Vikublaðið


Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 16

Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 16
Munið áskriftarsímann 17500 Hver á að borga brúsann? Sættir hafa náðst um óbreyttan rekstur Sólheima út þetta ár en meta á þjónustuþörfina ráðuneytisins og stjórnar Sólheima um óbreyttan rekstur út þetta ár. Þá mun félagsmálaráðuneytið hafa fallist á að endurskoða rekstrar- framlög til Sólheima þegar árs- reikningar heimilisins liggja fyrir og niðurstöður Ríkisendurskoðun- ar á fjárhagsstöðu heimilisins. Samkomulagið gerir einnig ráð fyrir að framkvæmt verði ahnennt mat á þjónustuþörf fatlaðra. Fjárveitingar Sólheima í framtíð- inni eiga að grundvallast á því og gert er ráð fyrir að gengið verði frá þjónustusamningi sem taki gildi frá og með 1. janúar 1995. Þeir sem vinna að málefnum fatlaðra hafa bent á að Sólheimar séu alltaf í fjölmiðlum en almenn- um málefnum fatlaðra sé lítið sem ekkert sinnt í fjölmiðlum. Það er réttmæt gagnrýni. Fjölmiðlum er allt of starsýnt á einstakar deilur manna á milli og rífa þær oft á tíðum úr öllu samhengi. En fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Deilan á Sólheimum hefur leitt sjónir manna að málefnuin fatlaðra almennt. Knúið frain spurnigar á borð við hver sé staða sjálfseign- arstofnana, hvort rétt sé að hver sem er geti farið út í framkvæmdir fyrir fatlaða og hvort þeir aðilar geti síðan komið eftir á til ríkis- valdsins efrir fjármagni? Því það er alltaf einhver sem jiarf að borga brúsann. Einhver þarf að sjá um að fjár- magna reksturinn og síðast en ekki síst þá munu heimilismenn gjalda þess ef öryggi heimilisins er ekki tryggt - eins og heimilismenn á Sólheimum hafa eflaust gert. Nordisk Forum 1994: Kynning á laugardag Undirbúningur vegna Nor- disk Forum kvennaráð- stefnunnar er í fullum gangi hér á Iandi sem amiars staðar á Norðurlöndum, en ráðstefrian verður haldin dagana í. til 6. ágúst n.k. í Abo í Finnlandi. Bráðabirgðadagskrá þingsins er komin út, en nú þegar hefur verið tilkynnt um nærri 900 dagskrárliði. Frestur til að tilkynna um dag- skráratriði rennur út 1. febrúar n.k., en almennar þátttökutilkyn- ingar verða að berast fyrir 1. maí. Til að kynna gang mála efiiir undirbúningsnefnd Nordisk For- um til fundar laugardaginn 15. jan- úar kl. 10.30 í samkomusal BSRB að Grettisgötu 89. A fundinum verður m.a. bráða- birgðadagskrá Nordisk Forum kynnt, rætt verður um þátttöku ís- lenskra kvenna í Nordisk F'orum, Gréta Eiríksdóttir frá Flugleiðum segir frá ferðamöguleikum og gefnar verða upplýsingar um gist- ingu. Anna S. Björnsdóttir rithöf- undur ræðir um þátttöku rithöf- unda og ljóðskálda í Nordisk For- um. dæmi séu aftur á móti góð. Þó ekki hafi verið gerðir þjónustusamning- ar þá gildi ákveðnar starfsreglur milli skrifstofunnar og þessara stofrianna sem báðir aðilar virði. Enn og aftur deila menn um Sólheima í Gríms- nesi. Stjóm Sólheima með Pétur Sveinbjamarson, for- mann stjómar, í broddi fylking- ar, sakaði Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra um margra ára ofsóknir á hendur Sólheimum. Hann segir ráðun- eyti hennar hafa trassað í fimm ár að gera jijónustusamning við stofriunina og það sem varð til þess að endanlega sauð upp úr hafi verið áform um að setja stofriunina í fjársvelti með skertum fjárframlögum í fjár- lögum þessa árs. Ríkisendur- skoðun og félagsmálaráðuneytið hafa aftur á móti ásakað stjóm Sólheima um að nota rekstrarfé til þess að borga skuldir sem em tilkomnar vegna offjárfestingar á Sólheimum. Hverfer ekki að lögum? A árunum 1985 til 1992 hafa verið byggðir samtals 2100 fer- metrar á Sólheimum. „Þessi upp- bygging hefrir kallað á aukin fjár- framlög úr ríkissjóði. Samt sem áður hafa ákvarðanir um þessa fjárfestingu aldrei verið bomar undir jiá aðila sem lögum sam- kvæmt á að gera, þ.e.a.s. Svæðis- skrifstofu í málefrium fatlaðra, stjórnarnefrid og félagsmálaráðu- neyti.“ Svo kemst Bragi Guð- brandsson, aðstoðarmaður félags- málaráðherra að orði í grein í Morgunblaðinu, föstudaginn 7. janúar sem hann nefriir „Er félagsmálaráðherra vondur við Sólheima". En hvernig stendur á því að Sólheimamenn hafa komist upp með það í öll þessi ár að fara ekki að lögum. Svæðisstjóm fatlaðra á samkvæmt lögum að hafa eftirlit með þeim aðilum sem veita fötl- uðum þjónusm á þeirra svæði. All- ar meiri háttar breytingar á starfs- semi á aftur á móti að leggja fyrir svæðisstjórn til umsagnar. Og fél- agsmálaráðherra gemr svipt rekstr- araðila starfsleyfi að tillögu svæðis- ráðs og stjórnarnefndar hafi hann ekki uppfyllt kröfur þeirra um það sem talið er ábótavant í rekstri. Framkvæmdastjóri Svæðisskrif- stofu fatlaðra á Suðurlandi, Eggert Jóhannesson, segir Sólheimamenn hafa sniðgengið svæðisskrifstofuna. Þeir hafi t.d. ekki fengið umsögn svæðisskrifstofunnar um breyting- ar sem gerðar hafa verið á Sólheimum. Samskiptin við aðrar sjálfseignarstofrianir í þeirra um- A síðustu átta árum hafa húsuœðisbyggingar að Sólheimum veriðsamtals 2100 fennetrar. ^íkvarðanir hafa aldrei verið bomar undir lögmœta aðila, “ segir Bragi Guðbrandsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. Mynd. BG „Svæðisskrifstofan hefur ekki sinnt sinni eftirlitsskyldu", er álit Margrétar Frímannsdótmr, al- þingismanns sem sat í stjórn Sól- heima í mörg ár og er nú í fúll- trúaráði þess. Hún segir að sem sjálfseignarstofriun sé Sólheimum ekki skylt að fara með sín mál gegnum svæðisskrifstofnuna en lögum sainkvæmt' eigi skrifstofan að hafa eftirlit með aðbúnaði fatl- aðra á sínu svæði. Sér vitanlega hafi starfsmenn svæðisskrifstofunnar ekki haft fyrir því að kynna sér þá aðstöðu sem byggð hafi verið upp fyrir fatlaða á Sólheimum. Ekki vildu menn í félagsmála- ráðuneytinu kannast við að ráðu- neytið eða stofrianir þess hefðu ekki staðið við eftirlitsskyldu sína. Bragi Guðbrandsson, aðstoðar- maður félagsmálaráðherra, vildi aftur á móti benda á að uppbygg- ingin á Sólheimum hefði kostað mikið fé. Skuldir styrktarsjóðs Sól- heinia næmu nú 70 milljónum króna og skuldir Sólheima sjálfra hefðu verið um 20 milljónir sam- kvæmt ársreikningum 1992. Nú, ári síðar em skuldirnar komnar niður í 3 milljónir samkvæmt upp- lýsingum stjórnar Sólheima. Bragi segir að ríkisendurskoðun hafi gert athugasemd við það hvernig þessi skuld hafi verið greidd. Hafi hún verið tcldn af rekstrarfé heimilisins sé hér um alvariegt mál að ræða. Engir þjónustusamn- ingar, engar reglu- gerðir Viðræður við félagsmálaráðun- eytið um framtíðarhlutverk Sól- heima hafa staðið yfir í fimm ár án árangurs efrir því sem fram kemur í skrifum Péturs Sveinbjarnarsonar í Morgunblaðinu 4. janúar síðast- liðinn. Þá kveður ráðuneytið hafa trassað að gera lögboðaðan þjón- ustusamning við Sólheima. Samkvæmt lögum um málefni fatlaða getur ríkið gert þjónustu- samninga við aðra aðila, til að mynda sveitarfélög og sjálfseignar- stofnanir. Þessir aðilar sjá þá um jijónustu við fatlaða sem rfkið bor- gar lögum samkvæmt. Þetta ákvæði kom inn í lögin þegar þeim var breytt síðla árs 1992. Ennþá hefur ekki verið gengið frá jijónustusamningi við neinn aðila að sögn Braga Guðbrands- sonar, aðstoðarmanns félagsmála- ráðherra. Bragi tók ekki undir þær ásakanir að óeðlilega langan tíma hefði tekið að gera samningana. Ymislegt hefði orðið til að tefja gerð þeirra, m.a. kosningar um sameiningu sveitarfélaga. Þá er meirihluti reglugerða með nýju lögunum ekki tilbúnar enn. Og lögin kveði ekki á um að það eigi að gera [ijónustusamninga, heldur aðeins að hægt sé að gera þá. Skýr ákvæði um sjálfeignarstofri- anir vantar inn í lögin að sögn Margrétar Frímannsdóttur alþing- ismanns sem sæti á í fulltrúaráði Sólheima. Aðstoðarmaður ráð- herra er ekki sama sinnis og bendir á að víða í lögunum sé fjallað um sjálfseignarstofnanir. Hver sem er hcfur heiinild til þess að fara af stað og byggja íbúðir fyrir fatlaða eins eða hvað annað, svo framarlega sem byggingin falli inn í skipulag á hverjum stað. Og það er smuga í lögunum um mál- efni fatlaðra sem félagasaintök og aðrir aðilar sem sjá um málefni fatlaðra hafa komist framhjá. Þess- ir aðilar hafa sótt um lán úr Bygg- ingasjóði verkamanna til byggingar félagslegra íbúða án nokkurra leyfa eða tryggingar á því hver á að borga rekstur þeirra síðar meir. Bragi Guðbrandsson, aðstoðar- maður ráðherra, segist aðspurður vita til þcss að þessi smuga hafi verið notuð en vildi taka það fram að nú væri búið að loka henni. Frá síðastliðnu hausti hafa umsóknir til Byggingasjóðs verkamanna ekki verið afgreiddar nema þeim fylgi uppáskrift frá ráðuneyti. Hver borgar brúsann? Sættir eru í sjónmáli á Sólheim- um. Samkomulag hefur náðst milli Nefndin sem falið var að ná sáttum í Sólheimamálinu á fundi með biskupi og fulltrúum félagsmálaráðuneytis. Sættir náðust um óbreytan rekstur Sólheima á fundinum. A mytidinni eru frá vinstri: Bragi Guðbrandsson aðstoðannaður félagsmálaráðherra, Asta R. Jóhannesdóttir sem s<eti á t fulltniaráði Sólheima, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fulltníaráðinu, Ólafttr Skúlason biskup, Margrét Frímannsdóttir, fulltrúaráðinu og Sturlaugur Tómasson úrfélagsmálaráðuneyti. Mynd: OI.Þ. Dagsbrún mótmælir Fundur Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar haldinn 13. janúar 1994 mótmælir harð- lega broti Vinnuveitendasam- bands Islands fyrir hönd Stál- smiðjunnar hf. á dómsátt gerðri fyrir Félagsdómi 23. nóvember 1993 í máli varðandi uppsögn og endurráðningu Gylfa Páls Hersis, verkamanns. Skorar fundurinn á Vinnuveit- endasambandið að sjá til þess að Gylfi Páll verði endurráðinn þegar í stað. Að öðrum kosti mun Dagsbrún hefja undir- búning verkfallsboðunar til að knýja frarn efridir á dómssátt- inni. Jafriframt mótmælir fundurinn uppsögnum starfsmanna Stál- smiðjunnar hf. 1. nóvember 1993 og síðari kröfum Stálsmiðjunnar um efrii ráðningarsamninga sem alvarlegu broti á vinnulöggjöfinni og aðal- og sérkjarasamningum félagsins. Vinnuveitendasamband íslands hefúr haft atbeina að kjarakröfum og bromm gegn friðarskyldu. Þessari aðför Vinnuveitendasam- bandsins er harkalega mómiælt og allur rétmr áskilinn til aðgerða verði uppsögnum Stálsmiðjunnar og kjaraskerðingu haldið til streitu. Fundurinn ákveður að boðað verði til trúnaðarmannaráðsfúnd- ar um málið í næsm viku, m.a. til að afla verkfallsheimildar.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.