Vikublaðið


Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 2
2 Viðhorf VIKUBLAÐIÐ 20. MAI 1994 BLAÐ SEM V I T E R ( Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Pór Guðmundsson og Ólafur Pórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500- Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls fjölmiðlun hf. G-listar í sókn G-listar eru víða á landinu í sókn ef marka má skoðanakann- anir sem gerðar hafa verið í mörgum bæjar- og sveitarfé- lögum. G-listarnir eru sumsstaðar að fá svipað út úr könn- unum og þeir fengu í kosningunum 1990 og annarsstaðar gott betur. Borið saman við ámóta kannanir fyrir fjórum árum ætti þetta að vera vísbending um talsvert betri útkomu G-lista úr kosningunum 28. maí heldur en síðast þegar kosið var til bæjar- og sveitarstjórna. G-listar eiga möguleika á að bæta við sig manni í bæjarstjórn á mörgum stöðum ef marka má kannanir. Auðvitað ber að taka þeim með fyrirvara, sérstaklega á minni stöðum þar sem ríflega helmingur aðspurðra neitar að gefa upp afstöðu sína. Fámennið getur verið helsta ástæða þess að fólk lætur ekki hnýsast eftir skoðunum sínum. En því má heldur ekki gleyma að sá hópur kjósenda sem dregur við sig að taka afstöðu til flokka og ffamboða fram á síðustu stund hefur farið stækkandi í hverjum kosningum frá 1970. Það er því til mikils að vinna fyrir þá sem hafa hagstæðan byr í seglum eins og G-listarnir virðast hafa um þessar mundir. Boðskapurinn þarf að ná augum og eyrum þeirra sem enn eru óákveðnir á síðustu dögum kosningabaráttunnar. G-listarnir eiga erindi í bæjar- og sveitarstjórnarmálum. Alþýðubandalagið hefur á að skipa öflugu og farsælu fólki í bæjarstjórnum víða um land og mörgum áhugaverðum ffam- bjóðendum. Það vekur sérstaka athygli að á Akureyri þar sem Alþýðubandalagið hefur unnið með Sjálfstæðisflokknum í meirihluta hefur G-listinn góðan byr. Það verður ekki skýrt öðruvísi en að Akureyringar meti dugmikla ffamgöngu bæjar- málafólks Alþýðubandalagsins á erfiðleikatímum. Þar er „sterki maðurinn" í bæjarstjórn kona á vegum G-listans. Og þar hefur tekist að tengja saman atvinnu, menningu og þekk- ingu en samkvæmt nútíma kokkabókum hagffæðinnar er slík samtenging talin vera uppskriftin að vexti og viðgangi bæjar- félaga. Listagilið á Akureyri og nýgerður rammasamningur við Leikfélag Akureyrar eru einmitt fyrirmyndir sem G-listar annarsstaðar á landinu hafa tekið upp. A þeirra vegum hafa verið settar ffam hugmyndir um að gerðir verði rekstrar- og rammasamningar við leikfélög, kóra, tónlistarskóla og menn- ingarfélög þar sem samið verði um framlög til menningar- starfsemi og þjónustu þessara félaga við bæjarfélögin til lengri tíma eins og tíðkast hefur um hríð að gera við íþróttafélög. Fjölbreytt menningarlíf verður að haldast í hendur við öflugt atvinnulíf í byggðarlögum sem ætla að láta að sér kveða í framtíðinni. G-listarnir leggja hvarvetna áherslu á lífskjarajöfnun. Kaup almenns launafólks hefur staðið í stað um árabil meðan álögur hafa farið vaxandi og verið fluttar af fyrirtækjum yfir á fólkið. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að bæjarfélög reyni til hins ítrasta að jafha kjörin með félagslegum aðgerðum og samhjálp. G-listarnir hafa einnig að sameiginlegum baklijarli í kosn- ingabaráttunni ítarlega stefhumótun landsfundar Alþýðu- bandalagsins í efnahags- og atvinnumálum sem gefin hefur verið út í Grænu bókinni. I Utflutningsleið Alþýðubanda- lagsins er áhersla lögð á atvinnu, jöfnuð og siðbót. Þar er hvatt til þess að fundnar verði sameiginlegar sóknarlínur í atvinnu- málum og þróaðar nýjar útflutningsvörur til þess að afla gjald- eyris og auka velsæld í landinu. Græna bókin sýnir að þróun atvinnulífs í bæjarfélögum út um land getur verið fólgin í því að vera í jafngóðum tengslum við Tokyo, Munchen og New -York eins og Reykjavík. Nútíma tækni gefur einnig smærri einingum nýja möguleika. G-listar víða um land munu leggja áherslu á samhug sinn með táknrænum hætti á næstu dögum. A þeirra vegum verður dreift tákni um gróanda og gott mannlíf. Skilaboðin eru þau að með áræðni og þrautseigju muni laufi skrýðast lundur í ís- lensku atvinnu- og menningarlífi. grimu telur háfúsjon 4g ? Sjónarhorn Dýru gæluverkefnin ann 15. apríl sl. birtust tvær greinar í Morgunblaðinu sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Þær voru eftir Einar Stefánsson og Bryndísi Guðmundsdóttur. Þær gáfu tónínn fyrir margar fleiri greinar sein síðan hafa birst í Mogganum þar sem reynt er að halda því fram að Sjálf- stæðisflokkurinn sé ekki bara flokkur allra Reykvíkinga heldur líka brjóst- vörn umhverfisins í Reykjavík. Ekkert er fjær lagi. Bryndís kvartar yfir dreifibréfi Reykjavíkurlistans og skilur ekkert í því að við höfum ekki tekið efrir öllu því mikla sem hefur verið gert í umhverfi í Reykjavík. Einar Stefánsson er greinilega á sömu skoðun. Hann og Bryndís virðast telja að varla sé hægt að gera betur í umhverfismálunum. Af hverju er þetta fólk í Reykjavík eiginlega að kvarta, er þeim spum. Það er nú það. Að sjálfsögðu er búið að gera ýmis- legt til fegrunar umhverfis í Reykjavík. Þó að nú væri á 60 ára valdaferli Sjálfstæðisflokksins. F.n hvernig hefúr það verið gert? Tökum lítið dæmi. Áformin enda í engu Arni Sigfússon kynnti stefnu sína á ágætum göngustíg í vesturborginni. Eg hef líka gengið þann stíg. Hann endar skyndilega við flugvöllinn. Ilann nær ekki lengra, því miður.. Eins og málflutningur Arna Sigfús- sonar endar hann skyndilega í engu. Spurst hefúr verið fyrir um af hverju hann haldi ekki áfram alla leið inní Nauthólsvíkina. Svarið er: Það er of dýrt. Peningarnir fóru í annað. Það er auðvitað miklu fleira sem hefði mátt gera í umhverfismálum í borginni. Einar minnist á að á næstu árum verði gerður stígur allt frá Gróttu og upp í Heiðmörk. Af hverju er hann ekki löngu koininn, Einar? Þetta er spuming um áherslur í umhverfis- og íþróttamálum. Nýbúið er að taka í notkun rándýra sundlaug í Árbæjarhverfi. Lokakostnaður er tal- inn verða um 700 milljónir króna. Ekki skal um það deilt að Arbæingar eins og allir aðrir Reykvfkingar eiga það fyllilega inni hjá borgaryfirvöld- um, sem þeir hafa greitt útsvar til, að vel sé búið að íþrótta- og tómstunda- starfi í hverfinu þeirra. Framkvæmd þessa verkefhis ber þó öll sjúkdómsein- kenni sem framkvæmd annarra gælu- verkefna í borginni er gegnsýrð af. Tvöföldun á kostnaði Kostnaðurinn við Arbæjarsundlaug- ina hefúr þróast með þessum hætti: Samkvæmt frumáædun í apríl 1990 átti hún að kosta 380 milljónir króna. Það var sú tala sem lögð var til gmnd- vallar þegar verkefnið var samþykkt í borgarstjóm. Framáædunin var síðan endurskoð- uð strax í október sama ár og hljóðaði þá upp á 480 milljónir króna. I nóvember 1993 kom svo ný áædun og var þá gert ráð fyrir að lokakostn- aður yrði 630 milljónir. Núna liggur endanlegur kostnaður ekki fyrir en hann mun vart vera undir 700 milljónum. Því er reyndar haldið fram að áædunin frá í nóvember hafi staðist. Hinsvegar vita ailir sem með lokaáfanganum fylgdust að þá var hvergi til sparað og kostnaðarsamar breytingar gerðar á síðustu stundu, enda stutt í borgarstjórnarkosningar og Sjálfstæðisflokkurinn farinn að fá skýr skilaboð frá reykvískum kjós- endum í skoðanakönnunum. Því má svo bæta við að iniðviku- daginn 11. maí sl. hélt Iþrótta- og tóm- stundaráð veglega veislu fyrir bygging- araðila laugarinnar. Ómælt áfengi var í boði og finnst mönnum á þeim bæ það sjálfsagt fara vel saman við íþrótta- og æskulýðsstarf og kannske enn betur við nýtilkomið daður Arna Sigfússonar við áfengisforvarnir meðal barna og ung- menna! Ilefði ekki verið nær að byggja svipaða sundlaug með minni flottræf- ilshætti fyrir helmingi rninna fé og nota þá upphæð sem þannig sparaðist fyrir uppbyggingu útivistarsvæða og íþrótta- og tómstundastarfs einnig annars staðar í borginni? Við viljum lýðræðislega og opna borg Svari hver fyrir sig, en hitt er víst að fyrir brotabrot af þeint kostnaði sem þessi flottræfilsháttur Sjálfstæðis- flokksins hefur kostað borgarbúa enn eina ferðina hefði verið hægt að klára göngustíginn hans Arna Sigfússonar. Svo væri auðvitað um mörg önnur útivistarmál. Minnihlutinn í borgar- stjórn hefúr barist fyrir því að lagðir yrðu ótal aðrir göngu- og hjólreiða- stígar í borginni. En nei, peningamir fóra í fínni verkefhi. Ef Reykvíldngar væra spurðir kæmu öragglega fram sá vilji þeirra að spara ætti í dýrum gæluverkefnum en gera meira fyrir peningana. Nota þá til að gera betra umhverfi fyrir Reykvíkinga. Af grein Bryndísar að dæma held ég að hún myndi vilja það líka. Gallinn er bara sá að við Reyk- víkingar vorum ekki spurðir. Það er ekki nema „kortéri fyrir kosningar“ sem íhaldinu dettur í hug að til sé ein- hver almenningur í þessari borg sem vill fá að koma óskum sínum á framfæri og það jafnvel ekki nema þegar Sjálfstæðisflokkurinn óttast að tapa völdum sínum eins og núna hefúr gerst. Treystir einhver því að þetta viðhorf ti! borgarbúa sem Sjálfstæðis- flokkurinn er gegnsýrður af breytist ef hann heldur völdum? Nei. Reykjavík er nefnilega lokuð borg. Meirihlutinn í borgarstjórn tek- ur vondar ákvarðanir. Hann spyr almenning ekki álits. Flokksgæðingar og peningaklíkur eiga hinsvegar greiðan aðgang að meirihluta borgar- stjórnar. Þannig hefur ástandið verið allt, allt of lengi. Er ekki mál að linni? Reykjavfkurlistinn vill breytingar. Hann vill opna og lýðræðissinnaða borg. Hann vill nýta fé borgarbúa betur. Leggja af flottræfilsháttinn en gera þess í stað góða og skynsamlega hluti sem korna öllum til góða. Reykjavíkurlistinn mun spyrja borg- arbúa álits og opna borgina. Höfúndur er frainbjóðandi á Reykjavíkurlistanum.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.