af fyrsta þættinum og get því ekki dæmt um hann, en hin- ir tveir voru afar lélegir svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Mér veittist sá vafasami heið- ur að sitja í sjónvarpssal í þætti Ingó og Völu. Við skötuhjúin vorum beðin um að lesa karla- skýrslu félagsmálaráðuneytis gaumgæfilega og sagt að Sig- urður Svavarsson, einn skýrslu- höfunda, yrði í panel. I eldhúsi upptökuversins fyrir útsendingu Ragnhildur Vigfús- dóttir kom í ljós að fólk var mætt til leiks á mjög ólíkum forsendum. Þegar ég spurði Völu um hvað þátturinn væri eiginlega, sagði hún að það kæmi í ljós í kynn- ingunni. I stað þess að vera mál- efnaleg umræða um stöðu karla og þar með stöðu kynjanna var efni þáttarins „hvernig vilja kon- ur að karlmenn séu og karlar konur...“. Þátturinn endurspegl- aði engan veginn þær málefna- legu og skemmtilegu umræður sem fóru fram áður en útsend- ing hófst (meðan stjórnendur voru sminkaðir) og þrátt fyrir að salurinn væri fullur af góðu fólki - sá besti sem þau höfðu haff, sagði Vala fyrir útsendingu - datt umræðan dauð niður. Sú litla sem myndaðist var strax drepin niður. Þvf miður er ég of vel upp alin svo ég gekk ekki út þegar ég fékk fyrstu spurning- una, hvort jafnréttisbaráttan hefði fært mér draumaprinsinn - og hvað mér þætti kynæsandi við minn heittelskaða. Þess í. stað sat ég þarna og lét þessi ó- sköp yfir mig ganga og fór heim sáróánægð. Og ég var eflaust ekki sú eina sem var misboðið með þættinum. Þetta hefðu get- að orðið góðar umræður ef stjórnendur hefðu aðeins haft á- huga á því, hefðu valið öðruvísi í panelinn, spurt málefnalegra spurninga og stjórnað þættin- um. Það hefði t.d. verið fróðlegt að fá að vita hvað kemur í kjölfar karlanefndarinnar, hvort karl- menn hafi áhuga á breyttum kynhlutverkum, hvers vegna þeir fái svo mikla athygli loksins þegar þeir tjá sig um þessi mál, hvemig hungur feðra samrýmist íslenskum veraleika... En ó nei, áhugi stjórnenda þáttarins beindist í annan og áhugaminni farveg. Eftir að hafa horft á síðasta „jafnréttisþáttinn“ íhuga ég al- varlega að segja upp áskrift minni að ríkissjónvarpinu. Sjón- varpið telur sig eflaust vera að sinna jafhréttisbaráttunni með þessum þáttum, en efmstök og val þátttakenda benda frekar til þess að verið sé að reyna að grafa undan því sem áunnist hefur með henni. Stjórnendum þáttanna (að minnsta kosti þeirra tveggja sem ég sá) tókst að setja umræðuna á byrjunar- reit sem er langt frá þeim meg- instraumi sem vitsmunaleg um- ræða um jafnréttismál er í þjóð- félaginu. Hafa þeir ekki áttað sig á því að það kemur yfirleitt meira út úr skynsamlegri rök- ræðu en kappræðum og því ó- þarfi að draga fram öfgafulla einstaklinga með lítt grundaðar skoðanir. Eiga fjölmiðlar að endurspegla raunveruleikann eða vonast stjórnendur ríkis- sjónvarpsins til þess að geta dregið umræðuna í þjóðfélaginu niður á það plan sem hún er á í umræðuþáttunum sem það býð- ur upp á? Vísitala j öfnunarhlutabréfa Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1994 og er þá miðað við að vísitala 1. janúar 1979 sé 100. 1. janúar 1980 vísitala 156 1. janúar 1981 vísitala 247 1. janúar 1982 vísitala 351 1. janúar 1983 vísitala 557 1. janúar 1984 vísitala 953 1. janúar 1985 vísitala 1.109 1. janúar 1986 vísitala 1.527 1. janúar 1987 vísitala 1.761 1. janúar 1988 vísitala 2.192 1. janúar 1989 vísitala 2.629 1. janúar 1990 vísitala 3.277 1. janúar 1991 visitala 3.586 1. janúar 1992 vísitala 3.835 1. janúar 1993 vísitala 3.894 1. janúar 1994 vísitala 4.106 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við visitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar skal miöa viö vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.