Vikublaðið


Vikublaðið - 10.03.1994, Side 6

Vikublaðið - 10.03.1994, Side 6
6 VIKUBLAÐIÐ ÍO.MARS 1994 Bókmenntlr Pað er ekki á hverjum degi að maður fœr goðsögn í heimsókn til sín. Þetta gerðist um síðustu helgi, Suzanne Brogger kom til Íslands í tilefni af dönsku bók- menntakynningunni í Norrœna húsinu. Suzanne Bragger sló í gegn með bókinni Fri os fra kærligheden (Frelsið okkur undan ástinni) árið 1973. Þar ræðst hún á kjarnafjöl- skylduna sent hún telur mikilvægasta eyðileggingarafl auðvaldsfyrirkomu- lagsins. Hún segir í bókinni að f)öl- skyldan eigi, fræðilega séð, að geta gefið meðlimum sínum skjól og til- finningalegt öryggi, en því miður hafi hún persónulega þveröfúga reynslu og sjái aðeins eyðilegginguna hvert sem hún lítur. Nei, segir Suzanne, kjarnafjölskyldan hefur sungið sitt síðasta, frjálsar ástir eru það sem koma skal. Þetta var á því herrans ári 1973. Bók Suzanne var afar vel skrifuð, esseyjur með safaríkum, erótískum ævintýrum í bland við ögrandi, rót- tækar yfirlýsingar um allt milli himins og jarðar. Suzanne fylgdi bókinni fast eftir með upplestrum, viðtölum og greinum. A þessum n'mum var ein- kennisbúningur róttækra kvenna gallabuxur, (hinar viðfrægu) batik- mussur, (hinir víðfrægu) klossar o.s.frv. Suzanne tróð hinstægar upp í gömlum, síðum silkikjólum sem lögð- ust þétt að íturvöxnum líkamanum. Stórir nítjándu aldar hattarnir hennar vöktu verðskuldaða athygli, kolsvört augninálning, uppsett hár o.s.frv. Hún sviðsetti sjálfa sig svo um munaði og fjölmiðlarmr slúðruðu og slúðr- uðu. Sennilega hafði hún garnan af þcssu til að byrja með, en svo fór gam- anið að kárna. Að leggja að veöi í nýjustu bók sinni Gagnsæi (1993) segir Suzanne frá kinverskum leir- listamanni sem kastaði sér inn í brennsluofninn áf því að hann sá að glerungurinn á leirkerunum hans þurfti meira súrefni til að verða full- kominn. Þegar hún byrjaði að skrifa var skáldsagan komin inn í blindgötu, annars vegar steingeldur „módern- ismi“, hins vegar jafn steingelt nítj- ándu aidar raunsæi. Það þurfti að gera eitthvað nýtt, brjóta niður inúra inilli bókmenntagreina, segir Suzanne, og hún valdi að leggja sjálfa sig að veði, kasta sér inn í brennsluofninn. Allar bækur hennar eru fyrstu per- sónu sögur, aðalpersónan er Suzanne, og í þeirri persónu blandar höfundur- inn saman stílfærðri reynslu og fantasíúm sjálfrar sín. Hún segir líka sögur af sér- kennilegu fólki sem hún hefur kynnst á ferðalögum sínum um heiminn þveran og endilangan, auk heimspeldlegra, trú- arlegra og pólitískra hugleiðinga. Við Is- lendingar þekkjum þessa aðferð vel frá Þórbergi Þórðarsyni (og við þekkjum líka fordómana og skil- greiningarruglið sem fylgir aðferðinni). Sögur Suzanne eru ummyndaður veru- leiki, skáldskapur um veruleika, „bæði-og“, ekki „annaðhvort- eða“. Suzanne hefur orðið fyrir meiri hremmingum en flestir aðrir höfundar vegna þess að hún leynir ekki sjálfsæfi- sögiilegu upphafi bóka sinna, en hún hefur samt haldið fast við þessa aðferð. Hún byggir hana á fagur- fræðilegum og póli- tískum forsendum og hefur hafnað því að vernda sjálfa sig með því að feia sig á bak við skáldaða persónu, fara í feluleik í textan- um. Meirihluti lesenda hefur frá upphafi skil- ið allar bækur Suzanne sem stað- reyndir eða vítnis- burð um persónu hennar og líf, sem æfisögu, játningar. Lesendur hafa elskað þessa Suzanne og hatað hana vegna þess að hún er svo heillandi, gáfuð, ástrík, fordómalaus, mikill heimsborgari, svo fræg, svo ógeðsleg, svo mikill „perri“, svo lík eða ólík þeim sjálfum. Ást lesenda hefur einhvers konar tilhneigingu til að þróast inn í form- sjálfa sig gerð afbrýðiseminnar; þeir fá aldrei nóg af upplýsingum, þeir verða að fá að \áta „hinn raunverulega sannleika" um líf og ástir Suzanne, þeir eiga hana og í krafti eignarinnar hafa þeir sinn „rétt“. Slúðurblöðin hafa selt grimmt út á þessa afbrýðisemi en Suzanne dansaði ekki á rósum þegar verst lét. Frá því segir hún m.a. í síðustu þrem- ur bókuin sínum. Mamiœtiir I ritgerðasafninu Den peprede su- sen (1986) segir Suzanne frá lífstíðar- fanganum Sagawa sem sat í frönsku fangelsi vegna þess að hann elskaði stúlku svo mikið að hann drap hana og át. Þannig þurfti hann aldrei að skilja við hana framar. Samsömun Suzanne við fórnarlambið er nokkuð augljós og tilfinningin af því að vera étin lifandi er sterk í bókinni. I Norræna húsinu á laugardaginn var Suzanne spurð að því hvort hún hefði viljað vera án þeirra ofsókna og árása frá geðtrufluðu fólki sem hún segir frá í síðustu bók sinni Gegnsæi. Hún sagði að hún hefði ekki viljað vera án nokkurrar þeirrar reynslu sem hefði valdið sér sársauka gegnum tíð- ina. Og það væri í rauninni umhugs- unar virði fyrir rithöfunda, sem stöðugt væru að nota og misnota líf annarra í bókum sínum, að sjá hvern- ig textinn getur hefnt sín, persónurn- ar byrja að skrifa höfundinn. Eftir orgíuna Frá og með Den peprede susen (1986) hefur Suzanne snúið við blað- inu og finnur nú ffjálsum ástum flest til foráttu. Hún skrifaði leikritið Eftir orgíuna árið 1991, það er leikrit um eyðni sem olli miklu fjaðrafoki í Dan- mörku á sínum tíma. Samtök eyðni- sýktra mótmæltu leikritinu og sögðu það vera siðferðilega fordæmingu á samkynhneigð og beinlínis halda því ffarn að þessi hryllilegi sjúkdómur væri makleg málagjöld fyrir lauslætið eða „hirtingarvöndur syndugs manns" eins og þar stendur. Suzanne var spurð um þetta í Nor- ræna húsinu og hún sagði að leikritið hefði verið þýtt á ensku og fært upp í Washington í Bandaríkjunum. Það hefði glatt sig mjög að þar hefði eitt aðalmálgagn samkynhneigðra leik- dæmt þessa sýningu og sagt: „Ef þú átt bara eftir að sjá eina leiksýningu í lífinu - sjáðu þá þessa." Suzanne var líka spurð um nýja danska þýðingu sína á Völuspá (kvæði sem sömuleiðis mætti lýsa ineð titlin- um Effir orgíuna). Hún lokaði augun- um og byrjaði svo að fara með þetta forna kvæði á dönsku og flutti fyrstu tuttugu erindin fyrir undrandi og snortna gesti bókakynningarinnar. Hafi einhver verið fúll eða gagnrýn- inn á hana áður, var enginn það eftir þetta. Þýðum hana! Það er furðulegt að engin af bókum Suzanne hefur verið þýdd á íslensku. Það hlýtur að vera kominn tími til þess og ég mæli með stórbókinni Ja senvkoín út árið 1984. Það er bók sem er full af spennu, átakamikið uppgjör sem hverfist um valdabaráttu hugveru og viðfangs í ástarsambandi, um gjöf- ina og skriftina. Það hefði átt að leggja þá bók fram til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, en það er ekki fyrr •en núna þegar Suzanne er orðin „ráð- sett“ kona með mann og barn og fimmtug að menn (og konur) virðast geta farið að líta á hana sem annað og meira en kynferðislegt viðfang og byrjað er að meta bækur hennar að verðleikum. Dagný Kristjánsdóttir

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.