Vikublaðið


Vikublaðið - 10.03.1994, Qupperneq 12

Vikublaðið - 10.03.1994, Qupperneq 12
12 Hiigmyndafræðin VIKUBLAÐIÐ ÍO.MARS 1994 JanU3ry 24- 1994 _ $2~25T/TsT/S2r75 Canada Norman Rush contemplates the bust of socialism • •• andwhywe will all miss it so much Með yfirgengilegar afleiðing- ar sameiginlegs sjálfsmorðs sósíalismans á ánmum 1989-1991 í huga eru viðbrögð menntamanna og upplýstra áhorfenda á Vesturlöndum í hæsta máta undar- leg. Afgerandi langtímaáhrif eru lítið rædd enda erfitt að henda reiður á þeim. Almennt viðhorf er hlaðið sjálf- hælni og hefur einblínt á afmarkaða seinni tíma þróun (kænskubrögð pólska páfans, fjölmiðlabyltinguna og Stjörnustríðsáætlunina) og talið að hún hafi gert útslagið eða að reynt hefur verið að útkljá hvaða Kreinlar- fræðingar geta gert tilkall til þess að hafa verið minnst forviða á uppákom- unni í austri. * A vinstri vængnum - og hér á ég við vinstrið sem hafnar alræði - hefur lengi gætt þess sjónarmiðs að sósíal- ismanum sé viðbjargandi, þótt rúss- neska módelið hafi bjagað og skrum- skælt hann. Þetta leiðir af sér tvær umdeildar hugmyndir. Fyrri hug- myndin er að lýðræðislegri hættir hefðu bjargað sósíalismanum í Rúss- landi. Seinni huginyndin byggir á því að vegna ófúllkomleika kapítalismans sé nauðsynlegt að hafa sósíalískan val- kost. Sósíalismanum er öllum lokið I 'raun og sann er sósíalisminn bú- inn að vera. Eg hef enga ánægju af því en í langan tíma hefur viðhorf mitt gagnvart sósíalismanum verið áþekkt því sem Iloudini hafði gagnvart spír- itisma. Hann vildi að til væri líf eftir dauðann og að miðlar væru það sem þeir sögðust vera. En eftir því sem hann kannaði málið betur varð hann vonsviknari. Auk þess fann Houdini hjá sér hvöt til að segja frá óhamingju sinni. Eg finn til samstöðu með hon- um. Sannleikurinn er sá að hvarvetna þar sem sósíalisina hefur verið hrint í framkvæmd er hann búinn að vera. A meðan athygli okkar hefur beinst að tímamótaatburðum í Rússlandi, Kína, Kúbu og Austur-Evrópu höfum við ekki tekið eftir hægfara hnignun sósí- alismans annarsstaðar. Til að 12 halda sér á floti hafa stjórn- f, inálaflokkar ÞEvrópu og víðar, K sem að nafninu til teljast sós- uj íalískir eða sósíaldemókratísk- ir, kastað fyrir róða grundvall- Q aratriðum sósíalismans og tekið upp á sína arma stefnumið sem falla æ betur að þörfum fullveðja kapítal- isma. Flestir styðja einkavæðingu framleiðslugreina sem voru þjóðnýtt- ar að þeirra frumkvæði fyrr á tíð. (Mikahail Gorbatsjof var varla búinn að tilkynna um þá fyrirætlan sína að endurbyggja Sovétríkin á grundvelli sænsku fýrirmyndarinnar þegar hálf- sósíalisminn í Svíþjóð var lýstur gjald- þrota.) Félagsaðild að verkalýðsfélög- um, þessum flaggskipum pólitískrar menningar sósíalista, er á niðurleið. Skæruliðasósísalistar í Rómönsku Ameríku þvo hendur sínar af marx- isma. Samyrkjusósíalisminn í Israel og Mexíkó og sjálfstjórnarskipulag fram- leiðslugreina í Júgóslavíu - sem gaf vinstrisinnuðum hugsjónamönnum von um að sósíalismi án ríkisvalds kynni einhvem tíma verða að veru- leika - eru í alvarlegum vandræðum. Hvað var sósíalisminn? En hvað var sósíalisminn? Nauð- synlegt er að gera sér fyrir þessu því að almennar hugmyndir um sósíal- ismann eru á reiki, ýmist byggðar á söknuði eftir ímynduðum afrekum misheppnaðra sósíalistaríkja eða skrípamyndum sigurvegaranna. I aug- um yngra fólks er sósíalisminn óðum að taka á sig mynd fornfrægra félags- hugtaka sem þarf að útskýra í sam- hengi, eins og flógistónkenningin [flógiston var efni sem menn fýrri tíma hugsuðu sér að losnaði úr læð- ingi við bruna], guðleg réttindi kon- unga og þátt leggangnanna í fullnæg- ingunni. Þegar sósíalismanum var hrint í framkvæmd í Rússlandi var alls ekki ljóst hvað hann ætti að vera. 1 ritum Marx og Engels er enga uppskrift að finna fyrir sósíalískt samfélag. Engels var sérstaklega kærulaus og sagði að Shaker þorpin [18. og 19. aldar samfé- lög í Bandaríkjunum] virtust gefa góða hugmynd um það hvernig sósíal- ískt þjóðfélag framtíðarinnar liti út, að trúarbrögðunum frátöldum. Þegar komið var að því að raungera sósíal- ismann var spilað af fingrum fram. Eftir á að hyggja er áhrifamesta fyrir- myndin að sósíalisma í framkvæmd að finna í bók Edwards Bellamy, Look- ing Backward, þar sem ríkið var sam- vinnufélag sem skipti árlegri fram- leiðslu jafnt á milli þegnanna. . I kjarna sósíalismans er að finna kröfuna um jafna skiptingu efnislegra gæða. Helstu gæðin sem sósíalísku efnahagskerfi er ædað að framleiða er jafnrétd. Sameiginlegt eignarhald á uppsprettum auðsins myndi veita öll- um rétt til jafnrar hlutdeildar í heild- arframleiðslunni, eða eins jafnrar hlutdeildar og tímabundnar takmark- anir leyfðu á efnahagskerfi sem stefhdi í átt til allsnægta. Þetta var hinn hreini skilningur á meginhugsun sósíalismans og sá skilningur stóð óhaggaður í hugum sannfærðra þrátt fyrir þá kyndugu staðreynd að tæki- færissinnar, óþokkar og lítilmenni urðu ofan á í baráttunni urn völdin í sósíalískum samfélögum og þrátt fýrir að sífellt varð betur ljóst að jafnrétti yrði ekki bara tímabundið skotið á frest heldur var búið að fresta því end- anlega í þessum samfélögum. Styrkur sósíalismans sem hug- myndafræði fólst í fullyrðingu hans um að geta lagað misrétti með því að skipta um samfélagsform. I kjölfarið fylgdi mikil samkeppni milli sósíal- isma sem lagði megináherslu á jafh- rétti og kapítalisma sem boðaði aðrar leikreglur í efnahagslífinu: Þeir sem eru snjallastir, fljótastir og heppnastir á hverjum tíma eiga að fá tækifæri til að verða ógeðslega ríkir. Leikreglurn- ar höfða til elítunnar og sjálfsagt einnig til þeirra, og það er miklu stærri hópur, sem gera sér vonir um önnur og þriðju verðlaun þótt viður- lögin séu hörð fyrir þá sem tapa í rein þessi er þýdd úr The Nation sem er 125 ára gamalt bandarískt vikurit með vinstri slagsíðu. Pað má lesa hana hvorttveggja sem tilraun bandarískra vinstrimanna til að átta sig á nýjum aðstœðum en líka sem landamœralaust uppgjör við sósíalismann. Ritgerðin er aðalefni vikuritsins þann 24.01.1994 og ritstjórn The Nation býður lesendum að senda inn athugasemdir við hana. Um höfundinn, Norman Rush, vitum við það eitt að hann hefurfékk bókaverðlaun tímaritsins árið 1991. Vikublaðið býður lesendum sömuleiðis að spinna áfrarn þráð þessarar greinar. leiknum og þeim fjölgar hratt í óhjá- kvæmilegum harðæruin. 1 samkeppn- inni fékk sósíalisminn það í forgjöf að vera víða talinn næstá stig samfélags- þróunarinnar og raungerving vísind- anna. Því var einnig haldið fram að sósíalískar þjóðir hefðu enga ástæðu til að stríða hver gegn annarri, ólíkt ríkjum heimsvaldasinnaðra kapít- alista. Af þessuni ástæðum lýstu bæði hugsandi menn og smæiingjar yfir holiustu við sósíalismann. Tilrauninni er lokið Obeit á inisrétti er einkennandi fyr- ir vitsmunalegt andóf nútímans. Frjálslynt byltingarumrót á 18. og 19. öld náði ekki þeim árangri að uppræta misrétti, ekki eyðilegging konungs- valdsins, afnám kirkjulegra forrétt- inda né heldur auldð fulltrúalýðræði í stofnunum samfélagsins. Misréttið var enn fyrir hendi og kallaði á frekari ráðstafanir. Þar eð sósíalisminn lofaði að tæknilega væri mögulegt að eyða misrétti var hann náttúrulegur val- kostur. Nú var hægt að ljúka sögulegu verkefni upplýsingarinnar. -Lfyllingu tímans varð til nokkurs konar sósíal- isnii sem síðar þróaðist í alræðis- martröð kommúnismans og við það yfirgáfu margir inenntamenn mál- staðinn. En þótt þeir flúðu kominún- ismann var dæmigert að þeir ítrekuðu trú sína á hinni sósíalísku undirstöðu. Ofanritað er varla frumleg saman- tekt á þessum þætti hugmyndasög- unnar en er nauðsynleg til að útskýra samfelluna í vitsmunalífi samtímans. Fastheldin og ruglingsleg tryggð við barnalega forsendu sósíalismans - jafnrétti með þvinguðu sameiginlegu

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.