Vikublaðið


Vikublaðið - 10.03.1994, Síða 4

Vikublaðið - 10.03.1994, Síða 4
4 Kvikmyndir VIKUBLAÐIÐ 10. MARS 1994 Útboð F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir. Verkið nefnist: Borgarholt II, 3. áfangi. Gatnagerð og lagnir. Helstu magntölur eru: Lengd gatna: Púkk: Mulningur: Lengd holræsa: u.þ.b. 1.475 m u.þ.b. 4.100 m2 u.þ.b. 8.700 m2 u.þ.b. 2.800 m Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. september 1994. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudegi.ium 8. mars, á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 17. mars 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Utboð Daniel Day-Lewis, Pete Postlethwaite í hlutverkum sínum í stórmyndinni I nafii fóðurins. F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í endurnýjun dreifikerfis hitaveitunnar og jarðvinnu fyrir rafveitu, síma og vatnsveitu og yfirborðsfrágang gangstétta í eftirtöldum götum: Rauðarárstíg, Háteigsvegi, Flókagötu, Miðtúni, Sigtúni, Bugðu- læk, Laugarnesvegi og Vesturbrún. Helstu magntölur eru: Lengd hitaveitupípna: 7.400 m Skurðlengd: 5.100 m Gangstéttarsteypu 3.400 m2. Hellulögn: 3.100 m2 Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 8. mars, á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 23. mars 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Utboð F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í viðgerðir á maibiki. Verkið nefnist: Malbiksviðgerðir A og B. Helstu magntölur eru: A Sögun á malbiki u.þ.b. 10.000 m Malbikun á grús u.þ.b. 7.650 m2 B Sögun á malbiki u.þ.b. 5.100 m Malbikun á grús u.þ.b. 3.900 m2 Síðasti skiladagur er 31. október 1994. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 8. mars, á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 24. mars 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 (P Húsverndarsjóður í apríl verður úthlutað lánum úr Húsverndarsjóði Reykja- víkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík sem hefur sérstakt varðveislugildi af sögulegum eða byggingarsögulegum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja verklýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum, kostnaðaráætlun, teikning- ar og umsögn Árbæjarsafns. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 1994 og skal umsóknum stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur komið á skrif- stofu Garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. In the Name of the Father ★★★★ Sýnd í Háskólabíó Leikstjóm: Jim Sheridan Aðalhlutverk: Daniel Day-Lewis, Pete Postlethwaite, Emma Thompson Ekki er laust við að traust manna á bresku réttarkerfi rýrni við að horfa á þessa mynd, enda er hún byggð á einu frægasta og fáheyrðasta dæmi um misrétti sem ég hef heyrt um síðan ég kom spriklandi inn í þennan heim. Það er óneitanlega ó- trúlegt að bresk yfirvöld skuli hafa gert saldaust fólk vísvitandi að blóra- bögglum fyrir hryðjuverk írska lýð- veldishersins og dæmt það í finuntán ára fangelsi þrátt fyrir að. sannanir um sakleysi þeirra liggi fyrir. En þetta gerðist óneitaniega, og ædun aðstandenda 1 nafni föðurins, eins og myndin heitir á íslensku er að miðla máli þessu til áhorfenda og reyna að láta þá finna fyrir vissurn prósentum af þeirri beiskju sem fólk þetta hlýtur að bera í brjóstí gagnvart bresku réttarfari. Til þess að boðskap- urinn berist sem greiðast til áhorf- endu er mál þetta auðvitað „drama- tíserað“ í bak og fyrir og persónum og atburðum er hliðrað tíl í tíma og rúmi í þeim tílgangi að myndin fljóti sem greiðast áfram. Einhver kom að máli við mig og taldi að þetta frjálsræði með atburði málsins rýrði sannleiksgildi myndar- innar, en að mínu mati er svo eigi í þessu tilviki. Meginatriðin eru öll á sínum stað þó svo að ofurlítið skáld- verk hafi verið spunnið í kringum þau og tel ég að ef farið hefði verið algjör- lega eftir staðreyndum málsins hefði myndin ekki aðeins lengst um helm- ing, heldur hefði sú hætta verið fyrir hendi að hún yrði ruglingsleg og ekki nógu hnitmiðuð. í stað þess grípur myndin áhorfandann strax á fyrstu nu'númm og sleppir honum ekki einu sinni þegar myndin er búin, eins og venjan er. Þessi mynd lifir enn í hugskotí mínu, og kemur eflaust til með að gera það um skeið þó svo að mesta grimmdin sé horfin úr mér. Þegar ég gekk út af myndinni var ég tílbúin að ráðast á næsta mann og bíta hann, ekki síst ef viðkomandi hefði yrt á mig með breskum hreim, en sem betur fer leið það fljótt hjá. Daniel Day-Lewis vinnur enn einn leiksigurinn, persóna hans fer í gegn- um svo inörg breytingarskeið að í enda myndarinnar er erfitt að trúa því að hann sé að túlka sömu persónu og í byrjun. Emma Thompson fær ekki mörg tækifæri til að sýna hvað í henni býr fyrr en í lokin, en stendur sig engu að síður með prýði. Pete Postle- ísak Jónsson thwaite, sem leikur föðurinn sem tit- illinn skírskotar til, er ótrúlega sann- færandi í hlutverki manns sem gefst aldrei upp við að reyna að sanna sak- leysi sitt og sonar síns, jafnvel þó hann sé dauðvona. Leikstjórinn Jim Sheridan hefur hér náð fullkoinlega jjví svikula and- rúmslofd sem .uinkringdi þetta mál og I nafni föðurins er ein sterkasta mynd sem ég hef séð í langan tíma, bæði hvað varðar efnistök og umgjörð. Manhattan Murder Mystery ★★★ Sýnd í Stjömubíó Leikstjóm: Woody Allen Aðalhlutverk: Woody Allen, Diane Keaton, Alan Alda, Angelica Hu- ston. Hér er hún komin, myndin sem Stjörnubíó hafði hótað að sýna ekki á almennum sýninguin. Sem bet- ur fer virðast vinsældir myndarinnar „Fleiri Pottormar" ekki hafa staðið undir væntinguin og yfirboðarar téðs bíós hafa séð sér fært að skjóta nýjustu afurð hins umdeilda snillings Woody Allen svona rétt inn á milli. Afstaða bíósins gegn þessari inynd er kannski að einhverju leyti skiljanleg, myndir Woody’s hafa löngum þótt lítið tilefni til vinsælda, og eflaust hjálpa hneyksl- isfréttir úr einkalífinu lítið til við að smala inn bíógestum. En engu að síður á Woody sinn á- horfendahóp þótt takinarkaður sé og ekki var annað að sjá en að þeir bíó- gestir sem sáu sér fært að mæta á ell- efusýningu á frumsýningardegi hafi skemmt sér prýðilega. Woody hefur sett alvarlegu nóturnar í hvíldarstöðu í þetta skiptí, sem er gott og blessað, því þótt hann geri óneitanlega stór- kostleg persónudrama, eins og síðasta mynd hans, „Husbands and Wives“, sýndi svo sannarlega, þá hefur hann einnig frábæra kímnigáfu sem hefur lítíð fengið að njóta sín á síðustu árum. Umgjörðin um myndina er morð- gáta, sein er í sjálfu sér álíka merkilég og eíhisþráður í ómerkilegasta reyf- ara, en þar sem myndin gengur út á annað en að halda áhorfendum gisk- andi allan tíman er Jiað í góðu lagi, Myndin gengur frekar út á það að gera grín að þeim aðstæðum sem Allen og Keaton Ienda í þegar þau hefja frekar klaufalega rannsókn á áð- urnefndri gátu. ímyndið ykkur stress- aðar, miðaldra Woody Allen týpur fastar í söguþræði bókar númer 678 í Mack Bolan seríunni og þið getíð ef- laust gert ykkur grein fyrir hvað grín- ið í myndinni gengur út á. Þeir sem hugsa með nostalgíuhnút í inaganum tíl þeirra tíma þegar Woody gerði myndir eins og „Bananas" og „Sleep- er“ ættu að fagna því að hann sé farinn að viðra húmorinn á ný, þrátt fyrir að hann sé ekki jafn yfirgengilegur og í áðurnefndum mynduin. Myndin inniheldur hvert bráðr skondna atriðið á fætur öðru og á hik- laust erindi til reykvískra bíóhúsa- gesta, seni k)'iinu eflaust glettilega margir að meta hana ef þeir gæfu henni tækifæri. Stólarnir í Stjörnubíó ★★★ Sú var tíðin að ég taldi það ekki vera í verkahring kvikmyndagagn- rýnenda að gagnrýna húsgögn. En þegar ég sá að „bestí og virtastí“ gagn- rýnandi okkar íslendinga hafði tekið að sér að dæma innanstokksmuni Stjörnubíós í hjáverkum sá ég mig knúinn tíl að gera slíkt hið sama, svona til þess að fylgja nýjustu tísku- straumum. Eins og niargir vita voru gerðar gagngerar endurbætur á Stjörnubíó nýlega og t.d. allur setubúnaður end- urnýjaður. Þessir nýju stólar eru ó- neitanlega framför frá hinum gömlu. Þeir láta vel að bakhlutanum og hall- inn á bakinu er passlegur. Helsti galli stólanna er sá að armarnir eru helst tíl mjóir, kókglös halda illa jafnvægi á þeim sem leiðir til þess að oftar en ekki gengur maður heim úr bíó með klístraðar buxur og ör á sálinni. Til þæginda mætti bæta við svona „kókstatífum" eins og Laugarásbíó er með. Fyrst við erum nú komin út í þægindi á annað borð væri ekki úr vegi að bæta við litlum skammelum fyrir framan stólanna svo gestum gæf- ist kostur á því að „parkera“ löppun- um meðan á sýningu stendur. Eina leiðin til þess, eins og ástandið er nú, er að slumpa löppunum yfir bakið á stólnum fyrir framan, sem getur orðið ógæfulegt, ekki síst ef rignt hefur og viðkomandi hefur þurft að vaða drullu á leiðinni í bíó. Annars eru þetta ósköp þægilcgir stólar og ekki er hægt að segja annað en að þeir veiti manni þá yfirborðs- kenndu vellíðan sem maður krefst meðan á sýningum stendur. I ruestu viku: Samanburður á poppf-amhoði kvikmyndahúsa í Reykjavik.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.