Vikublaðið


Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 20. MAI 1994 7 sérvitringaklúbbur þar sem innvígðir raða upp „gangstéttarhellum og mál- ingardósum", svo frægt dæmi sé nefnt, fyrir hvern annan og „einvald reykvískrar menningar“, sem síðan dásamar herlegheitin í ræðu og riti. Afleiðingin er hríðfallandi aðsókn og algjör niðurlæging þessa mustcris reykvískrar menningar. Kaup á listaverkum, úthlutun starfslauna listamanna, val á borgar- listamönnum og opinber listskreyt- ingaverkefni hafa nánast eingöngu takmarkast við þennan sama hóp manna og kvenna, sem meðal lista- inanna gengur undir nafninu „Lands- liðið“. Jafnvel eru dæmi um að sama „gæludýrið" hafi fengið 3ja ára starfs- laun ríkisins samhliða eins árs starfs- launum Reykjavíkurborgar, en það er beinlínis ólöglegt. Nafhgiffin „Landsliðið" er ekki út í bláinn. Þetta fólk hefur árum saman setið eitt að öllum erlendum jafnt sem innlendum sýningarboðum til viðbót- ar öllum fyrrnefndu bitlingunum. Það eru líklega u.þ.b. 600 myndlistarmenn á Islandi sem efdr sitja með sárt ennið og lepja dauðann úr skel meðan einka- vinavæddir Kvaranistar blómstra, sbr. síðustu úthlutun starfslauna lista- manna, sem var stórkostlegt hneyksli. Auðvitað eru margir þeirra lista- rnanna sem um er að ræða vel að því komnir að vera sómi sýndur, en að- ferðafræði og forsendur kommisarsins og hans yfirboðara (borgarstjóranna þriggja) eru alrangar, siðlausar og skaðlegar ffjálsu og heilbrigðu menn- ingarlífi. Listræn markmið eru í al- gjöru aukahlutverki en pólitísk og hagsmunaleg hentistefnugildi einka- vinavæðingarinnar ráða ferðinni. Vart er við aðra meira að sakast en þann ráðamann sem skóp þessa hryggðarmynd, nefnilega Davíð Oddsson og þá ineðreiðarsveina hans sem á eftir kornu, Markús og Árna, sem ekki hafa sýnt nokkurn áhuga á að bæta úr þessum ófögnuði þrátt fyrir fjölda ábendinga og mikla gagnrýni listamanna og annarra á ástandið um árabil. Hvers vegna? Er forsjárhyggj- an svona algjör þegar „ættarveldið" og pólitískur litur er annarsvegar? Varla er hægt að áfellast sanntrúaða frjáls- hyggjudrengina, sem fengu sitt stutt- buxnauppeldi í Heimdalli, fyrir það að nýta sér „ættborin“ tækifæri sem flokksforystan réttir þeim upp í hend- urnar? Eða hvað? Það er viðburður ef formaður menningarmálanefndar, Hulda Val- týsdóttir Moggaeigandi og aðrir Sjálf- stæðismenn nefhdarinnar, mæta á list- sýningar, og alls ekki hafi viðkomandi listamaður verið ógætilegur í nærveru sálar Davíðs Oddssonar. Þannig geta nefnilega auðveldlega ráðist til ffam- búðar örlög eins listamanns! Er það ekki rétt Davíð? Á hinn bóginn er sanntrúuðum fé- lögum „brauðmolasamfélagsins" um- bunað með stöðuveitingum, pening- um og tældfærum af öliu tagi. Nei, Árni, Markús og Davíð, þið Sjálfstæðismenn getið ekki með nokk- urri sanngirni státað ykkur af miklum afrekum til framdráttar listum og menningu. Verkin ykkar tala þar alltof skýru máli. I einkavinavæðingunni eigið þið þó óumdeilanlegt heimsmet! Sjálfstæðismenn hafa nýlega ákveð- ið að tileinka nýjan tvöþúsundkall myndlistinni með því að prenta á hann mynd af Jóhannesi Kjarval. Ekki fylgir nú með loforð um annan stuðning við menninguna. Þessi við- burður er líklega stærsta framlag Sjálfstæðisflokksins til menningar- mála um langt árabil. Hvílík reisn! Það er að bera í bakkafullan spill- ingarlæk íhaldsins að leiða hugann að þriggja milljarða áætlun um endur- byggingu Korpúlfstaða yfir Erro, sem er orðin einkavinavæddur félagi Dav- íðs, Ilrafns, Árna, og þcirra félaga. Þeir hafa meira að segja „Bermuda- skálað“ fyrir tilefninu á kostnað borg- arbúa! Eða að geta sér til um það hvort Gunnar Kvaran verði forstöðumaður „Errostofnunar“ eins og allra hinna? Kannski Hrafn, eða hverjum skuldar íhaldið næsta bitling? I stuttu máli er afleiðing verka ykk- ar í menningarmálum „rjúkandi rústir einar" og höfúðborg lýðveldisins Is- lands, til skammar. Listamenn og listáhugafólk fær ekki að hafa nokkur afskipti, umsögn eða áhrif á hagsmunamál sín, en Kvaraniskir kommisarar Sjálfstæðis- flokksins útdeila bitlingum og al- inannafé, til vina, ættingja og skoð- anabræðra. Allar gagnrýnisraddir eru afgreiddar sem „athyglisþörf*, öfund eða stóryrði. Listamenn og annað áhugafólk um mcnningu og listir er löngu fullsatt af ofríki og spillingu ykkar. Við viljum breytingar. Ég skora á listamenn að sameinast um ffainboð Reykjavíkurlista og try'ggja þar ineð að breytingar verði á þessari martröð í menningarmálum Reykjavíkur og þar með þjóðarinnar allrar. Veljum lýðræðið á sjálfu afinæli lýðveldisins, hvar á landinu scm við búum. Höfundur er myndlistarmaður. Útboð F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk: Ormurinn langi, 1. áfangi. Stígagerð, yfirborðsfrágangur og snjóbræðsia. Helstu magntölur eru: Malbik 550 m2 Snjóbræðslulagnir 8.900 m Hellulagnir 2.400 m2 Forsteyptur kantsteinn 840 m Verkinu skal lokið 15. september 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 25. maí 1994, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 I

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.