Vikublaðið


Vikublaðið - 08.04.1994, Side 11

Vikublaðið - 08.04.1994, Side 11
VIKUBLAÐIÐ 8. APRH, 1994 11 Rithöndin Ákveðin og með litríkar tilfinningar ú ert samk\'æmt skriftinni mjög ákveðin og dálítið stíf í lund. Skapið mikið og nokkuð hart ef á þarf að halda. Tilfinningar þínar eru litrík- ar og sterkar. Þú ert ritfær í besta lagi, en óhlífin við hvern sem er. Þú hefur stálvilja og oftast góða sjálfstjórn. Þú ert óvorkunnlát við sjálfa þig, þreytu viðurkennir þú til dæmis ekki þó á- stæða sé til. Þú nýtur þín best í friði og ró, þá koina hinir mildari eðlisþættir þínir frarn. Þér er nauðsynlegt að vera ein úti í náttúrunni sem oftast. Þú hefur næmt auga fyrir hinu myndræna, starf ljós- myndara ætti vel við þig. Þú ert laus við smámunasemi. Dálítið óþolinmóð muntu vera. Þú hefur góðar námsgáfur, en hefð- bundið nám er þér ekki að skapi, þar finnst mér of þröngt um þig. Heimil- isstörf vilja verða útundan. Hinsvegar finnst þér heimilið ágætur staður til að vinna á að ýmsu öðru sem þér er hugleikið. Yfirleitt virðist þú störfuin hlaðin kona. Gleymdu ekki að þú þarft líka að njóta smámunanna í líf- inu. Góða framtíð. R.S.E. Andrea Jónsdóttir dagskrárgerðai'mað- ur á Rás 2. Sviðsljós Tinna Gunnlaugsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir í hlutverkum sínum í Gaukshreiðrinu, sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu 14. apríl n.k. Gaukshreiðrið frumsýnt Tvær sýn- ingar opna á Kjarvals- stöðum um helgina Laugardaginn 9. apríl verða opnaðar að Kjarvalsstöðum sýn- ingar á verkum Huldu I lákon í vest- ursal og Olafs Gíslasonar í miðsal. Hulda Hákon hefur undanfarin 10 ár tekið virkan þátt í íslensku listalífi og haldið fjölmargar einkasýningar á Islandi, Norðurlöndum og Þýska- landi. Hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum víða um heim. Hulda hefur undanfarin ár mest unnið við gerð lágmynda, þar sem hún vinnur saman mynd og texta. í lágmyndum sínum hefur hún sett manneskjuna í öndvegi og gert ýmsa þætti mannlegrar tilveru að viðfangs- efhi sínu. A sýningu Huldu að þessu sinni er þó umfjöllunarefnið af öðrum toga. Hún sýnir myndir af eldi og blómum bæði í þrívídd og í málverki. Ólafur Gíslason hefur haldið einka- sýningar í Reykjavík og víða erlendis og tekið þátt í samsýningum. Sýning Ólafs að Kjarvalsstöðum ber heitið „Vemissage". A nútíma- máli þýðir það einkum „sýningar- opnun“ en getur líka haft merkinguna „að skoða myndir áður en þær eru lakkaðar“ og vísar þá til þess þegar listamenn bjóða vinum og kunn- ingjum að skoða verk sín áður en sjálf sýningin hefst. Þessi sýning Olafs er þriðja sýning hans um þetta þerna. I austursal eru sýnd verk eftir Jóhannes S. Kjarval úr éigu Reykja- víkurborgar. I vestursal stendur yfir ljóðasýning Olafs Kárasonar. Allar þessar sýningar standa yfir til 8. maí og eru opnar daglega ffá kl. 10- 18. Leikritið Gaukshreiðrið eftdr band- aríska rithöfundinn Ken Kesey verður ftumsýnt á stóra sviði Þjóð- leikhússins 14. apríl n.k. og er þetta jafnframt síðasta framsýning Þjóð- leikhússins á þessu leikári. Sagan vakti mikla athygli þegar hún kom út í upp- hafi sjöunda áratugarins og þótti tímamótaverk. Verkið er í leikgerð Dale Wasserman og í þýðingu Karls Agústs Ulfssonar. Með helstu hlutverk fara Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórsdótt- Dagana 9. til 25. apríl nk. verður sýning á olíumálverkum Mar- grétar Sveinsdóttur í Gallerí 1 1, að Skólavörðustíg 4 í Reykjavík Margrét útskrifaðist úr ntálaradeild Myndlista- og handíðaskóla Islands 1988 og var við framhaldsnám við Valands Konsthögskola Göteborgs Universitet 1988-1990. Þetta er fyrsta einkasýning Mar- ir og Jóhann Sigurðarson. Önnur veigamikil hlutverk eru í höndum Sigurðar Skúlasonar, Hilmars Jóns- sonar, Hjálmars Hjálmarssonar, Hall- dóru Björnsdóttur og Erlings Gísla- sonar. Fjöldi annara leikara Þjóð- leikhússins koma við sögu. Tónlist er eftir Lárus Grímsson, lýsingu annast Björn Guðmundsson. Leikmynd og búninga hannaði Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir og leikstjóri er Ilávar Sigurjónsson grétar í Reykjavík en áður hefur hún haldið einkasýningu í Gautaborg og Stokkhólmi og tekið þátt í samsýn- ingum á ísafirði, í Gautaborg og Stokkhólmi. Opnun sýningarinnar verður Iaug- ardaginn 9. apríl kl. 16-18, en sýn- ingin verður opin ffá kl. 14 - 18 aðra daga. Guerilla Girls frá New York í Nýlista- safninu Laugardaginn 9. apríl opnar sýning á veggspjöldum Guerilla Girls í Nýlistasafninu, Vatnstíg 3b. Guerilla Girls er hópur myndlistakvenna bú- settur í New York. Þær vinna undir nafnleynd og korna ætíð fram með grímur fyrir andlitinu. Vinnuföt þeirra eru stuttir þröngir kjólar, háhælaðir skór og górillugrímur. Eins og heitið gefur til kynna vinna Guerilla Girls með sama hætti og skæruliðar; markvisst og fyrirvara- laust. Þær setja upp veggspjöld, dreifa límmiðum, auglýsa í tímaritum, gefa út jólakort og myndbönd ásamt því að koma fram á fyrirlestram og í sjón- varpsumræðuþáttum. Inntak verka þeirra er gagnrýni á ráðandi gildismat innan myndlistakerfisins. Mörg vegg- spjöld þeirra eru með tölffæðilegum samanburði á stöðu karla, kvenna og litaðra í myndlistarheimi New York borgar sem er ein aðalmiðja myndlist- ar í heiminum. Veggspjöldin eru undirrituð „Guerilla Girls, samviska myndlistarheimsins“. Þau veggspjöld sem verða til sýnis í Nýlistasafhinu eru 30 að tölu og eru ffá árunum 1985-1990. Sýningin hefur verið sýnd á hinunt Norður- löndunum og hvarvetna verið hvati að umræðum um stöðu kvenna í mynd- list. Samhliða sýningu Guerilla Girls sýna Svala Sigurleifsdóttir og Inga Svala Þórisdóttir ný verk. I effi sölum safnsins verður sýning á verkum úr eigu Nýlistasafnsins. Sýningarnar eru opnar alla daga frá kl. 14 - 18 og þeirn lýkur sunnudaginn 24. apríl. Fyrsta einkasýningin Ný skemmtileg bók er komin út Jónasarlimrur Fyrir skömmu kom út hjá Hörpuútgáfunni ný bók eftir Jónas Arnason. Allir lands- rnenn þekkja leikrit og söngva Jónasar og vin- sældir hans eru alltaf jafn miklar. Færri vita, að Jónas hefur lengi fengist við að yrkja limrur, sem nú eru komnar út á bók. Limruformið nýtur vaxandi vinsælda og mörgum mun þykja forvitnilegt að kynnast Jónasi Arnasyni á þessum nýja vettvangi. Jónasarlimrur eru alls 140 í bókinni og bir- nun við hér tvær með leyfi útgefanda. Jónas t.h. og Bragi Pórðarson útgefandi með fyrstu eititök bókarinnar „Jónasarlimrur“, sem kom útfyrir skómmu. Gúmmoren á latínu Eg man enn kvöldið er Kötu ég tnætti ísömu viku og ég við hana hætti. Með gkesihatt bláan gaf hún mér á hann. Það var í ágúst að áliðnum slætti. Tveir góðir Það er staðreynd að Glámur var strangeygður og að lengi hann Grettis beið langeygður. En Gretti mcst brá er hann Glám leit og sá að hann einnig var andskoti rangeygður. s Eg var alveg búinn að gleyma því hvað Morgunblaðið gat verið klikkað í gamla daga. Miklu verra en það er í dag meina ég. Ef til vill væri öllurn hollt að rifja upp hvern- ig biaðið gaf látið hér á árum áður því mig grunar heldur að grunnt sé á garnla tóna. Ástæðan fyrir því að mér datt þetta í hug er að fyrir stuttu neydd- ist ég til að fletta Morgunblaðinu frá árinu 1978. Það var árið sem í- haldið tapaði borginni í eina skiptið á þessari öld. Naumt var það, mað- ur minn lifandi og það er augljóst á Morgunblaðinu að það tók smá tíma að átta sig á hvað gerst hafði. En síðan komu líka viðbrögðin. „Kommúnistar, kommúnistar, kommúnistar." Maður fletti ekki svo síðu að þetta hræðilega orð blasti ekki við með stríðsletri. Þeir sem staddir voru fjarri höfuðstaðn- um gátu verið vissir um að þessi ó- þjóðalýður fór nú um borgina í hjörðum, reif niður, brenndi, mölv- aði rúður og tók sælgæti af börnun- um. Þó væri þetta aðeins byrjunin. I kjölfarið kærnu pólitískar ofsóknir gegn hinurn hjartahreinu embættis- mönnum, sem aldrei hefðu leitt Iiugann að nokkru öðru en að þjóna, þjóna og þjóna borgarbúum, jafnvel þeim sem kysu kommúnista. Og síðan kæmi röðin að blessuðum börnunum. Innræting stéttabaráttu, heiðni og ókurteisi yrði hafin á barnaheimilunum. Enginn yrði frjáls að því að ala börnin sín upp sjálfur í guðsótta, flengingum og góðum siðum. Nú yrði öllum smal- að í stofnanirnar og gerð að einum gráum massa, sem á hátíðisdögum veifuðu rauðum fánurn og héldu á myndum af Marx, Mao og Guð- rnundi Þ. Þetta surnar gerðist það suður á Ítalíu að Rauðu herdeildirnar rændu og drápu þann ffóma mann, Aldo Moro, sem lengi hafði verið í forustusveit Kristilegra demókrata. Hér var að sjálfsögðu lýsandi dæmi um eðli og innræti kommúnista. Hafði ekld sá leiði Lenín látið drepa keisarafjölskylduna? Og hvernig var ekki útlitið á þeim þjóðníðingum ís- lenskum, sem gengið höfðu þessari helstefiiu á hönd? Flestir voru síð- skeggjaðir og síðhærðir og jieir sem ekki voru það voru bara að reyna að blekkja. Jafnvel var til að þetta lið væri ekki í jakkafötum. Og Morg- unblaðið þvældi fram og aftur í Staksteinum, Velvakanda, frétta- skýringuin og forystugreinum og þegar upp var staðið máttd -ljóst vera að það voru þau Sigurjón Pétursson og Adda Bára, sem höfðu drepið Aldo Moro. Kannski ekki beint tek- ið í gikldnn en söm var gjörðin því þau höfðu fellt meirihluta Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Nú en Morgunblaðið kunni á svona kauða og tókst með undirferli og lágkúru að espa hvern gegn öðr- um í hinum nýja meirihluta. Þá var hringt í Sjöfn að kveldi og hún fengin til að segja einhverja dauð- ans vitleysu. Svo var hringt í Guð- rúnu og henni lesin vitleysan og beðin um athugasemd. Og þannig var meirihlutinn kominn í hár sam- an um leið og Morgunblaðið kom út án þess að vita almennilega af því sjálfur. Vonandi hafa rnenn lært.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.