Vikublaðið


Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 13

Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 13
VIKUBLAÐIÐ 20. MAÍ 1994 13 Kjör starfsfólks í heildagsskólanum: Einhliða ákvörðun vinnuveitenda gildir enn Nú í lok skólaársins gildir einhliða ákvörðun borg- aryfirvalda um kjör starfsfólks heildagsskólanum enn. Yfirvöld samþykkja Kennarasambandið ekki sem viðsemjanda og kröfum þess hefur alfarið verið hafhað. Kjaramál þeirra starfsmanna „heilsdags- skólanna“ sem eru í Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar hafa verið sett í nefnd. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Islands segir að öllum kröíum sambandsins hafi alfarið verið hainað. Eiríkur segir kennara sem vinna í „heildagsskólan- um“ aukalega með kennslu hafa sæmi- leg kjör en öðru máli gegni um þá sem eingöngu vinna í „heildagsskólanum." Reykjavíkurborg hefur ekki samþykkt Kennarasambandið sem viðsemjanda fyrir þennan hóp. Árni hafnaði kröfum starfsfólksins I nóvember síðastliðnuin var komið á fundi með kennurum, fóstrum, for- manni skólamálaráðs, Arna Sigfússyni og forstöðumanni skólaskrifstofu Reykjavíkur, Viktori Guðlaugssyni þar sem kennarar bentu á fordæmi í kjara- samningum sínum sem hægt væri að ganga út ffá. Það fordæmi var sótt í samninga við kennara úti á landi sein starfa í heimavistarskólum. Samið hef- ur verið við sveitarfélögin um greiðslu fyrir vinnu utan hefðbundinar kennslu í þessum skólurn. Þessum kröfum var hafnað. Annað fordæmi sem hægt væri að fara eftir er hin svokallaða „Seltjarnar- nessleið". Bæjaryfirvöld þar hafa samið við ríkið um greiðslu til kennara fyrir vinnu í „heildagsskólanum“ þar. Ríkið krefúr sveitarfélagið síðan um greiðslu á þessum kostnaði. Að sögn Eiríks Jónssonar var fyrir stuttu dreift í skól- ana bréfi frá skólaskrifstofunni þar sem ffain koin vilji borgaryfirvalda að fara þessa leið. En effir því sem hann best veit er slíkur samningur inilli rílds og borgar ekki í höfn. I „heildagsskólanum" starfar líka ófaglært starfsfólk og starfefólk með aðra uppeldismenntun, s.s. fóstrur.«I byrjun voru flestdr ófaglærðir í Sókn en frá áramótum hafa allir starfsmemi „heildagsskólans" verið í Starfsmanna- félagi Reykjavíkurborgar. Að sögn starfsmanns Starfsmannafé- lagsins er búið að setja á laggirnar nefnd sem í eiga sæti, auk formanns fé- lagsins, fulltrúi ffá skólaskrifstofu og starfsmannahaldi borgarinnar. Hún á m.a. meta störf þessa hóps. Þá mun nefndin trúlega ræða urn námskeið fyr- ir ófaglærða. Starfsmannafélagið Sókn hefur staðið fyrir námskeiðahaldi fyrir sína félagsmenn sein starfa t.d. á leik- skólunum sem metin eru til launa. í kjarasamningum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar eru slík námskeið aftur á móti einskis metin. Því þarf annað hvort að breyta eða koma upp námskeiðum á vegum Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar. Samskipti starfsfólks og borgaryfirvalda óeðlileg I greinargerð Kára Arnórssonar um „heildagsskólann" sent hann skilaði í desember síðastliðnum bendir hann á nauðsyn þess að samið verði við Kenn- arasambandið um kjör kennara við „heildagsskólann“, en ekld gildi ein- hliða ákvörðum vinnuveitenda. Ekki vegna þess að „kennararnir séu endi- lega verr launaðir en við venjulega kennslu en kennararnir sem vinna þetta sem aðalstarf hafa engan samning um einstök kjarabundin réttindi. Til þess að samskiptin verði eðlileg þarf að ganga ffá samningum", segir Kári. Starfsmannahald borgar- innar hefur ekki haggast Hátt á annað ár er liðið síðan „til- raun um heildagsskóla" hófst í fimm skólurn borgarinnar. Og heill vetur síðan „heildagsskóli" var settur á lagg- imar í öllum skólum borgarinnar. Ósldljanlegt er að ekki skuli enn vera búið að ganga ffá kjarasamningum við starfsfólk heldur einungis farið effir einhliða ákvörðunum vinnuveitenda. Sigrún Magnúsdóttir fulltrúi Fram- sóknarflokks í skólamálaráði segir að ráðið hafi reynt að knýja á um kjör starfcfólksins við Starfemannahald borgarinnar, en þar hafi menn ekki haggast. En hversvegna meirihlutinn hafi ekki notað pólitískt vald sitt til þess að koma málum á hreyfingu, það skilji hún ekki. Ekld náðist í Arna Sigfússon, for- mann skólamálaráðs og borgarstjóra, til þess að svara þeirri spumingu áður en blaðið fór í prentun. L AND S PITALINN / þágu mannúðar og vísinda GEÐDEILD LANDSPÍTALANS Deildarlæknir Deildarlæknir óskast nú þegar á geðdeild Landspítalans í 100% starf. Upplýsingar veitir Lárus Helgason, yfirlæknir, skor 1, geð- deild Landspítalans. Sími: 601708. Umsóknir sendist til Lárusar Helgasonsr, yfirlæknis, geðdeild Landspítalans v/Eiríksgötu, 101 Reykjavík. ENDURHÆFINGAR- OG HÆFINGARDEILD LANDSPÍTALANS í KÓPAVOGI Þroskaþjálfi/hjúkrunarfræðingur Þroskaþjálfa eða hjúkrunarfræðing vantar í stöðu yfir- næturvaktar frá og með 1. júlí í 70% starfshlutfall. Einnig vantar þroskaþjálfa eða hjúkrunarfræðing vegna sumar- afleysinga í 70% stöðu yfirnæturvaktar frá miðjum júní. Nánari upplýsingar gefa Sigríður Harðardóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri og Hulda Harðardóttir, yfirþroskaþjálfi í síma 602700. Sagt með niynd Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Þuríður Hjartardóttir Lausn myndagátunnar í síðasta blaði er: „Með göngum undir Ermasund er rofin æðilöng einangrun Englands.“

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.