Vikublaðið


Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 14

Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 14
14 VIKUBLAÐIÐ 14. JANÚAR 1994 Prófkjörsslagur sjálfstæðis- manna hófst fyrir nokkrum dögum. I gær birtust á sel- skapssíðu Pressunnar litmyndir af fjáröflunarhófi sem Gunnar J. Birgisson (Isleifsson fyrrverandi borgarstjóri og núverandi Seðla- bankastjóri) hélt í Rúgbrauðsgerð- inni fyrir stuðningsmenn sína. Am- eríkanar kalla svona fyrirbæri „fúnd raising dinner" og tíðkast meðal pólitíkusa þar vestra. Tilgangurinn er tvíþættur. Frambjóðandinn aflar fjár til að standa undir kosningabaráttunni með því að selja miða inná hófið og stuðningsmenn fá tækifæri til að leggja inn greiða sem þeir síðan innheimta þegar og ef frambjóð- andinn kemst til valda. Þessi háttur er gróðrarstía spillingar því að beinlínis er gert ráð fyrir viðskipta- sjónarmiðum í stjórnmálum. Það er langur vegur ffá stjórnmála- fúndum þar sem samskotabaukur er látinn ganga á milli manna yfir í fjáröflunarhóf sem sonur Seðla- bankastjóra hélt fyrir viku. I fjáöflunarhófi er kinnroðalaust gengist við aðgreiningu milli al- mennings og „elítunnar" sem til skamms tíma var ekki gert á Is- landi. Hingað til hafa flestir stjórn- málamenn hér á landi að minnsta kosti þóst byggja fylgi sitt á stuðn- ingi sem venjulegt fólk veitir vegna þess að það finnur til samkenndar með stjórnmálaviðhorfúm við- komandi. X „stjórnmálaheimi fjáröflunar- hófsins eru það grímulausir prívat- hagsmunir sem ráða ferðinni þar sem skipst er á peningum, völdum og aðgengi að hinu opinbera. Al- menningur og almenn velferðar- sjónarmið eru víðs fjarri fjáröflun- arhófinu. Þar sitja til borðs einstak- lingar sem hafa efni á að borga að- gangseyri að stjómmálamanni, eða verðandi stjórnmálamanni í þessu tilviki. Gunnar J. Birgisson virðist halda að það séu stjómmál á nútímavísu að efna til hálf-opinbers matarboðs fydt útvalda og stofna til skuldar við þá. Það sýnir kannski best á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn er að ungur maður sem ætlar sér ffama á vettvangi flokksins skuli leggja fyrir sig þessa tegund stjórn- mála. Þáttur Pressunnar í málinu er merkilegur. Ritstjóri blaðsins segir í ávarpi til lesenda að hann ætli að gera Pressuna trúverðuga og fjalla meira um stjónrmál og hið opin- bera. Samt sér hann ekki aðra hlið á fjáröflunarhófinu en þá sem snýr að samkvæmislífinu. Og þó. I myndatexta er talað um Andrés nokkurn Magnússon „hluthafa" og sþSFt hversu mörg hlutabréf hann hafi keypt í ffambjóðandanum. Hver er þessi Andrés? Jú, hann starfaði fyrir skemmstu hjá Press- unni en gekk til liðs við Gunnar Smára og keypti hlut í Eintaki sem verður brátt að vikublaði í sam- keppni við Pressuna. Það er ekki von að Pressan sjái stóru myndina. Ritstjómin hefur mestan áhuga á að slá fyrrverandi samstarfsmenn sína neðan beltis. HÚN GUÐ s Olafúr Þ. Þórðarson al- þingismaður, ffam- sóknarmaður og bóndi stígur aldrei, svo ég viti, fæti í ræðustól á alþingi að hann ávarpi ekki þingforseta með orðunum: „Herra for- seti“. Hann lætur það ekki á sig fá þótt á forsetastóli sitji nú- orðið að jafnaði kona, hann veit sem satt er að forseti er karlkynsorð og hann veit sjálf- sagt líka að karlkynið er ríkj- andi í íslensku máli, það er æðst kynjanna þriggja í hugum „málhafa" eins og málffæðing- ar hafa bent á. Nú er það ekki bara svo að konur gegni æ oftar hefð- bundnum störfúm karla, held- ur sinna karlar nú einnig í nokkrum mæli svonefndum kvennastörfúm. Þá getur stundum orðið erfitt að greina karla ffá konum líkt og í dæm- inu um þingforsetann. Maður sem gerist „símastúlka“, svo eitthvað sé nefnt, verður til að Haukur Hannesson mynda alls enginn „símamað- ur“ við það. Síðustu áratugi hafa konur réttilega sótt mjög fram til á- hrifa í samfélaginu og þær benda á tungumálið sem eitt af kúgunartækjum karlveldisins. Hafa þær brugðist við með því að kvenkenna ýmislegt sem áður þótti sjálfsagt að væri karlkyns. Þegar Samtök um kvennalista fengu til dæmis menn á þing urðu allt í einu til „þingkonur“. Þær fáu konur er áður sátu á þingi höfðu látið sér nægja að vera „þingmenn" eins og karlarnir. En á þeim tíma þegar konur fengu loks að vígjast til prests, þá urðu þær samt ekki „prestkonur" heldur „kvenprestar11. Róttækasta tilraun ffamsæk- inna kvenna til að klekkja á karlveldinu er þó sú að tala um „hana Guð“. Mér þótti það mjög ankannalegt þegar ég heyrði það fyrst, en með árun- um lætur maður sér þetta svo sem lyrida. Þó er ég alltaf ann- að slagið að velta því fyrir mér hvernig kvenkynsorðið Guð muni fallbeygjast. Sviðsljós Pálmi Gestsson og Hilmar Jónsson t hlutverkum stnum t Seiður skugganna, sem Þjóð- leikhúsiðJrumsýnir á Litla sviðinu annað kvöld. Ljósmynd: Þjóðleikhúsið Seiður skugganna, nýtt leikrit eftir Lars Norén Frumsýning á Litla sviði Þjóðleikhússins 15. janúar Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá bæjarnafri. - Lausnarorð krossgámnnar í síðasta blaði er Veturliði. A = Á = B = D = Ð = E = É = F = G = H = 1 = í = J = K = L = M = N = o = Ó = P = R = S = T = U = Ú = V = X = Y = Ý = Þ = Æ = Ö = 1 = 2 = 3 = 4 = 5 = 6 = 7 = 8 = 9 = 10 = 11 = 12 = 13 = 14 = 15 = 16 = 17 = 18 = 19 = 20 = 21 = 22 = 23 = 24 = 25 = 26 = 27 = 28 = 29 = 30 = 31 = 32 = Annað kvöld ffumsýnir Þjóð- leikhúsið nýtt leikrit eftir Lars Norén, eitt eftirtektarverðasta samtímaleikskáld í Evrópu. Þetta nýjasta verk Noréns heitir Seiður skugganna og lýsir ömurlegum aðstæðum bandaríska leikskáldsins Eugene O' Neill á efri árum. Atburðarásin fer fram á einni dag- smnd árið 1949 á sextíu og eins árs af- mæli O'Neills. Hann hafði þá dregið sig í hlé ffá skarkala heimsins og sest að í afskekkm húsi við strönd Atlants- hafsins með þriðju eiginkonu sinni Karlotm. Einu affnælisgestirnir eru tveir synir O'Neills af fyrri hjóna- böndum og hefúr hvor um sig lifað í skugga föður síns, frægðar hans og skuggunum af þeirri áfengis- og lyfjafíkn sem fylgt hefur fjölskyldunni. Þetta er vissulega ævisögulegt leik- rit um leikskáldið Eugene O'Neill, en í huga Lars Noréns er þetta leikrit öðru fremur afar persónulegt verk um samband einstaklings við fjölskyldu sína og um það hvernig þetta samband stjómar lífi okkar og skapar okkur ör- lög hversu ákaft sem við berjumst til að losna. Þetta er í fyrsta sinn sem verk eftir Lars Norén er sýnt í Þjóðleikhúsinu en áður hafa tvö verk hans verið sýnd hér á landi. Það er Helgi Skúlason sem leikur O'Neill, en Karlotm konu hans leikur Helga Bachmann. Syni hans úr fyrri hjónaböndum leika þeir Pálmi Gests- son og Hilmar Jónsson. Hallgrímur H. Helgason þýddi verkið, Arni Harð- arson semur tónlist, Asmundur Karls- son annast lýsingu, Sigurjón Jóhanns- son er höfundur leikmyndar og bún- inga, og leikstjóri er Andrés Sigurvins- son.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.