Vikublaðið


Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 12
12 VIKUBLAÐIÐ 14. JANUAR 1994 MmgmtmáMm Ríkir karlaveldi hjá borginni? ÞaA er ekki aðeins í þáttunum Já ráðherra sem embættismenn hafa mikil völd og eiga mikinn þátt í ákvörðunum - oft engu minni en þeir fulltrúar al- mennings sem til þess eru kjörnir. Til þessa hggja margar ástæður. Sú veigamesta og um leið rétt- mætasta er sú að stjórnmálamenn koma og fara en embættismenn sitja um kyrrt - oft í tugi ára. Þannig er þessu farið í stjórnkerfi Reykjavíkur. Fjórir valdamestu embættismennirnir; borgarrit- ari, borgarlögmaður, borgarverkfræðingur og borgarhagfræðingur hafa allir starfað hjá borginni í yfir tuttugu ár. Þar af aðeins íjögur með öðrum en Sjálfstæðismönnum í meirihluta. Þeir eru allir ævi- ráðnir. Voru ráðnir til starfa hjá borginni áður en lögum um æviráðningu opinberra starfsmanna var breytt. Og þeir eru albr karlkyns. Nú ber flestum saman um að hér fari hæfir og ábyrgir menn. í því ljósi er eðlilegt að spyrja hvort þær staðreyndir sem voru taldar upp hér að framan skipti nokkru máli. Flest bendir til þess að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir verði borgarstjóraefoi sam- einaðs framboðs minnihlutaflokk- anna í borgarstjóm. Hún var borg- arfolltrúi Kvennalistans í sex ár. Þegar hún lét af því embætti áriðl988 birtist viðtal við hana í Veru. Þar lýsir hún karlasamstöðu embættismannakerfisins og því hvemig sumir embætdsmenn borgarinnar starfa sem pólítískir embættismenn. Hún segir: „Karlarnir em allsstaðar... konur sem hafa komist inn í embættis- kerfið haldast þar oft verr við en karlamir.“ Þetta var sagt árið 1988. Guðrún Ögmundsdóttir sem nú situr í borgarstjóm fyrir Kvenna- listann segir: „Það hefor lítið breyst. Þetta em sömu karlamir og sömu sjónarmiðin." „Sjöfn var ánægð með samstarfiðu Það em aðeins örfáar konur í stjórnunarstöðum hjá borginni. A lista yfir forstöðumenn borgar- stofoana þar sem em yfir sextíu nöfo em aðeins sex konur. Og þær em ekki í valdamestu stöðunum. Hver skyldi vera ástæða þessa? Markús Öm Antonsson borgar- stjóri segir að ekki sé auðvelt um Ingibjörg Stefánsdóttir vik í þessum málum; „Því miður hafa umsóknir kvenna um stjóm- unarstörf hjá borginni verið sárafá- ar. Umsóknir ffá þeim hafa einkan- lega verið innan skólamálageirans. Hjá borgarverkffæðingi hefor það hins vegar heyrt til undantekninga W „Eg var aldrei í klíkunni“ Borgarstjóri telur kvenmanns- leysi í æðstu stöðum hjá borg- inni stafa af því hve fáar konur sæki um stöður sem losna. Sem sagt áhugaleysi. Hver skyldi vera skýring þess, ef rétt er? Hvemig hefor þeim konum sem komist hafa í háar stöður hjá borginni verið tekið og hvemig hefúr þeim liðið? Guðrún Jónsdóttir arkitekt var ráðin til starfa af vinstri meiri- hlutanum sem Forstöðumaður Þróunarstofounar Reykjavíkur árið 1979. Nafhi stofounarinnar var síðan breytt í Borgarskipulag Reykjavíkur og starfssvið þess víkkað og starfaði Guðrún sem forstöðumaður þess til loka ráðn- ingarsamnings síns árið 1984. Hún segir: „Satt að segja þurffi ég að berj- ast fýrir öllu, frá því að fá ljósrit- unarvél til þess að það væri tekið mark á mér. Þetta var erfitt og ég faitjj til þess hve sterkt afl emb- ættisinannakerfið í Reykjavík er. Mér var aldrei boðin aðild að klíkunni. Eg veit ekki hvort ég hefði þegið það, en það stóð aldrei til boða. Eftír þessa reynslu gat ég ekki annað en glaðst yfir því hve eftirmanni inínum gekk vel að fá allt sem til þurfti; tæki, húsnæði og viðurkenninga þeirra sem hann þurfti að vinna með.“ Guðrún segir að sér hafi gengið ágætlega að vinna með pólítískum húsbændum sínum. Sjálf var hún ekki fé- lagi í neinum pólítískum flokki. „Eg taldi mig ráðna þarna sem arkitekt á faglegum grund- velli, enda hafði ég unnið mikið að skipulagsmálum.“ Þegar ráðningar- samningi Guðrúnar lauk áriðl984 var ráðinn nýr forstöðu- maður borgarskipu- lags, en henni var boðið að starfa að á- kveðnu verkefoi fyr- ir borgina. Það gerði hún í þrjú ár án þess að vinna hennar kænti nokkurn tíma fyrir skipulagsnefod. I lok tíma- bilsins skilaði Guðrún tilllögum að hverfaskipulagi Vesturbæjar, Austurbæjar og Norðurmýrar og hlaut þá vinnan, samkvæmt beiðni Guðrúnar, loks kynningu í borg- arráði. Hvers vegna telur þú að tillögur þínar hafi ekki hlotið eðlilega með- ferð? „Eg veit það ekki, það hefor sennilega ekki hugur fylgt máli þegar mér vom boðin þessi verk- efoi,“ segir Guðrún Jónsdóttir sem hefor hlotið ótal viðurkenn- ingar fyrir störf sín að skipulags- málum og arkitektúr. Nú er Guð- rún borgarfolltrúi Nýs vettvangs og simr í skipulagsnefnd borgar- innar. „Það er oft erfitt að vera eini fulltrúi minnihlutans en það hefur gagnast mér vel að þekkja til þama og vita hvaða skjöl eru til og hvaða upplýsingar er hægt að fá.“ Um embættismenn borgarinn- ar segir Guðrún: „Þeir eru örugglega margir mjög vel starfi sínu vaxnir, en það getur verið slævandi að vinna mjög lengi fyrir sama flokk eða aðila. Eg held að það sé ekki nokkur maður í toppembætti hjá borginni sem ekki er Sjálfstæðis- maður. Eina undantekningin sem ég þekki er Gunnar Eydal skrif- stofustjóri borgarinnar." embættismannakerfi borgarinnar sem ókleifan múr. Aðeins einstaka sinnum hafi komið glufor í þann múr, þegar konur hafa verið ráðnar til starfa. Guðrún tekur ráðningu Guð- rúnar Jónsdóttur sem dæmi um þetta og segir henni hafa verið bol- að burtu til þess að koma að karl- manni sem var Sjálfstæðisflokkn- um þóknanlegri. Hún bætir því við að þær konur sem þó hafi fengið titla hafi ekki fengið völd sambæri- leg við þau sent fýlgdu stöðunni ef karlmaður skipaði hana. Guðrún heldur áfrain og segir um embætt- ismannakerfið: „Þetta er algjörlega lokað karla- samfélag og sjónarhomið er mjög þröngt. Viðhorfið til ákvarðana skiptir miklu máli og þegar þeir sem ráða fýlla svona einlitan hóp þá verður mjög þröngt.“ Hvemig heldur Guðrún þá að muni ganga að vinna með þessum embættismönnum ef og þegar vinstri flokkamir ná meirihluta á ný? „Einhvern tíma sagði Guðrún Helgadóttir að það ætti að senda þá alla í endurhæfingu. Það er alla- vega víst að það þarf að taka allt til endurskoðunar, þar með talið stjórnkerfið og embættismanna- kerfið. Það er greinilegt að Sjálfstæðis- flokkurinn er búinn að vera að hreinsa til núna. Það er verið að láta menn sem em að komast á ald- ur hætta til þess að rýrna fýrir yngri Sjálfstæðismönnum. Eg held að þetta sé engin tilviljun - öðru nær, til þess em þetta of margir menn. Það er verið að drífa í þessu fýrir kosningar og ég tel það vera hneyksli, algert hneyksli." ef verkffæði- eða tæknimenntaðar konur hafa sótt um stöður sem losna.“ Því hefor einnig verið haldið fram að flestir ef ekki allir embætt- ismenn borgarinnar séu Sjálfstæð- ismenn. Hvað segir borgarstjóri um það? „Eg hef ekki verið að spyrja menn um stjóminálaskoðanir og það em ekki lögð fram nein flokk- skírteini þegar verið er að ráða menn.“ En nú hefur sú skoðun heyrst ffá folltrúum vinstri flokkanna í borg- arstjóm að sumir einbættismenn borgarinnar vinni sem pólítískir embættismenn? „Eg held að þetta hafi verið eitt- hvað persónulegt. Eg man að Guð- rún Helgadóttir talaði um að „dauð hönd embættismannakerfisins" legðist yfir allt sem vinstri meiri- hlutinn ætlaði að gera, en ég tel þetta hafa verið einstaklingsbundin skoðun. Helstu forystumenn vinstri meirihlutans á sínum tíma lýstu ánægju með sainstarfið við embættismenn borgarinnar og Sjöfa Sigurbjömsdóttir var mjög á- nægð með samstarf sitt við þá,“ segir Markús. Embættismannakerfi borgarinnar ókleifur múr? Það er rétt að Sigurjóni Pémrs- son sem var forseti borgarráðs á tímum vinstri meirihlutans og Guðrúnu Helgadóttur ber ekki al- veg saman um samstarfið við emb- ættismenn borgarinnar. Guðrún segir þá beinlínis hafa unnið gegn meirihlutanuin, en Sigurjón segir þá hafa lítið hjálpað og að hinir pólítískt kjömu folltrúar hafi þurff að eyða ineiri tíma í stefauinörkun en annars hefði verið. í orðunum liggur að þegar Sjálfstæðismenn séu í meirihluta þá starfi embættis- mennimir með þeim að stefou- mörkun - nokkuð sem vinstri menn geti ekki treyst á. Guðrún Agústsdóttir sem nú er varaborgarfulltnif Alþýðubanda- lagsins lýsir því hvernig henni sjálfri gekk samvinnan við embætt- ismannakerfið á tímum vinstri meirihlutans: „Eg fékk það litla starf að vera stjómarformaður SVR og komst fljótt að raun um hve erfitt það gat verið að koma í ffamkvæmd því sein þegar var búið að samþykkja." Hún segist alltaf hafa litið á „Þeir hafa ráðið miklu og vildu ráða þessu iíkau Aslaug Brynjólfsdóttir var ráð- in ffæðslustjóri Reykjavíkur árið 1982. Sem slík var hún ríkis- starfsmaður og staðan var veitt af menntamálaráðherra. Eigi að síður þurfti að greiða atkvæði um stöðuveitinguna í nefod hjá borg- inni. Aslaug er Framsóknarkona. Sjálfstæðismenn í nefadinni greiddu atkvæði gegn henni en aðrir nefodarmenn með henni. Aslaug fékk því þrjú atkvæði en sá sem sótti um á móti henni fjögur. „Sjálfstæðiskonan sem sótti um á móti mér var útilokuð, þannig að aðeins var um tvo umsækjendur að ræða. Ekki var leyft að greiða atkvæði um fólkið heldur átti að greiða atkvæði á milli ffamsókn- ar- og sjálfstæðismanns." Áslaug var ráðin enda hafði hún stuðning ntargra skólastjóra. í framhaldi af því var stofauð Skólamálaskrifstofa Reykjavíkur og völd færð ffá embætti ffæðslu- stjóra til hennar. „Þeir þoldu ekki að ekki var ráðinn Sjálfstæðis- maður í stöðuna. Þeir hafa ráðið miklu og vildu ráða þessu líka. Auðvitað héldu þeir að ég gæfist upp, en það gerði ég ekki. Með lögum um verkaskipti milli ríkis og sveitar- félaga ffá 1989 og nýjum grunn- skólalögum árið 1991 komst það á hreint hvað tilheyrði Fræðslu- skrifstofanni og hvað Skólamála- skrifstofunni. Nú hef ég öll völd sem ég á að hafa og ágætt sam- starf við Skólamálaskrifstofana," segir Aslaug. Af átta ffæðslustjórum á land- inu er hún eina konan. Áslaug sit- ur nú í jafaréttisnefad Reykjavík- urborgar þar sem karlaveldið í æðstu stofaunum borgarinnar hefor off komið til tals. „Við höfom farið ffam á það við Launaskrifstofúna að fá upp- gefoa launaflokka og auka- greiðslur til starfsmanna borgar- innar, til þess að sjá hver er launamunur karla og kvenna hjá borginni. Eg er t.d. alveg viss uin að þær konur sem eru forstöðu- menn hjá borginni hafa lægri laun en karlar í sambærilegum stöðum. Við höfom gert ítrekað- ar tilraunir til þess að fá þessar upplýsingar, en það hefar ekki gengið, þrátt fýrir að alger sam- staða sé um þetta hjá jafaréttis- nefadinni." Þegar Markús Om Antonsson var spurður um hvort erfitt gæti verið að fá upplýsingar um ýmis- legt tengt stjórnun borgarinnar sagði hann: „Ég hef sagt það margsinnis að það sé ekkert stjórnkerfi opnara en stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Það hefar hins vegar ekki þótt rétt að fara að opínbera í borgar- ráði launamál einstakra starfs- manna, ekki frekar en bankinn þinn opinberar færslur á ávísan- areikningnum þínum.“

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.