Vikublaðið


Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 4
4 Tti kjósenda VIKUBLAÐIÐ 20. MAÍ 1994 Cuðrún Ágústsdóttir, skipar 2. sæti R-listans Á einni uiku rá&ast naestu 203 vikurnar Eftir eina viku uerða kjör- staðir opnaðir; það er vika framundan sem rœður úrslit- um um líf okka.r Reykvíkinga nœstu fjögur árin. Nœstu tvö hundruð og átta vikurnar. Pað er því örlagaríkt hvernig hver Reykvíkingar verja atkvœði sínu. Nú má enginn gleyma því að skuldir borgarinnar hafa fimmfaldast. Nú má enginn gleyma því að byggð hafa verið tvö monthús fyrir 6000 miljónir króna og níu hálftómar bílageymslur fyrir nœrri einn miljarð. Nú má enginn gleyma einkavinavæðingunni sem bannar sumum allt en leyfir öðrum allt. Það er í rauninni storkun við Reykvíkinga að Sjálfstœðis- flokkurinn skuli ætlast til þess að fá stuðning Reykvíkinga áfram eftir það sem á undan er gengið; fimmföldun skuldanna á 12 árum frá því að íhaldið komst til valda síðast. Reykjavíkurlistinn vill opna leið fyrir Reykvíkinga til þess að verða nýtt afl gegn ósannindum og óheiðarleika; afl sem með heiðarlegum málflutningi og heiðarlegum stjórnarháttum stýrir í þágu allra borgarbúa en ekki bara þeirra sem kjósa flokkinn með stórum staf og greini. Nú á tímum samdráttar og niðurskurðar þarf aðhald í fjármálum á öllum sviðum; það er ekki trúverðugt að eyða miljónatugum í kosningabaráttu eins og íhaldið hefur gert. Sjálfstœðisflokkurinn vanmetur dóm- greind Reykvíkinga. R-listinn treystir dómgreind Reykvíkinga.. Hún mun koma í Ijós þegar talið verður upp úr kjörkössunum eftir liðlega eina viku. Cuörún ögmundsdóttir, skipar 3. sæti R-listans Reykuíkin gar eiga það skiiið Pað er vika til stefnu. Það er efst í huga mínum að kosningabaráttan hefur verið spennandi. Ótrúlega spennandi tími. Og kosn- ingabaráttan hefur verið skemmtileg - að vísu óvenjulega löng. En það hefur verið stemmning. Og gleði. Og barátta. Það er óvenjulegt að þetta fari allt saman. Og nú er bara ein vika til stefnu. Við höfum oft sagt í kosningabaráttunni að við þurfum að stilla saman strengina. Og við teljum að það sé kannski mikilvœgast að það hefur tekist að stilla saman strengina. Það hefur tekist að skapa eitt afl úr fólki, hópum sem koma víða að og hafa mismunandi vœntingar. Enfólkið í borginni er einmitt eins mismunandi og það er margt. Þess vegna hefur verið ánœgju- legt að sjá hvernig allir þessir litir hafa skapað einn regnboga. En nú ráðast úrslitin á allra næstu dögum - á aðeins einni viku. Með sterkri samstöðu okkar vinnst sigur - ekki einungis til þess að lifa glaða kosninganótt heldur líka til þess að skapa samstöðu um stjórn borgarinnar á nœsta kjörtímabili, í nœstu fjögur ár. Sundurleitar hagsmunarklíkurnar í Sjálfstœðis- flokknum tryggja Reykvíkingum ekki þessa samstöðu. Það eru engar vísbendingar til þess. Elokkur sem þarf þrjá borgar- stjóra á einu kjörtímabili er ekki sannfœrandi samnefnari fyrir Reykvíkinga. Við höfum fundið glœsilega samstöðu með Reykvíkingum síð- ustu vikurnar og það er þessi stuðningur sem mun ráða úrslit- um. Reykvíkingar eiga það skilið að losna við íhaldið. Og breyta til.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.