Vikublaðið


Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ I4.JANUAR 1994. Viðtalið 9 megi segja að hafi ekki tekist neitt illa. Núna finnst mér að ég hafi tengst óhemjulegum fjölda fólks í mínu kjördæmi og ekki einungis yfirborðslega heldur einnig kjörum þess og ýmsu sem að því sneri. Fannst þér alltaf að það væri svona mikilvægur þáttur í þingmentiskunni að vera fulltrúi kjördæmisins? - Það fannst mér alltaf. Eg var auðvitað kallaður fyrirgreiðslu- maður á sínum tíma og það var í niðrandi merkingu. Sannleikurinn er sá að fyrirgreiðsla getur auðvitað orðið óeðlileg. Sé hins vegar verið að hjálpa mönnum við að ná rétti sínum þá er sjálfsagt að gera það sem hægt er. Ég man ekld eftir neinu máli sem ég þarf eitthvað að blygðast mín fyrir að hafa komið ó- eðlilega að, hyglað einhverjum ó- eðlilega eða eitthvað í þá áttina. Eg er mjög feginn því. Það hef ég aldrei ætlað mér. En það er eins og það þyki óeðlilegt að landsbyggð- armenn séu með fyrirgreiðslu við sitt kjördæmi þó að Reykjavíkur- þingmenn sinni sínum umbjóð- endum ekkert síður en aðrir. Bindindi ogjafnrétti Ég vann líka töluvert að bind- indismálum á þingi. Ég hef alla tíð verið sannfærður um ágæti bind- indis. Málefni fatlaðra hafa líka löngum verið mér ofarlega í huga. Ég man hvað það þótti fjarstæðu- kennt þegar ég flutti ásamt tveim ágætum þingmönnum tillögu um að komið yrði upp á Austurlandi og Vestfjörðum heimili fyrir vangefha sem svo voru kallaðir. Það var talið ómögulegt að búa þeim sérstakt heimili í þessum landsfjórðungum vegna þess hve litlar einingar þetta yrðu. Síðan eru ekki nema rétt tutmgu ár. Ég flutti svo seinna á Alþingi tillögu um heildarlöggjöf í þessum efnum sem tæki við af þeim lögum sem þá voru í gildi og hétu lög um fávitastofnanir. Það var á- nægjulegt að það skyldi ganga. Tryggingamálin voru mér líka hugleikin. Það tengdist ýmsu af því sem maður varð var við úti á lands- byggðinni í sambandi við alls kon- ar aukakostnað af heilsugæslu. Það er reyndar eitt af því sem ég er á- nægðastur með af öllu sem ég hef gert að ég átti þátt í að koma því í höfh að samfélagið axlaði á ein- hvern hátt ferðakostnað fólks af landsbyggðinni sem neyddist til þess að leita læknis til Reykjavíkur. Allt er þetta auðvitað ein samfella. Nauðsynleg og eðlileg jöfnun milli landshluta hefur verið mitt bar- áttumál. Hvers vegna léstn afþingstöifum? - Ég var búinn að vera sextán ár á þingi. Mér fannst kominn tími til að hætta og ég var ósköp ánægður Lúðvík Jósefsson og Magnús Kjartansson voru báðir miklir áhrifavaldar í lífi Helga, Lúðvík vegna þess að hann lokkaði Helga 22 ára gamlan á lista og Magnús vegna þess mikla samstaifs sem þeir áttn í ráðherratíð hans, m.a. um það aðfiera tryggingalöggjöfina í nútímalegt hoif. yfir því að öðrum skyldi þá ekki finnast það tímabært. Það er miklu skemmtilegra að hætta meðan ein- hver sér eftir manni heldur en þeg- ar allir hafa beðið lengi með önd- ina í hálsinum og vonað að maður dragi sig í hlé. Oryrkjabandalagið Ég stökk hins vegar alveg út í ó- vissuna þegar ég hætti. Hafði ekki hugmynd um hvað við tæki. Svo fékk ég þetta tilboð um starf hjá Oryrkjabandalagi Islands og það var í takt við það sem ég hafði ver- ið að gera. Það mun hafa verið Oddur Olafsson sem átti uppá- stunguna að því og ég var mjög glaður yfir því trausti. Þeir báðu mig um að gerast eins konar félags- málafulltrúi, nýtast þeim kannski eitthvað til að koma fram málum á þeim vettvangi þar sem ég hafði áður starfað, og svo tdl þess að ann- ast fréttabréf sem þá hafði lengi dreymt um að koma út. Mitt sjálf- skaparvíti gagnvart þessu blaði hef- ur síðan orðið að þetta sextán síðna fréttabréf hefur þróast upp í fimrn- tíu blaðsíðna tímarit sem kemur út fjórum sinnum á ári með ansi fjöl- breyttu efni. Það fer til allra okkar aðildarfélaga sem eru á fimmtánda þúsund og svo opinberra aðila sem tengjast málefninu. Hér er ég bú- inn að starfa í rúm sex ár, eða síðan ég hætti á þingi og líkar starfsvett- vangurinn mjög vel. Starfið er eril- samt rétt eins og vinnan á Alþingi. Hér er farið með mjög persónuleg mál eins og þar og það er mikill er- ill í kringum það. Það voru mörg vond mál sem þurfri að leysa á Al- þingi en þau mál sem ég fæst við hér eru að mörgu leyti erfiðari við- fangs. Margt fatlað fólk á við mik- inn vanda að glíma og það er alveg ljóst að þó að reynt hafi verið að vernda velferðarkerfið á undan- förnum árum hafa kjör þessa fólks þrengst. Það koma líka fleiri inn í þennan hóp og eitt af því sem ég hef rnestar áhyggjur af vegna þessa atvinnuleysis okkar, sem ekki sér fyrir endann á, er að atvinnuleysið verði líka fötlunarvaldur. Það þarf býsna sterk bein til að þola langvarandi atvinnuleysi. Ef svo heldur sem horfir þá missa margir móðinn og þá er ekki langt í að menn missi andlega heilsu. Er miimkandi vilji í samfélaginu til þess að taka á vandamálum fatl- aðra? - Nei, og mér finnst að fatlaðir hafi sjálfir séð til þess með virku og góðu félagsstarfi og kynningu að samfélagið er miklu opnara og til- búið til að taka á þessum málum. Löggjöfin hefur líka batnað mjög. Það er líka gaman að hafa átt þátt í baráttu fyrir því undir stjórn þess manns sem að öðrum ólöstuðum breytti tryggingakerfinu mest til hagsbóta fyrir fatlaða. Þar á ég að sjálfsögðu við Magnús Kjartans- son. Það er nú einu sinni þannig þó að í öllum flokkum séu menn vel- viljaðir þessum málum leiðir það af sjálfu sér að flokkar sem byggja á félagslegri samhjálp hljóta að ganga lengra í átt til jöfhunar og til þess að hindra sérhyggjuna. Er fijálshyggjan andsnúin fótluðu fólki? - Frjálshyggjan er vonandi á undanhaldi. Slík hugmyndafræði er versti óvinur fatlaðra. Við þurf- um ekki annað en að vitna í suma þingmenn Sjálfstæðisflokksins þar Vikublaðið hefur verið beðið um að birta eftirfarandi kveðju til Helga Seljan í tilefni sextugsafmœlis hans en höfundur vísna- bálksins vill ekki láta nafns síns getið. „Hann Helgi minn Seljan þekkir undirritunina og það er nóg, “ er allt sem hann vill láta uppi. Til Helga Seljan Stundum eru austfirsk vor áþekk heiðimi degi. Glaður steigst þú glettin spor í grasi að Seljateigi. Síðan, alla ævitíð, ertu að rækta saman nýtt og gamalt, land og lýð, Ijóð og söngvagaman. Ekki má við öllu sjá, ærið mörg varð rimman. Bakkus karlinn íþér á óvin, fiirðu grimman. Hinum varstu vórn og hlíf vinarskyldu að rækja, - þeim. sem áttu allt sitt líf undir högg að sækja. Þigg nú stefin þessi mín. Þagna Ijóðaraddir. Lengi munu minnast þín menn, í vanda staddir. Vopnfirzkur. Mynd. Ljósmyndasafn Reykjavíkur sem þessi frjálshyggja hefur komið hvað gleggst ffam. Þar eru menn sem hafa miklar áhyggjur af þess- um sjónarmiðum og eru alls ekki sammála því að hver eigi að bjarga sér eins og best hann getur og síð- an á bara að láta þá eigá sig sem út- undan verða. Þetta er grunnhug- mynd frjálshyggjunnar. Mér finnst að þessi frjálshyggja sé á undan- haldi en um það skyldi enginn full- yrða, ekki síst þegar verið er að ganga í aiþjóðleg bandalög þar sem þessar markaðskenningar eru æðri en allt annað og almennt verður alltof lítið vart við félagsleg sjónar- mið. Það er áhyggjuefhi. Samtök fatlaðra á öllum Norð- urlöndum hafa miklar áhyggjur af þeirri hættu sem þeim er búin af þessu Evrópusamstarfi. Lífskjör fatlaðra eru miklu lakari víða í löndum Evrópubandalagsins og eins víst að þeir sem betra hafa það í dag verði látnir gjalda þess. Reyndar hefur fólkið í landinu stutt myndarlega við bakið á fötluðum. Hússjóður Oryrkjabandalagsins, sem Oddur heitinn Olafsson átti ffamar öðrum hugmyndina að, byggði húsin hér í Há- túni 10 en þegar lottóið kom svo til sögunnar hefur meg- inhluti þess fjár sem þar kemur inn farið í að byggja og kaupa íbúðir fyrir ör- yrkja. Þær eru nú orðnar um tvöhundruð talsins. Þar af eru fjörutíu og fimm utan Reykjavíkursvæðisins en voru engar til áður. Biðlist- inn effir þessum íbúðum hefur hins vegar lengst og það er einungis vegna þess að þrengt hefur að í þjóðfé- laginu. Fólkið sem kaupir lottómiða getur þannig verið mjög ánægt yfir því hvert þessir peningar hafa farið og hversu vel þeir hafa nýst í þágu þess málefnis sem þeim var ætlað að styrkja. Urþví að við erumfamirað tala um málefni fatlaðra, viltu þá ekki segja mér hvað þér finnst um Sólheimamálið. - Ég vil eiginlega sem mirmst um það segja á þessu stdgi. Þetta er flókið mál en kjarni þess er sá að þarna er um sjálfseignarstofnun að ræða en ríkinu er hins vegar ætlað að greiða allan kostn- að. Ég segi það enn og aftur að það er vont fyrirkomulag að ríkið greiði allan kostnað við uppbyggingu og rekstur án þess að fá nokkra stjórn- unaraðild að stofnuninni. Auðvitað skapar það árek- stra. Auglýsing til eigenda verslunar- og skrif- stofuhúsnæðis í Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að nýta heimild til álagningar sérstaks fasteignaskatts á fasteignir sem nýttar eru við verslunarrekstur eða við skrifstofuhald, ásamt tilheyrandi lóð (leigulóð), sbr. 10 gr. laga um breytingar á I. 90/1990 um tekjustofna sveitarfélaga samþykktum á Alþingi 20. desember 1993. Eigendur fasteigna í Reykjavík skulu senda skrá yfir eignir sem falla undir framangreint ákvæði ásamt upplýsingum um síðasta heildarfasteigna- matsverð þeirra, eða eftir atvikum kostnaðarverð. Enn fremur skal skrá þar upplýsingar um notkun þeirra, svo og upplýsingar um rúmmál eigna, sem einnig eru notaðar til annars en verslunarreksturs og skrifstofuhalds. Upplýsingar skulu sendar til Skráningardeildar fasteigna, Skúlatúni 2, Reykjavík, fyrir 31. janúar nk. Sérstök eyðublöð til að nota í þessu skyni munu liggja frammi hjá Skráningardeild fasteigna, en þau verða einnig send til allra eigenda verslunar- og skrifstofuhúsnæðis í borginni, sem vitað er um. Vanræki húseigandi að senda skrá yfir eignir sem ákvæði þetta tekur til er sveitarstjórn heimilt að nota aðrar upplýsingar til viðmiðunar við álagningu, þar til húseigandi bætir úr. Borgarstjórinn í Reykjavík 7. janúar 1994 Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 Innlausnardagur 15. janúar 1994. 1. flokkur 1991 Nafnverð: ■ * Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.341.046 kr. 100.000 kr. 134.105 kr. 10.000 kr. 13.410 kr. 3. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.193.273 kr. 500.000 kr. 596.636 kr. 100.000 kr. 119.327 kr. 10.000 kr. 11.933 kr. 1. flokkur 1992 Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.876.400 kr. 1.000.000 kr. 1.175.280 kr. 100.000 kr. 117.528 kr. 10.000 kr. 11.753 kr. 2. flokkur 1992 Nafnverð: Innlausnarverð: , { 5.000.000 kr. 5.784.178 kr. 1.000.000 kr. 1.156.836 kr. 100.000 kr. 115.684 kr. 10.000 kr. 11.568 kr. 5 Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. 1 □Sg HÚSN&ÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 6? 69 00

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.