Vikublaðið


Vikublaðið - 10.03.1994, Page 10

Vikublaðið - 10.03.1994, Page 10
10 Nú er þessum flækingsketti vandi á höndum. Hann er að reyna að gera það upp við sig hvort sá atburður þegar Hrafn Bragason forseti Hæstaréttar neitaði að taka við áskorun kvenna, sem gengu saman 8. mars til að mótmæla kyn- ferðislegu ofbeldi og krefjast réttar- úrbóta, sé til marks um skoðun eða skoðanaleysi Hrafns á málinu. Þessi sami Hrafn hefur nefnilega að und- anförnu verið djarfur til ýmissar tjáningar á skoðunum sínum og þar með rofið þá næstum trúarlegu þögn sem ríkt hefur um æðstu emb- ættísmenn dómskerfisins. Þannig veit alþjóð núna hvaða skoðun um- ræddur maður hefur á Olafi Ragnari Grímssyni, Kristínu Astgeirsdótmr, Davíð Oddssyni og öllum öðrum sem hafa lýst éfasemdum um stað- setningu Hæstaréttarhússins nýja. Þá vitum við meira en áður um álit hans á iögmannastéttinni í heild og sér í lagi nokkrum sauðsvörtum í hjörðinni. Hrafn fékk nokkra ofanígjöf fyrir tiltækið eins og allir vita. Þeir var- færnu hafa bent á að þögnin sé gulls ígildi þegar um æðsta mann íslenska dómkerfisins er að ræða, enda mikið í húfi að dómarar haldi áfrarn að vera sveipaðir Salómonsskikkjum í augum almúgans og dómsorð þeirra jafn heilagt og ræðan á fjallinu forð- um. Af þessu stafar vandi flækingskatt- arins. Er Hrafn nú orðinn svo var- færinn eftir allar ákúrurnar að hann þorir ekki einu sinni að taka við skjali og pappírskransi af ótta við að vera sakaður um samúð með þolendum kynferðisofbeldis? Hefði hann brugðist eins við ef fórnar- lömb umferðarslysa hefðu skakldappast á hans fund til að krefj- ast þess að dómstólar landsins tækju af meiri hörku á umferðarglæpon- um? Var þá sú staðreynd að hann neit- aði að taka við skjalinu merki um andúð hans á málstað kvennanna? Vill hann meina að Hæstarétt megi ekki gagnrýna? Telur hann að hvergi megi bæta nteðferð kynferð- isofbeldismála? Þetta kattarkvikindi er illa innrætt eins og hver maður veit. Hann er þvf ekki sérlega viljugur til þess að af- saka þessa framkomu Hrafns og tel- ur hana óneitanlega segja meira um afstöðu hans hejdur en það hefði gert ef hann hefði bara tekið við skjalinu og þakkað pent eins og kurteisin og almennir mannasiðir bjóða þegar einhver vill af góðum hug færa manni einhver skilaboð. Nú má nefnilega allt eins búast við því að það álit þolenda, langflestra kvenna og sem betur fer mjög margra karla líka að illa sé á þessum málum haldið muni síst batna vegna framkomu Hrafns. Að þvert á móti muni margir telja þetta staðfestíngu á því viðhorfi, sem enn gegnsýrir umræðu um þessi mál og meðferð þeirra, að sjónarmið þolendanna séu einhver öfgafull minnihlutasjónar- mið sem samfélagið í heild geti ekki gert að sínum. Hvaða önnur fómarlömb ofbeldis og glæpa þurfa að glfma við slík við- horf? Segjum við gamalli konu sem keyrt er á á gangbraut að hún geti sjálfri sér um kennt? Hlæjum við upp í opið geðið á þeim sem brotist hefur verið inn hjá og segjurn hon- um nær að vera að sanka að sér ver- aldlegum gæðum? Hvers vegna í ó- sköpunum tekur samfélagið og ráðamenn þess því ekki fagnandi þegar þolendur benda á brotalainir í meðferð kynferðisofbeldis og líta á það sem kærkomið tílefni til að gera bragarbót? Spyr sá sem ekki veit. fslandsheimsókn s , Iíslenskri orðabók, sein Arni heitinn Böðvarsson ritstýrði, er meðal annars svofelld skýringargrein: „heimsækja: hitta e-n á heimili (dvalarstað) hans, koma (fara) í heimsókn til e-s.“ Ætla mætti að merldng og eðlileg notkun þessarar sagnar vefðist ekld fýrir neinum þeim manni sem á íslensku að móðurmáli. Svo er þó ekki. Á umliðnum árum hefur ntjög borið á því í ræðu og riti að ýmsir dauðir hlutir séu heimsóttir. Málvísir menn hafa amast við þessu og bent á heppilegra orðalag, oftast sé eðlilegra að tala urn að „vitja“, „fara“, „koma" o.s.frv. fremur en að „heimsækja", enda þótt einstök dæmi um slíkt finnist í fornu máli. Islenskir ferðamálafrömuðir hafa nýverið útbúið vígorð í því skyni að hvetja landa sína til að ferðast meira en áður urn eigið land. Vígorðið hefiir meðal annars verið þrykkt á innkaupapoka og það hljóðar svo: „Island. Sækjuin það heim!“ Undir þessa áskorun taka svo á pokanum Mjólkursam- salan í Reykjavík, Olíufélag Islands og sam- gönguráðuneytið. Höfundur vígorðsins hefur líklega viljað vanda sig sérstaklega og því gripið til orða- Haukur Hannesson Hjartagátan santbandsins „að sækja einhvern heim“ í stað „heimsækja“. Honum hefur þótt það hátíðlegra. En vígorðið verður síst betra við þetta. Það er fullkomin mál- og rökleysa, því hvernig eiga Islendingar að geta heim- sótt eigið land? Það er álíka örðugt og að heimsækja sjálfan sig. Ein er sú stétt manna sein heimsækir ekki né fer í heimsókn í embættiserindum, held- ur „vísiterar" og fer í „vísitasíu“. Þetta eru biskupar og prófastar. Þá miklu bók sem starf þeirra byggist á er nú smám saman verið að þýða upp enn og aftur á ísiensku og færa til nútímamáls, sem kallað er. Það var mildl mildi að íslenskir ferðamálamenn voru ekki kallaðir til þess starfa. Á einum stað í ritningunni standa nefnilega þessi frægu orð: „Sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín“. í nýrri þýðingu ferðaþjónustumanna stæði nú líkast til á þessum stað: „Eg var veikur og þið sóttuð mig heim“. Sviðsljós Ljóðatón- leikar Gerðubergs Katrín Sigurðardóttir sópr- ansöngkona keinur fram á Ljóðatónleikum Gerðubergs laugardaginn 12. mars kl. 17.00 Katrín lauk söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 1980 en áður haföi hún útskrif- ast sem tónmenntakennari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Kennari hennar við Söngskól- ann var Þuríður Pálsdóttir, en einnig sótti hún námskeið hjá dr. Erik Werba. Katrín lagði um skeið stund á nám hjá Karin Langebo í Svíþjóð og Judith Bauden í Washington í Banda- ríkjunum. Katrín starfar sem píanóleik- ari og söngkennari við Söng- skólann í Reykjavík en auk þess hefur hún víða koinið fram op- inberlega sem söngkona. I ÞjóÖT leikhúsinu hefur hún m.a. farið með hlutverk Ilönnu í Meyjar- skemmunni og Oscars í Gríinu- dansleik Verdis og í Islensku óperunni fór hún með hlutverk Papagenu í Töfraflautunni, Nam - Nam í Míkakó, Moniku í Miðlinum og Frasguitu í Car- men. Katrín hefur koinið fram Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá bæjarnafn. - Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Jórukleif. Katrín Signrðardóttir syngur á Ljóðatónleikum Gerðitbergs á laugardaginn. sem einsöngvari, m.a. með Sin- fóníuhljómsveit íslands, og í febrúar sl. söng hún lög eftír Jórunni Viðar í þætti Sjónvarps- ins uin tónskáldið. Á efnisskrá Ljóðatónleika Gerðubergs eru m.a. verk eftir Grieg, Síbélius og Jórunni Við- ar. Einnig flytur Katrín ensk og ítölsk lög. Meðleikari á tónleik- unum er Jónas Ingintundarson, píanóleikari. Gerðuberg býður skólafólki 50% afslátt af aðgangseyri gegn framvísun skólaskírtéinis. A = 1 = Á = 2 = B = 3 = D = 4 = Ð = 5 = E = 6 = É = 7 = F = 8 = G = 9 = H = 10 = 1 = 11 = í = 12 = J = 13 = K = 14 = L = 15 = M = 16 = N = 17 = o = 18 = Ó = 19 = P = 20 = R = 21 = S = 22 = T = 23 = U = 24 = ú = 25 = v = 26 = x = 27 = Y = 28 = Ý = 29 = Þ = II o rr-t Æ = 31 = Ö = UJ II

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.