Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1994, Page 3

Vikublaðið - 17.03.1994, Page 3
VIKUBLAÐIÐ 17.MARS 1994 3 Héttindi barna Þá klciga ég bara í Inn á milli þess sem þingmenn þjóðarinnar rífast um sínar ær og kýr í búvörulögum og þeim vex fiskur um hrygg í kvótamálum gefst þeim tækifæri til að virða fyrir sér nokkur mannleg frumvörp. Eitt þeirra er frumvarp til laga um um- boðsmann barna. (Þegar þingmenn tala um börn þá er með öðrum orðum átt við fólk sem ekki er komið með kosningarétt og er því ekki efst á vin- sældarlista pólitíkusanna). Jóhanna Sigurðardóttir leggur frumvarpið ffam, en þetta er í raun gamalt bar- áttumál Guðrúnar Helgadóttur, þeirrar sömu og hefur skrifað allar barnabækurnar. En hvað er eiginlega átt við með „umboðsmaður barna“? Efjóka sýnir vígtenn- umar... I frumvarpinu kemur fram að ef umboðsmaður barna verður nokkurn tíma til þá á hann að vera eldri en 30 ára. Hvers vegna' þau aldursmörk eru sett er ekki vitað. En Umbinn á sem sé að gæta hagsmuna barna í stjórnsýsl- unni, þ.e.a.s. í „kerfinu". Hann má taka fyrir þau stjórnsýslumál sem hann vill, en ekki samt ágreining milli einstaklinga, nema til að leiðbeina þeim. Umbi er .bundinn þagnarskyldu og iná því ekki kjafta í óviðkomandi fólk um málefni barna og unglinga. ísland og Noregur byrjuðu á svip- uðurn tíma að spá í þessi mál og eru Norðmenn langt á undan okkur. Þeir stofnuðu norskan Umba 1981.1 Nor- egi eru menn injög sammála um að reynslan af Umba í þessi 12 ár sé mjög góð. I fyrra var sfðan stofnað embætti umboðsmanns barna í Svíþjóð, en Danir hafa ekki tekið sönsum enn þá ffekar en íslendingar. Ef Jóka sýnir meðráðherrum sínurn vígtennurnar má gera sér vonir um að frumvarpið verði að lögum í vor. En aðalatriðið er að væntanlegur Umbi barna geti tryggt að fullt tillit sé tekið til hagsmuna, réttinda og þarfa barna þegar ákvarðanir eru teknar í þjóðfélaginu og að nægilegt eftirlit sé með því að réttur sé ekki brotinn á börnum. 30% bióðarinnar er 17 ,bjc eða ara eöayngri En hverjir yrðu „skjólstæðingar“ Umba? Það er enginn smáræðis skari af einstaklingum sem er 17 ára eða yngri. Fólk sent með öðrum orðum er ekki komið með kosningarétt og því ekki efst á vinsældalistanum hjá póli- tíkusunum. í hópnum eru rúmlega 77.600 strákar og stelpur eða nær 30 prósent þjóðarinnar. Þetta er auðvitað ekki samhentur minnihlutahópur. Það er talsverður munur á 1, 6, 11 eða 16 ára krökkum, ekki satt. Næstum tíundi hver Islendingur var 1. desember 1993 á aldrinum 12 til 17 ára, fæddur einhvcrn tíma lfá 1976 til 1981. Alls rúinlega 25.500 krakkar, sem skiptast svona eftir aldri (innan sviga er fjöldi stráka umfram fjölda stelpa): 17 ára: 4.191 (127) 16 ára: 3.912 ( 44) 15 ára: 4.060 ( 72) 14 ára: 4.478 (111) 13 ára: 4.538 (102) 12 ára: 4.347 (169) Síðustu árin er búið að festa í lög ýmislegt sem snertir börn og unglinga sérstaklega, en fyrir voru eldri barna- lög með löngu kunnum atriðum eins og ákvæðum um lögræði og sjálffæði. Sýndu mér umhyggju eða ég kalla á lögguna Nú skulum við skoða nokkrar stað- reyndir sem gott er að börn og ung- lingar hafi á bak við eyrað. 500 börn eiga í sérstökum vanda. Ymislegt bendir til þess að barnaverndarnefhdir hafi formleg af- skipti af um 500 börnum á ári. Ef fé- lagslegur stuðningur við fjölskyldur telst með fer talan upp í 1.500 til 2.000 börn. Umhyggja er skylda sam- kvæmt lögum. Foreldrum er laga- lega skylt að „sýna barni sínu um- hyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum. Eoreldrum ber að afla barni sínu lög- mæltrar fræðslu og alá með því iðju- semi og siðgæði." Og það þarf líka að gæta að lýðræðinu: „Foreldrum ber að hafa samráð við barn sitt áður en per- sónulegum málefhum þess er ráðið til lykta eftir því sem gerlegt er, þar á meðal með tilliti til þroska barns.“ Börnin mega tjá sig í deilu. Ef foreldrar eru að skilja og standa £ for- ræðisdeilu þá skal lögum samkvæmt veita barni sem náð hefur 12 ára aldri kost á að tjá sig um forsjármál nema talið sé að slíkt sé skaðvænlegt barn- inu eða þýðingarlaust fyrir úrslit málsins. Rétt er einnig að ræða við yngri börn eftir aðstæðum og það má skipa barni talsmann til að gæta hags- muna þess ef sérstök þörf er á því. Reikninginn fyrir talsmanninn borgar ríkið. Foreldrar eiga að sjá fyrir börnum sínum. Foreldrum er laga- lega skylt að sjá til þess að börn þeirra hafi í sig og á og stjúp- og fósturfor- eldrum eins og uin eigið barn væri að ræða. Börn innan 18 ára geta krafið foreldra unt ffamfærslulífeyri og feng- ið úrskurð sýslumanns í því sambandi. Framfærslueyrinn tilheyrir barninu og enguin öðrum. Spyrjið bara Jóhönnu félags- málaráðherra. Málefni barna og ungmenna tilheyra félagsmálaráðu- neytinu. Ykkar ráðherra nú er því Jó- hanna Sigurðardóttir. Nei'nd á að finna vandamála- börnin. Það er lagalegt hlutverk barnaverndarnefnda að finna þau börn og ungmenni sem eiga við vandamál að glíma, greina vandann og gera áætlun um úrbætur. Nefnd- imar eiga að hafa eftirlit með aðbún- aði, hátterni og uppeldisskilyrðum barna og ungmenna, fylgjast með þeim sem búa við ófullnægjandi að- stæður, sæta illri meðferð eða eiga í félagslegum erfiðleikum. Ókunnugir eiga að skipta sér af. Ollum sem vita um barn sem er misboðið, uppeldi þess vanrækt eða aðbúnaður þess svo lélegur að barninu geti stafað hætta af, er skylt að til- kynna það barnaverndarnefnd. Ef sá sem tilkynnir óskar nafnleyndar skal það virt nema sérstakar ástæður mæli gegn því. Það getur jafnvel varðað fangelsun að tilkynna ekki svo illa meðferð eða slæman aðbúnað að lífi eða heilsu sé hætta búin. Kennararnir eiga að hafa augun opin. Þau sem vinna sérstak- lega ineð börnum eiga að hafa augun sérstaklega opin, svo sem fóstrar, dag- mömmur, kennarar, prestar, læknar, ljósmæður, hjúkrunarfræðingar, sál- ffæðingar, félagsráðgjafar og fleiri. Vandamálakrakkarnir settir á „svartan lista“ Foreldrar fá að vita um af- brot. Ef barn eða ungmenni brýtur lög á lögreglan að hafa samband við barnaverndarnefnd og nefndin á að hafa samband við foreldrana viti þau ekki um brotið. Ef foreldrarnir vilja vera viðstaddir yfirheyrslur yfir börn- 'um yngri en 16 ára þá mega þeir það. Vanrœktu og óþekku börnin á skrá. Barnaverndarnefndir eiga að halda sérstaka skrá um þau börn og ungmenni í umdæmi sínum sem hún telur að sé hætta búin. Þá er átt við að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska sé hætta búin vegna van- rækslu, vanhæfni eða hegðunar for- eldra, eða barn eða ungmenni stefni heilsu sinni eða þroska í hættu með hegðun sinni (t.d. vímuefnanotkun eða afbrotum). Skráð börn eða ung- menni teljast í sérstökum áhættuhópi. Ráðgjöf á að veita eftir of- bcldi. Ef barn eða ungmenni verður fyrir áreitní, oflieldi eða öðrum af- brotum á barnaverndarnefnd að að- stoða það með ráðgjöf eða ineðferð eftir því sem við á. Það má reka fantana út af heimilinu. Ef barnaverndarnefhd þykir barni háski búinn af hegðun eða framkomu heimamanns, svo sem vegna ofbeldis á heimili, ógnana eða hótana eða vegna vímuefhaneyslu, en barninu gæti annars liðið vel á heimil- inu, er nefhdinni skylt ef umvandanir duga ekki að fá hann út af heimilinu með tilheyrandi lagalegum úrræðum. Bannað að þræla litlu skinnunum út Enga vinnuþrælkun takk! Barnaverndarnefhd á að hafa eftirlit með því að barni eða ungmenni sé ekki ofþjakað við þunga eða óholla vinnu, með löngum vinnutíma, vök- um eða óreglulegum vinnuháttum. Lausaganga barna bönnuð á kvöldin. Samkvæmt lögum mega börn 12 ára og yngri ekki vera á al- mannafæri eftir klukkan átta á kvöldin nema í fylgd fullorðinna. Fyrir börn 13 til 16 ára gildir hið sama eftir ld. 10 á kvöldin. í maí, júní, júlí og ágúst færast tímamörk þessi tvo tíma síðar. Börn 15 ára og yngri mega ekki fara á dansleiki aðra en sérstaka barna- og unglingadansleiki og fjölskyldu- skemmtanir. Börn og ungmenni 17 ára og yngri mega ekki fara á vínveit- ingastaði. Hér er miðað við fæðingar- ár en ekki fæðingardag. Og svo er það náttúrulega Féló. Fyrir utan barnaverndarnefndir eru það félagsmálanefndir sveitarfé- laganna sem eiga að gæta hagsmuna barna. Hér er m.a. átt við félagslega ráðgjöf. Nefndin skal sjá til þess að „börn fái notið hollra og þroskavæn- legra uppvaxtarskilyrða“ og gæta þess að aðbúnaði barna sé ekki ábótavant og viðhafa skipulagt forvarnarstarf í unglingamálum sem rniðar að því að „beina athafnaþörf æskufólks á heilla- vænlegar brautir.“ Friðrik Þór Guðmundsson .SKIPA-0G MALMIÐNAÐAR- FYRIRTÆKI Á grundvelli samþykktar ríkisstjómarinnar, til stuðnings skipaiðnaði, hefur verið ákveðið að veita fyrirtækjum í málm- og skipaiðnaði fjárhagslegan stuðning til verkefna á sviði þróunar og markaðssóknar. Heiti verkefnisins er: SKIPAIÐNAÐUR '94 Markaðssókn og þróun til aukinnar samkeppnishæfni Nánari upplýsingar veitir: Iðntæknistofnun íslands Karl Friðriksson, sími 687000. IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARAÐUNEYTIÐ MÁLMUR Samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði SAMIÐN Samband iðnfélaga

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.