Vikublaðið


Vikublaðið - 08.04.1994, Síða 8

Vikublaðið - 08.04.1994, Síða 8
8 VIKUBLAÐIÐ 8. APRIL 1994 Konur til sölu kosta eina tölu Um kvenmynd í íslenskum fjölmiðlum Eitt veggspjaldanna sem Ýmsar konur útbjuggu Jyrir kynningaijhtnd á Hótel Borg þar sem kvennaþingið sem haldið verður í Finnlandi t ágríst var kynnt. A því má sjá brot afþví sem Ýmsar konurfundu í athugunum sínum. Myndir: Ol.Þ. Ieina tíð sást varla bert hold í ís- lenskum blöðum nema í Samúel, og þá alls ekki íslenskt. Nú eru aðrir tímar og vikublöðin keppast við að birta inyndir af íslenskum fyrirsæt- urn, gjarnan án fata. Það virðist vera hluti af því að vera töff hjá blöðunum að daðra við bert hold. Vart þarf held- ur að rifja upp fjaðrafokið í kringum nektarmyndir sem voru birtar án sam- þyklds fyrirsætu á dögunum. Jafn árvisst og að farfuglar koina á vorin er val á fegurðardrottningum Is- lands og fyrirsætum í Elite, Ford og hvað þær nú hcita allar þessar kepp- nir, og fjölmiðlar.sinna þessu vali af inilum áhuga. Kannanir sýna að hlutur kvenna í fréttum er margfalt minni en karla og einnig virðist umfjöllun um konur vera á annan hátt, a.rn.k. hjá ákveðn- um prentmiðlum. Berar konur og eilffur æskublómi I tæpt ár hefur hópur ungra kvenna úr ýmsum áttum kornið saman og rætt stöðuna í jafhréttismálum, en þær kalla sig Ýmsar komtr. Eyja Margrét Brynjarsdóttir er meðal þeirra. Hún kynnti niðurstöður athugunar Ymissa kvenna á hvernig konur birtast mynd- rænt í blöðum á fyrirlestri sem Kven- réttindafélag Islands gekkst fyrir í Nýleg dæmi úp fjöimiðlum nóvember s.l. „I hvert sinn sem hóp- urinn hittist hafði einhver eitthvað nýtt ffam að færa sem okkur þótti lít- illækkandi fyrir konur,“ segir Eyja Margrét. „Við fórum því að fletta blöðum og skoða hvernig konur birt- ust í þeim og fyrir kynningu á Nor- disk forum, kvennaþinginu sem hald- ið verður í Finnlandi í ágúst, útbjugg- um við veggspjöld með því sem við höfðum fundið." Eyja Margrét segir að niðurstöður Yrnissa kvenna hafi verið mjög á einn veg þó athugunin hafi ekki verið vís- indalega unnin. I fyrirlestrinum sagði hún að ef fjölmiðlar eiga að vera speg- iH samfélagsins er helmingur kvenna 18 ára fegurðardrottningar. Hinn helmingur þeirra reyndi allt til þess að líkjast fegurðardrottningunuin og æðsta takmarkið virtist vera glæsilegt útlit og eilífur æskublómi. Ennffemur að ffá fjölmiðlum flæði inyndir af mis- inikið klæddum, grannholda stúlkuin sem lygna aftur augunum og eru á svipinn eins og þær bíði óþreyjufullar eftir því að einhver karlmaður komi og geri eitthvað við þær. Með öðrum orðum sýni fjölmiðlar konur sem kyn- verur, þöglar og meðfærilegar. Dr. Sigrún Stefánsdóttir, frétta- maður og lektor í hagnýtri fjölmiðlun, segir „fallegar konur“ ekki vera áber- andi sem umfjöllunarefhi í sjónvarps- fréttum ef ffá eru taldar góðviðris- myndir úr sundlaugunum. Annað sé hins vegar uppi á teningnum í auglýs- ingum og þegar „falleg“ kona liggur t.d. á bíl í auglýsingu án þess að finna megi vitræna skýringu er um mis- notkun að ræða. „Nektarmyndir í vikublöðunuin eru tímaskekkja og ef ritstjórar blaðanna haldi að þetta selji er það argasti misskilningur. Ég hef furðað mig á þessum myndum í blöð- unum því þær verða aldrei fallegar í prentun. Þetta verða svartar klessur. Eg get þess vegna ekki ímyndað mér að myndirnar selji og spái þeim ekki langlífi. Lifi þessi blöð af er það fyrir ‘ eitthvað annað en nektannyndir, mér finnst blöðin setja niður við þessar myndbirtingar og setja þau niður á lágt plan.“ Félagsvísindastofnun skoðar fréttir Sigrún Stefánsdóttir gerði könnun fyrir nokkrum árum á hversu sýnileg- ar konur væru í fféttum. Sigrún rann- sakaði tveggja mánaða skainmt af fféttum af hverju ári á 20 ára tímabili. „Niðurstöðurnar voru sorglegar en staðfestu það sem mig hafði grunað, hversu rýr hlutur kvenna væri í frétt- um,“ segir Sigrún. „Frá því að nánast engin viðtöl væru við konur fyrstu ár- in upp í að vera 13 prósent þegar best lét. Síðan hefur Jafnréttisráð fylgt þessu dálítið eftir og nú stendur fyrir dyrum að Félagsvísindastofhun geri úttekt á þessu saina. Mín tilfinning er sú að það hafi ekkert gerst síðan og það fellur að þeim tölurn sem Jafn- réttisráð hefur birt.“ Sextán prósent viðmæl- enda í fréttum konur Elín Arna Þorgeirsdóttir og Hrefna Guðmundsdóttir gerðu ásaint fleirum innihaldsgreiningu á fréttum sem lokaverkefhi í fjölmiðlafræði við Há- skóla Islands. I könnuninni sem tók yfir 6 vikna tímabil kernur frain að 84 Eyja Margrét Brynjarsdóttir, háskólanemi „Frá íslenskum fjölmiðlum flæða yfir okkur myndir af mis- mikið klœddum, grannholda stúlkum sem lygna aftur aug- unum og eru á svipinn eins og þœr bíði eftir því að einhver karlmaður komi og geri eitthvað við þœr. “ Stöð 2 í febrúar Frétt frá krýningu ungfrú Norðurlands. Fréttamaðurinn segir frá því að nú ætli hann að gera það sem alltaf er gert í svona frétt- um, að kyssa fegurðardrottninguna til hamingju. Allt er þetta myndað og síðan segir fréttamaðurinn frá því hvernig tilfmning það er að kyssa fegurðardrottningu. Stúlkan er hins vegar ekki spurð hvernig það er að kyssa fréttamann um fertugt. Ríkissjónvarpið 2. mars í þættinum „í sannleika sagt“ hjá þeim Ingó og Völu var 2. mars sl. ijallað um baráttuna við aukakílóin. Frátt fyrir að gestir kæmu úr ýmsum áttum snerist umræðan nær eingöngu um konur og útlit þeirra, anorexíur, líkamsrækt, fyrirsætur og fleira. Nær ekkert var reynt að komast undir yfirborðið og leita skýringa á því hvers vegna konur eru alltaf að hugsa um útlit og megrun eða hver hefur selt þeim þessa ímynd. Lítið rætt um offitu karla. Nýleg sjónvarpsauglýsing Þulurinn hefur yfir texta. „Pú skiptir um sjónvarp, þú skiptir um tannbursta, þú skiptir um bíl“ og nefnir eitthvað fleira. Síðan birtist „falleg kona“ liggjandi í rúmi og áhorfendur bíða eftir að þulurinn segji „og þú skiptir um konu“. í stað þess nefnir hann nýtt rúm og þá kemur í ljós að verið er að auglýsa rúmdýnur. Vikublaðið mælir með bráðskemmtilegri sjónvarpsauglýsingu þar sem ónefndur íslenskur þvottalögur er auglýstur. Ekki er aðeins um að ræða gott svar við auglýsingaherferð innflutts töfraefnis heldur er auglýsingin ágætis framlag í umræður um kynjamis- munun í auglýsingum.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.