Vikublaðið - 08.04.1994, Qupperneq 14
14
Flokksstarflð
VIKUBLAÐIÐ 8. APRIL 1994
Fundur ABR um utanríkismál:
Nýtt og notað um NATO
Ólafiir Raguar Grímsson: „Hér hefnr baráttan gegtt hernum og NATO ríkt íára-
tugi og það eni miklar tilfinningar í gangi við að hugsa sig inn í nýjan vcnileika.
Eg bið um nýtt raunsæi. I öryggismálnm eigum við að vera ófeimin að vega og
meta hreytingar og takast á við erftðar ákvarðanir um hvað við viljum gera. “
Miklar breytingar á alþjóða-
málum voru í forgrunni á
fundi ABR um utanríkismál
sem haldinn var nýverið, ekki síst hjá
frummælandanum Olafi Ragnari
Grímssyni. Það hefur ekki farið fram-
hjá alþjóð að áherslur Olafs í utanrík-
ismálum hafa verið aðrar en hafa ver-
ið ríkjandi innan Alþýðubandalagsins
um árabil. Ekki síst hefur Olaíur hoð-
að nýja hugsun gagnvart garnla slag-
orðinu um herinn burt og Island úr
NATO. Þetta hefur valdið umróti
innan flokksins og muna menn sjálf-
sagt vel eftir átökunum á síðasta
landsfundi Alþýðuhandalagsins.
A fundi ABR var fjallað um fleira en
öryggis- og friðarmál, t.d. unt Evr-
ópusatnbandsraálin. I lér verður frá-
sögnin hins vegar takmörkuð við ör-
yggismálin og NATO.
Litla bláa bókin loks að
komast í gagnið
Ólafur hóf inál sitt á því að rifja upp
hinar gífurlegu breytingar sem orðið
hafa í alþjóðainálum frá 1984. Þá var
kalda stríðið botnfrosið, Bandaríkin
og Sovétríkin gám ekki talast við. Þá
var stjörnustríðsáætlunin gefin út og
kjarnorkuvopnatilraunir voru gerðar
nánast á hverjum degi. Þá hafði AJ-
þýðjjbandalagið nýlega gengið úr rík-
isstjóm og gerður hafði verið samn-
ingur um hyggingaframkvæmdir flug-
stöðvarinnar. Þá var Evrókommún-
isininn kominn ffam.
„Allt annar heimur hlasir við í dag,
án þess að það veki ntikla athygli.
Menn taka höndum sairian um eyð-
ingu kjarnörkuvopna. Vandamálið er
það helst, að það fæst ekki fjármagn til
að eyða þeim nógu fljótt. Og nú er
loksins farið að framkvæma „litlu bláu
bókina". Þetta er 50 ára gömul bók
sem ég veit ekki hvort sé fáanleg hér.
Þetta er stjórnarskrá þjóða heims,
sáttmáli Saineinuðu þjóðanna. A síð-
ustu tveim til þrem árum hafa verið
stigin ný og ánægjuleg skref. I áratugi
boðaði Alþýðuhandalagið að alþjóð-
legt öryggiskerfi byggt á þessari bók
væri það sem koma skyldi. Við enda-
lok kalda stríðsins var eins og hlutirn-
ir leystust úr læóingi. Þegar öryggis-
ráð S. Þ. kom saman í janúar 1992 var
það í fyrsta skipti sem leiðtogar ríkj-
anna sátu sjálfir í sætum sínum, en
ekki lægra settir fulltrúar. Þeir ákváðu
að reyna að skapa nýtt öryggiskerfi
stigafstigi. Ummittár 1992 opinber-
aði Butros Butros Ghali síðan „Starfs-
skrá í þágu friðar“ og nú er í hverri
viku verið að ffamkvæma þessar til-
lögur og stefnu litlu bláu bókarinnar."
Olafur sagði að fyrir rúmlega tv'eiin
árum hefðu tvær leiðir helst þótt
koma til greina. Annars vegar að fá
þjóðir heims til að leggja það stóran
hluta af herafla og hergögnum sínum
undir S. Þ. að hægt yrði að byggja upp
herafla sem gæti gegnt friðargæslu-
hlutverkinu.
NATO sem þjónustuaðili
íþágu S.Þ.
„Þessi leið hefúr reynst ófær. Hin
leiðin var að svæðisbundin samtök á
borð við NATO og Einingarsamtök
Afríku yrðu burðarásar í friðargæslu í
umboði S.Þ. Og það merkilega gerð-
ist fyrir einu og hálfu ári síðan að
NATO lýsti sig reiðubúið til að taka
slíkt að sér. Og það sein meira er.
Menn veltu fyrir sér hvort NATO
ætti sjálft að geta ákveðið hvort her-
valdi skyldi beitt. Bandaríkin lögðu
fram tillögu um slíkt, en það var fellt,
jafnvel þótt Davíð Oddsson styddi til-
löguna fýrir hönd íslands. Niðurstað-
an er að NATO hreyfir hvorki legg né
lið án samþyklds S.Þ.“
Hann nefndi ákvörðunina um
hernaðaraðgerðir gagnvart Serbum
sem dætni uin þetta.
Olafur sagði að í fréttabréfi ABR
hefði verið rifjuð upp sú ávirðing að
formaður Alþýðubandalagsins hafi
ekki viljað svara því hvort ísland ætti
að segja sig úr NATO. „Eg hef ekki
svarið í dag. Eg horfi til þess í dag að
Rússar eru að taka formlegt skref inn í
„Félagsskap f þágu friðar" (Partner-
ship for peace). Ætlum við úr NATO
og vera líka fyrir utan Partnership for
peace? Segjum við okkur ein þjóða frá
þessari þróunr Hver er tillaga okkar?
Ætlum við að segja að allir hinir hafi
rangt fyrir sér en við einir rétt fyrir
okkur? Ef það gerist í raun að NATO
breytist í þjónustuaðila f\TÍr S.Þ. þá er
það mikill og góður áfangi. Eigum við
að velja öryggisbandalag Evrópusam-
bandsins eða nýtt ogúiflugt alþjóðlegt
öryggiskerfi S.Þ.? Seinni kosturinn er
betri að mínu mati. Virk starfsemi
S.Þ. í þágu friðar er það sem tekur við.
Ilér hefur baráttan gegn hernum og
NATO ríkt í áratugi og það eru mikl-
ar tilfinningar í gangi við að hugsa sig
inn í nýjan veruleika. Eg bið um nýtt
raunsæi. I öryggismálum eigum við að
vera ófeimin að vega og ineta breyt-
ingar og takast á við erfiðar ákvarðan-
ir um hvað við viljum gera.“
*
Herinn burt og Island úr
NATO ífullu gildi
Ragnar Þórsson sagði að umræðan
innan Alþýðubandalagsins um utan-
ríkismál hefði verið frekar dauf und-
anfarið. Hann talaði um öll þau stríð
sem háð eru í heiminum og í því sain-
bandi um langan og skítugan slóða
Bandaríkjanna.
„Það hefur síast inn í okkur að sum-
ir séu vondir en aðrir góðir. Sum stríð
réttlát en önnur ekki. Hvað felst í al-
þjóðlegu örygggiskerfi? Júgóslavía er
gott dæmi. Öryggiskerfi NATO og
S.Þ. mun ekki skila árangri. Frekar
meiri og útbreiddari átökum.
Júgóslavía er dænii um hvernig ekki á
að miðla málum. Þarna hafa verið
sáttaumleitunarmenn, Stoltenberg,
Owen, Vance og að manni skilst hafa
þeir ekki alltaf fylgt sömu línunni. Og
ekki haft fullt umboð. Innan EB er
bullandi ágreiningur um Júgóslavíu
og innan NATO líka. Það er skýr á-
greiningur inilli V-Evrópu og Rúss-
lands. Það er ekki vænlegt að mynda
enn 'eina alþjóðlegu lögreglusveitina.
Það tókst að koma írak út úr Kúwait,
en það var fyrst og fremst vegna olíu-
hagsmuna. Alþjóðlegt öryggiskerfi
mun eimnitt vega og meta hvort átök
skipta stóru ríkin ináli eða ckki út frá
slíkum hagsmunum. Tyrkir fengu óá-
reittir að ganga í skrokk á Kúrdum og
öllum var sama. Það gilti ekld um
Saddam Hússein og olíuna."
Ragnar sagði að hlutirnir væru
fljótir að breytast í heiminum. „Eg
treysti því mátulega þegar Clinton og
Jeltsín skrifa undir að hætta kjarn-
orkutilraunum. Það þarf bara viku til
að breyta þessu. Stefnan um herinn
burt og ísland úr NATO er í fullu
gildi. Það verða mjög fljótt rnistök
með þeirri leið sem Ólafur Ragnar
boðar. Island á að standa utan hernað-
arbandalaga.“
Flaraldur Jóhannesson tók næstur
til máls og varaði m.a. við þeirri hættu
sem stafar af uppgangi heittrúar-
manna í Múhammeðslöndum. Vax-
andi hatur væri í garð hvítra manna og
Ragnar Þórsson: „Stefnan nm herinn
burt og lsland ár NA TO er ífullu gildi.
Það verða mjögfljótt mistök meðþeirri
leið sem Ólafur Ragnar boðar. Island á
að standa utan hernaðarbandalaga. “
Garðar Mýrdal: „Mitt raunstei sýnir
allt aðra heimsmynd en hjá Olafi
Ragnari. Mér hugnast ekki að sjá am-
eríska herinn sem löggu. “
ekki víst að NATO sé rétti aðilinn til
að takast á við þessi mál.
Friðarmál, umhverfismál
ogjafnari skipting auð-
ævanna
Garðar Mýrdal undirstrikaði þá
skoðun sína að það ætti ekki að tala
niður til flokksmanna eins og gert
hefði verið á landsfúndinum og ætla
að gera stórfelldar breytingar á
stefnuskránni án sainráðs.
„Mitt raunsæi sýnir allt aðra heims-
mynd en bjá Ólafi Ragnari. Mér
hugnast ekki að sjá ameríska herinn
sem löggu. Við fögnum þeim breyt-
ingum að austurblokkin láti af hern-
aðaruppbyggingu og umhverfisspjöll-
um. En vestræn ríki hafa setið á pen-
ingum sínum sem áttu að styrkja þessi
ríki. Því þar hafa menn veriö að kjósa
fólk sem vill sporna við markaðsþró-
uninni."
Garðar velti fyrir sér hlutverki ís-
lands. „Eigum við að taka þátt í her-
starfsemi í myridbreytingu á NATO?
Er það okkar hlutverk að hlaupa fyrst-
ir tii og blanda .okkur í deilur? Eiguin
við að taka þátt í umræðunt sem hern-
aðarlega óháð þjóð? Við eigurn auð-
vitað að rusla burt ameríska hernum.
Og beita okkur fyrir kjarnorkulausum
svæðum. Auka þannig öryggi okkar og
annarra í kring. Það eru ærin störf fyr-
ir Alþýðubandalagið. En ekki það að
koma okkar fólki í utanríkisráðuneyt-
ið.“
Svavar Gestsson sagði að það hefði
ekki verið fyrr en á níunda áratugnum
að menn fóru að þróa hugmyndir um
alþjóðlegt öryggis- og friðarkerfi.
Spurningin sé hvernig best rnegi nálg-
ast slíkt kerfi. Er endilega skynsam-
legt að fara sömu leið og í kalda stríð-
inu eða er hægt að hugsa sér aðra leið?
T.d. að skilgreina hlutleysiskröfuna á
nýjan hátt. Hlutlaus ríki gætu beitt sér
fyrir kjamorkuvopnalausum svæðum
og þau gætu orðið alþjóðlegir sátta-
semjarar. Það ríki vantraust á Banda-
ríkjunum sem slíkum þótt S.Þ. ráði
miklu.
„Það er þrennt sem mér finnst að
leggja beri áherslu á í þessu sambandi.
I fyrsta lagi er það alþjóðlegt öryggis-
og friðarkerfi, sem ég hef minnst á. I
öðru lagi nefni ég nýtt kerfi umhverf-
ismála með víðtæku neti umhverfis-
samstarfs. I þriðja lagi þarf þjóð eins
og okkar að stuðla að jafnari skiptum á
auðævum heimsins. Það geruin við
ekki í alþjóðlegum lúxusklúbbi. Þetta
eru þær áherslur sem ég vil sjá í rót-
tækri utanríkisstefnu. Við verðum að
þróa þetta til sameiginlegrar lending-
ar. Það er ekki boðlegt að forystu-
menn flokksins séu með hugmyndir
sem félagarnir upplifa sent gegn
stefnu flokksins, með réttu eða
röngu.“
Vill hann verða fyrsti ut-
anríkisráðherra flokks-
ins?
Einar Valur Ingimundarson sagði
að undanfarin ár hefði umræða um ut-
anríkismál legið í láginni f Alþýðu-
bandalaginu, þótt ekki hafi vantað
skoðanirnar. „En mér finnst afstaða
Ólafs birta of mikla bjartsýni. I lún er
ekki raunsæ. Eg sé að sala vopna er að
taka við sér eftir hægagang. Þjóðir
eins og Bretland og Bandaríkin njóta
góðs af. Það eru eininitt viðskipta-
hagsmunir sem knýja bandalög í dag.
Margir segja að markaðskerfið hafi
sigrað. Fjnrmagnið æðir um, en ekki
er hirt nægilega um velferðarkerfið
sem víða er að molna undan markaðs-
kerfinu."
Einar Valur sagðist vona að flest af
Svavar Gestsson: „Það er ekki boðlegt
að forystumenn flokksins séu mcð hug-
myndir sem félagamir upplifa sem
gegn stefnu Jlokksins, með réttu eða
röngu. “
því sem Olafur talaði um geti rætst.
„Kannski talar hér maður sem á eftir
að verða fyrsti utanríkisráðherra Al-
þýðubandalagsins. Þessa umræðu
verður að taka upp í flokknum. Eg er
ekki að lýsa yfir vantrausti á Olaf
Ragnar, heldur tel ég að flokksmenn
hafi þörf á að ræða þessi mál, sem hafa
legið í dvala. Eg vil opna ráðstefhu um
þessi mál og bjóða fulltrúum annarra
flolcka."
Siilvi Sveinsson sagði Ólaf djarfan í
málflutningi. „Hann veit að margir
hafa gengið til liðs við Alþýðubanda-
lagið út á slagorðið um herinn burt og
Island úr NATO. Getur verið að það
sé best að vera áfram í NATO? Þá
verður að skoða það. Eg held að menn
séu ekkert langt frá því að vera sam-
rnála. En ég spyr ÓlaÞRagnar: Þegar
þú lentir í minnihluta á landsfúndin-
um, gerðir þú þér grein fyrir þeim
möguleika að þú myndir lenda upp á
kant við stóran hluta flokksmanna? Er
mögulegt að taka svona áhættu?“
NATO og gamla Varsjár-
bandalagið í eina sæng
Ólafur Ragnar viðurkenndi að hann
væri bjartsýnn. „Eg er tilfinningalega
þannig innstilltur að ég tel þetta hægt.
Varðandi NATO hef ég tekið að mér
það hlutverk að benda á ýmsar breyt-
ingar sem ekki hafa verið mikið rædd-
ar hér. Eg skipti þessum breytingum í
fimm atriði. Það fyrsta er að fyrir
tveimur árum var stofnað samstarfs-
ráð NATO og fyrrum aðila Varsjár-
bandalagsins um mótun sameigin-
legrar stefnu. Um er að ræða virka
stofnun sem getur borið í sér þróun-
arferil. Annað er að Alþýðubandalagið
er eini flokkurinn í V- og A-Evrópu
sem ekki sendir fulltrúa á þing þing-
mannasamtaka NATO. Fulltrúarnir
frá A-Evrópu hafa ekki atkvæðisrétt,
cn flytja tillögur og eru virkir á þing-
unum. Ég hitti nýverið fulltrúa fyrr-
um Kommúnistaflokks Póllands sem
bafði tekið þátt í þessu. Þriðja atriðið
er að það er stefria NATO að taka að
sér friðargæslustörf fyrir S. Þ. Margir
í NATO vildu þetta ekki. Fjórða er að
það eru fulltrúar S. Þ. sem taka á-
kvarðanir uin aðgerðir. Ekki Wörner
hjá NATO heldur Butros Butros
Ghali hjá S.Þ. Og í fimmta lagi hefur
NATO fengið formlega aðild að
RÖSE, ráðstefnu um öryggi og sam-
vinnu í Evrópu. Ef einhver hefði sagt
fyrir fjórum árum, hvað þá tíu, að
þetta myndi gerast hefði svarið verið
að slíkt væri út í hött. Eg er ekki með
endanlegt svar við því hvað við eiguin
að gera, en við getum rætt þessi mál
opið.“
%