Vikublaðið


Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 16

Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 16
Munið áskriftarsímann mmmmeammmmmmmmmmmam 17500 Hjörleifar Guttormsson: Framtíðar- lausn verði fandin á útsendingu frá Alþingi. Útsendingar frá þingi nái til landsins alls Fyrir tilstilli Hjörleifs Guttorms- sonar og fleiri þingmanna hefur forsætisnefnd Alþingis ákveðið að gera athugun á því að koma út- sendingum firá þingfundum í það horf að allir landsmenn eigi kost á að fylgjast með þingstörfúm. Hjörleifúr hefur ásamt fleirum fli þingsályktunartillögu um að Alþingi beitd sér fyrir því að allir landsmenn eigi kost á því að fylgjast með þing- fundum. Sjónvarpsstöðin Sýn hefur sent út þingfundi en þær útsendingar ná aðeins til suðvesmrhorns landsins. Eftir að Sýn rauf útsendingar frá þingfundi til að hleypa að kosninga- þætti Sjálfstæðisflokksins í Reykjvík komust útsendingarmál aftur á dag- skrá og Hjörleifur ítrekaði að þingið yrði að finna ffambúðarlausn. Við þingfresmn sagði Salóme Þorkelsdótt- ir að tillaga Hjörleifs og fleiri þing- manna nyti mikils hljómgrunns og í sumar yrði athugað hvort hægt verði að tryggja það að útsendingar frá Alþingi nái til landsins alls. 5,8% atvinnu- leysi um mánaðarmótin Atvinnuleysi í aprfl mældist 5,6 prósent að meðaltali en jókst eftir því sem á inánuðinn leið og var komið upp í 5,8 prósent í lok mánaðarins. Það samsvarar því að 7.374 manns hafi verið án vinnu og var aukningin mun meiri hjá kon- um en körlum. Atvinnuleysi hefur aldrei mælst svo hátt í apríl, en heldur dró úr atvinnuleysi miðað við mánuðinn á undan. En atvinnuleysið í apríl- lok er nær fimmfalt meðaltalsat- vinnuleysi í apríl á árabilinu 1985 til 1992. I lok apríi var atvinnu- leysið mest í Norðurlandi eystra, 7,3 prósent, en minnst á Vest- fjörðum eða 3,1 prósent. Mestöll aukningin á atvinnuleysi út mán- uðinn varð á höfuðborgarsvæðinu. Þjóðhagsstofnun hefur gert reglulega könnun á atvinnuástandi í apríl, en atvinnurekendur sem könnunin náði til töldu æskilegt að fækka starfsfólki um 365 í apríl. Það er mjög nálægt þeirri aukningu sem varð á atvinnu- leysinu frá meðaltali dl loka mánaðarins. Tilraun með hverfis- hús og söguhátíð Kristín Á. Ólafsdóttir og Guðrún Jónsdóttir hafa lagt fyrir borgarstjóm tíl- lögu um annars vegar sögu- og menningarhátíð í gamla Vestur- bænum og hins vegar opnun „hvcrfishúss" í Háaleitishverfi. Tillagan hefur hlotið jákvæðar undirtektír í borgarstjóm og standa líkur til þess að hún verði samþykkt. Tillagan um hverfishús gerir ráð fyrir því að á árinu 1995 verði opnað slíkt hús i Háaleitíshverfi, en það á að vera vmvangur þar sem íbúar hverfis- im jla átt samverustundir. Þá er gert lyrir því að í slíku húsi geti kyn- -ióðabilið brúast, einangrun fólks rofnað og fólk sótt Jiangað fjölskyldu- ráðgjöf og annað í þeiin dúr. Tillagan um sögu- og menning- arhátíð í gamla Vesturbænum gerir Kristín A. Ólafsdóttir: I borgarsam- félagi má laða fram þennan styrk í mannlegum samskiptum með því að nýta mögtileika hverfanna sem ein- inga. ráð fyrir slíkri hátíð árið 1995 og þá á að koma á framfæri sögu þessa elsta borgarhluta. I greinargerð með tíllögunni segja Kristín og Guðrún meðal annars: „Nálægð á miili íbúa er einn af kost- um lítílla byggða, þorpanna. 1 borgar- samfélagi má laða ffam þennan styrk í mannlegum samskiptum með því að nýta möguleika hverfanna sem ein- inga. Möguleikana má m.a. skapa með þeim leiðum sem hér eru lagðar tíl. Flutningsmenn telja nauðsynlegt að borgaryfirvöld hafi frumkvæði í þess- um efhum og að borgarsjóður verði bakhjarl, þótt ekki sé um hefðbundna borgarstarfsemi að ræða, heldur þarf að byggja á frumkvæði íbúanna sjálfra. Til dæmis má ætla að íbúasamtök sem og önnur félög í viðkomandi hverfi hafi áhuga á að taka þátt í starfsemi hverfahúss, að ekki sé talað um aðild að sögu- og menningarhátíð. Rétt þykir að fara rólega af stað og fá reynslu með þessum tílraunaverkefn- uin. Takist sögu- og menningarhátíðin vel er freistandi að sjá fyrir sér árlega hátíð í einu borgarhverfi sem aðdrag- anda að Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000, verði okkur að þeirri ósk. Ómetanleg verðmæti tíl sögu Reykjavíkur verða vafalaust til á hátíðum sem þessum. Lagt er til að reyna starfrækslu hverfishúss í einu fámennasta hverfi borgarinnar, til þess að umfangið verði ekki of mikið í byrjun." Ofangreind tillaga er síðasta tillaga Kristínar Ólafsdóttur fyrir borgar- stjórn, í bili að ininnsta kosti, þar sem hún er ekki í framboði. Guðrún er hins vegar í 10. sæti Reykjavíkur- listans. HafnarQörður: G-listinn í stórsókn Lúðvtk Geirsson, annar maður á G-listanum t Hafrarfirði og Gunnur Baldursdóttir sem er íjjórða sceti, hlusta á vísdómsorðfrá Ama Bimi Omarssyni á fandinum t gccrkvöld. Mynd: Ól.Þ. Húsfyllir var á kappræðu- fundi ffambjóðenda allra flokka sem bjóða fram í Hafinarfirði, en fundurinn var hald- inn í veitingahúsinu Hraunholtí á miðvikudagskvöld. Það var Alþýðubandalagið sem skoraði á hin framboðin í kappræður og kom ýmislegt fróðlegt fram á fundinum sem Karl Garðarsson fféttamaður stýrði. Það vakti ekki síst athygli þegar Ingvar Viktorsson bæjarstjóri lýsti því yfir að hann gæti á engan hátt gert sér grein fyrir ástæðu fylgishruns Alþýðu- flokksins sem ffam kemur í nýbirtum skoðanakönnunum. „Það er eitthvað að, en ég veit ekki hvað það er,“ sagði bæjarstjóri. Þá kom einnig mörgum á óvart yfirlýsing annars manns á lista Framsóknarflokksins að það væri stef- na flokksins að greiða ekki niður skuldir bæjarins á komandi kjörtíma- bili. Efsti maður á lista Kvennalistans sagði í umræðunum að hún gætí ekki sagt til um hvernig taka ættí á fjár- hagsvanda bæjarins, þær konurnar ættu eftir að kynna sér þau mál frekar. I umræðunum var meðal annars spurt um störf Kristjáns Guðmunds- sonar fyrir bæinn en Kristján er í framboði fyrir Alþýðuflokkinn í Kópavogi og hefur verið í sérverk- efnum hjá Hafharfjarðarbæ og þegið 6,7 milljónir fyrir. Fréttir af þeim störfum í ríkisútvarpinu fyrr um kvöldið höfðu að vonuin vakið mikla athygli bæjarbúa. Fulltrúar G-listans á kappræðu- fundinum voru Guðrún Árnadóttir, sem fluttí ffamsöguræðu, Lúðvík Geirsson og Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi, sem tók þátt í pall- borðsumræðum. Athygli vakti að bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins treysti sér ekki í pallborðsumræðurnar. Hann sendi annan mann á lista í þær fyrir sig. Slíkt hið sama gerði oddviti Framsóknar. Lúðvík Geirsson sem flutti loka- ræðu G-listans benti meðal annars á að G-listínn væri í stórsókn í Hafn- arfirði. „G-listinn er með um 15 pró- sent atkvæða og vantar aðeins um 50 atkvæði tíl að tryggja tvo menn kjörna í bæjarstjórn. Þessi atkvæði inunum við fá og margfalt fleiri. Llafhfirðingar vilja að G-listínn verði í oddastöðu við myndun nýs meirihluta og jafiiffamt leiðandi afl í þeim meirihluta," sagði Lúðvík. ASÍ mótmælir ósvífni VSÍ Alþýðusamband íslands mót- mælir harðlega fhllyrðing- um Þórarins V. Þórarins- sonar framkvæmdastjóra VSI um að 4 - 5000 manns sem eru án atvinnu hafi í raun engan áhuga á því að fá vinnu. Ummælin lét Þór- arinn falla í fréttatíma Stöðvar 2. Fundur miðstjórnar ASI og for- ystumanna lands- og svæðasambanda innan ASI segir staðhæfingu fram- kvæmdastjórans ósvífna og rakalausa. „Fullyrðingar Þórarins um að þessi mikli fjöldi sé að misnota atvinnuleys- isbótakerfið og brjóta þar með lög eru óþolandi og ættí hann að hafa mann- dóm í sér til að biðjast opinberlega afsökunar á ummælum sínum. Fundurinn telur augljóst að orsakir atvinnuleysisins séu ekki þær að fólk vilji ekki vinnu og það að halda slíku fram er hrein móðgun við launafólk á Islandi. Ummælin eru alvarleg æru- meiðandi aðför að því fjölmarga fólki sem má þola það að vera án atvinnu og fhllt tilefni til lögsóknar á hendur þeim sem hafði þau í frammi,“ segir í ályktun ASI.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.