Vikublaðið


Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 20. MAI 1994 Hugleiðingar um tilurð Reykj avíkurlistans - og saetan sigur hans / wor að var 15. janúar sl. að samþykkt var í stofnunum Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks, Framsókn- arflokks og Kvennalista að ganga til samstarfs um eitt framboð í borg- arstjómarkosningunum 28. maí nk. Þar með var Reykjavfloirlistinn orðinn að vemleika og draumur margra um samfylkingu gegn Sjálfstæðisflokknum í borginni hafði ræst. En áður en kom að þessu formlega upphafi Reykja- víkurlistans hafði að sjálfsögðu mikið gerst og inargir komið að málinu. Vafalaust em söguskoðanir þeirra sem vom nærri vettvangi misjafnar og ósennilegt að nokkrir tveir einstakling- ar muni segja ffá á sama hátt um tilurð Reykjavíkurlistahs. Eg ætla hér að draga upp nokkur meginatriði um að- dragandann að tilurð Reykjavíkurlist- ans sem ég tel að hafi skipt miklu máli. Rétt er að undirstrika að hér em á ferð- inni sundurlaus brot úr mínum hug- leiðingum og vitanlega getur málið komið öðmm öðm vísi fyrir sjónir. Nýr vettvangur Við borgarstjórnarkosningarnar '90 var gerð tilraun til að sameina and- stöðuflokka Sjálfstæðisflokksins í eitt frainboð. Hér verður ekki reynt að gera grein fyrir gangi þess máls en ein- ungis bent á þá niðurstöðu að Alþýðu- bandalag, Framsóknarflokkur og Kvennalisti buðu ffam sína hefð- bundnu G, B og V lista en H-listi Nýs vettvangs sameinaði Alþýðuflokksfólk, ýmsa Alþýðubandalagsmenn og óháða kjósendur. Þama var á ferðinni tilraun sem að flestra dómi var góðra gjalda verð en engu að síður mistókst hún. Astæðurnar fyrir því kunna að vera margar og sennilega fælist í því of mik- il einföldun að draga ffam einn eða tvo þartti. I stjómmálum skipta heilindi miklu ináli ef árangursríkt samstarf á að nást og líklega má segja að þau hafi einfaldlega skort í viðræðunum um sameiginlegt ffamboð fyrir fjómm ámm síðan. Flokkarnir og einstakling- ar innan þeirra vom ekld tilbúnir til að stíga það skref sem nú hefur verið stig- ið með miklum árangri. Sömuleiðis vantaði sterlct foringjaefni sem ávallt þarf að vera kjölfestan á framboðslista ef vel á að takast tdl, þótt allir ffambjóð- endur skipti vitanlega máli og enginn foringi fái nokkm áorkað ef hann hefur ekki sterka liðssveit sér við hlið. Þegar líða tók á árið 1992 vom flokkarnir famir að huga að undirbún- ingi borgarstjómarkosninga. Mörgum þótti þá sýnt að Nýr vettvangur myndi ekki bjóða ffam á nýjan leik en ýmsir af þeirra forsvarsmönnum höfðu þó á- huga á að ræða við fulltrúa annarra flokka um hugsanlegt sainstarf í kosn- ingunum. Ahugi flokkanna var að sönnu misjafn en enginn vildi þó úti- loka að samstarf gæti tekist. A árinu 1993 hittust forystumenn flokkanna í Reykjavík reglulega til að skiptast á skoðunum um það hvemig farsælast væri að vinna saman í kosningunum og ná meirihluta í borginni. Þessir flokkar hafa allir átt með sér ágætt samstarf í borgarstjórn, í minnihluta, og höfðu því nokkuð góðan gmnn að byggja á. Skoðanakannanir I haust birtu nokkrir ungir einstak- lingar áskomn til flokkanna um að sameinast í ffamboði gegn Sjálfstæðis- flokknum. Þessi áskomn hafði ótvírætt mildl áhrif á þá sem vom þá þegar í viðræðum um samstarf flokkanna og sannfærði þá enn betur um að nauð- synlegt væri að flokkamir legðu mikið á sig til að ná samkomulagi um eitt ffamboð. Þessu til viðbótar birtist skoðanakönnun sem gerð var að ffum- kvæði Hrannars B. Amarsonar, en hún sýndi að miklar líkur væm á því að sameiginlegt ffamboð ynni meirihluta í kosiiingum í Reykjavík. Ekki þarf að fara í grafgötur með að þessi könnun skipti vemlegu máli fyrir ffamhald við- ræðnanna og átti sinn þátt í að Reykjavíkurlistinn varð að vemleika. Fleiri skoðanakannanir fýlgdu í kjöl- farið og sýndu sömu afstöðu kjósenda. Þannig má segja að ungt fólk og kjós- endur almennt hafi beðið um sameig- inlegt ffamboð flokkanna og flokkarn- ir hafi skynjað það kall á rétmrn tíma og þess vegna sé Reykjavíkurlistinn nú á góðri leið með að vinna Reykjavíkur- borg. Þetta síðasttalda atriði, þáttur flokkanna, skipti að mínu viti sköpum fyrir Reykjavíkurlistann. Ljóst var að ekld vom allir á eitt sáttir um ágæti þess að bjóða ffam einn lista en að vandlega íhuguðu máli reyndust flokk- arnir fjórir eiga svo margt sameiginlegt að eimt ffamboðslisti var í raun aðeins tæknileg útfærsla þeirrar merkilegu þróunar sem þá þegar var hafin. Áramótin síðustu Segja má að fomilegar viðræður um sameiginlegt ffamboð hafi fyrst hafist milli jóla og nýjárs og þær hafi í raun aðeins tekið uin viku til tíu daga. Meg- inástæða þess var að jarðvegurinn hafði nú verið undirbúinn vandlega, bæði innan flokkanna og eins utan þeirra því kjósendur höfðu í raun gefið upp bolt- ann. Strax kom í ljós að þeir einstak- lingar sem fengust við þetta verkeffii á vegum sinna floklca náðu mjög vel saman. Einmitt hið gegnheila samstarf tryggði góðan ávöxt og það er einmitt það sem einnig mun tryggja samhenta sveit í liorgarstjóm Reykjavíkur á næsta kjörtímabili. Þessi viðhorf hafa einnig verið ráðandi í málefnavinnunni á vegum Reykjavfloirlistans. Þangað hafa allir verið velkomnir sem hafa vilj- að styðja meginstefnumál listans og þar er enginn spurður um flokksskírteini. Og það virðist aldrei hafa þvælst fýrir nokkmm manni hvort samstarfs- maðurinn í hópnum væri úr þessum flokki eða hinum. Það var nefnilega tekin ákvörðun um það heilshugar í öllum flokkunum fjórani að vinna saman í Reykjavíkurlistanum af því að okkur finnst tími til að breyta - við stefnum öll að sama markmiði um betri borg. Öflug sveit til sigurs Eitt var það atriði sem allir flokkarn- ir voru sammála um og það var að velja þyrfti sameiginlegt borgarstjóraefni sem skipa ætti baráttusæti ffamboðs- listans. Nafn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur kom fýrst upp í huga all- flestra og því var ákveðið að leita til hennar. Tók hún málaleitaninni strax vel þótt hún kysi eðlilega að íhuga mál- ið vandlega og sjá hvaða stefiiumál yrðu efst á baugi hjá hinu nýja ffam- boði. Það var síðan um rniðjan inars að endalegt jáyrði hennar lá fýrir og dylst fáum hversu mikill fengur það er fýrir Reykjavíkurlistann að jaffi skeleggur og virtur stjórnmálamaður skuli hafa fengist í það erfiða hlutverk að leiða Reykjavíkurlistann til sigurs gegn Sjálfstæðisflokknum sem hefur stjórn- að borginni nær samfellt í sex tugi ára og telur sig eiga hana, rétt eins og hún sé þinglýst eign hans. Ingibjörg Sólrún er tvímælalaust rétt kona á réttum stað og hún skelfir Sjálfstæðisflokkinn. Við hlið hennar hefur síðan valist öflug sveit reyndra stjórnmálamanna og hlýt ég þar að neffia fýrstar þær Sigrúnu Magnúsdóttur og Guðrúnu Agústs- dóttur sem skipa 1. og 2. sæti listans, en Sigrún verður oddviti borgarstjómar- flokksins og Guðrún forseti borgar- stjórnar ef og þegar meirihluti hefur unnist. Þær hafa báðar unnið á vett- vangi borgarmálanna um langt skeið og era þekktar fýrir yfirsýn og þekk- ingu sem þær hafa á borgarmálefnum. I þessum hópi á líka Guðrún Og- mundsdóttir heima sem hefur góða reynslu af störfum í borgarstjóm og sömuleiðis Alfreð Þorsteinsson. I 4. sæti er síðan Pétur Jónsson sem hefur víðtæka stjómunarreynslu af einum stærsta vinnustað landsins sem era Ríkisspítalarnir, en slík reynsla hlýtur að verða Reykjavíkurlistanum dýnnæt þegar hafist verður handa við stjórn borgarinnar. Steinunn V. Oskarsdóttir Árni Þór Sigurðsson II og undirritaður eram síðan eins konar fulltrúar þeirra sem era að stíga sín fýrstu skref í pólitík en hafa jafnframt víðtæka reynslu af félagsmálastörfum af ýinsu tagi. Þannig tvinnast saman í Reykjavík- urlistanum þekking og reynsla þeirra sem starfað hafa lengi að borgarmálum eða annars staðar í atvinnulífinu og hinna sem skírskota til ungs fólks sem einmitt átti drjúgan þátt í að Reykja- vfkurlistinn varð að veruleika. Þessi sveit á góða möguleika á að fara með stjórn borgarinnar á næsta kjörtímabili en til þess þarf fýrst og ffemst öflugan stuðning fólksins í borginni. Látum kosningamar 28. maí verða sigur fólksins - ekld Flokksins eða fjöl- miðlanna. Þá verður vorið 1994 - Reykjavíkurvorið - lengi í miimum haft. Höfundur skipar 5. sæti Reykj avíkurlistans íslenski fáninn í öllum stærðum og fánastangir í 6, 7 og 8 metra lengdum. Fánastærð verð Fánastærð verð 36 x 50 kr. 1.525- 61x85 kr. 1.895- 72x 100 kr. 2.261- 90x125 kr. 2.810- 108X 150 kr. 3.392- 126x 175 kr. 3.995-, 144x200 kr. 5.030- 162x225 kr. 6.198- 180x250 kr. 7.100- 216x300 kr. 9.880- Uppgefin eru smásöluverö. HEILDSALA - SMÁSALA

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.