Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1994, Page 10

Vikublaðið - 17.03.1994, Page 10
10 amskiptin VIKUBLAÐIÐ 17.MARS 1994 Jttíemia et* íueýt ao oib emeitil Miðbærinn: ■lioetoiý á e& oeýaft 1 Ofbeldi í miðbænum hefur aukist á undanförum mánuðum og árum þó kannski megi deila um hvort of mikið sé gert úr því ífjölmiðlum. En hvað er hægt að gera ef maður verður fyrir árás? ruggast erað vera ekki í miðbæn- um á nóttinni um helgar. Þegar tveir eða fleiri ráðast að einum, oft eftir ákveðnu munstri, er tal- að um einelti. Einelti getur birst sem and- legt, líkamlegt eða félagslegt ofbeldi, til dæmis þegar einhver er úti- lokaður úr hópnum og fær ekki að vera með. Ein- elti er niður- brot á einstak- lingnum. En hvernig er hægt að bregðast við? Hvar er hægt að fá hjálp? Fyrst og fremst þarf að segja frá ein- elti, annars er ekki hægt að uppræta það. Þeir sem hægt er að tala við eru foreldrar, kennarar, skólahjúkrunarfræðingar, náms- ráðgjafar eða einhver sem þú treystir. t f á sem verður fyrir einelti ber ekki ábyrgð á því og enginn á það skilið. l^nginn hefur rétt til þess að leggja aðra manneskju í ein- elti. Hvað áttu að gera ef þú verður vitni að ofbeldi? J^f þú sérð einhvern ráðast að öðr- um er mikilvægast að kalla til lögregl- una þvíhún á að vera til staðar og hjálpa þeim sem á þurfa að halda. Jþrykkja losar um hömlur og þeir sem beita ofbeldi eru oft undir áhrifum áfengis. alíka vc ættulegir fjaðurhnífar og önnur vopn eru bönnuð á íslandi. 1ir rnglingum yngri en 16 ára er óheimilt að vera úti á nóttunni og æski- legast er að þeir hafi eitthvað annað að gera en að hanga í miðbænum. Fólki undir 20 ára aldri er bannað með lögum að drekka og kaupa áfengi. Rauðakrosshúsið: 1ir fpuwek o( káttXHfl&f ttt áb ípyýá fnglingar eiga ekki aó /áfa einelti gegn öðrum viðgangast. Á •j#Ti7//r skólar ættu að vinna ao því markmiði aó útrýma ein- elti og taka á þvi'afábyrgð. !L tennarar og uppalendur eiga að vera fyrirmynd og koma éins fram við alla og þar með að skilja engan útundan. IL fennarar og uppalendur eiga að vera sterkir og ekki að samþykkja einelti með þögninni eða afskiptaleysi. Ú jTJ ver skóli ætti að koma sérupp kerfi í samráði við sál- fræðinga hvernig eigi að vinna gegn einelti. (Upplýsingamar eru fengnar hjá forstöðumanni Rauða- krosshússins) Rauðakrosshúsið við Tjarnar- götu 35 er opið öllum ungling- um sem telja sig hafa þörf fyrir ráðleggingar og aðstoð í sínum mál- um. Starfsemin skiptist í þrennt, neyðarathvarf, ráðgjöf og símaþjón- ustu. Að sögn Olafar Helgu Þór, for- stöðumanns Rauðakrosshússins, er al- gengást að unglingar sem ekki eru í neinum vandræðum leiti til Rauða Krossins í gegnum símann. Spurning- ar um ástina, samskiptin við hitt kynið og foreldrana eru algengastar. „Hjá okkur geta unglingar talað við fullorðið fólk ef þeir geta ekki talað við foreldrana, án þess að segja til nafns eða gefa upp heimilisfang," seg- ir Ólöf Helga. „Unglingarnir tala um líkamann, þyngd, hæð, bólur og fleira sem tengist því að breytast úr barni í fullorðinn. Við störfum í samræmi við grundvallarmarkmið Rauða Krossins, sýnum hlutleysi og mannúð. Engin spurning er of hallærisleg til að spyrja okkur eða svara.“ Einstaklingar alltafí sambandi Alvarlegri mál koma líka upp í sím- tölunum, t.d. ofbeldi, einelti, þung- lyndi og sjálfsvígshugleiðingar svo eitthvað sé nefnt. „Eftir því sem sím- tölin eru alvarlegri leggjum við meira á okkur til að tengjast manneskjunni sem hringir. Ef manneskjan hefur, svo dæmi sé tekið, verið lögð í einelti höf- um við samráð við hana um að hafa samband við einhvern í nánasta um- hverfi hennar sem getur hjálpað. Við- komandi hringir þá oftar en einu sinni og sumir einstaklingar eru í langan tíma í sambandi við oklcur. Starfsfólk Rauðakrosshússins er að heimsækja grunnskólana og í lok ársins 1994 er stefnt að því að búið verði að fara í alla stærstu skóla landsins. I kjölfar heirn- sóknanna er alltaf talsvert um hring- ingar. Samstarfið við skólana er mjög gott og við erum þakklát fyrir það,“ segir Ólöf. Gestir í hehnsókn en ekki tilfelli Annar mikilvægur hluti starfsins í Rauðakrosshúsinu er neyðarathvarfið fyrir þá ungiinga sem leita þangað. Astæðurnar geta verið margar, erfið- leikar heima í samskiptum við for- eldra, vímuefnaneysla, húsnæðisleysi og fleira. Ólöf Helga segir að þau líti á þá sem dvelji í húsinu sem gesti í heimsókn í ákveðinn tíma meðan þeir leysi vanda sinn. Gestirnir koma af fusum og frjálsum vilja og þurfa ekki að dvelja í húsinu frekar en þeir vilja. Unglingar sem eru yngri en 16 ára þurfa að fá leyfi foreldra til að dvelja í húsinu þar sem þeir eru ekki sjálfráða. Meðalaldur gestanna sem koma í hús- ið er 16 ár og hlutfall milli stráka og stelpna er svipað, þó heldur fleiri stelpur komi í húsið. Rauðakrosshúsið býður líka upp á ráðgjöf fyrir unglingæ og aðstandendur þeirra þar sem hægt Oliif Helga Þór er forstöðumaður Rauðakrosshússins. Olöf segir aðflestir unglingar sem gista húsið séu úr fjöl- skyldum þar sem annað foreldrið er fósturforeldri. Myndir: Ol.Þ. er að ræða málin notendum að kostn- aðarlausu. A síðasta ári komu 1700 í viðtal hjá ráðgjöfum Rauða Kross- ins.„Stundum koma unglingar vegna tímabundins ósættis heima, kannski ef deilt er um útivistartíma eða eitthvað annað. Við erum ekki lengi að sjá það ef okkur er beitt í þrátefli milli ung- linga og foreldra. Oft nægir klukku- tíina spjall til að leysa úr vandanum og allir fara sáttir heim.“ Mikilvcegt að halda sam- bandi við báða foreldra Olöf Ilelga segir tvo þriðjuhluta þeirra unglinga sem gista í Rauða- krosshúsinu vera úr íjölskyldum þar sem annað foreldrið er fósturforeldri. I 97 prósent tilvika heldur móðurin forræði barna við skilnað svo oftast er um fósturföður að ræða. „Auðvitað er það sárt fyrir alla aðila þegar 14 ára unglingur segir við fósturföður sinn sem hefur kannski alið barnið upp í 10-12 ár „þú ert ekki pabbi minn, þú ræður ekki yfir mér“. Fullorðið fólk verður að taka þessa ábyrgð og vita að barn getur alltaf fyrirgefið foreldri sínu þó hjón sem skilja geti það ekki. Mjög mikilvægt er að barnið rækti samband sitt við blóðföður sinn. A ári fjölskyldunnar er það verðugt verk- efni að hlúa að þessari fjölskyldugerð með rannsóknum, umfjöllun og stuðningi. Það hlýtur að vera betra fyrir ein- stakling að alast upp hjá hainingju- sömu fólki sem elskar hvort annað en að alast upp hjá foreldrum sínum sem engan veginn eiga saman og jafnvel hatast,“ segir Olöf Helga Þór hjá Rauðakrosshúsinu. Að lokum má benda á að sírntal í grænt símanúmer Rauða Krossins kostar jafnmikið og innanbæjarsímtal. tfai*H6- o<5 MtjtinaíÍMkn: 91-622Z66 Cjhmt ímammeH 996622

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.