Vikublaðið


Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 20. MAÍ 1994 9 ekki sinnt en samt tók enginn embættismaður borgarinnar upp á því að beita samþykktum dagsektum. Meðal eigenda eru Geir og Stein- dór Haarde. Lagt hefur verið til að eigendurnir verði sektaðir um 3,5 milljónir. Innheimta Bílastæðasjóðs án útboðs Án útboðs var Lögmannsstofunni að Skip- holti 50b úthlutuð innheimta fyrir bílastæða- sjóð. Þetta gerðist fyrst 1988, en þá völdu Davíð Oddsson og Magnús Óskarsson lög- mannastofuna eftir eigin höfði. Hefur samn- ingurinn verið endurnýjaður allar götur síðan. Eigendur Lögmannastofunnar voru lengstum Gunnar J. Birgisson, Gísli Gíslason og Sig- urður Þóroddsson, en Gunnar J. Birgisson seldi sinn hlut í stofunni haustið 1992. Gunn- ar er nú í öruggu sæti á lista íhaldsins. Minni- hlutinn í borgarstjórn hefur lagt fram tillögu um útboð á innheimtu bílastæðasjóðs. Strætisvagnaklúður Sveins Andra íhaldið var roggið þegar það tilkynnti að það ætlaði að einkavæða strætó með því að breyta SVR í hlutafélag. í júlí 1993 urðu sjálf- stæðismenn að fresta breytingunni að kröfu starfsmanna, en þá hafði meirihlutinn eytt 800 þúsund krónum í ráðgjafafyrirtæki vegna fyrirhugaðrar hlutafélagsstofnunar. í septem- ber var breytingin ákveðin og um leið var rifist um réttindi starfsmanna fyrirtækisins. Öll framkvæmd málsins í höndum Sveins Andra Sveinssonar einkenndist af flaustri og mót- sögnum. Hinn almenni sjálfstæðismaður kvað upp sinn úrskurð í málinu í prófkjöri íhaidsins þegar Sveinn Andri var kolfelldur og Árni Sig- fússon hefur í kjölfarið þvegið hendur sínar af einkavæðingarbröltinu. Púkkað undir Hannes Hólmstein Hannes Hólmsteinn Gissurarson var á tveggja og hálfs milljón króna launum hjá Hitaveitu Reykjavíkur við að skrifa ævisögu Jóns Þorlákssonar, fyrrum formanns íhalds- manna. Uppruna þessarar ákvörðunar er að sögn Hannesar sjálfs að hann og Páll Gísla- son flokksbróðir hans og formaður stjórnar veitustofnana hittust í hófi - voru að skemmta sér í partíi - og töluðu um hvað þetta yrði sniðugt. I tvö ár var erkiboðberi einkafram- taksins á tvöföldum launum hjá hinu opinbera (Háskólanum og Hitaveitunni) við að rita ævi- sögu formanns einkaframtaksflokksins. En það var ekki nóg. Borgarsjóður var síðan lát- inn kaupa 368 eintök af Jónsbók Hannesar fyrir 1,1 milljón og þessu til viðbótar keypti Landsvirkjun 50 eintök, en borgin á tæpan helming í því fyrirtæki. Á sama tíma var borg- in að kaupa örfá eintök af bók Guðjóns Frið- rikssonar um sögu Reykjavíkur! í nýjustu árs- skýrslu HR kemur síðan fram að fyrirtækið hefur ekki nýtt áætlaða fjármuni sem áttu að fara í rannsóknarstarf og svo í umhverfismál (árlega „atvinnubótavinnu" fyrir unglinga). ÍTR auglýsti fram- bjóðendur íhaldsins ÍÞrótta— og tómstundaráð Reykjavikur (ÍTR) var látið auglýsa og þar með kynna skemmtihald íhaldsins og Þróttar á sumar- daginn fyrsta. ÍTR auglýsti þar með á kostnað borgarbúa framkomu „skemmtikraftanna" Árna Sigfússonar, Sigurðar Sveinssonar, Þorbergs Aðalsteinssonar og Óskars Finns- sonar, sem allir eru á lista (haldsins. Þessu til viðbótar lét félag sjálfstæðismanna í Lang- holtshverfi börn bera út áróður sinn og kynn- ingu á skemmtihaldinu, jafnvel framyfir settan útivistartíma barna. Hreysi Hrafns á14 milljónir Á síðasta ári samþykkti borgarráð að kaupa kofaræfla og lóðir við Lindargötu. Þar voru hreysi sem Film hf., kvikmyndafyrirtæki Hrafns Gunnlaugssonar, átti. Anna K. Jóns- dóttir formaður meirihlutans í stjórn Dagvistar barna (og þáverandi mágkona Hrafns) hafði orð á möguleikanum á leikskóla þarna og samþykkti stjórnin að skoða málið. Skyndi- lega voru kaupin orðin að tillögu í borgarrráði án þess að Dagvist barna fjallaði um það. Meirihlutinn vildi hvorki vísa málinu til stjórnar Dagvistar barna né samþykkja hávaðamæl- ingu, heldur skyldu kaupin keyrð í gegn. Enda umhyggjan fyrir einstökum húseigend- um orðin öðru yfirsterkari. Og borgarsjóður var látinn punga út 14 milljónir til Hrafns og 11 milljónir til viðbótar vegna kaupa á gamalli vélsmiðju. Þetta sögðu embættismenn borg- arinnar sanngjarnt verð, en aðrir töldu upp- hæðirnar vera langt yfir raunvirði. Fram- kvæmdir vegna leikskóla með þessum hætti voru áætlaðar um 75 milljónir, en það kostar 50 til 60 milljónir að byggja nýjan leikskóla frá grunni. Slysagildrumálið við Hekluhúsið Þótt dagleg vandræði í umferðinni hafi und- irstrikað mikla slysahættu sem stafaði af beygjugati á umferðareyju við Laugaveg þverneitaði íhaldið að loka fyrir gatið. Það taldist nefnilega nauðsynlegt fyrirtækinu Heklu vegna viðskiptavina og eigendur Heklu eru burðarásar í fjármálamaskínu Sjálfstæð- isflokksins. Jafnvel eftir dauðaslys var þráast við. Það var ekki fyrr en eftir mikinn þrýsting og loks fyrir beiðni Heklumanna sjálfra að gatinu var lokað. Skrauthallir með 2,8 milljarða bakreikn- ing ling um félagsmálin í borginni, sér til upplyfting- ar. Bæklingurinn kostaði 2 milljónir króna og var dreift til 37 þúsund manna mátulega fyrir kosningar. Bæklingurinn dró upp afar jákvæða mynd af því sem gert var í tíð íhaldsins, en sleppt að tilgreina hversu óralangt væri í land á mörgum sviðum. Árni og félagar fólu íslensku auglýsingastofunni að gera bæklinginn, en það var/er stofa Ólafs Haukssonar hlutastarfsmanns flokksins og Friðriks Friðrikssonar fjölmiðlakóngs og kosn- ingastjóra Davíðs Oddssonar. Slakið á í sektunum piltar Stöðubrotasektum snarfækkaði fyrir kosn- ingar. íhaldið beitir ýmsum brögðum til að friða kjósendur. Fyrir síðustu kosningar virðist íhaldið hafa látið þau boð út ganga til emb- ættismanna borgarinnar, Riddara Reykjavík- ur, að vera „skilningsrfkir". Gatnamálastjóra- embættið gerði sitt besta: Slakaði verulega á sektum fyrir að leggja bílum ólöglega. Fjöldi útgefinna sektarmiða fór úr 10.775 í janúar 1990, í 8.791 í febrúar, 7.731 í mars, 7.476 í apríl og 6.365 í maí, kosningamánuðinum. Sjálfsagt eru menn farnir að venjast skraut- höllunum, Perlunni og Ráðhúsinu og þykja þetta fyrirmyndarbyggingar. Þetta eru glæsi- legar byggingar, enda tilkostnaðurinn ærinn. í stað þess að koma hreint fram kynntu sjálf- stæðismenn áætlanir sem hvellsprungu, bæði vegna þess að þær voru of lágar og vegna sífelldra breytinga á byggingartíman- um. Framreiknað til núvirðis átti Ráðhúsið að kosta 1.460 milljónir króna, en endaði í 3.310 milljónum. Mismunurinn er 1.850 milljónir eða hækkun um 127 prósent. Perlan átti að kosta 730 milljónir, en endaði í 1.680 milljónum. Mismunurinn er 950 milljónir og það er hækk- un um 130 prósent. Það vakti einnig athygli að þegar Bjarna í Brauðbæ var úthlutaður veitingareksturinn í Perlunni var hann tækni- lega gjaldþrota og var honum því reddað með þessu. 4 milljarða Korpúlfs- staðaslysi afstýrt Meirihlutinn ætlaði að ana út í endurbygg- ingu Korpúlfsstaða, umhugsunar- og undir- búningslítið. Þetta átti að keyra í gegn og sáu menn stórfenglegt Erró-safn í hillingum. Opin- berlega var gefið upp að framkvæmdin myndi kosta um 2 milljarða. En vegna efasemda Nýs vettvangs og annarra í minnihlutanum og vegna þess að fleiri komu að málinu fór hið rétta að koma í Ijós. Endurbygging hússins myndi kosta tvöfalda áætlunina eða um 4 milljarða og yrði ódýrara að rífa húsið og byggja upp í sömu mynd en að lagfæra það. Meirihlutamenn urðu að gefa eftir og Korp- úlfsstaðir voru settir í salt. Blátt rit um blómstr- andi félagsmál Fyrir síðustu kosningar lét Árni Sigfússon formaður félagsmálaráðs gefa út dýran bæk- Þetta erfækkun um 41 prósent og má ætla að „sparnaður" þeirra sem leggja óiöglega hafi verið á bilinu 5 til 6 milljónir. Strax að loknum kosningum í júní snarfjölgaði sektum, fóru í 8.890 eða upp um 40%. Það er í engu samhengi við umferðarþungann né í sam- hengi við notkun myntbílastæða. Ragnar verðlaunað- ur fyrir Saab-inn Hver man ekki eftir því þegar Ragnar Júlí- usson þáverandi formaður stjórnar Granda (sem borgin átti þá að stórum hluta) lét fyrir- tækið púkka undir sig drossíu á sama tíma og Grandi var að segja upp fullt af fólki? Það þótti að vísu ekki ráðlegt að hafa hann áfram í borgarstjórn, en fyrir annars góða þjónustu við flokkinn var hann verðlaunaður með topp- stöðu í borginni, gerður að forstöðumanni kennslumáladeildar borgarinnar.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.